fimmtudagur


HANN Á AFMÆLI Í DAG,
HANN Á AFMÆLI Í DAG,
HANN Á AFMÆLI HANN TINNBERT,
HANN Á AFMÆLI Í DAAAAAAAG...

jæja góðir hálsar, þá er hann runninn upp, fæðingardagurinn sjálfur. klukkan er 6:06 að morgni dags og það eru aðeins rúmar 20 mínútur síðan það voru nákvæmlega 27 ár liðin síðan ég leit þessa grimmu veröld fyrst augum, sé ekki eftir því nema svona 20% af tímanum. og ég er andvaka eins og aðrar nætur en það er svosum í lagi því ÉG Á AFMÆLI!!! auk þess fannst mér eitthvað sniðugt að stilla einhvern "reminder" í símanum mínum fyrir löngu síðan þannig að nákvæmlega á því augnabliki og fæðingarstund mín rann upp áðan fór að pípa ægilega í símanum. ég hefði líklega á að hugsa útí það á sínum tíma að ég myndi kannski vera nýbyrjuð á lundarlyftu og eiga erfitt með svefn þegar mér duttu þessi heimskupör í hug. en hvað um það... ég reyni kannski að punga út nokkra klukkutíma af svefni í viðbót. hafið það gott í dag elsku pysjurnar mínar.

11 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Til hamingju elskan! Vonandi áttu góðan afmælisdag.

Nafnlaus sagði...

...til lukku til lukku "litla dýr"..vona að dagurinnn verði nú ljúfur og góður við þig...

Nafnlaus sagði...

Til hamingju með daginn. ég vona að þú fáir góða köku og einhver syngi fallegan afmælissöng fyrir þig. Brynja

Nafnlaus sagði...

til hammara!

Nafnlaus sagði...

Til Hamingju með daginn Tinna, kveðja úr sveitinni...

Nafnlaus sagði...

Til hamingju Tinna morgunbarn.
Móa, Arnar og Ísold

Nafnlaus sagði...

Til hamingju með daginn lambið mitt!

Nafnlaus sagði...

Til hamingju með daginn elsku Tinna! Njóttu hans vel. Svanhildur og Ástþór Örn

Nafnlaus sagði...

Til hamingju með daginn elsku Tinna! Njóttu hans vel. Svanhildur og Ástþór Örn

Ösp sagði...

aftur til hamingju með daginn ljúfa vin!

Nafnlaus sagði...

til hamingju tinna!
kv frá ammríku
diljá