miðvikudagur

jæja! þá er ég búin með eina ritgerð og bara tvær eftir... "bara tvær"... who am i kidding? þetta er ömurlegt, ég á eftir að þurfa að gera ritgerðir í páskafríinu. djöfuls fjandans. en hvað um það... geðlæknirinn segir að maður vaxi af verkum sínum svo ég ætti að vera ánægð. jú, vissulega er ég lengur að skrifa ritgerðir en margir, mikla það fyrir mér og er í kvíða- grenju- og þunglyndiskasti viku áður en mér tekst að byrja... en þetta hefst. a.m.k. alltaf að lokum. er virkilega að spá í að gefa kennurunum mínum konfektkassa eða blóm áður en skólinn klárast. það er nú meira hvað þetta fólk er skilningsríkt og indælt við mig. með nærveru svona fólks tekst mér líka betur að sættast við mína eigin fordóma og það finnst mér gott.

Engin ummæli: