miðvikudagur

mig langar ekki að búa á íslandi lengur. ekki í bili a.m.k. vildi ég ætti næga peninga til að flytja okkur til amsterdam.
stundum þegar ég gjói augunum útum eldhúsgluggann sé ég lítinn skáeygðan mann (fáfræði mín endurspeglast hér því ekki get ég fyrir mitt litla líf sagt ykkur hvaðan blessaður maðurinn kemur, sé bara að hann er skáeygður og gulleitur. ég er ekki rasisti) týna plastflöskur uppúr sorptunnunum hérna fyrir utan. við hjónin elskum kók og drekkum það í lítravís, útskýrir kannski afhverju tennurnar eru að molna úr gómunum á okkur og því hef ég tekið uppá því, þegar ég man eftir því þ.e.a.s að safna tómu kókflöskunum okkar uppí skáp svo ég geti bara látið manninn fá þær beint í hendurnar í stað þess að horfa uppá hann lítilsvirða sjálfan sig með því að kafa hérna hálfur ofaní tunnurnar eftir flöskunum. kannski er það bara ég sem er að lítilsvirða hann með þessum hugsunarhætti en aðal málið er að gleðin sem þekur allt andlit litla skáeygða mannsins og allan líkamann ef útí það er farið þegar ég rétti honum einhverjar tíu tveggja lítra kókflöskur í plastpoka er ómetanleg. kannski er þetta sjálfselskt góðverk en mér hlýnar alltaf í sálinni yfir því hversu glaður og þakklátur maðurinn verður þegar hann fær flöskurnar sínar. hann getur allavega alveg örugglega keypt fullt af hrísgrjónum fyrir skilagjaldið... grín.

hmmm... fór annars í ferð út til að sækja eitthvert plagg til læknisins þess efnis að það þurfi að rannsaka úr mér pissið betur. og meðfylgjandi var glas með rauðu loki. mér er meinilla við að pissa í tilraunaglös, merkja þau með mínu nafni og kennitölu og fara svo með glösin í poka útá landsspítala til að einhver þurrkunta með smitsjúkdóma-hræðslusvip geti tekið við þeim. mínu pissi! ég vona bara að þetta sé ekki eitthvað alvarlegt eða eitthvað komið til að vera. í haust fékk ég þetta líka og þá fór ég uppá læknavakt og fékk lyf sem svín-virkuðu. nú breytir engu hvað ég geri, mig sár-svíður samt... þetta er óskaplega óþægilegt því sviðinn er þannig að ég er með gæsahúð á kinnunum og hroll í beinunum daglangt og það er sko þrautinni þyngra að leiða þetta hjá sér. íbúfen, trönuber-í hvaða formi sem er virka ekkert og viðkvæma sálin mín má ekki við þessum áhyggjum ykkur að segja. ég er t.d. orðin mjög hrædd um að þetta sé eitthvað hrikalega alvarlegt og ég muni þurfa að ganga með þvaglegg það sem eftir er og geti aldrei átt arnarunga. ég er náttúrulega mjög mikill svartsýnispúki og móðursjúk en kommon! hvernig er ekki hægt að hafa áhyggjur þegar manns allra heilagasta, eða svona næsti bær við er eitthvað bilað og það vill ekki lagast?

en ég ætla bara að fá mér seríós. seríós er allra meina bót.
mér til mikillar armæðu og vandræða að ógleymdum nagandi kvíða virðist þessi blöðrubólga, þvagfærasýking eða hvað í fjáranum þetta er, vera að taka sig upp aftur. mér líður ekki vel og ég er farin að hallast að því að þetta eigi sér andlega rót. í dag langar mig ekki framúr...

þriðjudagur

horfði á myndina. hún er mögnuð, hlakka til og kvíði fyrir að byrja á ritgerðinni. las fyrir skólann... sofnaði auðvitað og vaknaði við að einhverjir rafmagnsmenn sem eru að vinna hérna fyrir utan vildu komast inn. rumskaði ekki nógu fljótt og kann ekki við að fara út til þeirra og segja þeim að ég sé heima. ég get náttúrulega ekki sagt þeim að ég eigi við svefnsýki og almennan aumingjaskap að stríða, hafi bara verið lúllandi eins og fífl. ég er í neikvæð, finnst ég hreint út sagt vera tímasóun. sóun á líkama með gallaða sál...

mánudagur

invasion of the body snatchers fann ég, eða réttara sagt örninn minn í laugarásvídjói... allar myndir til þar. og þar sem að það er frí hjá mér í fyrramálið í skólanum ætla ég að vakna eldsnemma, horfa á myndina og byrja á ritgerðinni... uppgötvaði mér til mikillar geðshræringar að ég á að skila henni næsta föstudag en ekki á föstudaginn eftir tæpar tvær vikur. það er í lagi, held það reddist. ég elska að horfa á vídjó á morgnana, sérstaklega þegar það er í þágu góðs... annars fékk ég kvíða- og áhyggjukast áðan... það eru allavega einhverjir dagan síðan seinast, jafnvel vikur. mér finnst það leiðinlegt, ég hata það af því ég hata að skæla og það er næstum verra að finna sársaukann heldur en að eyða öllum stundum í að hlaupa undan honum. verst hvað ég verð þreytt af því... en að grenja í sturtu er alltaf bót í máli, þá tekur maður síður eftir því. síðar...
mig vantar myndina Invasion of the Body Snatchers frá 1956. sameinumst í bæn um að hún sé til á einhverri vídjóleigu í vorri borg... mig langar svo óskaplega mikið að skrifa lokaritgerðina í kvikmyndasögunni um þá mynd. allskyns sniðugar ádeilur og þankaræpur, t.d. á kommúnisma og þar fram eftir götunum...
jæja! þá er ég loksins búin að taka þetta kvikmyndafræðipróf sem upphaflega átti að vera tekið fyrir um mánuði síðan. mikið er ég fegin og ég held mér hafi bara gengið ágætlega, allavega virtist eitthvað af viti vella uppúr þessum heila mínum og útum blýantinn áðan... ég er að hugsa doldið sem mig langar að skrifa um en ég nenni því ekki af því að ég er svo þreytt, ég er svo þreytt að ég geri endalausar stafsetningarvillur (sem ég laga áður en þetta er birt). en það er gott að vera búin í prófinu, ég er voðalega fegin. nú þarf ég bara að hætta að forðast að byrja á þessum ritgerðum sem ég þarf að skrifa og á að skila eftir nokkra daga...

mér þykir alveg ágætlega vænt um ágúst borgþór, ég myndi allavega alveg örugglega mæta í jarðaförina hans ef hann myndi deyja... ef ekkert gott væri í sjónvarpinu. grín. en stundum þegar ég les bloggið hans langar mig mest til að fara niðrí vinnu til hans og stinga hann í heilann með gaffli. eða berja hann í portinu. það er aftur á móti það skemmtilega við lífið, að þekkja fólk sem er svo á algjörri skjön við manns eigins hugsjónir að manni langar mest til að beita það ofbeldi.

p.s. ég er ekki að reyna að móðga þig ágúst. bara að benda á skemmtilegan fjölbreytileika mannfólksins.

sunnudagur

ég er ekki mannsbarnsmóðir eins og allir vita og ekki alkahólisti en verði ég það einhvern daginn þá segi ég bara: gluð forði mér frá því að ég verði svo djammþyrst að ég þurfi að taka eins árs gamalt barnið mitt með mér á djammið um miðja nótt og geyma áfengisbirðirnar í vagninum hjá því eins og parið gerði sem var handtekið í nótt. er ég sjötug eða er þetta hreinn og klár viðbjóður? ég hef aldrei vitað annað eins. svona er reykjavík í dag...

laugardagur

í dag er ég að fara að hitta kötu systur, svanhildi systurdóttur og litla uppáhalds frænda hann ástþór örn og eins og það sé ekki næg ánægja og gleði í sjálfu sér þá fæ ég líka afmælisgjöf frá þeim og það kann ég svo sannarlega að meta eins og öll sönn afmælisbörn. í kveldið er ég svo að fara að hitta hinar ó svo ágætu konur sem ég vinn með og borða góðan mat frá austur india fjelaginu, uppáhalds maturinn minn... ég ætla að gera atlögu að drykkju og jafnvel djammi en lofa þó engu, er enn óskaplega þreytt alltaf (helvíska ginseng!) og kvöldsvæf. auk þess er ég að vinna á morgun og það kann ekki góðri lukku að stýra að vera þunnur í vinnunni, hef reynt það og hef slæma reynslu af. engu að síður felst nú aðal skemmtunin í því að hitta skemmtilegt fólk og borða góðan mat, hitt er bara bónus... heyrumst síðar!

föstudagur

unglingarnir sem reka bónus á laugaveginum (ef útí það er farið virðast unglingar reka mestmegnis af öllum stór-verslunarkeðjum í landi voru, þetta er það sem yfirmenn stuðla að þegar þeir geta ekki boðið fólki í afgreiðslu- og þjónustustörfum mannsæmandi laun. ég tala af reynslu) horfðu forviða á mig þegar ég innti þá eftir gulum baunum. þau byrjuðu á því að teyma mig að niðursoðnum maískornum sem ég reyndar skil alveg, kalla þetta stundum sjálf gular baunir. þegar ég sagði þeim að þetta væri ekki alveg það sem ég væri að leita að heldur þessar sem maður notar í baunasúpur sýndu þau mér kjúklingabaunir frá euroshopper, sem BTW er alveg stór-merkilegt fyrirbæri og hræ-dauðans-ódýrt og ekki svo slæmt merki. þá hugkvæmdist mér loksins að segja þeim að ég væri að leita að saltkjöt&baunir baunum en þá voru þær náttúrulega ekki til. keypti saltkjöt sem ég ætla að hafa í næstu viku og fann svo baunirnar á billegu verði í krembúllunni á skólavörðustígnum.

þessu er beint að þeim sem eru góðir í íslenskri tungu... hvað er það kallað þegar sami stafurinn kemur þrisvar sinnum fyrir í orði í röð? ef það er þá kallað eitthvað... eins og t.d. rassskella... hvað er þetta kallað? ég er svo voðalega hrifin af þessu, finnst þetta eitthvað svo skemmtilegt þegar þetta kemur fyrir í orðum. jafn skemmtilegt og að heyra þegar hendi er strokið eftir skeggjuðum vanga og líka hljóðið þegar körfubolti rennur í gegnum körfuna. jafn skemmtilegt og grár himinn. jafn skemmtilegt og að gefa öndunum brauð...

ég svaf sérstaklega illa í nótt. engu að síður drattaðist ég í skólann í morgun, sofnaði reyndar aðeins yfir myndinni sem við horfðum á en það gerði ekki að sök, hún var hrútleiðinleg ádeilumynd frá þriðja heiminum. og það er enn við það sama, mér líður eins og það sé að fara að blæða úr augunum á mér ég er svo þreytt. djöfuls fokkíng ginseng smingseng. rip-off!

á leiðinni heim úr bónus sá ég kjól sem mig langar í og líka skó. kjóllinn er rauður með hvítum doppum en að eignast slíkan kjól hefur verið draumur í nokkur ár. nú er þetta aftur á móti að verða að einhverrri fjandans tísku og því fyrirbæri er ég ekki hrifin af. en mig langar samt í kjólinn og það sorglega er að hann er nógu ódýr til að maður myndi leyfa sér að eignast hann en nógu dýr til að ég hafi ekki efni á honum. fjandans. og svo eru skórnir gulllitaðir (jeijj! þarna kemur þetta, þrír eins stafir í röð) og mig vantar nýja gullskó, finnst "möst" að eiga gullskó fyrir konu eins og mig. og það er sama sagan með þá, þeir eru nógu ódýrir til að maður myndi leyfa sér að kaupa þá en nógu dýrir til að ég hafi ekki efni á þeim. mér er ekki viðbjargandi...

en nú ætla ég aðeins að halla mér og láta mig dreyma um mig hlæjandi í rauðum kjól með hvítum doppum og gullskóm, ríðandi berbakt á guttormi nauti. það var sko karlmenni...

fimmtudagur

djöfuls verzló... andskotans pastel-hommar (að samkynhneigðum karlmönnum ólöstuðum). en að léttara hjali... í hjarta mínu hafa hreiðrað um sig hefur einhver jákvæðni og gleðifiðrildi, þetta er kærkomin nýung.
það er allavega komið á hreint að ginsengið hefur engin sérstaklega "samstundis" áhrif... ég er óskaplega þreytt núna, mikið lifandi skelfings ósköp sybbin ég er. ég er náttúrulega með eindæmum óþolinmóð en kommon! mig vantar að hressast, ekki seinna en í gær. þetta hefur fengið mig til að leiða hugann að því að kannski hefði ég ekkert átt að byrja á lundarlyftunni, ekki svona akkúrat þegar ég er að reyna að leggja stund á strembið háskólanám. en er einhver annar tími svosum betri en þessi? ég held ekki, það myndi alltaf vera eins og mig vantar aðstoðina þó ég nenni ekki að bíða eftir henni í sex mánuði eins og læknirinn minn vill meina að sé málið, það tekur lundarlyftuna einhverja mánuði að fara að virka sem skyldi eins og ég held að ég hefi áður nefnt hér. ég gæti náttúrulega farið til heimilislæknisins og vælt og fengið einhvern lyfjakokteil sem myndi samanstanda af kvíða- og þunglyndislyfjum og svefntöflum. það myndi hins vegar þýða að persónuleikinn minn myndi breytast og því hef ég ekki áhuga á, ég er með ágætis persónuleika þó ég sé klikk. ég vildi bara að ég myndi hætta að vera andvaka á næturnar og alltaf á sama tíma sem er eiginlega bara "krípí", þá væri ég ekki alltaf svona þreytt og þetta væri aðeins skárra. best væri ef ég gæti fengið einhvern til að koma alltaf og sækja mig og fara með mig í skólann, ég veit að það er barnaskólalegt en ég held að það myndi hjálpa mér heilmikið því að freistingin að leggjast uppí rúm og bara sofna þegar ég er svo þreytt að mér finnst ég ekki geta andað er ótrúlega erfið viðureignar. eins og núna... ég á að mæta eftir rúman klukkutíma í skólann og ég þarf að taka á öllu mínu til að sofna ekki. þetta er alveg glatað... lyfja-helvítis-vesen.

miðvikudagur

fyrir þá sem er umhugað um heilsu mína hef ég nú loksins fengið lyf sem ég hef góða reynslu af og ættu því að virka. að auki festi ég kaup í rauðu eðal ginsengi... ég sé fram á blómlega og heilsuhrausta tíma þar sem ég mun sitja yfir bókunum með fulla athygli og útþanda augasteina, laus við allar hveitibrauðs- og fjölkornasýkingar. lifið heil!

þriðjudagur

ég hef nú gert mér grein fyrir því að læknirinn sem ég dásamaði hér fyrir viku síðan lét mig fá lyfleysu, ég er fórnarlamb ólöglegra lyfjaprófana... ætli hann hafi ekki stolið úr mér nýrunum í leiðinni, bölvaður. eða þannig er það í ýktum huga tinnberts. sannleikurinn er líklega sá að lyfin sem ég fékk virkuðu ekki á sýklana, stundum mynda þeir víst eitthvert mótvægi gegn þeim, þarf bara einhver önnur lyf. og mér líður doldið núna eins og að allri seinustu viku hafi verið kastað á glæ og peningum á eftir... en ég er að reyna að vera jákvæð... nýja þemað muniði? mest myndi ég vilja væla hér um hvað heimurinn er ósanngjarn og að þetta hljóti allt saman að vera eitthvert kosmískt samsæri gegn mér og ég sé óheppnesta mannvera sem ráfar um á þessari aumu pláhnetu... en nei! ég fæ bara önnur lyf. og mig langar til að taka það fram að það virðist ekki virka hætishót á mig að éta þessi trönuberjahylki, drekka trönuberjasafa né taka acidophilus gegn þeim leiðindar vágest sem oft herjar á konur þegar þær þurfa að taka sýklalyf... segi ekki meir um það.

mánudagur

nú er eitthvað skrýtið að gerast sem veldur mér dulitlum áhyggjum því það væri bara of mikil kaldhæðni örlaganna ef ég væri að fá flensu... mér er heitt og kalt til skiptis, ýmist verður mér skyndilega funheitt og nokkrum sekúntum síðar fæ ég hroll sem virðist eiga upptök sín einhvern veginn inní mér, hjá mænunni eða í bakinu. svo er mér kalt í augunum og doldið illt í þeim líka, ég hef enga matarlyst og mig langar ekki í sígarettu (það er oft merki um að ég sé veik). málið er bara að ég fæ eiginlega aldrei hita svo ég veit ekki hvað er að gerast... æjj æjj... ég nenni nú ekki að fara að verða veik ofan á allt saman. skrýtið hvernig svona hlutir koma alltaf allir í einu, það er eins og ef maður veikist eitthvað smá þá dembast yfir mann allar pestir sem eru í gangi hverju sinni, bara af því að það kemur örlítil smuga á ónæmiskerfið. og ég sem ét vítamín eins og ég fái borgað fyrir það...
þetta fékk ég í tölvupósti áðan, ágætis ráðgjöf svosum...

"All of your major problems will be resolved in a tidy fashion if you can just let yourself trust in the universe. Stop working so hard to bring about the resolution that you think needs to happen, and let the situation resolve itself."

... kannski er þetta bara málið, tsjilla aðeins í stressinu.
það er of langt í skólann og ég verð að kaupa mér eitthvað orkuvítamín. ég er með dúndrandi hausverk og nefið á mér og allur líkaminn "for that matter" er frosinn. og ég er svo þreytt að það er bara tímaspursmál uns það fer að blæða úr augunum á mér... ég vaknaði klukkan fimm í morgun, það er nýjasti tíminn og var vakandi til hálf sjö. klukkan sjö hringdi vekjaraklukkan. vitiði hvað það er ógeðslega viðbjóðslegt að vakna svona þegar það er ekki alveg hánótt en samt er of snemmt að fara á fætur? maður byrjar á því að glaðvakna, svo liggur maður og liggur og reynir og reynir að sofna aftur og það tekst ekki fyrr en seint og síðar meir og hálftíma seinna hringir klukkan og þá er maður svo yfirgegnilega búin á því að ég á ekki til orð. það er fátt jafn ömurlegt og andvökur, það setur allt um koll. ég hef doldið verið að velta því fyrir mér að kaupa ginseng, hef aldrei reynt það en svo heyri ég svo misjafnar sögur af því og það er allt ýmist í hæl eða hnakka, ég veit ekki hverju ég á að trúa. mig vantar, mig bráðvantar eitthvað svona sem hjálpar manni að vera sprækur og vakandi með fulla athygli. annars á ég bara eftir að falla í skólanum... ég trúi ekki að ég sé að leggja þetta á mig, ég finn ekki fyrir neinni sérstaklega aukinni gleði, eða jú, kannski pínu núna en nánast það eina sem ég hef uppskorið af þessum þunglyndislyfjum hingað til eru líkamlega neikvæðir hlutir og nú er ég búin að vera á þeim síðan 19. janúar... ég sé núna að það eru bara tveir mánuðir... ég er óþolinmóð. þetta tekur alveg nokkra mánuði en mig vantar samt eitthvað á meðan til að hjálpa mér... það er mjög skrýtið að liggja hérna í einhverju móki en vera samt alveg ótrúlega glaður. kannski eru þau að byrja að virka eitthvað...
ég elska veðrið eins og það er í dag...

... það á víst ekki að liggja fyrir mér að taka þetta blessaða próf í kvikmyndafræðinni eins og hefur vafalaust ekki farið fram hjá ykkur að var á döfinni, það átti sumsé að vera í dag. í fyrsta lagi er mér tvisvar sinnum búið að takast að vera veik, fyrst vegna geðveilu (í fyrsta lagi) og svo útaf þessu þarna rugli, blöðrubólgu, þvagfærasýkingu, hveitibrauðssýkingu (í öðru lagi) eða hvað þið nú viljið kalla það. svo lærði ég eins og ég gat í gær, vaknaði eldsnemma í morgun og lærði meira, mætti svo uppí skóla með hjartað í buxunum til þess eins að komast að því að stofan sem ég átti að taka prófið í var tvíbókuð og ég þurfti að víkja. fjöldinn vinnur alltaf... kennarinn var í öngum sínum yfir þessu, hélt líklega að ég væri á leiðinni að fara að grenja eða fá eitthvert geðveilukast af því að ég sagði honum að þetta væri nú ekki beint til að slá á stressið, svona vitleysisgangur og hann veit náttúrulega að ég geng ekki heil til skógar eins og allir kennararnir mínir. en ég er bara hreint ekkert óánægð með þetta ykkur að segja... prófið verður í staðinn eftir viku og ég get þess vegna lært þeim mun meira. þetta er það sem þeir kalla í henni hollywood "a win win situation" eða "helvíti gott" eins og gulli minn myndi segja... þegar ég sagði kennaranum þessa niðurstöðu mína virtist hann þó hafa mestar áhyggjur af því að ég myndi bara lesa yfir mig. það fannst mér nú voðalega fallegt af honum... en mér er þá ekkert til seturnnar boðið, ég held bara áfram að læra. exem- og svertingjakonusögurnar verða að bíða betri tíma.

p.s. ég veiti þeim vegleg fundarlaun sem getur skottast fyrir mig norður í svarfaðardal og sótt manninn minn. helst strax!

sunnudagur

athyglisbresturinn hefur náð yfirhöndinni, þetta gekk ekki alveg nógu vel. en hvað um það, ég ætla ekkert að láta það eitthvað buga mig. sjáum bara hvernig þetta fer á morgun... annars er skömm frá því að segja en ég sakna arnarins óskaplega, segir kannski meira um mig en eitthvað... það vantar eitthvað í mig, meira en venjulega þegar hann er ekki nálægur af því að hann er púslið mitt. reyni að hugsa sem minnst um það.
í næsta þætti ætla ég að skrifa um exem og stórbrjósta svertingjakonur sem ég vann með þegar ég bjó í danmörku. þetta er bara til að minna mig á því í dag þarf ég að læra. lifið heil!

laugardagur

nú er þetta allt að færast í eðlilegt horf og heilsubresturinn heyrir brátt sögunni til... brá mér á kaffihús með dóru litlu og gulla og gott ef ég fékk ekki ofbirtu í augun þegar ég steig fæti út, hef ekki farið útúr húsi, fyrir utan að fara til læknis liggur við síðan á þriðjudaginn... annars fór ég í bónus til að kaupa mér sætindi og annað rusl fyrir náðuga kveldið sem ég ætla að eiga í kvöld... er grasekkja þangað til á þriðjudaginn. púhú... og í bónus rakst ég meðal annars á trönuberjasafa á billegu verði en það ku vera gott að drekka svoleiðis sull þegar maður er þjakaður af blöðrubólgu, ég er reyndar að jafna mig eins og áður sagði og hef verið að taka trönuberjahylki en þetta var svo ódýrt og gerir varla að sök að drekka þetta líka. þegar heim var komið, og nú sit ég hér að drekka þennan gallsúra safa og reykja ótæpilega af rettum datt mér í hug að lesa aftan á safabrúsann innihaldslýsinguna, og hér kemur hún, eða svona toppurinn á ísjakanum:

hreinn EPLAsafi 60%
hreinn trönuberjasafi 25%
hreinn vínberjasafi 15%

og nú er mér spurn... hvers vegna heitir þetta ekki bara EPLAsafi þegar það er rúmlega tvisvar sinnum meira af honum en trönuberjasafa? skrýtið...
og svo keypti ég mér hinn fokdýra en ó svo bragðgóða ben and jerry´s ís. hann heitir half baked, eða bragðtegundin og það eru svona tveir sem ég þekki sem fatta brandarann á bakvið þetta nafn... einkahúmor. ætli ég fái ekki kransæðastíflu...
en nú ætla ég að læra í tvo tíma eða svo, eða bara þangað til ég missi athyglina... korter... grín. og svo ætla ég að hafa það huggó.
see ya!

föstudagur

þegar þið horfið á barnið á myndinni hérna fyrir neðan, fariði þá ekki ósjálfrátt að brosa? ég fyllist einhverjum undarlegum hita í brjóstholinu og fæ kiprur í andlitið... hvað kalla þeir þetta fyrirbæri? gleði... piff... hvað er nú það? grín... en án gríns, ég fer bara að hlæja þegar ég horfi á þessa mynd, þessi hvítvoðungur er eitthvað svo glaður, einlægt glaður... óvar um vandræðin sem framtíðin ber í skauti sér... hvað er að mér? ég bara stenst ekki freistinguna að vera smá "morbit". aftur grín. þetta er krúttilegt barn og mér hlýnar án gríns í hjartanu þegar ég horfi á það... mig langar í barn. ætli þau fáist með einhverjum kremum... súkkulaðikremi? hmmm... þetta er ágætt.
jeiiiiijjjjjj! ég er ekki lengur með giftum manni... nú er ég með fráskildum manni. en það er í engu síðra held ég... annars eiga allir þeir sem hafa þurft, þurfa eða munu þurfa að standa í skilnaði alla mína samúð, þetta er eintómt bjúró-kjaftæði og maus. eins og þetta sé ekki nógu erfitt fyrir fólk að standa í. skilnaðurinn sjálfur er einkamál tveggja einstaklinga og ætti, a.m.k. að mínu mati að endurspegla virðingu og heiðra minninguna um að einu sinni voru tvær manneskjur ástfangnar. en svona er nú það...
maður gubbar stundum ef maður tekur óvart vítamín á fastandi malla... var að komast að því. annars er allt bara æði!
andstyggðin ég gleymdi mér í sjálfhverfunni... í dag á hún móa mín afmæli og þess vegna er enn meiri ástæða til að betrumbæta mannsandann. til hamingju með daginn elsku móa, vildi óska að við værum saman...

jæja... ég er sumsé með blöðrubólgu líka og sýklarnir eru eitthvað að streitast á móti lyfjunum sem ég fékk og læknirinn segir að ég þurfi að vera þolinmóð, klára kúrinn... ekki mín besta hlið en hvað um það, ég tók nefnilega ákvörðun í gærkvöldi eftir að mér hafði vinsamlega verið bent á hvað þyrfti að laga...

það er góð tilfinning þegar einhver bendir manni á galla manns og maður missir ekki vitið af bræði og vænisýki heldur tekur það til sín og ákveður að bæta það... af því ég veit að það er satt. ég ætla sumsé að hætta að vera svona neikvæð, eða reyna það. hef verið það alltof lengi og það er pyttur sem auðvelt er að komast oní en þrautinni þyngra að komast uppúr. en nú er lag... ókei, ég er reyndar veik og er orðin geggjað eftirá í skólanum en fokkit! ég ætla að byrja að taka mig á, vera jákvæðari. þetta er skemmtilegt líf, ég á að vera þakklátari fyrir að fá að lifa því þó það sé stundum "a bumpy ride", en þannig er það líka hjá öllum og það þýðir ekki að gefast upp. ég minnist þess ekki að því hafi verið logið að mér í móðurkviði að þetta væri allt ein heljarinnar skemmtiferð... aftur á móti er ég fararstjórinn og það er ég sem geri þetta skemmtilegt, enginn annar. og hana nú!

það þýðir þó ekki að ég ætli að sleppa hendinni af minni alkunnu biturð og kaldhæðni... ég vaknaði upp í nótt, held reyndar að það sé aðeins að draga úr andvökunni en ég nenni heldur ekkert að pirra mig á þessu lengur, í versta falli missi ég vitið. nema hvað, þá var ég að brjóta heilann eins og oft þegar ég er andvaka og ég fór að hugsa um fyrirbærið stelpur/konur. þær eru skæðar verur, varhugaverðar með meiru. t.d. hefur homo kona að því er virðist, ánægju af því að vera reið útí einhvern, helst þó kynsystur sínar eða maka. þær reyna oft að misskilja það sem er fyrir framan þær og rangtúlka á neikvæðan hátt í sinn garð. svo verða þær alveg snar-vitlausar og reiðar áður en að nokkur fær rönd við reist eða tækifæri til að útskýra. manni sýnist stundum sem að þessar verur leggi allt kapp við að fá sem neikvæðasta niðurstöðu útúr hlutunum, og þær verða reiðari... þær segja ekkert en þú veist að þær eru reiðar og þessi samúð sem þær eru að öllu jöfnu þekktar fyrir fær að fjúka. þær neita að heyra nokkur rök af því að þær elska dramatík og oftúlkanir. og að vera í fýlu útí einhvern. þetta er bara mín skoðun en ég er auðvitað sjálf kona svo þetta gæti allt eins verið alger hrossaskítur... (homo karlar þjást líka stundum af þessu, þá eru þeir sagðir kellingalegir).

en já, já, já er nýja orðið hjá mér og nú ætla ég í sturtu til að hressa mig við... vildi að það væri hægt að þvo af sér blöðrubólgu. og svo ætla ég að læra, borða seríós, kannski kíkja á vídjó en umfram allt vera ofsalega jákvæð og glöð... það er nú einu sinni að koma vor og það þýðir ekki að sitja aðgerðarlaus þó maður sé lasinn.

blex og góða helgi elsku pysjur. afsakið leiðindin undanfarið...

fimmtudagur

þegar ég vaknaði í morgun var ég svo sannfærð um að mér væri batnað að vonbrigðin þegar ég komst að því við illan leik að svo er ekki voru helvíti sár, eiginlega svíður mig enn alveg djöfullega. mér líður eins og gamlingja á einni af dauðabiðstofunum... vill ekki einhver koma og setja í mig þvaglegg og mata mig á mulinex-hökkuðum mat? andskotans helvítis, það er verið að hindra að ég geti bætt mig í skólanum. en um leið, ég endurtek: um leið og mér er batnað eða altsvo þegar ég get aktúelt farið að einbeita mér, það er ógerningur að einbeita sér að nokkru þegar manni líður eins og það sé logandi zippo kveikjari í brókinni hjá manni (ojj, þetta hljómar eins og ég sé með einhvern viðbjóðslegan kynsjúkdóm... ég er ekki með svoleiðis) mun ég hendast uppá þjóðarbókhlöðu og leigja mér þar rúm og búa uns ég hef lokið við lestur og áhorf á öllu því sem ég hef misst af undanfarnar vikur. og þar sem ég verð grasekkja um helgina eða hálfa helgina ætla ég að nýta tímann enn betur en ella og læra þar til að það blæðir úr eyrunum á mér.

tvennt sem fer óheyrilega í taugarnar á mér: gunni pálma, sonur pálma gunnarssonar (pálmi er svosum ágætur). hvaða viðbjóður er þetta?!?!?! er maðurinn orðabókaskilgreiningin á klisjulegur? þegar ég heyri í honum í útvarpinu með þetta "hero swimming with dolphins" lag liggur mér við uppköstum. annað: konan fyrir norðan sem er meðstjórnandi eða eitthvað álíka í morgunútvarpinu á rás2, man ekki hvað hún heitir... alveg hrikalega leiðinleg og "ideal" kandidat fyrir það sem ég myndi kalla kellingaleg. úff, ég þoli hana voða illa.

hvað á ég að gera? þarf að gleyma stöðugum sársauka og samviskubiti yfir því að vera að klúðra öllu. allar ábendingar vel þegnar.

miðvikudagur

fara þessi lyf ekki að virka, þetta er óbærilegt... brá mér svo í sturtu áðan til að hressa mig aðeins við eða a.m.k. gera tilraun til þess og komst þá að því að ég er líka að missa hárið, eða svona hérumbil. og nú er ég farin að hallast að því að einhver sé að beita mig vúdú-göldrum...
það á ekki af manni að ganga... nú er ég komin með blússandi þvagfærasýkingu (afsakið ef þetta eru of miklar upplýsingar), vaknaði þannig í gærmorgun og ef þetta er mig ekki lifandi að drepa þá veit ég ekki hvað, ég get varla setið á stól án þess að engjast um af kvölum. þeir sem hafa fengið þvagfærasýkingu vita hvað ég er að tala um, þetta er nánast óbærilegt. allavega átti gærdagurinn að vera dagurinn sem ég myndi taka á öllu mínu til að rífa mig uppúr lundarþunganum, reyna að sigrast á þreytunni sem fylgir lundarlyftunni og hella mér útí lærdóm og skóla sem hefur því miður þurft að lýða fyrir veikindin undanfarið. ég er blessunarlega með ákaflega skilningsríka og indæla kennara sem sýna mér einstakt vægi í ljósi ástands míns. en, svo fór sem fór og eins og áður sagði vaknaði ég með óbærilegar kvalir í gærmorgun, daginn sem ég átti að vera að fara í próf í kvikmyndafræði... talandi um slæma tímasetningu. ég þurfti að senda kennaranum langt e-mail og útskýra fyrir honum stöðuna og allan tímann var ég í kvíðakasti yfir því að hann myndi bara halda að ég væri lygasjúklingur og aumingi sem nennir ekki að læra. en fyrir náð og miskunn einhvers góðs sýndi hann aðstæðunum fullan skilning og ég þarf ekki að taka prófið fyrr en mér er batnað en það ætti að fara að gerast í dag eða á morgun, byrjaði á lyfjum áðan. annars fór ég til læknis í gær útaf þessu og eins og margir vita er mér meinilla við þá starfsstétt, þetta eru allt meira og minna einhverjir fávitar sem nenna ekki að sinna vinnu sinni og taka aldrei mark á neinu sem maður segir þeim og láta mann bara fá pensilín þó að augljós einkenni bendi til þess að maður sé að deyja úr krabbameini... eða þannig, ég er aðeins að ýkja... heimilislæknirinn minn er í fríi, gluði sé lof því hann er sá allra versti sem ég hef á ævinni rætt við. ég get ímyndað mér að hann sé í heilsubótafríi því ef að einhver mannvera fyrir utan mig er þunglynd þá er það heimilislæknirinn minn. þannig að ég fékk þann sem leysir minn lækni af og loksins hitti ég lækni sem talar af einhverju viti, sem fer ekki í keng bara af því að það sem amar að manni er fyrir neðan beltisstað. hann var svona hæfilega ópersónulegur en útskýrði samt allt af mjög mikilli alúð þannig að loksins veit ég nákvæmlega hvað þetta er sem er að angra mig þarna niðri... þetta heitir hveitibrauðssýking og ég ætla ekki að útskýra það frekar, þið verðið bara að geta inní eyðurnar. allavega fá konur þetta stundum og það er alveg eðlilegt en bara óbærilega sársaukafullt á meðan á því stendur. og til að rannsaka þetta betur, til að útiloka blöðrubólgu sem getur orðið afleiðing þessarrar sýkingar þurfti ég að þrauka þangað til í dag með að taka lyfin. og ég þraukaði en við brunuðum líka útí apótek í morgunsárið af því að ég var að farast, bókstaflega að farast. og nú er ég búin að taka lyfin og ligg hér og bíð og vona eftir því að þau fari að virka, helst á ljóshraða.

mánudagur

á laugardaginn fórum við í bónus og versluðum fyrir tuttugu manna afmælisveislu, með mér og erninum og tveimur börnum meðtöldum (ekki okkar), eða það sem ég hélt að myndi verða tuttugu manna afmælisveisla... við eigum ekki mikla peninga um þessar mundir, eiginlega enga sem má eyða en gátum þó verslað í ágætis veislu fyrir tæpar 5000 krónur þar sem boðið yrði uppá fylltar tortilla pönnukökur, heitan saumaklúbbsrétt með skinku & aspas, franska súkkulaðiköku (líka til að kata systir sæi að ég gæti gert hana) og vöfflur af því að mamma og pabbi gáfu okkur vöfflujárn í jólagjöf.
útaf þunglyndinu og lyfjunum hef ég ekki verið uppá mitt besta seinustu vikur og jafnvel mánuði og þá reynir kannski á þolrif þeirra sem standa mér næst. ég er ekkert leiðinleg við neinn eða andstyggileg, ég er bara ekkert sérlega félagslynd og finnst best að vera bara ein í þessu ástandi af því að ég hef enga sérstaka ánægju af því að íþyngja fólki með þessu (bloggið er dagbókin mín). ég fer ekki útá djammið, þó þess virðist þurfa til að ákvarða einhverja fáránlega stöðu innan samfélagsins, af því að ef ég drekk áfengi líður mér ekki vel og ég viðurkenni fúslega að edrú nenni ég ekki að djamma. auk þess gera lyfin mig afskaplega þreytta á líkama og sál og ég er bara að bíða og vona að því helvíti fari að ljúka og líkaminn taki lyfin sem fyrst í sátt. en það þýðir ekki að mér þyki ekki vænt um fólk, vini mína og ættingja og þar sem að ástand mitt undanfarið hefur ekki boðið uppá mikið langaði mig til þess að halda þessa afmælisveislu og bjóða flestum þeim sem mér eru mjög kærir, bara til að sýna þeim að ég elski þau og ég er enn hérna þó ég sé kannski ekki "miss jolly" á barnum.
á sunnudeginum afboðuðu ættingjarnir sig. þannig er það í minni fjölskyldu, hvort sé það hinu eða öðru megin. enginn mætir í veislur, á myndlistaropnanir eða neitt slíkt og eru í alla staði frekar lélegir í að halda sambandi, ég fría mig ekki undan þessu, ég er engin undantekning. ég tók það samt dáldið nærri mér en ákvað að láta það ekki skemma veisluhöldin, ég get hvort sem er ekkert kvartað þegar ég er nákvæmlega eins. eftir vinnu, kl. 17 æddi ég heim til að hefja undirbúninginn því veislan átti að hefjast kl. 20. ég stóð sveitt í nákvæmlega þrjá tíma við bakstur, eldamennsku og allt og það mættu tveir gestir kl. 20. uppúr níu mættu svo nokkrir fleiri en þeir höfðu fram að því setið á bar og restin afboðaði sig, en þá var ég aktúelt grenjandi inní herbergi yfir þessu öllu saman.
og í dag er ég ótrúlega yfirgengilega leið yfir þessu öllu saman en velti því þó fyrir mér innst inni hvort ég eigi þetta ekki bara skilið... kannski getur maður ekki beðið fólk um umburðarlyndi og á þess vegna ekkert að vera að væla. mig langaði bara svo ótrúlega mikið til að gera eitthvað fallegt fyrir þetta fólk, svo þau viti, eins og ég skrifaði áðan að ég sé hérna ennþá og þyki vænt um þau þó ég sé ekki alveg með sjálfri mér. svo þau gefist ekki upp á mér og yfirgefi mig ekki endanlega. ég er að flestu leiti þroskuð manneskja með skilning á flestu því sem er í umhverfi mínu og ég held ég sé ágætlega vel gefin en tilfinningaþroski minn er á við lítið barn og það er óþolandi. það gerir það að verkum að svona hlutir særa mig djúpu sári þó ég hafi kannski engan rétt á því að vera særð.
p.s. kæru óvinir, ekki hlæja að þessu.
ég er að velta því fyrir mér hvort að samviska og skynsemi séu það sama... í það minnsta hefur annað áhrif á hitt.

laugardagur

3. í afmæli og í dag þarf ég að læra fyrir próf í kvikmyndafræði og versla fyrir afmæliskaffiboð sem ég ætla að halda annað kvöld. og gott ef ég á ekki neina peninga...
með tilkomu nýja fjölskyldumeðlimsins, skaða (og ég þarf nú að leggja höfuðið í bleyti varðandi hvernig í fjáranum þetta flippaða nafn er fallbeygt...) tek ég eftir breytingum á eldra afkvæminu, henni dimmalimm. þær eru fyrir það fyrsta ekki alveg búnar að sættast við hvor aðra, við vöknum stundum á næturnar við ýlfur og urr þegar önnur hvor þeirra fer inná yfirráðasvæði hinnar. en það er ekkert til að hafa áhyggjur af, ég hef áður þurft að upplifa þetta og lengsti tíminn sem það tók tvo ketti að sættast á mínu heimili voru þrjár vikur. en þó það... en litla dýrið, skaði gerir það að verkum að allt í einu finnst mér hún litla dimmalimm mín ekkert svo lítil lengur. hún hefur stækkað skyndilega, er öll einhvern veginn kubbslegri og meiri. ég vona bara að þær verði vinkonur sem fyrst...
þær virðast þó eiga það sameiginlegt að geta ekki drukkið á hefðbundinn hátt úr vatnsskálum sem í boði eru og ég skipti samviskusamlega um vatn í allavega tvisvar á dag. dimmalimm t.d. drekkur bara vatn úr krönunum sem útlistast þannig að þá sleikir hún kranastútinn og veiðir dropana sem falla niður með tungunni. þetta hefur að sjálfsögðu þær afleiðingar í för með sér að við, hitt heimilisfólkið, altsvo homo sapiens erum dauðhrædd um að vera einhver skotspónn fyrir fuglaflensuna. og ég skal hundur heita ef ég ætla að láta svoleiðis vitleysu vaða yfir mig. ég skýt mig frekar í hausinn en að þurfa þola það að það blæði úr rassinum á mér eða ég fái kýli í augun. ég veit annars ekkert um þessa fuglaflensu né hver einkenni hennar eru og mér er auk þess nokk sama þó ég fái hana og drepist svo þetta var bara einhver útúrdúr... skaði aftur á móti fer inní sturtuklefann þegar hún er þyrst, dýfir annarri framloppunni ofaní niðurfallið og sleikir svo loppuna eða það sem er á henni. og svo vill hún bara borða "fullorðins" matinn. undarlegt hegðunarmunstur...

föstudagur


jæja... dásamlegur afmælisdagur liðinn. það þýðir þó ekki að fjörið sé búið því ég held að sjálfsögðu uppá afmælisdag gærdagsins líka, og hann er í dag. þess vegna verður þessi dagur í dag í engu verri en dagurinn í gær af því að ég er AFMÆLISBARN GÆRDAGSINS! það er annar í afmæli...
ég vil þakka öllum þeim sem mundu eftir mér í gær og það voru ekki fáir. takk fyrir allar fallegu og góðu kveðjurnar góða fólk, það er greinilega ekki vöntun á indælum gaurum í kringum mig.
helst ber þó að nefna nýja fjölskyldumeðliminn en ég og örninn minn gátum barn í gær, eiginlega gaf örninn mér krúttið í afmælisgjöf og ég læt hér fylgja með mynd af henni. hún heitir skaði eldjárn eftir konu njarðar. jötnamey sú kom upphaflega frá þrymheimi til ásgarðs til að hefna dauða föður síns en æsirnir buðu henni að giftast einum af mönnunum í skaðabætur ("hence" SKAÐAbætur). skaði ætlaði upphaflega að velja sér baldur til festu en af því að hún fékk ekki að sjá nema fæturna á mönnunum sem hún mátti giftast fipaðist henni og valdi njörð í staðinn fyrir baldur. þau skildu náttúrulega síðar meir... en okkar skaði er enginn jötunn, hún er agnarsmátt kríli og sá skringilegasta munstraði köttur sem ég hef á ævinni séð, hún er næsrum eins og zebrahestur.
og svo fékk ég PLAYSTATION TÖLVU!!!! líka frá erninum mínum að sjálfsögðu... ég mun ekki sjást neitt úti við á næstunni.

fimmtudagur


HANN Á AFMÆLI Í DAG,
HANN Á AFMÆLI Í DAG,
HANN Á AFMÆLI HANN TINNBERT,
HANN Á AFMÆLI Í DAAAAAAAG...

jæja góðir hálsar, þá er hann runninn upp, fæðingardagurinn sjálfur. klukkan er 6:06 að morgni dags og það eru aðeins rúmar 20 mínútur síðan það voru nákvæmlega 27 ár liðin síðan ég leit þessa grimmu veröld fyrst augum, sé ekki eftir því nema svona 20% af tímanum. og ég er andvaka eins og aðrar nætur en það er svosum í lagi því ÉG Á AFMÆLI!!! auk þess fannst mér eitthvað sniðugt að stilla einhvern "reminder" í símanum mínum fyrir löngu síðan þannig að nákvæmlega á því augnabliki og fæðingarstund mín rann upp áðan fór að pípa ægilega í símanum. ég hefði líklega á að hugsa útí það á sínum tíma að ég myndi kannski vera nýbyrjuð á lundarlyftu og eiga erfitt með svefn þegar mér duttu þessi heimskupör í hug. en hvað um það... ég reyni kannski að punga út nokkra klukkutíma af svefni í viðbót. hafið það gott í dag elsku pysjurnar mínar.

miðvikudagur

seinasti dagur fyrir afmæli... í dag hef ég lagt mér til munns hálfa pulsu með engu, hraunbita og ís. þetta er líklega ekki hollt en það væri ágætt að fara að passa í fötin sín aftur.
í dag gerði ég mér vel grein fyrir því að ég veit ósköp lítið um lífið... ég veit t.d. ekki hvað stýrivextir eru.
maður spurði örninn minn hvort ég væri orðin 18 ára þegar ég ruddist með eina hundraðkallinn minn í spilakassa í dag, var að reyna að freista gæfunnar. við skelltum bæði stórkallalega uppúr og maðurinn dauð-skammaðist sín. "nei, reyndar verð ég 27 ára á morgun og ég á erfiðara með að trúa því en þú".

afmælisbarn morgundagsins!

þriðjudagur

á ég að segja ykkur mína skoðun á því hvers vegna "blóðið" í dömubindaauglýsingum er blátt? það er vegna þess að karlmenn þola ekki að vita að konum blæði rauðu einu sinni í mánuði á stað sem þeir elska að troða hinum heilanum sínum inní, þeim finnst það ógeðslegt, þeir vilja sem minnst af því vita og hvað þá sjá það. þess vegna er "blóðið" í dömubindaauglýsingum haft blátt, svo karlmenn þurfi síður að upplifa viðbjóðinn og óhuggulegheitin sem fylgja því að lifa í "splatter-mynd" einu sinni í mánuði. blátt ku nefnilega hafa hreinsunaráhrif á fólk, fólki finnst blár litur tákn um hreinlæti. og hana nú! p.s. þessum þankagangi er ekki beint að neinum einum karlmanni persónulega, bara svona "over all". mér finnast karlmenn ágætis fyrirbæri og hinn heilinn þeirra mjög fínn til síns brúks.
að drekka bjór er reyndar ekki í boði núna útaf lundarlyftunni en það stendur hvergi að andlega vanheilir megi ekki hlusta á djass...
samkvæmt útreikningum mínum er ég vor-greddu-barn, það er ekki eitthvað sem mig langar til að fara nánar útí.
mér finnst með ólíkindum tíminn og púðrið sem fyrrverandi kærastinn minn eyðir í að fá sig skírðan eftir plast ruslafötum. ég meina þetta vel en mér finnst það samt óskaplega fyndið.
það rymur í kettinum mínum undir glugganum og ég vildi að það væri myrkur svo ég gæti bara horft á vídjó með góðri samvisku.
mig dreymir um að fara á múladjass annað kvöld í þjóðleikhúskjallaranum og drekka bjór og hlusta á góða tónlist. ef að fjárhagur leyfir og ég er nú einu sinni afmælisbarn fimmtudagsins fer ég og tek örninn minn með.
mig langar til amsterdam í skóla, mig vantar peninga og ég á afmæli ekki á morgun heldur hinn! ég nenni ekki að skrifa, nenni engu "for that matter"... en ég nenni að eiga afmæli á fimmtudaginn, get ekki beðið, hlakka svo til. keypti mér freyðivín og jarðaber áðan til að borða í morgunmat þegar ég vakna á afmælisdaginn. mér dauðleiðist samt að vera tinnbert núna, finnst hann alger aumingi.
nú er það að gerast... klukkan er 14:25 og hin daglega værð hellist yfir mig, öll plön fá að fjúka fyrir lúrinn. vaknaði samt fyrir sjö í morgun (af óviðráðanlegum orsökum) og kláraði ritgerð um mexíkóborg sem ég er helvíti ánægð með... zzzzzzzzzzzzzzzzzzzzzzzzzzzzzzzzzzzz...

mánudagur

jesús minn almáttugur og gluð hjálpi mér!!! ég HATA jarðskjálfta... fann hann einhver annar? úff, hárin rísa á hnakkanum á mér og ég fæ gæsahúð og alskyns annars konar líkamleg viðbrögð við jarðskjálftum. djöfuls andstyggð... en ég á afmæli á fimmtudaginn!!!! vííííhaaaaaaa!

föstudagur

hvers vegna er i-ið í titlinum á tímaritinu birta öfugt? er þetta eitthvert djöflatákn?
æj, mér leiðist eitthvað... nenni samt engu, er bara að bíða eftir því að vinnan byrji... ég gæti svosum gert heilmargt, t.d. lært, tekið til, vaskað upp, fengið mér kríu (það er reyndar "banalt" og gæti endað illa), hent öllu myglaða dótinu úr ísskápnum en ég nenni því ekki, nýti morgundaginn í það og svo er matarboð hjá stóru systur um kveldið. í kvöld ætla ég að hafa það huggulegt eftir vinnu og hlakka til afmælisins, ég er svo hrifin af því svona á veturna. en núna, akkúrat núna ætla ég bara að hanga og hlusta á sigga ármann... þið ættuð líka að hlusta á hann, yndisleg mússík. ætli ég geti grafið eitthvað kalhæðið og fyndið uppúr fylgsnum hugans og sagt ykkur? ég er að hugsa...

ég og örninn minn erum núna búin að vera saman í "eitt barn" eða níu mánuði. ég er samt ekki að telja, man þetta bara óvart. einu sinni átti ég kærasta og við héldum uppá öll afmæli: "hey, við erum búin að vera saman í 7 mánuði, 2 vikur og 5 daga... út að borða!!!" og ég fékk eiginlega ógeð á því, með fullri virðingu fyrir þeim manni og því sambandi (gluð hvað ég vona að ég sé ekki að vera illgjörn núna). ég nenni engan veginn að hugsa útí þesslags hluti núna, finnst bara gaman að tíminn líði og að einn dagur var aðeins öðruvísi en hinir af því að þá urðum við kærustupar. ekkert stress eða "panik" yfir einhverjum dagsetningum og afmælum, bara dásamlega afslappað.

undanfarna daga hef ég mjög mikið verið að hugsa um þunglyndið, fordómana - mína og annarra, hvernig ég geti hraðað batanum (dauðleiðist reyndar að tala um þetta sem sjúkdóm, finnst það "morbit" og niðurdrepandi) og hvernig ég geti gert það að hluta af mér án mótþróa því það er það sem þessi sjúkdómur er. hann ER ekki ég en hann er HLUTI af mér og verður það kannski alltaf, að öllum líkindum, ég þarf bara að læra að sættast við hann og þá held ég að þetta verði ekki jafn erfitt. stundum þykir mér vænt um þunglyndið en oftast hata ég það, af skiljanlegum ástæðum en til að ég geti lært að lifa með því held ég að ég þurfi að hætta að líta á þetta sem feimnismál og hætta að skammast mín fyrir það. og liður í því er einmitt að skrifa svona opinskátt um það hér. næsti liður er að byrja að tala um það án þess að skammast mín, ég geri mér reyndar grein fyrir því að það muni kosta augngotur og fjarrænu (mjög merkilegt og ætti að vera rannsakað: um leið og fólk fer að tala um þunglyndi og þá sérstaklega þegar þunglyndir tala um þunglyndi fær fólk svona fjarrænt blik í augun eins og þegar maður fer til kvensjúkdómalæknis og reynir að leiða það hjá sér með veður-spjalli að það sé semi-ókunnugur maður að stara uppí manns allra-heilagasta) en ég ætla samt að gera það. návæmlega eins og ef ég hefði fengið krabbamein og væri nú í meðferð við því, ég er ekki að deyja en sumir dagar er verri en aðrir og ég a ekki að þurfa að fela það fyrir neinum. þið botnið örugglega ekkert í þessu...

það er búið að stofna kvikmyndaklúbb í skólanum hjá kvikmyndafræðinni og ef ég væri ekki svona feimin myndi ég gjarnan vilja taka þátt í því starfi. en hvað um það, kannski með tímanum... þá er alltaf hist í stúdentakjallaranum á föstudögum kl. 15 og glápt á kvikmyndir og fyrsti dagurinn er í dag. ég nenni ekki af því að ég er að fara að vinna og vildi helst geta fengið mér bjór með glápinu svo ég ætla næsta föstudag. ég vona bara að fólk verði duglegt að mæta því mér finnst þetta frábært og það verða einhverjir að mæta til að þetta haldist gangandi. kannski þið viljið koma...

úff, ég er að hugsa svo mikið núna um allt en mér líður vel og ég kann að meta það því það er ekki sjálfgefið. ég get ekki gert hlutina nema "litterally" svo að ég sló hugmyndina af að lifa hvern dag eins og hann væri minn síðasti. það myndi bara enda með óþarfa fjárútlátum, barsmíðum og vitleysu.
9. mars:

1979: tinnbert ævarsson fæðist (27 ára)
1964: juliette binoche, leikkona og fyrirsæta fæðist (42 ára)
1960: linda fiorentino, leikkona fæðist (46 ára)
1959: barbie "fæðist" (gæti þ.a.l. verið móðir mín) (47 ára)
1950: edgar rice burroughs, höfundur tarzan bókanna deyr
1943: bobby fischer, gyðingahatari og skákmeistari fæðist (63 ára)
1934: yuri gagarin, fyrsti maðurinn til að fara útí geim fæðist (til gamans má geta að hann var bara 157 cm. á hæð, 8 cm. minni en ég. hahahahaha...) (72 ára)
1933: philip roth, rithöfundur fæðist (73 ára og jafngamall og líffræðilegur faðir minn)
1918: george rockwell, listamaður fæðist (88 ára)

... ég veit ekki meir um 9. mars sem er ágætt því þetta er minn dagur!
nú get ég með sanni sagt... ég á afmæli næsta fimmtudag! þunglyndi á undanhaldi en ég vil samt ekki "jinxa" neinu. see ya!

miðvikudagur

ég á mér nýtt listrænt ædol og hann heitir eða hét stan brakhage. ef þið "klikkið" á nafnið hans fariði inná áhugaverða síðu um hann... og merkilegt nokk þá dó hann daginn sem ég varð 24 ára. ég reyni að taka því ekki persónulega.
afhverju eru gerð morgunkorn sem eru ekkert annað en sælgæti? ég fyllist græðgi þegar ég fæ mér svoleiðis morgunkorn, fæ mér tvær skálar og er svo bumbult í marga tíma á eftir. ég ætla að byrja að kaupa seríós aftur.
mig langar til að minnast á það að það er mikið af góðu fólki sem les þessa síðu og skilur eftir sig uppörvandi og vonar-vekjandi skilaboð. ég kann virkilega að meta það...
símafóbía er viðurkennt fyrirbæri. fyrir þá sem þurfa nauðsynlega að ná í mig bendi ég á hina sívinsælu samskiptatækni, SMS. eða MSN: tinnati@hotmail.com eða þá bara tölvupóst: kirsuber@gmail.com. ég þarf að stinga höfðinu í sand...
ég á að vera að læra fyrir próf sem ég er að fara í eftir nokkra klukkutíma, ég átti að byrja að læra fyrir þetta próf fyrir nokkrum dögum síðan en hef ekki getað komið mér í það. afhverju? jú, af því að ég fer að hugsa um prófið og byrja að fyllast kvíða. þá reyni ég að sannfæra sjálfa mig um að það sé óþarfi, ég er að læra það sem mér finnst skemmtilegast í heimi. en allt kemur fyrir ekki, ekkert virkar og ég lokast inní einhverju ónotuðu hólfi í heilanum á mér. sjálfhelda í eigin huga. ég veit ekki afhverju ég er að reyna þetta, ég er augljóslega fædd til að vera öryrki. þetta er undarlegt... það lokast allt.

annars elduðum við saltkjöt og baunir og rófur (takk hjörtur) í gær að sjálfsögðu. og svo buðum við þrándi í mat því allir ættu að njóta góðs af þeim herramannsmat sem saltkjöt & baunir er. ég keypti ekki sérvalið kjöt af því að ég vildi frekar vera sparsöm og uppskar þ.a.l. nokkra ágætis bita og tvo sem voru BARA fita en við náðum öll að verða södd... æj... hausinn á mér er að springa og ég nenni þessu ekki.