föstudagur

babú babú

ég fór með stelpurnar mínar á landnámssýninguna í aðalstræti. ótrúlega flott sýning en það voru sum tæki biluð. kom mér ekki á óvart.

ég vann bíókort fyrir tvo af því að ég er svo ótrúlega getspök. ég tek mjög sjaldan þátt í svona leikjum, lít eiginlega niður á það og ég veit ekki afhverju. en þegar ég tek þátt þá vinn ég iðulega sem ég hef gaman af. auk þess vorum við hætt að fara í bíó í mótmælaskyni (gerðum bara undantekningu fyrir myndina 300) við uppsprengt bíómiðaverðið enda finnst mér til háborinnar skammar að það kosti hátt í 3000 krónur fyrir tvo að fara í bíó, með öllu.

mikið er ég glöð að það sé komin helgi. ég er búin að vera doldið slæm í lundinni og auk þess verkjar mig enn óskaplega í rifin og liðamótin í öðrum handlegg þó það sé dagamunur á mér. ég hef verið að kynna mér þetta og samkvæmt einkennunum sem ég hef eru líkur á því að ég sé með vefjagigt. en ég fékk ekki tíma hjá gigtarlækni fyrr en eftir rúmar tvær fokkíngs vikur svo ég þarf bara að þrauka og velkjast í vafa um hvað sé að plaga mig. ég er þess vegna þolinmóð gagnvart lundinni minni og leyfi mér örlítið þunglyndi enda dregur það hvern mann eða konu niður að vera með stöðuga sára verki. ef ég hósta er einsog það sé stungið hnífi í síðuna á mér og ég ætla ekki að lýsa því hvernig er að hnerra. auk þess er ég búin að vera á túr í mánuð af því að mér fannst eitthvað sniðugt að fara að skipta um getnaðarvarnapillu og geld fyrir þau heimskupör með síleka. og bara fyrir það eitt ætti ég ekki einu sinni að þurfa að afsaka mig fyrir örlitla geðvonsku... en ég er afskaplega þakklát fyrir að eiga svona þolinmóðan og geðgóðan mann.

ugh... svo er fermingarveisla á sunnudaginn og ég hata veislur. bróðir minn, einn af þeim er að ferma son sinn sem ég held að ég hafi hitt kannski fimm sinnum um ævina. hann fær 1000 kall fyrir hvert skipti í fermingargjöf.

en í kvöld ætla ég að hafa það ákaflega huggulegt. ég ætla að bera á mig lækningarkremin sem ein yndisleg kona í vinnunni keyrði heim til mín í gærkveldi. þau eiga að vera góð fyrir liðina... og ég ætla að horfa á úrslitin í guess better, komast í annarlegt ástand og kela við örninn minn.

góða helgi vinurnar ef ég skrifa ekki næstu 2 daga.

Engin ummæli: