laugardagur

3. í afmæli og í dag þarf ég að læra fyrir próf í kvikmyndafræði og versla fyrir afmæliskaffiboð sem ég ætla að halda annað kvöld. og gott ef ég á ekki neina peninga...
með tilkomu nýja fjölskyldumeðlimsins, skaða (og ég þarf nú að leggja höfuðið í bleyti varðandi hvernig í fjáranum þetta flippaða nafn er fallbeygt...) tek ég eftir breytingum á eldra afkvæminu, henni dimmalimm. þær eru fyrir það fyrsta ekki alveg búnar að sættast við hvor aðra, við vöknum stundum á næturnar við ýlfur og urr þegar önnur hvor þeirra fer inná yfirráðasvæði hinnar. en það er ekkert til að hafa áhyggjur af, ég hef áður þurft að upplifa þetta og lengsti tíminn sem það tók tvo ketti að sættast á mínu heimili voru þrjár vikur. en þó það... en litla dýrið, skaði gerir það að verkum að allt í einu finnst mér hún litla dimmalimm mín ekkert svo lítil lengur. hún hefur stækkað skyndilega, er öll einhvern veginn kubbslegri og meiri. ég vona bara að þær verði vinkonur sem fyrst...
þær virðast þó eiga það sameiginlegt að geta ekki drukkið á hefðbundinn hátt úr vatnsskálum sem í boði eru og ég skipti samviskusamlega um vatn í allavega tvisvar á dag. dimmalimm t.d. drekkur bara vatn úr krönunum sem útlistast þannig að þá sleikir hún kranastútinn og veiðir dropana sem falla niður með tungunni. þetta hefur að sjálfsögðu þær afleiðingar í för með sér að við, hitt heimilisfólkið, altsvo homo sapiens erum dauðhrædd um að vera einhver skotspónn fyrir fuglaflensuna. og ég skal hundur heita ef ég ætla að láta svoleiðis vitleysu vaða yfir mig. ég skýt mig frekar í hausinn en að þurfa þola það að það blæði úr rassinum á mér eða ég fái kýli í augun. ég veit annars ekkert um þessa fuglaflensu né hver einkenni hennar eru og mér er auk þess nokk sama þó ég fái hana og drepist svo þetta var bara einhver útúrdúr... skaði aftur á móti fer inní sturtuklefann þegar hún er þyrst, dýfir annarri framloppunni ofaní niðurfallið og sleikir svo loppuna eða það sem er á henni. og svo vill hún bara borða "fullorðins" matinn. undarlegt hegðunarmunstur...

Engin ummæli: