fimmtudagur


gleðilegt sumar kæra fólk og takk fyrir veturinn...

ég er alveg yfirmáta þunn núna og get ekki með nokkru móti sofið lengur sökum þess... vaknaði kl. 9. maður er alveg hættur að þola nokkurn skapaðan hlut... ég drakk tvo bjóra og tvö glös af "rape-drug" bollu og þurfti að fara heim kl. 3 af því mér var svo óglatt. samt ekki það drukkin. kannski er þetta af því að ég hef varla bragðað áfengi í allan vetur útaf lyfjunum og auk þess hef ég bara ekki haft nokkurn áhuga á því. eða þá af því að ég er orðin há-öldruð... en ég finn að vorpúkinn er farinn að gera vart við sig og það er nú svosum kærkomin heimsókn ef ég er þá ekki orðin of gömul til að drekka áfengi. mér dettur bara engin önnur ástæða í hug fyrir þessu þolleysi. skrýtið og þó... var að rifja það upp fyrir nokkrum dögum að ég byrjaði að drekka áfengi í tólf ára bekk (ég er alls ekki stolt af þessari staðreynd og myndi líklega sjálf rassskella barnið mitt væri það í þessum sporum). regluleg helgardrykkja báða dagana hófst svo í 8. bekk eða þegar ég var þrettán ára. ég kenni mosfellsbæ um það... andskotans syndabæli! og svo hefur það munstur nokkurn veginn haldist fram að þessu, þó með pásum á veturna nú í seinni tíð. þetta þýðir að ég hef drukkið áfengi í fimmtán ár... 15 ÁR!!! mér finnst það ansi mikið með tilliti til þess að ég er nú ekki það gömul en það er þá kannski engin furða að maður sé kominn með doldið leið á þessu. og ekki er ég gefin fyrir eiturlyf, a.m.k. ekki þessi "kemísku".

en ég og hjartans elsku örninn minn sem enn sefur og tórði til kl. 5 í morgun útivið ætlum að eiga huggulegan þynnkudag í dag. ég ætla að kaupa mér burger king. það er besti þynnkumaturinn...

hafið það gott í dag elsku pysjurnar mínar.

Engin ummæli: