mánudagur

það er óheyrilega mikið magn til af andstyggilegu og siðlausu fólki í þessum heimi. einhver eða einhverjar manneskjur eru svo óhamingjusamar að þær una sér ekki nema að draga aðra niður í svaðið með sér. fólk sem svífst einskis í slúðri og bláköldum lygum um einkalíf annars fólks er réttdræpt fyrir mínum augum og þegar þetta sama fólk reynir svo að troða sínum lygum um annað fólk uppá aðra er hámarki lágkúrunnar náð. sú manneskja sem fann sig knúna fyrir nokkrum mánuðum að ljúga uppá mig og vini mína ætti að hafa nægan manndóm til að koma og ræða þetta við mig auglitis til auglitis. helvítis auma sóun á mannlífi sem þú ert djöfuls auminginn þinn... ég hlakka til að vita hver þú ert.

4 ummæli:

Nafnlaus sagði...

ohhh glatað, ég sem hélt það væri bara svona menntaskóla að vera að slúðra og ljúga um næsta mann..

Tinna Kirsuber sagði...

Nei, því miður. Það virðist fylgja manni eitthvað frameftir.

Nafnlaus sagði...

var einhver að tala illa/slúðra um vini þína í kommentum hérna? Ef já hvar þá?wtf..catmaster

Tinna Kirsuber sagði...

Nei, ekki hér. Það var á einhverjum bar verið að bera það uppá kunningja minn að hann hefði verið að berja fyrrverandi kærustu sína þegar þau voru saman og af einhverjum ástæðum var ég bendluð við þennan viðbjóðslega rógburð. Fólki er ekkert heilagt, ef að það er ekki til nægilegt af slúðri er bara einhverju logið uppá blásaklaust fólk.