mánudagur

í nokkur ár hefur lagið circle of friends með edie bricell verið eitt af mínum uppáhalds lögum. svo var ég bara rétt í þessu að uppgötva mér til mikillar skelfingar og geðshræringar að þessi hildur vala sem að vann ídolið í ár er búin að covera það á plötunni sinni. og hún skemmir það! með þessari venjulegu emilíönu torrini rip off rödd sinni. mikið er ég fegin að hún tók ekkert með neil young eða fleetwood mac... í dag ættu allir að husta á:

songbird með fleetwood mac
&
cinnamon girl með neil young

... og þegar þið standið grátandi með lúftgítarinn í hendinni verð ég á sama tíma heima hjá mér að dansa!

1 ummæli:

Nafnlaus sagði...

ég er einmitt búin að vera að hugsa um hvort að fólk sé ekki að gera sér grein fyrir því að þessi stelpa er að syngja alltof líkt fröken emilíönu, sem syngur þó ólíkt betur. stúlkan tapaði líka alveg þegar hún tók án þín í úrslitaþættinum. það lag á ekki að heyrast utan veggja söngvakeppnis framhaldsskólanna, bjakk.
dóra