mánudagur

hér sit ég að hlusta á nýja ampop diskinn og bíð eftir því að núðlusúpan mín kólni sem tekur samkvæmt mínum útreikningum eina sígarettu... eða eina og hálfa núna þegar ég hef brennt á mér tunguna. ampop-diskurinn er fínn.

brá mér í göngutúr áðan svo að ég yrði ekki gersamlega morbit á því að sitja inni í allan dag og læra, athyglisbresturinn var líka farin að gera vart við sig og mig vantaði mjólk útí teið. ég hef mjög gaman af því að dúða mig upp svo ég líkist sem mest ósjálfbjarga fimm ára krakka og fara í göngutúra þegar það er svona mikill snjór úti. það fékk mig líka til að leiða hugann að því þegar ég var aktúelt fimm ára og ósjálfbjarga, uppdúðuð á leiðinni útí snjóinn. nema þá var ég alltaf, gegn betri vitund látin í svona gróf-rifflaðar ullar-gammósíur sem stinga heil ósköp. ég man eftir allavega einum þannig og þær voru vínrauðar held ég... nema hvað.... maður gat svosum sætt sig við stinginn en ég lenti svo einu sinni í því að kasta óvart á sjálfa mig þvagi í þesslags gammósíum, þessum vínrauðu. ekki halda að ég hafi verið alin þannig upp, að svoleiðis hegðun væri í lagi. ég man nú ekki eftir mér öðruvísi en að gera þarfir mínar í klósett en slysin gerast þegar maður er enn óharðnaður og veit ekki alveg hvað niðurlæging er. en að pissa á sig í gróf-riffluðum og vínrauðum ullar-gammósíum er að ég held líklega verra en að fá nýrnasteina eða saga af sér útlim með ryðgaðri sög. ef þessar helvísku gammósíur stinga óvættar af þvagi þá getiði rétt ímyndað ykkur hvernig það er þegar þær eru orðnar gegnsósa af manns eigins volga úrgangi. ughhh...

en nú er núðlusúpan kláruð og ég þarf að halda áfram að læra. lifið heil!

2 ummæli:

Þórhallur sagði...

Datt hérna inn fyrir tilviljun.
Hló dátt yfir lestrinum.

Tinna Kirsuber sagði...

Gaman að geta glatt einhvern... Hláturinn lengir lífið eða eitthvað svoleiðis...