miðvikudagur


ég ætla aðeins að blogga áður en ég byrja að læra og svo ætla ég að klára þessa andskotans ritgerð í dag svo ég geti kannski náð að læra aðeins fyrir prófið á laugardaginn. og hana nú!

ég verð bara aðeins að skrifa um leigusalann sem kom í gærkvöldi eins og ég var búin að segja ykkur... ég veit ekki hvurn fjárann ég var að halda að maðurinn myndi skamma mig. þetta var allt að sjálfsögðu í hausnum á mér. ég skaut mig í fótinn og viðurkenni það hér með. ég var alltof neikvæð... en svona er ég stundum, býst alltaf við því versta. ætla að fara að venja mig af því... auðvitað fór hann ekkert að rýna í öll horn til að athuga hvort við værum ekki þrifanleg eða eitthvað svoleiðis rugl. hann tékkaði ekki einu sinni á neinu, ekki kertavaxa-gluggakistunni, hafði enga skoðun á því að við erum búin að skrúfa sundur og saman veggina hérna. sagði m.a.s. bara PIFF!!! þegar ég fór eitthvað að afsaka okkur. hann talaði bara útí eitt um hvað það væri huggulegt hjá okkur og hvað hann væri ánægður með okkur sem leigjendur og það besta af öllu er að við gerðum ótímabundinn leigusamning. það þýðir að við þurfum ekki að hafa neinar áhyggjur af því að flytja næstu árin og þið getið ekki ímyndað ykkur hvað það er heilmikill léttir. samskiptum mínum og leigusalans lauk svo á því að hann sagði að við gætum alltaf hringt í sig ef eitthvað kæmi uppá. að hugsa sér! svona getur nú lífið verið indælt og gott...

annars finnst mér lyfin vera farin að virka á sálina en ég veit ekki alveg hvort það er fyrir sakir hómópatalyfjanna eða klínísku lyfjanna. mér er svosum sama því mér er farið að líða ansi hreint vel, finn fyrir létti í sálinni og gleði. ég er reyndar ennþá doldið þreytt alltaf og ég hef auðvitað venjubundnar áhyggjur eins og af ritgerðinni og útaf prófunum en það er einhvern veginn örðuvísi en venjulega. nú er ég ekki buguð af áhyggjum, ég sé fyrir endann á þessu og er nokkuð sannfærð um að ég muni klóra mig framúr prófum og ritgerð. það er reyndar líka möguleiki á að þetta tengist sólinni því ég veit vel að ég er frekar þjáð af þunglyndi í skammdeginu á veturnar en skiptir það einhverju? skiptir ekki öllu að það er komin gleði í sálina? jú, það held ég.

Engin ummæli: