föstudagur

núna er það bara lærdómurinn og ekkert annað, þannig er það nú bara ágúst minn... ég er t.d. búin að læra í allan dag af því að ég er ekki í skólanum á föstudögum, drekka te, keðjureykja og borða sælgæti og ég er bara nokkuð ánægð með sjálfa mig þó ég haldi ekki athygli á námsefninu lengur en í fimm klukkustundir í einu. það er nokkuð gott held ég bara, a.m.k. fyrir manneskju sem aldrei fyrr hefur lagt sig fram í námi. ösp er svo á leiðinni til okkar í þessum skrifuðu og við ætlum á charlie and the chocolate factory í kvöld og kannski drekka ögn af rauðvíni. en nú fer ég í sturtu, ég segi ykkur kannski eitthvað sniðugt á morgun...

3 ummæli:

Svetly sagði...

..þú ert svo duuuuuugleg litla skólabjalla!!

Nafnlaus sagði...

kalli og Sælgætisgerðin er frábær.
Veiddi 10 punda lax!
Þura

Ágúst Borgþór sagði...

Þetta er frábært hjá þér.