mánudagur

dimmalimm er komin heim og ég hef lokað öllum gluggum. nú verður henni haldið hérna heima uns hún lærir að haga sér... með pissu- og kúkapásum. ég ætla að neyða dýrið til að elska mig og aðra í fjölskyldunni!

nú ætla ég að klæða mig í vetrarkápuna og fara í apótekið og endurnýja lundarlyftuna. það væri nú ekki á ástandið bætandi ef maður færi svo bara að verða geðveikur ofan á allt saman... best að hafa vaðið fyrir neðan sig og eins og þið lesið er ég enn ekki orðin yfirbuguð af kvíða og þunglyndi yfir því að vera ekki komin með vinnu, ég er eiginlega frekar hress og glöð og vongóð sem kemur mér doldið á óvart en það er engu að síður afskaplega gott og ánægjulegt finnst mér... ég ætla máske líka að kaupa nokkur reykelsi til að brenna hérna heima á meðan ég horfi á endursýningar á dr. phil eða einhverju álíka "daytime television" efni.

ætli ég verði ekki bara dagdrykkjumanneskja... það væri hressandi stílbrot. sumarið 2006: sumarið sem ég gerðist alkahólisti... þetta gæti t.d. verið hressandi titill á sjálfsævisögulegri smásögu.

Engin ummæli: