miðvikudagur

það er naumast að maður er búin að vera framtakssamur... og klukkan rétt orðin hálf eitt. ég er búin að þvo tvær þvottavélar, vaska upp, fara í sturtu, agnúast yfir útlitinu mínu, fara í pósthúsið, fara á útskriftarsýningu LHÍ þar sem að verk bryncíarinnar minnar bar af í arkitektúradeildinni fyrir frumleika... annars var allt nokkurn vegin eins þarna sem og hjá myndlistardeildinni þar sem ung-listamennirnir virðast enn vera fastir í því að list eigi að vera hallærisleg og ljót og ekki að þjóna neinum öðrum tilgangi en að stinga mann í augað. ég gekk upp laugaveginn og lét mig dagdreyma um rauða lakkskó í einum búðarglugga, fór í bónus og keypti nauðsynjar... te, pulsur eða pylsur, seríós og euro shopper lakkrís sem bragðast eins og saur en er samt það eina sem ég nennti að éta í morgun- og hádegismat og fæ ég þ.a.l. líklega bráðum blóðþrýstingsáfall. ég keypti líka euro shopper tannbursta... fyrir atbeina gulla, annars hefði ég líklega bara keypt 500 króna colgate tannbursta. gulli lofaði þessa bursta svo voðalega þannig að ég treysti því bara, auk þess voru þeir hræ-ódýrir. en ef að tennurnar sargast úr gómnum á okkur í kvöld þá veit ég við hvern er að sakast... gulli.

og svo kom ég heim... tók úr vél, át lakkrís, sótti um nokkrar vinnur og hérna sit ég nú, uppi í rúmi og ætli ég horfi bara ekki á pretty woman.

2 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Your site is on top of my favourites - Great work I like it.
»

Nafnlaus sagði...

Your are Nice. And so is your site! Maybe you need some more pictures. Will return in the near future.
»