þriðjudagur

okkur tókst að fara "snemma" að sofa, allavega svona miðað við venjulega. það er samt fyndið og ekki fyndið af því að þetta bitnar á daglegu lífi manns en þegar maður er kominn upp í rúm með þeim sem að maður er alveg óskaplega skotinn í er svefn það síðasta sem að maður vill. ég er ekki bara að tala um dónalega hluti heldur nærveru hinnar manneskjunnar. að spjalla saman um allt og ekkert, vera væmin, horfast í augu og tala um hvað maður er skotinn. það er yndislegt... ugh! ég er að verða verulega pirrandi og ælu-valdandi held ég. kannski ég taki mér blogg-pásu á meðan ég er svona "þjökuð" af ást.

8 ummæli:

Ágúst Borgþór sagði...

Hafðu ekki áhyggjur. Haltu áfram að blogga um þetta. Fólki líkar það.

Tinna Kirsuber sagði...

Já helduru?

Ágúst Borgþór sagði...

Ég hef ekki gert skoðanakönnun en mér líkar þetta og held að öðrum geri það líka.

Ágúst Borgþór sagði...

Beygingarvilla og alles í síðasta kommenti.

Tinna Kirsuber sagði...

Jæja.... Fyrst þú segir það hlýtur það að vera rétt.

Ágúst Borgþór sagði...

Já, treystu meistaranum.

Tinna Kirsuber sagði...

Ojj! Þetta var klobbalegt Ágúst!

Ágúst Borgþór sagði...

So be it.