þriðjudagur

ég er víst með það sem kallast millirifjagigt. gott að vera komin með svar við síðuverkjunum en hvað nú?!! ég er nú ekki búin að gúggla þessa gigt svo ég veit lítið sem ekkert um hana en einhvern veginn hef ég alltaf haldið að þar sem orðið gigt kemur fyrir í titlinum sé eitthvað slæmt á ferðinni. en svo ku ekki vera, þetta jafnar sig víst sjálft er mér tjáð. mér varð reyndar um og ó þegar ég heyrði þetta og fór að óttast að héðan í frá yrði mér alltaf óskaplega illt í síðunni í hvert skipti sem rigndi eða frysti, er það ekki þannig með alla gigtarsjúklinga? en þetta er bara eitthvað sem gerist þegar maður hóstar svona óskaplega einsog ég er búin að gera undanfarnar 3 vikur... og þegar maður er að verða 28 ára.

"góðan dag. ég heiti tinna og ég er þjökuð af millirifjagigt, kvíða- og þunglyndisröskun, félagsfælni og persónuleikatruflunum."

þetta get ég sagt í næsta kaffisamsæti.

3 ummæli:

Unknown sagði...

Hæ Tinna og til hamingju með afmælið á föstudaginn! Eftir að hafa lesið færslurnar þínar þá mundi ég að ég var veik í heilt ár þegar ég vann í Austurbæjarskóla en ég lýg því ekki að ofnæmiskerfið fimmfaldaðist við þetta og ég hef ekki fundið fyrir flensu í 2 1/2 ár núna... 7,9,13
Kv frá Chicago

Unknown sagði...

hihi ónæmiskerfið...

Tinna Kirsuber sagði...

Sæl Jóhanna mín og takk fyrir kveðjuna, gaman að "heyra" frá þér. Vonandi gengur allt vel í útlandinu og vonandi færðu ekki pest eftir þessar yfirlýsingar þínar :)