föstudagur


töffarinn tinna að reyna að vera töffari að tannbursta sig... ég þarf greinilega að láta athuga lengdina á þumlinum mínum.

ég er að hlusta á rokkballöðu með deep purple og drekka sjóðandi heitt te svo tungan í mér brenni örugglega... í tilefni þess að það er föstudagurinn langi verður maður aðeins að refsa sjálfum sér og hlusta á djöflatónlist.

mig langar til að nota tækifærið og óska tengdaforeldrum mínum, þessu einstaka fólki, innilega til hamingju með silfurbrúðkaupið í gær. ég hlakka til þegar ég og örninn minn höldum uppá þann áfanga og börnin okkar gera eitthvað væmið fyrir okkur... ég hlakka til framtíðarinnar.

í dag eru það svo kjét og kartöflur hjá mömmu og pabba þór á hvolfsvelli í nýja húsinu þeirra. ég ætla að baka frönsku dúlluna handa þeim. ég hef yndi af því að baka og fæ sérstaklega mikla ánægju útúr því ef ég er allsber í leiðinni. allsber að baka súkkulaðiköku... ég mæli með því ef þið viljið lyfta ykkur á kreik.

í gær fórum við á ódýra tónlistar- og DVD markaðinn í perlunni og keyptum mjög svo físilegar myndir. þær eru:

reign of fire (ein af mínum uppáhalds þess lags myndum. með drekum, drekadrápum, hetjum og svita)
shining (klassíker! need i say more?)
war of the worlds (fyrir utan tom krús... snilld og endurgerð á gamalli snilld)
the aristocrats (svo fyndin! ég grenjaði og öskraði úr hlátri þegar ég sá hana fyrst. fyrir alla sem hafa gaman af kúka-, piss- og prumpubröndurum mæli ég með þessari. og spuninn í kringum þennan einfalda brandara kemur hverjum manni eða konu til að blygðast sín)
mayor of the sunset strip (heimildamynd um ótrúlega sérvitran og skrýtinn en merkilegan fýr)

er þetta ekki glæsilegt?!! hver annari betri, þessar myndir. ég hlakka ó svo til að koma heim í kvöld og hafa kósí vídjógláp. gaman að vera kvikmyndanörd...

ég gerðist líka áskrifandi að spiderman comixum fyrir lítinn aur á mánuði og það fylgir spiderman dót með hverju blaði. ég hlakka eiginlega meira til að fá dótið en blöðin, ég er svo óttalega mikið barn í mér enn...

lítið annað að segja... ég er með tilhlökkun í hjarta og sál enda himininn blár og fuglarnir að syngja. ég syng með þeim...

Engin ummæli: