þriðjudagur

dauðinn og stúlkan

hilmir eldjárn, páfagaukurinn okkar dó. það er u.þ.b. mánuður síðan en ég hef ekki haft löngun fram að þessu til að tjá mig um það og hef reyndar ekki enn, ég er bara að útskýra hvers vegna það er páfagaukur á afmælisgjafaóskalistanum. skyndilega var hann orðinn slappur og daginn eftir lá hann í lófanum á mér þar sem hann dró sinn síðasta anda. skrýtið... ég hélt á tímabili í svartsýniskasti að dauðinn hefði óbeit á gæludýrunum mínum, allavega leitar hann þau mjög oft uppi og ég veit fyrir víst að ekki fer ég illa með þau en svona er nú það, maður deilir ekki við dauðann. þess vegna langar mig í nýjan páfagauk, helst með háar lífslíkur ef það er hægt. ég gæti aldrei verið dýralæknir. ég myndi þurfa geðlæknastyrk og áfallahjálp í hvert skipti sem eitthvurt dýr yrði örenda hjá mér, ég hef alls ekki hjarta eða sál til að takast á við þ.h. vonbrigði.

en nóg af sorg og sút, það er ekki til í mér núna því ég er AFMÆLISBARN VIKUNNAR!!! og öllum vinum og velunnurum er vissara að taka föstudagskveldið 9. mars frá...

2 ummæli:

Nafnlaus sagði...

æi leiðinlegt með páfagaukinn.. ég átti einu sinni gælurottu sem dó svona, var slöpp og dó svo bara fyrir framan mig.. sem betur fer dóu ekki fleiri í minni vörslu.. en hinar dóu í vörslu bestu vinkonu minnar eftir að ég var flutt til íslands.. þetta var ótrúlega sorglegt og leiðinlegt að horfa uppá..

en tinna ÞAÐ ER SVO GAMAN AÐ EIGA AFMÆLI!! þú ert ótrúlega heppin, ég þarf að bíða fram í september! ég var einmitt ða hugsa í gær hvað það væri hræðilega langt þangað til!

Tinna Kirsuber sagði...

Takk fyrir kveðjuna!

Og já, ég held í vonina um að fleiri dýr andist ekki hjá mér í nánustu framtíð. Það er nánast óbærilegt að upplifa.

Haustin eru svo falleg, líka gaman að eiga afmæli þá :)