föstudagur

mér er nú ekkert voðalega vel við að éta morgunmat en tvisvar í viku þarf ég að pína mig til þess svo ekki þurfi ég að lifa þá niðurlægingu að vera með hávært garnagaul í miðjum tíma. það myndi líka vera sérdeilis áberandi þar sem að þessir tímar eru oftast nær þöglir sökum bíómyndagláps. ég meina, hver hefur áhuga á því að vera að troða í sig þegar líkaminn er tæplega nógu vaknaður til að melta nokkurn skapaðan hlut nema kannski tobleronið sem maður át kvöldið áður. en "for the sake of art" læt ég mig hafa það.

það er allt á kafi í höfuðborginni í dag, jólasnjórinn loksins kominn. ég fæ ókeypis klippingu eftir skóla hjá henni bryncí minni og í kvöld er það burger&bjór með erninum mínum... framhaldið er óráðið.

Engin ummæli: