föstudagur

í tilefni föstudags ákvað ég að elda kjétbollur. já! hinar margrómuðu kjétbollur tinnberts með brædda ostinum og handahófsvöldu kryddunum, steiktum jarðeplum, einnig vel krydduð, brúnni sósu og grænum ora baunum. og nú gutlar partur af þessu í mallanum á mér og ætlar mig lifandi að drepa... það hefur nefnilega farið svo í próflestrinum og eins og oft vill gerast þegar yfir mig hellist stress að ég hef nánast misst alla matarlyst og hef því ekki lagt mér mikið til munns undanfarna daga og vikur. en svo þegar ég loksins borða og það er þá oft ekki fyrr en bara um kvöldmatarleytið þegar öllum fyrri hluta dags hefur verið eytt í tedrykkju mikla, fær mallinn minn sjokk og það leikur allt á reiðiskjálfi inní honum. ég verð nú að passa þetta, annars fæ ég bara magasár... en ég er nú allavega farin að passa aftur í fötin mín. þetta var orðið ansi tvísýnt þarna á tímabili í vetur. en nú ætla ég að halda áfram að læra því ég er jú að fara í próf á morgun og aftur á mánudaginn en svo er þetta búið og ég get vart beðið...

2 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Hinkraðu eftir bókamörkuðunum, fékk "heimur kvikmyndanna" á 1500 kall fyrir stuttu :o)

Tinna Kirsuber sagði...

Helvítis! Það er magnað, takk fyrir þetta.