fimmtudagur

æji það er einhver lurða í mér. mér er hrollkalt og ég lít út eins og aumingi.

þriðjudagur

fór á ölstofuna með auði góðu rán eftir vinnu og drakk bjór og ræddi málin. varð tipsí. auðvitað! mikið óskaplega þykir mér vænt um hana auði, yndislegt að hafa kynnst henni. og gott að tala við hana. það gerir góðan vin. þegar ég kom heim borðaði ég pastaafgang frá kvöldinu áður. pastaskrúfur með pepperóní ostasósu sem ég eldaði fyrir mig og örn, ég læt ekki þekkja mig fyrir annað en að vera góð húsfrú skal ég segja ykkur. kom reyndar ekki miklu niður, er með einhver malla-ónot eins og venjulega. en svo toppaði ég sjálfa mig gersamlega með því að steinsofna í sófanum, örninn minn á hljómsveitaræfingu og strákarnir í bíói. ég var í draumalandinu í einhverja tvo tíma og vaknaði svo með ægilegan svima en skellti mér þó í brennheita sturtu með von um að fótbrotna ekki eins og hjördís. og nú er ég glaðvakandi að keðjureykja og hlusta á tom waits. kvöldið er indælt.
ahhh... keypti mér bland í poka fyrir 100 krónur sem ég pungaði út úr samstarfskonu minni. ég er skapbetri núna.
ókei... fólk er að fara óheyrilega í taugarnar á mér í dag, kúnnarnir sko. ég hefði ekki átt að hlakka yfir fyrirtíðarspennu leysinu. þeir eru í fyrsta lagi allir viðbjóðslega aulalega útlítandi, túristarnir. með lafandi neðri vör og ömurlegar amish-hárgreiðslur. svo labba þeir alltaf til mín með svona þurfandi augnatillit og útréttar hendur með vörunum sem að þeir eru að fara að kaupa eins og að þeir séu alveg að fara að deyja úr einhverjum óþekktum aumingja-sjúkdómi. þeir píra augun og rýna ofan í lófana á sér þegar þeir telja smápeningana eins og að það sé virkilega svo erfitt að telja íslenska smámynnt. þeir heilsa ekki, segja ekki einu sinni hæ eins og að það sé eitthvað sem krefst mikillar tungumálakunnáttu. ohhhhharrrggghhhh! ég hata túrista!
litla skuggabjallan sem vill stöðugt vera að snerta á mér hárið, jafnvel þó að það sé orðið "venjulegt" var hérna. nú vildi hann ekki bara þukla á hárinu á mér heldur kaupa mig líka. ég sagði eftir smá góðlátlegt spjall: "what do you want today?" og hann svaraði: "i want you! how much do you cost?" ég roðnaði bara og blánaði og það tísti í mér: "i´m not for sale, i´m already sold". er hægt að vera hallærislegri en ég? aldrei get ég verið kúl með hnyttin tilsvör.
það át hákarl 14 ára stelpu á flórída. hvað var ég búin að segja! hákarlar: satans börn.
ég var að lesa hérna á einni ágætri síðu hjá eflaust ágætri stúlku, hún kallar mig a.m.k. krútt, hlýtur að vera góð kona, að hún væri þessa dagana þjökuð af fyrirtíðarspennu. það fékk mig til að leiða hugann að því að ég hef ekki lent í því andskotans helvíti seinustu tvö skipti. það er reyndar tími núna fyrir fyrirtíðarspennu og túristarnir fara aðeins meira í taugarnar á mér en venjulega en að öðru leyti er ég ekkert illa haldin. sú var tíðin að ég grét stöðugt nokkrum dögum fyrir túrinn, gat varla horfst í augu við spegilmynd mína án þess að bresta í grát sökum ímyndaðra fitukeppa og almennrar sjálfs-óánægju. það hlýtur þess vegna að haldast í hendur að finna ekki fyrir óstjórnlegri gremju og sjálfsfyrirlitningu rétt áður en fossinn hefst á sama tíma og líf manns er hangandi órói í bleiku skýi.
ég er núna að upphugsa smá klausu sem að ég ætla að skrifa hér á blogginu mínu um andstyggðina sem að er í gangi í þessu andskotans stendur-á-brauðfótum þjóðfélagi. sorpritin hér&nú, séð&heyrt og dv fá nú að finna til tevatnsins. ógeðslegu slúður-viðbjóðs-blöð sem níðast á einkalífi fólks, ráðast á fjölskyldur og þaðan af verra. ég held með bubba!
okkur tókst að fara "snemma" að sofa, allavega svona miðað við venjulega. það er samt fyndið og ekki fyndið af því að þetta bitnar á daglegu lífi manns en þegar maður er kominn upp í rúm með þeim sem að maður er alveg óskaplega skotinn í er svefn það síðasta sem að maður vill. ég er ekki bara að tala um dónalega hluti heldur nærveru hinnar manneskjunnar. að spjalla saman um allt og ekkert, vera væmin, horfast í augu og tala um hvað maður er skotinn. það er yndislegt... ugh! ég er að verða verulega pirrandi og ælu-valdandi held ég. kannski ég taki mér blogg-pásu á meðan ég er svona "þjökuð" af ást.

mánudagur

seinustu mínúturnar eru alltaf þær óbærulegustu....
ástin fær mann til að hegða sér furðulega... ég finn upp á kjánalegum hlutum til að senda erni í sms-i á daginn. þó ég hafi í raun ekkert að segja eða geti alveg beðið með að segja honum það. eins og til dæmis núna... þá var ég að senda honum sms og biðja hann um að kaupa strásykur því við kláruðum hann í morgun út í kaffið... ég elska þetta kjánalega ástand sem að ég er í.
það verður skráð sem afrek ef ég dey ekki á næsta rúma klukkutímanum. ég er svo uppgefin og þreytt að ég næ engu sambandi við umheiminn. ég reyni að tala skilmerkilega ensku við túristana en ég held að þeir skilji mig ekki. það er hvort sem er hægt að telja á fingrum annarar handar fólkið sem skilur mig svona í daglegu lífi.
það var annars frábært í sveitinni. fórum á djammið á dalvík og sú upplifun rennur mér seint úr minni. löbbuðum marga kílómetra, skiptumst á að þamba te og troða í okkur flatkökum hjá ömmu arnar og vera ölvuð. ástar-afmælið hjá þuru og magga á hjalteyri var dásamlegt, allt við þann stað er dásamlegt. rúmið mitt er samt í augnablikinu það dásamlegasta... og auðvitað örninn minn.
þegar maður á nýjan kærasta breytist maður í öryrkja. svefnlausar nætur breyta mér í uppvakning. eina sem ég hugsa um núna er rúmið mitt og kvöldið...

fimmtudagur

ég er ekkert smá yfir mig hamingjusöm í dag. það er allt að smella saman, líf mitt hefur aldrei verið jafn gott og yndislegt. það er næstum erfitt að taka alla þessa hamingju og gleði inn, mig sundlar bara þegar ég reyni það. þetta er eins og að vera á gullskipi sem flýtur um í hlýjum og hægum andvara á hafi sem er þakið bleikum rósablöðum. og það er engin slorlykt, bara lykt af nýju og góðu lífi. þið getið öll tekið ykkur far með mér á gullskipinu, farmiðinn er frír. og ég er svo væmin að þið fáið ælufötu með...
jeijjjj!!!! við redduðum bíl! elsku mamma og pabbi ætla að lána okkur bílinn sinn! ég er á leiðinni norður. jibbííííí!!!!
ég held ég hafi móðgað illuga jökulsson... það skrapp óvart út úr mér að mér findist 365 ljósvakamiðlar plebbalegt fyrirtæki og þetta væri allt saman bara eitthvert kennitölubrask að mínu mati. hann sagði: "noh! það er bara svona!".
okkur vantar far á hjalteyri.
æj æj... við sváfum yfir okkur. ég er samt þrátt fyrir það ansi hreint fögur í dag. já já, alveg hreint afbragðs dagur. ég er í rosa stuði og góðu skapi.

miðvikudagur

gísli hafsteinn eða marteinn eða hvað hann nú heitir var hérna í eymó og heilsaði mér eins og við værum einhverjir bestu vinir. eins og við hefðum skálað saman fyrir vinum okkar svanhildi og loga bergmanni í brúðkaupinu þeirra um helgina og svo kannski farið á örlítið trúnó þegar leið á kvöldið um brostna æskudrauma og horfnar minningar.
við verðum föst í reykjavík um helgina, ég er að segja ykkur það. ég er orðin mjög neikvæð...
að hugsa sér sniðugt! hér rétt í þessu kom maður inn í eymó til að biðja mig afsökunar á leiðinlegri hegðun. hann var hérna einhvern tímann að skamma mig fyrir eitthvað sem að ég gat engu ráðið um eða gert í og það eru alveg svona tveir mánuðir síðan. og svo kemur hann til mín áðan, augljóslega mjög mikið niðri fyrir og biðst afsökunar á að hafa verið með þessi ónot við mig útaf einhverju sem að ég gat ekkert gert í. gott að það er enn til svona fólk, sem gerir sér grein fyrir mistökum sínum og biðst afsökunar á þeim.
enn og aftur bílavandræði... nú lítur út fyrir að við skötuhjúin munum ekki komast í 10 ára ástarafmæli hjá Þuru & Magga á Hjalteyri um helgina útaf helvítis bílavöntun. þetta er ekki hægt lengur.

þriðjudagur

ég og örninn náðum loksins í þvottavélina í gær með styrkri hönd gulla að sjálfsögðu, ekki get ég lyft þvottavélum til að bjarga lífi mínu með kjúklingalærunum sem að sumir kalla upphandleggsvöðva. vélin heitir candy, dáldið sexí nafn. og svo byrjuðum við að þvo og við erum enn ekki hætt. auk þess sem að dimmalimm læstist inni í herbergi með okkur í alla nótt og vakti okkur í morgun með því að pissa á okkur. minnir mig á eina prumpu sem ég átti fyrir nokkrum árum. hún átti það til að pissa á mann ef hún var eitthvað ósátt.

mánudagur

og svo er það desjavú: endurupplifun....
fyrir þá sem ekki eru með 141 í greindarvísitölu er nýja setningin mín, kómísk upphleypa þýðing á enska frasanum "comic relief"... held að þetta sé rétt skrifað hjá mér. svo er ég með mood elevator: lundarlyfta, small-talk: smáspjall og svo var enn eitt sem ég man ekki í augnablikinu vegna afburðar gáfnafars míns.
ketill larsen kom í dag, kærkomin kómísk upphleypa (ég var að semja þetta orð eða setningu). ég er að ærast á skeptísku frönsku og þýsku túristunum. og hita-mollan hérna á pallinum ætlar mig lifandi að drepa, ef ég væri með pung væri ég sveitt undir honum.
ég og örninn ákváðum í morgun að kaupa okkur saman bíl. ég veit ekki hvort að það hafi haft áhrif á þessa ákvarðanatöku okkar að við vorum nývöknuð að labba í vinnuna og það var hrollkalt úti og grátt og að það eru búin að vera eintóm vandræði að sækja þessa fjárans þvottavél. ég á hvort eð er enga peninga frekar en fyrri daginn. og nú á ég ekki einu sinni aur til að spæla mér egg hvað þá fá mér seríós.
ég spyr ykkur bara hreint út... okkur örn vantar einhvern til að skutla okkur upp í árbæinn í kvöld til að sækja þvottavél. við getum ekki verið án þess heimilistækis mínútunni lengur. svör óskast....
nú er ég ekki með bílpróf og hef aldrei verið með svo ég skil ekki neitt sem tengist bílum. gildir t.d. það sama með að fá lánaðan bol hjá vinkonu sinni og fá lánaðan bílinn hennar? er það jafn lítið mál eða hvað?

sunnudagur

ahhhh.... sunnudagsmorgunn og það er nýbreytni að vakna ekki þunn. kaffið bragðast betur og sígarettan flýtur ljúflega niður í lungun án hósta og ræskinga.
hafði það huggulegt í gær. fór í sjóðandi heita sturtu og glápti á hryllingsmynd í sjónvarpinu. hafði samt hljóðið ekki á með tilliti til þess að ég var ein heima og vildi ekki verða drullu-hrædd.
það er rigning úti og mig langar í göngutúr og hlusta á músík. það væri nú huggulegt ef að ansans emily strange regnkápan sem ég pantaði ofurölvi á netinu fyrir mörgum vikum síðan væri búin að skila sér yfir hafið. hef bara kirsuberjaregnhlífina í staðinn sem að svanhildur systurdóttir gaf mér...
í vetur kynnti bibbi mig fyrir tónlistarkonu sem hetir joanna newsom. ég féll kylliflöt fyrir henni enda músíkin hennar yndisleg og einlæg og hún er með skrýtna rödd eins og ég. það gladdi mig þess vegna óumræðanlega þegar að ónefndur plötusnúður spilaði hana á sirkus á föstudagsnóttina. þið ættuð að hlusta á joanna newsom, það er við hæfi á þessum gráa sunnudegi.
örninn minn kemur heim í dag!!!!

laugardagur

ja svei mér alla daga!
haldiði ekki bara að mín sé búin að ganga frá öllu. það er komin mynd á bergstaðastrætið, falleg, kósí og hugguleg mynd. ég á bara aðeins eftir að "sjæna" eldhúsið, vaska upp og svoleiðis og þá er þetta bara komið. andskoti getur maður nú verið duglegur svona draugþunnur. en svo er náttúrulega þetta með þvottavélina sem að við erum enn ekki búin að fá útaf alskyns asnalegum ástæðum. m.a. þeirri að við eigum ekki bíl... hrúgan af óhreinu fötunum okkar er jafnstór og ég og við verðum örugglega í 2 ár að þvo þetta allt. ég leyfi nú erninum mínum að byrja á sínum þvotti enda á hann ekki eina hreina flík eftir.
ég ætla að hafa það huggulegt í kvöld í græna sófanum. eitt rauðvínsglas, sígarettur og músík/sjónvarp. hafið það gott elskurnar mínar.
ég er semsé komin með netið aftur, það datt eitthvað í burtu en ég reddaði því í morgun með því að hringja í einhvern afskaplega þolinmóðan og indælan þjónustufulltrúa hjá hive.
var með birtu í allan gærdag, drukkum áfengi og átum mest allan daginn og nú er ég þunn og með fitubollu komplexa. fórum á sirkus, ég er alveg að fara að taka þann stað aftur í sátt enda annað erfitt þegar að allir vinir mínir virðast bara hafa áhuga á því að fara þangað að skemmta sér. það er til einskis að vera með áróður, hef reynt það seinustu mánuði. ölstofan ölstofan ölstofan!!! en það var magnað og ótrúlega gaman í gær. saknaði náttúrulega arnarins míns óskaplega mikið en hann er í sumarbústað með einni hljómsveitinni að semja. svona er nú það. það reyndi einhver viðurstyggilegur ameríkani við mig. sagðist fyrst hafa séð mig á sirkus fyrir tveimur árum og ekki getað hætt að hugsa um mig síðan þá og væri loksins búinn að safna kjarki til að tala við mig. ég kann ekki að vera vond við svona fólk svo ég reyndi bara að vera óskaplega hugguleg en samt án þess að gefa honum neitt undir fótinn. mér varð þó um og ó þegar hann fór að segja mér að hann hefði voða gaman af því að klæða sig í kvenmannsföt og syngja. og ég gaf honum upp rangt e-mail, var nógu vond til þess. sá sem er með e-mailið johnson@hotmail.com mun væntanlega hata mig núna og fá póst frá kvenfataklæddum og ástsjúkum ameríkana.
ég er að reyna að ganga frá dótinu mínu í nýju íbúðinni en sama hversu marga kassa ég tæmi virðist ekkert minnka í kösinni. ég hef líka tekið eftir því að ég á óskaplega mikið af bókum. bókaskápurinn er troðfullur og samt er ennþá hellingur af bókum sem þarf að koma fyrir. kannski spurning um að kaupa sér nýjan bókaskáp. fer í góða hirðinn um mánaðarmótin.

fimmtudagur

ein vanillu-drottning búin að tala við mig. hún á hrós og kossa skilið fyrir að vera hreinskilin og með gott hjarta. svona vini þarf ég þegar ég reyni eftir bestu getu að breyta rétt og koma rétt fram.
nú er ég hætt að tala... a.m.k. í bili. fólk er strax byrjað að dæma mig, fólk sem veit ekki neitt, fólk sem þekkir ekki sannleikann. af hverju? af því að fólk hefur unun af því að dæma aðra fyrir þeirra gjörðir. það er mun dýrara að vera hamingjusamur en nokkurn tímann óhamingjusamur.
jæja jæja! plebbinn hefur tekið völdin. meira um það síðar í dag...

miðvikudagur

í dag mun ég klára að flytja og við fáum nýju þvottavélina okkar sem að mamma góða er að splæsa á okkur. ég get ekki beðið eftir að allt verði búið og ég búin að skila grettisgötunni af mér. ég hlakka svo til að koma mér fyrir á yndislega bergstaðastrætinu. eins fullkomnir og hlutirnir eru núna er ótrúlegt að hugsa til þess að þeir geti orðið betri. en litli þjóðverjinn í mér verður fyrst fullkomlega ánægður þegar að bækurnar eru komnar í bókaskápinn, myndirnar upp á vegg og fyrsta vélin þvegin af óhreinu fötunum okkar sem sitja í stöflum hér og þar um íbúðina. þegar ég svo verð búin að öllu inni ætla ég að einbeita mér að eins fermetra garðinum okkar og gera hann huggulegan. mér líður svo yndislega þrátt fyrir öll bakföll. ég er svo hamingjusöm...
það hljómar líka einhvern veginn betur að vera tinna á bergstaðastrætinu en tinna á grettisgötunni. svo miklu rómantískara.

þriðjudagur

birta besta skinn er að koma heim á fimmtudaginn! ó mæ god! lífið verður bara betra og betra...
ég er ekki fyrr mætt í vinnuna en það er byrjað að nota líkama minn. nú var verið að láta mig leika í þýskri heimildarmynd um einhvern mann sem er með póstkortafyrirtæki hérna á íslandi. að hugsa sér tilbreytinguna!

mánudagur

hver dagur draumi líkastur. sólin hefur aldrei hlýjað mér jafn heitt og tárin eru þornuð. ég er ekki ein. ég verð aldrei ein því að á baki sínu ber kóngurinn í ríki tinnu mig og flýgur með mig burt frá svartholinu að eilífu...

sunnudagur

ég er ekki hrædd lengur. það er til einskis að vera hræddur. ég er yfirmáta lygilega ótrúlega ofsalega hamingjusöm!

laugardagur

ég er svo hrædd, svo hrædd við allt. ég veit ekki hvað mun gerast og ég get ekki vitað það. ég fæ tár í augun af ótta við að verða særð. í staðinn fyrir að lifa í núinu, í ástinni sem ég finn fyrir allt í kringum mig. ég er alltaf að búa mig undir skelfinguna af því að ég veit að hlutirnir enda aldrei öðruvísi en illa hjá mér. ég verð að hætta þessu, ég vil meira en allt annað að lifa eins og ég er og vera elskuð þannig.
þú munt aldrei vita hversu yndisleg þú ert útaf öllu í kringum þig...
komin með netið. ætla samt að vera í blogg-fríi í nokkra daga. hafið það gott.

miðvikudagur

maður: "má ég bjóða þér til frakklands?"
ég: "uuuuuu.... nei takk, ekki í dag"
maður: "en ítalíu?"
ég: "nei nei, sama og þegið"
maður: "villtu þá ekkert fara með mér?"
ég: "ha, nei. ég held ekki, ég þekki þig ekki neitt"
maður: "en villtu koma með mér heim núna? mig langar til að eiga þig...."
ég: "heyrðu! var það eitthvað fleira? nei, allt í lagi bleeeesssss...."
maður: "gerðu það fallega blóm, undarlega litla vera...."

þarna labbaði ég í burtu. svona er eymó í dag!
ókei...
hlutirnir eru ekki slæmir. það er í rauninni allt dásamlegt nema að viðkvæm sál mín er ekki orðin það brynjuð að lítið sem ekkert getur komið henni úr jafnvægi. ég vildi stundum og oftast að það væri ekki svo. ég er að reyna að vera jákvæð og glöð, í því felst líka þessi vinna sem ég er búin að vera að vinna seinustu árin í sálinni. að halda mér á floti þó að það komi litlir hnökrar í draumasængina mína.
við sváfum fyrstu nóttina í íbúðinni í gær. keyptum rúm og brjálæðislega bleikt sófaborð í ikea og dásamlegan og dulítið hippalegan grænan sófa í góða hirðinum. nú vantar okkur bara ísskáp og að klára að flytja allt dótið okkar og börnin mín. það er allt yndislegt tinna....

þriðjudagur

svartsýnispúkinn, kvíðinn og áhyggjurnar hafa náð í skottið á mér... vonandi er það bara veðrið.
fengum íbúðina í gær! hahahaha!!!! ég er alsæl í draumaveröld...

mánudagur

góðan dag!
mig vantar ísskáp, þvottavél og rúm eða dýnu, 100 - 120 sentimetra.
eitthvað við veðrið í dag og gróðurlyktina í loftinu fær mig til að muna tímana þegar ég var lítil. hlutir sem ég vildi að væru ekki í minninu mínu...

sunnudagur

ég er ennþá glöð. dáldið þunn enda var ég að sötra áfengi frá kl. 13 í gær til 1 í nótt. gærdagurinn var dásamlegur, ég hékk með strákunum mínum allan daginn. við drukkum, sóluðum okkur, spiluðum á gítar og sungum og hlógum. enduðum á ölstofunni en þá var ég komin með áfengis-ógeð svo að ég fór snemma heim. ég veit ekki hvað ég er að blaðra... ég er eitthvað minna inspereruð í skrifum hamingjusöm en óhamingjusöm. en ástæðan er ánægjuleg.
var ég búin að segja ykkur að ég er að fara að flytja á bergstaðastrætið? yndisleg íbúð með eldavél og ofni, eitthvað sem að ég hef ekki haft afnot af seinasta árið hérna á grettisgötunni. og hún er ferköntuð! ekki undir súð og öll herbergi eru ferköntuð. dásamlegt! svo er líka séringangur sem mér finnst dáldið fullorðins... ég hef hana líka eins lengi og ég vil og fólkið sem á hana er afskaplega indælt og gott. íbúðin er í porti þar sem að maður getur látið út stóla á góðviðrisdögum og boðið vinum í sólarkaffi. það er líka pínu-pínu lítill garður undir eldhúsglugganum og þar ætla ég að rækta blóm og graslauk. og ég er að fara að búa með erni....
ég þarf að fara að vinna.

laugardagur

það reyndu tvær stelpur við mig í gær....
ahhhh.... mikið er ég hamingjusöm og þunn. ég sofnaði/drapst í fína kjólnum með fiðrildi í hárinu og vaknaði svona líka eldsnemma við hrikalegan sinadrátt í hægri kálfanum. mér er ennþá illt. en ég er eitthvað svo glöð, ég elska allt og lífið...

föstudagur

málningin er komin á, hárið uppsett, sokkabuxur, bjór í glasi, logandi sígaretta, nýlakkaðar neglur, fiðrildi í mallanum...
ég vil vekja athygli á einni fyrirsögn í morgunblaðinu í dag á bls. 63: "dökkhærðar konur eru fegurstar".
hjörtur er kominn heim!!!! jeiiiijjjjj!!!
ég var að lenda í mjög undarlegu atviki, svo vægt sé til orða tekið. ég kíkti á símann minn og sá að það voru 3 "missed calls", allt frá sama númerinu sem að ég þekki ekki. ég hringdi í símaskrána og þá er þetta númer ekki skráð, ansans! svo tók ég eftir því að það voru komin skilaboð í talhólfið og ég hringdi í það til að heyra skilaboðin. það eina sem heyrist er eitthvað lag, jass-lag og smá kliður undir og svo ekkert meir. ég reyndi að hringja í númerið en það svarar ekki og nú er ég að deyja úr forvitni. á ég leynilegan aðdáanda eða er þetta bara óhuggulegt?
það er kínverskt skemmtiferðaskip í höfninni. þess vegna er miðbærinn troðfullur af litlum kínverjum með "michael jackson" grímur.
jæja, þá er karókíkeppnin í kvöld. ég veit nú ekki hvort ég muni þora að syngja, ég get verið soddan hræðslukisa. en þeir sem kalla sig vini mína ættu endilega að láta sjá sig á ölver í kvöld kl. 20, þó ekki nema það væri bara til að fá sér bjór og hafa gaman.

fimmtudagur

nýji baðsloppurinn reynist vel. hér valsa ég um allt nánast berrössuð. þetta er stór-sigur og lífið er dásamlegt.
það kom amerísk túristafjölskylda í búðina í morgun að kaupa hraunmola í krukku og annan túristaviðbjóð. konan sagði mér hvað henni þætti íslenskt afgreiðslufólk vera svo óskaplega liðlegt og kurteist við viðskiptavinina miðað við amerískt afgreiðslufólk. ég furða mig á þessu. eru ekki bandaríkjamenn smeðjulegasta fólk í heimi? en ef að þetta er staðreynd ættu íslendingar að taka sig á í sinni framkomu við afgreiðslufólk. íslendingar eru án efa, fyrir utan þýska og franska túrista dónalegustu viðskiptavinir sem hægt er að hugsa sér. þeir kunna ekki að bjóða góðan daginn, kunna ekki að þakka fyrir sig, kunna ekki að bíða í röð og eru almennt mjög vanþakklátir viðskiptavinir sama hvað er gert mikið fyrir þá.
mér finnst sumarið yndislegt. ég get loksins viðurkennt það eftir 25 ára þrjósku og sumar-hatur í tinnískum hug. ég er alltaf í góðu skapi þessa dagana. það er ótrúlegt því að ég hef aldrei verið þannig. mér virðist einhvern veginn ganga allt í haginn og ég er svo jákvæð á framtíðina. það eru náttúrulega hinir ýmsustu góðu hlutir sem að spila þar inn í en ég get ekki alveg talað um þá ennþá hér. en það er sama því ég er glöð. hver svo sem ástæðan er.
ég er reyndar dulítið þunn í dag og þreytt. varð tipsí í gær en ástæðan var ærin. en það er allt í lagi því að það er allt í lagi. það er allt í lagi hjá mér í fyrsta skipti í langan tíma....
það nýjasta: konunum í vinnunni finnst ég feit. þeim finnst ég vera fara að borga of háa leigu. þeim finnst ég fara of hratt í hlutina.
sveittur svínamaðurinn fékk úr honum yfir andlitið á henni og gekk svo í burtu. hún sá eftir öllum orðunum...
fólk upp til hópa kann ekki að samgleðjast með öðru fólki. það er ákaflega mikill vankantur finnst mér.
maður kemur víst ekki í blaðinu fyrr en eftir viku...

miðvikudagur

fjandinn hvað lífið getur verið mikil rússíbanaferð! ég er að meina skemmtileg rússíbanaferð...
ketill larsen kom í dag og gerði þennan annars dásamlega dag ennþá dásamlegri. hann kallaði mig engil og ein kona kallaði mig rúsínu. var ekki ánægð með það, vil ekki láta líkja mér við dáið vínber. viðbjóðslega kona, hún var nú mun líkari rúsínu en ég.
myndatakan yfirstaðin. ég held ég hafi höndlað hana vel, var með "kúl" svipinn minn sem oftast nær er þó meira vandræðalegur en kúl. ég hata að láta taka myndir af mér! ég er að reyna að safna fólki í ölstofuferð í kvöld. allir velkomnir!
já krakkar mínir, ég skal segja ykkur það!
ég hef náð að jafna mig á dökka hárinu. var bara svefnlaus og "morbit" í gær. þetta er allt í lagi núna...
en nú er ég með tíðindi! ég fór í kringluna í gær til að kaupa hina fögru og blökku lady sem ég og gerði. það náttúrulega bilaði strax á leiðinni heim en ég læt ekki svoleiðis smámuni slá mig útaf laginu. nýja jákvæða viðmótið sko... en hins vegar þegar að ég var þarna í kringlunni hringir síminn minn og þá eitthvert óþekkt númer. andstætt mínu venjubundna og símafóbíska eðli svaraði ég símanum. þá var það einhver blaðamaður sem vildi taka við mig viðtal útaf blogginu mínu, þessu bloggi sem þið eruð að lesa núna. það er víst almannarómur að það sé svo óvenjulegt og hreinskilið að það þurfi hreinlega að taka viðtal við höfundinn, mig. ég svaraði öllum spurningum eftir bestu getu og viðtalið mun svo birtast í "magasín" á morgun ef ég skildi blaðamanninn rétt. og seinna í dag kemur svo ljósmyndari til að smella ef mér einni mynd sem fylgja á með viðtalinu. þá sjáið þið loksins hver ég er, þið sem ekki vitið það nú þegar. ég vona að þið verðið ekki fyrir vonbrigðum...