laugardagur

með tekíla í spræt... það er gott. ætla að horfa á nýja þáttinn með möggu stínu sem mér finnst lofa góðu en aftur á móti er ég alveg steinhissa á því að það sé enn og aftur verið að fara að sýna þessa fjárans spaugstofu. þetta er vægast sagt bara orðið hlægilegt... ekki fyndið hlægilegt heldur sorglegt hlægilegt. en hvað um það, kannski verð ég þakklát fyrir spaugstofuna og skellihlæ með gin og tónik á laugardagskvöldum þegar ég verð fimmtug... þ.e. ef þeir verða enn meðal vor.
annars settum við örninn upp mynd hérna í stofunni okkar í gær, ansi hreint flott. það er nefnilega þannig að það eru af einhverjum ástæðum tvær hurðir inn í svefnherbergið okkar, önnur liggur fram í eldhús og hana notum við alltaf en svo er önnur sem liggur fram í stofu og hana notum við aldrei. hún hefur eiginlega verið sár í auga okkar síðan við fluttum hingað inn, gapandi hurð með ekkert eiginlegt notagildi í augnablikinu. og við höfðum um nokkurt skeið verið að velta því fyrir okkur hvað við gætum gert við þessa tilgangslausu hurð. og svo datt okkur þetta líka snjallræði að finna bara einhverja flotta mynd, taka hurðarhúninn af hurðinni og þekja hana með myndinni. og það gerðum við í gær. þetta er mynd af hinni undurfögru gail úr sin city, ég læt hana hér til hliðar svo þið vitið hvað ég er að tala um.
partý á eftir á snorranum en núna... hjálmar!

Engin ummæli: