mánudagur


mánudagurinn kom og mánudagurinn leið... ég held mér sé hætt að finnast mánudagar eitthvað mikið verri en aðrir dagar. veit ekki af hvaða þroskaskeiði það er partur en þetta er svona svipað og þegar maður er að venjast því að borða ólífur.

ég hresstist heilmikið við að fara í vinnuna, ónæmiskerfið farið að sakna græna horsins. annars held ég að útiveran hafi gert mér best, það hreinsaði lungun og hleypti lífi í blóðið. og gaman að hitta krakkana aftur. ég neita því ekki að manni er farið að þykja ansi vænt um þau... stundum þegar ég þarf eitthvað að ávíta þau þarf ég að halda hlátrinum í mér, þau eru alltaf svo fyndin, alltaf. og algjör krútt! þau gleðja mig ótrúlega...

ég sakna dimmalimm doldið núna, veit ekki afhverju. mér finnst ég stundum enn heyra í bjöllunni hennar fyrir utan gluggan sem hljómar einsog slepja úr amerískri kvikmynd. og ég er jafnvel stundum ómeðvitað að svipast um eftir henni þegar ég er úti einsog eitthvað inní mér sé enn ekki búið að meðtaka að hún sé farin. kjánalegt líklega... ég spyr sjálfa mig alveg að því hvernig sé hægt að elska kött og ketti svona mikið en svo er ég þakklát fyrir að allavega geta elskað, hvort sé það köttur eða mús. það er svosum ekki sjálfgefin tilfinning og blessunarlega kvótafrí svo maður getur sólundað henni hirst og her, því meira því betra. afhverju þá ekki í ketti líka? ég elskaði dimmalimm afskaplega mikið og geri enn og ég þarf tíma til að syrgja hana.

þetta átti nú ekki að verða neitt þunglyndislegt í lokin því ég er að öllu öðru leyti fremur kát.

1 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Guðríður var kisan mín og hún dó þegar ég var 17 ára.. hún var nú samt 18 ára þá blessunin :) ég sakna hennar ennþá og fæ kökk í hálsinn þegar ég hugsa um hana!

En það er að byrja ný módelsería... stranglega bannað að tékka á hver vinnur!