þriðjudagur

ég gleymdi auðvitað að láta það fylgja með færslunni í gær að örninn minn og hljómsveitin ÉG eru að fara að spila á útgáfutónleikum ampop á fimmtudaginn í þjóðleikhúskjallaranum. og auðvitað verð ég þar, standandi fremst, sveitt að rífa mig úr brókinni til að kasta henni í hljómsveitarmeðlimi... eða settleg við barinn með bjór í hönd. ég er annars voðalega hrifin af þjóðleikhúskjallaranum, stemningin þar er annars-tíma stemning. ekki viðloðandi þennan fjandans nútíma sem ég hleyp undan á hverjum degi (ekki af því að ég er hrædd við að eldast...).

talandi um það... nú er þessi tími sem ég fer að leiða hugann að aldri mínum, afmælið brestur bráðlega á. og ég segi það aftur sem ég hef alltaf sagt hér á þessari síðu þegar ég stend á þessum afmælis-tímamótum: ég elska að eiga afmæli og ég elska að eldast, það er ekkert við því að gera "so just embrace it". en ég er að verða 27 ára, sumum finnst það gamalt. ég veit ekki hvað er að vera gamall, mér líður alltaf eins og ég sé tvítug, jafnvel 17 ára. og því ekki? brjóstin á mér eru enn á sínum stað... því miður, ég hef enn ekki rekið augun í hrukku og hef satt að segja engar áhyggjur af þeim því ég lít út eins og ný-slípaður barnsrass var mér sagt um daginn. engin eru gráu hárin, sama áhyggjuleysi einkennir hugsanir mínar varðandi þau og hrukkurnar og það er enn beðið um foreldra mína í símann þegar gallup hringir... það eru reyndar ágætis ástæður fyrir því eins og allir vita sem hafa heyrt mig tala og ég þreytist ekki á að skrifa um hér. ég hlakka bara svo rosalega til að eiga afmæli og tilefnið er þrefalt núna: auðvitað bara að eiga afmæli, það er besti dagur í heimi með aðfangadegi, ég á besta kærasta í öllum heiminum og ég hlakka til að eiga afmæli með honum og svo kemur augasteinninn minn hún birta "heim" á sjálfan gleðidaginn.

tilhlökkun er það sem heldur mér gangandi... og "evidently" væmni líka.

læra!!!

2 ummæli:

dora wonder sagði...

mig langar á Ég tónleika við tækifæri. heyrði ógurlega skemmtilegt lag með þeim í dag sem sat í kollinum fram eftir öllu... tvö þúsund kall... fæst í öllum helstu stórmörkuðum... lalala.

Tinna Kirsuber sagði...

Koddu þá með mér á Ampop útgáfutónleikana... :D