miðvikudagur

ég var að gera mér grein fyrir því að í gær voru 13 ár síðan ég fermdist. það er alveg hellingur! en mér er nú svosum sama um það... verst þykir mér bara að hafa fermt mig. vildi að ég hefði ekki látið græðgi í gjafir blinda mína barnssál því ekki er ég trúuð... onei! og ég man ekki til þess að ég hafi nokkurn tímann trúað á guð eða jólasveininn... voðalega hef ég verið raunsætt og leiðinlegt barn. ég er reyndar skráð í fríkirkjusöfnuðinn en það er nú í sannleika sagt bara svo ég geti gift mig í fríkirkjunni ef til þess einhvern tímann kemur. finnst það svo voðalega falleg kirkja.

öspin litla er að koma á morgun og ég hlakka voðalega til því síðan á mánudaginn, þrátt fyrir smávegis bakslög... lygasögur og skaði eldjárn slapp útum gluggann (fann hana í hnipri og tremma útí horni í portinu hjá okkur. blessunarlega...) hef ég verið óskaplega glöð eitthvað. merkilegt nokk... og ég sem stundum varla virðist mega við neinu. farin í skólann.

Engin ummæli: