mánudagur

já já... ég lallaði mér í apótekið í snjókomu og kulda. þar hitti ég hann gulla minn sem var að kaupa sér tannþráð og gyllinæða smyrsli... hann sagði að það væri fyrir hrukkurnar undir augunum á sér en mér fannst hann labba eitthvað skringilega svo ég hef aðrar hugmyndir um notagildi gyllinæða smyrslisins fyrir gulla... en maður rengir náttúrulega ekki besta vin sinn. GRÍÍÍÍÍÍÍÍÍÍÍN!!!!! ég er bara að gera gys... gulli var ekkert að kaupa sér svona rassa-krem. HAHAHAHAHAHA! ég fékk aftur á móti minn þriggja mánaða skammt af lundarlyftunni og svo rambaði ég á maskara á billegu verði og þar sem minn er orðinn eins og kítti eða eitthvað álíka massíft efni skellti ég mér á maskarann. ég neita að lifa eins og róni þó ég sé enn atvinnulaus! svo fann ég spennur á 200 kall í TIGER. 48 stykki hvorki meira né minna! og svo keypti ég nokkur reykelsi... ég hef svosum nokkra aðra hluti að gera en ég er að reyna að dreifa þessu yfir dagana svo ég endi ekki grenjandi og gráhærð á hlemmi. eftir þetta var ég ekki alveg viss hvað ég ætti af mér að gera svo ég skellti mér í ljós. nenni aftur á móti ekki að blogga um það núna af því að það er guiding light maraþon á rúv! grín...

Engin ummæli: