þriðjudagur

ég var að lesa hérna á einni ágætri síðu hjá eflaust ágætri stúlku, hún kallar mig a.m.k. krútt, hlýtur að vera góð kona, að hún væri þessa dagana þjökuð af fyrirtíðarspennu. það fékk mig til að leiða hugann að því að ég hef ekki lent í því andskotans helvíti seinustu tvö skipti. það er reyndar tími núna fyrir fyrirtíðarspennu og túristarnir fara aðeins meira í taugarnar á mér en venjulega en að öðru leyti er ég ekkert illa haldin. sú var tíðin að ég grét stöðugt nokkrum dögum fyrir túrinn, gat varla horfst í augu við spegilmynd mína án þess að bresta í grát sökum ímyndaðra fitukeppa og almennrar sjálfs-óánægju. það hlýtur þess vegna að haldast í hendur að finna ekki fyrir óstjórnlegri gremju og sjálfsfyrirlitningu rétt áður en fossinn hefst á sama tíma og líf manns er hangandi órói í bleiku skýi.
ég er núna að upphugsa smá klausu sem að ég ætla að skrifa hér á blogginu mínu um andstyggðina sem að er í gangi í þessu andskotans stendur-á-brauðfótum þjóðfélagi. sorpritin hér&nú, séð&heyrt og dv fá nú að finna til tevatnsins. ógeðslegu slúður-viðbjóðs-blöð sem níðast á einkalífi fólks, ráðast á fjölskyldur og þaðan af verra. ég held með bubba!

13 ummæli:

Ágúst Borgþór sagði...

Who is the lady? Hvaða síða er þetta?

Tinna Kirsuber sagði...

ljúfa. er hún ekki vinkona þín?

Ágúst Borgþór sagði...

Jú, eða svona bloggvinkona. Ég hef aldrei séð hana.
Þú ert vinkona mín.

Tinna Kirsuber sagði...

Ohh...Þú ert vinur minn. Músí músí.

Ljúfa sagði...
Þessi athugasemd hefur verið fjarlægð af stjórnanda bloggs.
Ljúfa sagði...

Ég hætti við að segja ykkur hversu krúttleg þið eruð... en þið eruð það samt.

Tinna Kirsuber sagði...

Hahahaha! En einlægur og skemmtilegur dagur, allir svo indælir.

Ágúst Borgþór sagði...

Það væri örugglega gaman að sjá Ljúfu einhvern tíma.

Ljúfa sagði...

Ég lofa því að stoppa þig ef ég mæti þér einhvern tíma á götu.

Ágúst Borgþór sagði...

Stattu við það. En þú verður þá að vera dugleg að koma í bæinn. Erum við allt í einu á vitlausri síðu?

Tinna Kirsuber sagði...

viljiði ekki bara fá ykkur herbergi á annari bloggsíðu?

Ágúst Borgþór sagði...

Það er semsagt ekkert herbergi laust á Ástarhóteli Tinnu?

Tinna Kirsuber sagði...

Nei! allt upppantað út sumarið og jafnvel næstu árin.