mánudagur

samfylkingin hefur sent mér tvö áróðurs-sms í dag. mér er spurn hvar þau fengu númerið mitt því ekki er ég skráð í flokkinn og ég kann satt best að segja ekki við svona ýtni... en hvað um það, ég er fyrir löngu búin að ákveða að ég ætla að kjósa þau. það er eina vonin fyrir vinstristjórn í landinu og er ekki kominn tími á að henda þessum hólkrembum í ríkisstjórninni út á rassinn sinn? hægri-tussur! það er það sem ég kalla þetta lið þegar ég mæti þeim... eða ég hugsa það a.m.k., kurteisi marg borgar sig. það er t.d. mjög áberandi útlitsmunur á vinstri sinnuðum og þeim hægri. allir hægri sinnaðir og þá sérstaklega þeir sem ríða ríkisstjórnarfáknum líta alltaf út fyrir að vera með kústskaft lengst uppí rassgatinu á sér... maður furðar sig bara á því að því stingi ekki útum annað munnvikið á þeim. svo eru allir vinstri sinnaðir voðalega "aktívir" í alskyns menningar dótaríi sem og að ganga um í lopapeysum. alveg eins og indí krakkarnir... auk þess er það degi að þakka að ég stend hér eða sit í dag og dreg andann. ég verð nú að launa manninum lífsbjörgina...

Engin ummæli: