fimmtudagur

fór til geðlæknisins snemma í morgun og reyndi þ.a.l. nýja strætókerfið í fyrsta skipti. ég hef fram að þessu lítið leitt hugann að því, annað en móðir mín sem ég held að hafi samtals talað um nýja strætókerfið við mig í tíu klukkutíma og ég vissi þess vegna ekki alveg hverju ég ætti von á. og þar sem að hún, geðlæknirinn asnaðist til að flytja stofuna sína upp í það vesæla helvíti á jörðu sem mosfellsbær er lá leið mín þangað. en nú er tíðin önnur, nú þarf ekki að taka sjö strætóa og vera tvo tíma á leiðinni upp í mosfellsbæ. vagninn stoppar bara á hlemmi núna og ég var tæpan hálftíma á leiðinni, það er ágætt. annars fékk ég vægt taugaáfall og viðbjóðs-nostalgíu kast þegar ég rúntaði þarna um. sá húsin sem ég hékk í heima hjá gömlum vinum, tré sem ég gróðursetti þegar ég var í andskotans únglingavinnunni, gamla skólann minn og þar sem læknirinn er með stofuna hékk ég iðulega fyrir utan á síðkvöldum, 14 ára, dauðadrukkin af landa og í kraftgalla... stundum í únglingasleik ef að ég var "heppin". djöfull skal ég aldrei búa í mosfellsbæ aftur! en að öllu þessu slepptu var ósköp gott að fá að tala út um allt, kollurinn á mér skýrðist aðeins og ég held m.a.s. að ég hafi orðið enn ástfangnari en ég var þegar ég vaknaði í morgun, ef það er hægt. úff hvað ég er ástfangin, ég er að fá legusár af ást...

5 ummæli:

Ösp sagði...

Jeminn, ég veit ekki hver galdurinn er hjá honum bróa.. vona að ég hafi líka hæfileikann til að láta fólk legusár af ást...voða rómó... ;D

Tinna Kirsuber sagði...

Mér finnst nú alveg mjög líklegt að þú hafir sama hæfileika gullið mitt... Verandi svona ljúf og góð eins og þú ert, þið hafið það bæði þið systkinin og þess vegna er ég svona óskaplega skotin í honum bróður þínum. Hann er besta manneskja sem ég hef hitt og er alltaf svo góður við mig. Það er nú bara eini galdurinn... :D

Ösp sagði...

"..I put a spell on you 'Cause you're mine" hmmm :)

Tinna Kirsuber sagði...

Shit! Ég er einmitt búin að vera að hlusta svo mikið á þetta lag undanfarið í hinum ýmsustu útgáfum með hinum ýmsustu listamönnum. So far finnst mér það best með Creedence Clearwater.... Líka gott með Nina Simone.

Ösp sagði...

mér finnst það alveg rosa flott með Ninu, ég hef samt ekki heyrt það með öðrum, minnir mig...