laugardagur
mánudagur
ég ætla að elta mágkonu mína á agalega fínan og nýjan stað... þið megið koma með þar sem það virðist hvort eð er borin von fyrir mig að læsa blogginu mínu. heimurinn vill mig! og ég vil ykkur... ég verð framvegis á kirsuberjakisa.bloggar.is. þar getið þið áfram fylgst að með mér í gegnum lífsins rússíbana ef þið hafið áhuga og gaukað að mér góðum ráðum við og við. ég hef samt ekki tíma til að skrifa neitt fyrr en á morgun en þarna verð ég framvegis.
bless elsku kirasu... með þér hef ég átt mínar bestu og verstu stundir undanfarin ár og þú átt ætíð stað í mínu hjarta.
bless elsku kirasu... með þér hef ég átt mínar bestu og verstu stundir undanfarin ár og þú átt ætíð stað í mínu hjarta.
laugardagur
fimmtudagur
blues at my window með martin harley band... þó ég heyrði ekki annað lag til seinasta dags, þó myndi ég deyja sæl.
ég er líka með æði fyrir frk. joplin þessa dagana. sérstaklega upptökunni frá woodstock þegar hún tekur summertime í sinni útsetningu sem því er nú ver og miður er ekki í myndinni. janisu fannst hún í eitthvað of annarlegu ástandi til að hún gæti hugsað sér að leyfa þetta til birtingar í myndinni þeirri. ef hún bara vissi hve rangt hún hafði fyrir sér... hún veit það þá líklega núna.
þriðjudagur
tinnbert fer í partý með kisugleraugun og hello kitty spennu...
svo græddum við einn dag því það er EKKI mánudagur í dag, mér til lifandis skelfings mikillar gleði af því að ég er svarinn óvinur mánudaga.
ég er samt geggjað hol að innan í dag. með holrými í sálinni sem ég veit ekki einu sinni hvar er geymd. holrými af því ég get alls ekki talað núna um neitt, af því að ég hata að tala. af því að þegar ég reyni það troðast tárin í röðinni að augnhvörmunum og tárin hata ég meira en tal.
föstudagur
töffarinn tinna að reyna að vera töffari að tannbursta sig... ég þarf greinilega að láta athuga lengdina á þumlinum mínum.
ég er að hlusta á rokkballöðu með deep purple og drekka sjóðandi heitt te svo tungan í mér brenni örugglega... í tilefni þess að það er föstudagurinn langi verður maður aðeins að refsa sjálfum sér og hlusta á djöflatónlist.
mig langar til að nota tækifærið og óska tengdaforeldrum mínum, þessu einstaka fólki, innilega til hamingju með silfurbrúðkaupið í gær. ég hlakka til þegar ég og örninn minn höldum uppá þann áfanga og börnin okkar gera eitthvað væmið fyrir okkur... ég hlakka til framtíðarinnar.
í dag eru það svo kjét og kartöflur hjá mömmu og pabba þór á hvolfsvelli í nýja húsinu þeirra. ég ætla að baka frönsku dúlluna handa þeim. ég hef yndi af því að baka og fæ sérstaklega mikla ánægju útúr því ef ég er allsber í leiðinni. allsber að baka súkkulaðiköku... ég mæli með því ef þið viljið lyfta ykkur á kreik.
í gær fórum við á ódýra tónlistar- og DVD markaðinn í perlunni og keyptum mjög svo físilegar myndir. þær eru:
reign of fire (ein af mínum uppáhalds þess lags myndum. með drekum, drekadrápum, hetjum og svita)
shining (klassíker! need i say more?)
war of the worlds (fyrir utan tom krús... snilld og endurgerð á gamalli snilld)
the aristocrats (svo fyndin! ég grenjaði og öskraði úr hlátri þegar ég sá hana fyrst. fyrir alla sem hafa gaman af kúka-, piss- og prumpubröndurum mæli ég með þessari. og spuninn í kringum þennan einfalda brandara kemur hverjum manni eða konu til að blygðast sín)
mayor of the sunset strip (heimildamynd um ótrúlega sérvitran og skrýtinn en merkilegan fýr)
er þetta ekki glæsilegt?!! hver annari betri, þessar myndir. ég hlakka ó svo til að koma heim í kvöld og hafa kósí vídjógláp. gaman að vera kvikmyndanörd...
ég gerðist líka áskrifandi að spiderman comixum fyrir lítinn aur á mánuði og það fylgir spiderman dót með hverju blaði. ég hlakka eiginlega meira til að fá dótið en blöðin, ég er svo óttalega mikið barn í mér enn...
lítið annað að segja... ég er með tilhlökkun í hjarta og sál enda himininn blár og fuglarnir að syngja. ég syng með þeim...
miðvikudagur
ég get nú ekki með góðri samvisku kvartað yfir veröldinni minni... ég leggst í mótmælaaðgerðir gegn of háu bíómiðaverði og vinn svo stuttu seinna bíókort sem gerir tveimur kleift að fara ókeypis í bíó í ár. ég er greinilega mikils metin hjá forsjóninni og örlagadísunum. ég er farin í páskafrí... gleðilega páska!
Gerast áskrifandi að:
Færslur (Atom)