þriðjudagur

er með hrikalegan kvíðahnút í maganum í dag, svona kvíðahnút sem fær mig til að óska þess að ég væri önnur manneskja, á öðrum stað á öðrum tíma. eða bara vera innan um fólk...
og skólinn byrjaði í gær, var eiginlega lítið búin að leiða hugann að því fyrr en á sunnudeginum. fannst það skynsamlegast með tilliti til þess að ég fæ kvíðaköst útaf öllu. ég vaknaði í gær með grjót í maganum sem breyttist í fjall eftir því sem leið á morguninn. það er samt, mér til mikillar ánægju orðið auðveldara að takast á við þessa litlu hluti sem öftruðu mér svo mikið hérna í denn. hvar væri ég án geðlæknisins? aftur á móti hrundi veröldin til grunna þegar ég mætti í skólann og það var búið að færa námskeiðið sem ég átti að vera í um stofu. það var sérlega erfitt að takast á við það og ég "beilaði" og fór þess í stað að kaupa skólabækur sem mér fannst réttlæta þetta fyrsta skróp mitt fullkomlega og komst að því að ég mun að öllum líkindum sleppa frekar vel fjárhagslega útúr bókakaupum, það mun líklega ekki vera meira en 15.000 krónur, kannski 20.000. er það ekki vel sloppið annars? eftir "hreinsaðu samviskuna" bókakaupin tókst mér að fara í seinasta tímann og þá var þetta unnið. þetta er eins og að sofa hjá einhverjum í fyrsta skipti eins og örninn minn segir, það er alltaf hálf lummó í fyrsta skipti en þegar að það er búið þá veit maður að næstu skipti verða betri. tíhí... mér finnst þetta góð samlíking hjá honum. ég fylltist eldmóði í tímanum og hlakkaði til að byrja að læra, þetta verður allt í lagi ef ég er dugleg að læra. og nú vantar mig skrifborð til að læra við.
ég þarf að fara... kannski finnst ykkur bull það sem ég er að skrifa, kannski finnst ykkur ég ganga of langt þegar ég skrifa um það sem er í sálinni hverju sinni. en kannski er einhverjum sem finnst það ekki og líður eins.

"þegar ljósin slokkna og þú sérð ekki neitt, gaktu þá á hljóð raddar minnar og ég leiði þig aftur í birtuna. þar get ég reynt að græða sár þín elsku engillinn minn..."

2 ummæli:

Ágúst Borgþór sagði...

Þetta er ekki bull en mikið væri gott fyrir þig ef þú værir ekki svona rosalega kvíðin.

Tinna vinkona þín sagði...

æ, tinna mér finnst þetta alls ekki bull, mér finnst þú bara slatta huguð....
a fellow tinna