föstudagur


jæja... dásamlegur afmælisdagur liðinn. það þýðir þó ekki að fjörið sé búið því ég held að sjálfsögðu uppá afmælisdag gærdagsins líka, og hann er í dag. þess vegna verður þessi dagur í dag í engu verri en dagurinn í gær af því að ég er AFMÆLISBARN GÆRDAGSINS! það er annar í afmæli...
ég vil þakka öllum þeim sem mundu eftir mér í gær og það voru ekki fáir. takk fyrir allar fallegu og góðu kveðjurnar góða fólk, það er greinilega ekki vöntun á indælum gaurum í kringum mig.
helst ber þó að nefna nýja fjölskyldumeðliminn en ég og örninn minn gátum barn í gær, eiginlega gaf örninn mér krúttið í afmælisgjöf og ég læt hér fylgja með mynd af henni. hún heitir skaði eldjárn eftir konu njarðar. jötnamey sú kom upphaflega frá þrymheimi til ásgarðs til að hefna dauða föður síns en æsirnir buðu henni að giftast einum af mönnunum í skaðabætur ("hence" SKAÐAbætur). skaði ætlaði upphaflega að velja sér baldur til festu en af því að hún fékk ekki að sjá nema fæturna á mönnunum sem hún mátti giftast fipaðist henni og valdi njörð í staðinn fyrir baldur. þau skildu náttúrulega síðar meir... en okkar skaði er enginn jötunn, hún er agnarsmátt kríli og sá skringilegasta munstraði köttur sem ég hef á ævinni séð, hún er næsrum eins og zebrahestur.
og svo fékk ég PLAYSTATION TÖLVU!!!! líka frá erninum mínum að sjálfsögðu... ég mun ekki sjást neitt úti við á næstunni.

6 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Vá hvað hún er mikið krútt, hlakka til að heilsa upp á hana.

Móa sagði...

skaði litla er alveg dásamleg um hvað ég væri til í að kíkja og knúsa hana.mmm

tobba sagði...

TIl hamingju með afmælið í gær og með annann í afmæli í dag. Mikið er Skaði sæt, krúsídúllurúlla!
Afmæliskveðja frá Barcelóna

Tinna Kirsuber sagði...

Takk :D

gulli sagði...

má ég koma í heimsókn bráðum og atast í nýja kettinum og leika mér í tölvunni? ég gæti jafnvel átt einhver orðaskipti við ykkur heimilisfólkið í leiðinni.
kannski haft uppi gamanmál

Tinna Kirsuber sagði...

Var ég ekki að bjóða þér í afmælið mitt?