mánudagur

komiði marg blessuð og sæl!
hingað suður er ég komin. lenti kl. 11 í morgun og var himinlifandi. ég fæ alltaf mjög mikla heimþrá þegar ég fer í sveitir. og oftast eftir einn dag. ég sakna líka kisanna svo mikið af því að ég er lúnatik kattaeigandi sem fæ kitl í magann af væntumþykju þegar ég hugsa um kisurnar mínar. og svo er bara lang best að vera heima. ég var heldur ekki alveg að gúddera þessa drykkju þarna og allt sem því rugli fylgir. það var samt mjög gaman þarna á ísafirði svona framan af. tónleikarnir byrjuðu allir hálftíma eftir að við lentum á laugardaginn, kl. þrjú og svo stóðu þeir alveg til eitt um nóttina með hverri hljómsveitinni á fætur annarri. og mér og bibberti til ákaflega mikillar ánægju vorum við sett á hótel. í staðinn fyrir bóhem - heimavistina sem við áttum upphaflega að vera á. guð hjálpi mér hvað ég er fegin, því það var non stop partý á heimavistinni alla helgina með freðnum hljómsveitarstrákum. hótelið var frábært og hver elskar ekki að vera á hóteli? það var mini - bar sem m.a.s. var ekki fáránlega dýr, risa rúm sem ég gat legið þver í sem þýðir að það var breiðara en 166 cm., stöð 2 og dásamlegasta sturta sem ég hef á ævinni farið í. ég skipaði bibberti að fá sér svona blöndunartæki þegar hann gengur í sturtumálin sín í "íbúðinni". um leið og við vorum búin að koma dótinu okkar fyrir á hótelinu fékk ég mér bjór af nauðsynlegum ástæðum sem eru: ég var búin að þurfa að taka á loft og lenda tvisvar sinnum sama daginn sem og að þá var mjög mikil ókyrrð í loftinu þegar við vorum að lenda á ísafirði. svona eins og maður væri í rússíbana. það var viðbjóður, sérstaklega af því að ég hafði sofnað í flugvélinni og vaknaði svo með andfælum haldandi að ég væri að fara að deyja. skátar spiluðu fyrstir og ég hafði aldrei áður heyrt í þeim. en þeir komu skemmtilega á óvart, minntu samt dáldið á örlí stuðmenn. þó fannst og finnst mér söngvarinn helst til torkennilegur ungur maður en það er svosum ekkert við það að athuga. og svo kæru herrar mínir og frúr upplifði ég fyrstu írafár tónleikana mína. ég hafði þá ekki rangt fyrir mér eftir allt saman, írafár voru að spila á hátíðinni. örugglega af því að þau eru líka dreyfarar. mér fannst þau allavega ömurlegt og birgitta haukdal er augljóslega með anorexíu eða lystarstol og býr á sólinn því hún er jafn brún og suðusúkkulaði. en þó verð ég að hrósa henni með eitt... hún gitta er fjandi góð að ná upp stemningu, kannski ekki mikil áskorun þegar aðal áheyrendahópurinn er tólf ára g - strengja gangandi smástelpur. restina af hljómsveitunum er ég svo ekki með á hreinu þar sem að áfengisdrykkja virðist þessa dagana slæva minni mitt svo um munar. það er líklega útaf lundarlyftunni. en ég man samt ghostdigital. þeir voru magnaðir! og ég er ekki að segja þetta bara af því að ég er að deita curver. þeir voru frábærir og bara með nýtt efni. teknó og kraftmikið. svo er bara svo flott að horfa á þá alla þarna uppi ásviðinu. og stuttu eftir það fór ég bara upp á fína hótelherbergið að lúlla. ekki mikill djammari... morguninn eftir, páskadag, í gær, vöknuðu svo allir snemma og fóru í morgunmat til vagnssystra í bolungarvík. ég á ekki til orð yfir gestrisninni þeirra. þær elduðu morgunmat fyrir 40 manns sem þær þekktu ekki neitt, spiluðu á píanó og sungu og sögðu gamansögur af bæjarbúum. mér þykir mjög vænt um að hafa upplifað þetta, að hitta svona einlægt og virkilega gott fólk sem gerðu þetta bara af því að þeim finnst svo gaman að fá gesti og eru mjög músíkölsk... aghh... ég nenni eiginlega ekki að skrifa meira. er bara sybbin og fegin að vera komin heim og nú ætla ég bara að horfa á vídjó. jukk! ég trúi ekki að það sé vinna á morgun. ó mæ god hvað ég trúi því ekki.
see ya!

laugardagur

jæja jæja...
nú er flugið til ísafjarðar búið að tefjast um rúma þrjá tíma vegna veðurs og ég er dauðsybbin því við bibbert vöknuðum svo snemma. við fórum að vísu í loftið á réttum tíma í morgun en hálfnuð á áfangastað tilkynnti flugstjórinn okkur að ófært væri á ísafirði og við þyrftum að snúa við aftur til reykjavíkur. ég og bibbi héldum reyndar í fimm mínútur að þetta væri bara snemmbúið aprílgabb eða mugison að fokka í okkur, en því er nú ver og miður að svo var ekki. og eins og það sé ekki nógu streituvaldandi að þurfa að fara einu sinni í loftið og lenda einu sinni fyrir flughrædda eins og mig, heldur þarf ég núna að gera það aftur. þ.e. ef það verður á annað borð flogið í dag. furðulegt, því samkvæmt veðurkortinu er veðrið í reykjavík mun verra en fyrir vestan. kannski verður þetta hátíðin "aldrei fór ég vestur". en það er athugun aftur eftir tíu mínútur og ég er víst sjálfskipaður flugstjóri fyrir ghostdigital. og ég sem hélt að það væri nóg að vera bara grúppía...
see ya!

föstudagur

í nótt dreymdi mig gamla vinkonu úr austurbæjarskóla og jarðskjálfta. ég hræðist fátt meira en jarðskjálfta. mig dreymdi líka margt annað sem ég ætlaði að skrifa um af því að draumar eru svo furðulegt fyrirbæri, en mér tókst ekki að halda þeim í minninu. einn var samt um betu og ég man ekki meir. og svo svaf ég ekki mjög vel þar sem að páka er ósátt við nýja gestinn og lætur í sér heyra. ég er ekki að meina bobby heldur dimmalimm. en eins og hjörtur brósi orðaði það, myndi ég ekki vera fúl ef það kæmi bara allt í einu einhver stelpa hingað heim til mín og færi að róta í öllu mínu án þess að spyrja kóng né prest? júbb. ég yrði brjáluð vægast sagt. en ég man þegar páka kom fyrst, þá var prumpa í fýlu út í allt og alla í næstum þrjár vikur. og ég sleppti því að fara í kræklingatýnsluna til að halda friðinn hérna heima hjá mér í dag.
í dag er "the good friday" eða föstudagurinn langi. annar dagur sem ég er búin að gleyma hvað stendur fyrir. eitthvað með jesú og nagla held ég. eða kross... ég minnist þess samt að hafa í æsku þótt þessi dagur mjög leiðinlegur. það er allt dautt við hann, eða var það a.m.k. í nútímanum er enginn dagur lengur heilagur. það eru örugglega einhverjar sjoppur opnar. og ég er alveg að vera búin með retturnar og ég á ekki krónu með gati og ég er að fara til ísafjarðar á morgun. til gamans má geta þess að ég eyddi seinustu aurunum í rúnstykki og beikonost í gær. mér er ekki viðbjargandi. hvenær verð ég milljónamæringur? þegar ég verð milljónamæringur ætla ég að gefa mömmu minni risa sjónvarp, svona flatskjá sem nær yfir heilan vegg og gsm síma. og ég ætla að gefa pabba, eða manninum sem gegnir þeim titli í mínu lífi, fullkominn fjallajeppa sem hægt er að búa í. og ég ætla að gefa kötu systur eldingarvara fyrir dýr þar sem að það virðist vera svo að öll dýr sem henni þykir vænt um verði fyrir eldingu. og líka nýjan hest. ég myndi gefa bibba úr, fullkomið tímaskyn og upptöku stúdíó. betu myndi ég gefa endalausan sígarettusjálfsala og kynlífsþræl sem gæfi henni súkkulaðihúðuð jarðaber. gulla myndi ég gefa góða konu sem myndi elska hann fyrir snillinginn og öðlinginn sem hann er og síðast en ekki síst myndi ég gefa birtu ótakmarkaðan flugmiða fram og til baka frá köben til íslands svo hún gæti komið þegar hún vildi. ég myndi kaupa kattholt og senda davíð oddson og halldór ásgrímsson í útlegð á kaffi austurstræti. svo myndi ég vingast við bobby fisher og fá hann til að breyta kennitölunni sinni svo hann eigi ekki sama afmælisdag og ég og senda hann í mjög intensíva sálfræði - þerapíu. ég myndi síðan nota restina af peningunum til að kaupa lítið og sætt einbýlishús í vesturbænum, ættleiða kínverskt barn og fá michael moore til að skjóta bush.
see ya!

fimmtudagur

gæti verið að þetta sé ekki bobby fisher heldur í raun og veru bin laden? ha?
í sambandi við þetta með bobby fisher... móa náði að triggera enn meiri reiði hjá mér í garð þessa máls með því að segja að henni fyndist þetta vera mannréttindi. ég er ekki endilega að segja að það sé rangt en eru ekki miklu fleiri meira þurfi fyrir hjálp en bobby fisher? eru ekki hundruðir manna frá stríðshrjáðum löndum sem vilja fá ríkisborgararétt hérna og eiga það kennski frekar "skilið" ef ég má svo að orði komast, en bobby fisher? mig langar mjög mikið til að vita hver ykkar skoðun er á þessu og þangað til að 10 manns hafa skrifað sína skoðun mun þessi færsla standa hér!
ég get gefið ykkur eftirfarandi hluti:

-gamaldags bókaskápur, massíf mubla
-fjólublár stóll, bólstraður með flaueli
-græn kommóða með fimm skúffum
-fallegt og marglitt hengi til að setja í dyragætt
-fjórir stólar
-nokkrar flíkur

vona að þetta komi e - m að gagni....
góðan daginn!
vinna í dag frá 13 - 17 en það er ekki nein angist falin í því. ég mun sitja vaktina í íslenskudeildinni með henni betu minni, eitt sinn kennda við rokk. það held ég að verði áhugavert og skemmtilegt og það verður örugglega mikið hlegið og hlustað á skemmtilega músík.
ég játa hér mistök mín að hafa haldið því fram að hátíðarhaldarar hátíðarinna "aldrei fór ég suður" hefðu bókað írafár. svo er ekki. þessi leiðindarhljómsveit er víst partur af skíðavikunni sem er líka þarna á ísafirði. ég vona bara að ofbeldisstelpan frá firði ísa berji mig ekki eða bíti af mér fingurna fyrir meiðyrði í garð írafárs.
og bobby ansans fisher er í þessum töluðu orðum á leiðinni "heim". mikið er ég glöð að ríkisstjórnin í þessu elsku landi okkar finni sér svona ágætis pet project til að leysa eins og að fá skákmeistara með skapgerðarbresti leystan úr haldi með því að gera hann að íslenskum ríkisborgara. guð forði okkur frá því að eyða orku okkar og peningum í að leysa mikilvægari mál. eins og t.d. að vinna í því að uppræta þetta mikla magn af barnaníðingum sem leynast hér við hvert götuhorn að því er virðist. eða þá kannski að fræða 11 ára börn um endaþarmsmök og afleiðingar þeirra séu þau stunduð á barnsaldri eða þá yfir höfuð og að það sé ekki æskileg aðferð til að komast inn í partý. hvað þá að sjúga tittlinga. nei ó nei! við skulum fá hatandi skákmenn hingað, senda ísjaka til frakklands fyrir 20 milljónir, banna reykingar á öllum stöðum, innleiða valentínusardaginn og leyfa bara barnaníðungunum að sækja börnin okkar á leikskólann. í guðs bænum kæra ísland, einbeitum okkur að "mikilvægu" hlutunum! og ekki nóg með að þessi bobby fisher sé með skapgerðarbresti á háu stigi, ber reyndar alveg virðingu fyrir því enda þjáist ég sjálf af þeim krankleika, heldur hatast hann út í bandaríkjamenn... ókei, ekki svo slæmt en hann hatar líka gyðinga. er það ekki dáldið totally five minutes ago?
see ya og gleðilegan skírdag! ( veit samt í alvöru ekki út á hvað sá dagur gengur, kannski bara niðurtalning í páskaeggjaát og plús það þá fermdist ég á skírdag, ansans helvítis. vildi að ég hefði sleppt þeim heimskupörum )

miðvikudagur

fæddur er lítill prins! halelúja!!! í morgun kl. 6:30 gaut hún bryncí besta vinkona mín litlum dreng og öllum heilsast vel og allir útlimir eru til staðar. og það er mér sérstaklega mikil ánægja að tilkynna ykkur að ég er spámaður því spá mín, þvert á við það sem ansi margir sögðu, var að þetta yrði drengur. og drengur það var. ég er svo hamingjusöm að ég titra og tísti af gleði. lífið getur ekki verið slæmt þegar svona hlutir eiga sér stað alveg rétt hjá manni. ég hlakka alveg óskaplega til að bera prinsinn augum. gluði sé lof fyrir fríið á morgun. allt er yndislegt!
see ya!

klámbókin

þriðjudagur

ola!
þátturinn "taktu til" eða hvað sem hann nú heitir með heiðari snyrti og kærustunni hans hefur náð að toppa allan viðbjóð annan í aulahrolli. hann er m.a.s. svo mikill aulahrollur að hann hrinti "fuck með sirrý" úr toppsætinu um mesta aulahrollinn. þetta er án efa það pínlegasta sem ég hef á ævinni horft á. ég er viss um að ef ég horfi á heilan þátt án þess að skipta þúsund sinnum um stöð í aulahrollskasti muni ég gefa upp öndina í sófanum af viðbjóði og ömurlegheitum. hvernig stendur á því að íslendingar ætla alltaf að reyna að vera eins og kanar? og við lærum ekki af mistökunum! við erum ömurlegar eftirhermur svo lítið sé sagt. þá meina ég eftirhermur hvað varðar að reyna endalaust að "púlla" eitthvað kjánalegt út úr rassgatinu á okkur eins og kanarnir. það er bara tímaspursmál hvenær hinn íslenski jerry springer verður settur á "fjalirnar" fyrir landann. muniði eftir þættinum "fyrirgefðu" sem felix blessaður bergsson var með? er til eitthvað ömurlegra en það? ef það væri "miss universe" í aulahrolli þá myndi sá þáttur vinna.
eftir vinnu í dag, á leiðinni í heimsókn til móu og baunarinnar kviknaði ástin til reykjavíkur sem á hverju vori kviknar í hjarta mér. það er orðið svo hlýtt og yndislegt eitthvað úti. samt ekki svo hlýtt að ég fari úr kápunni en samt nógu hlýtt svo að ég þarf ekki að hlaupa heim og ég horfi í kringum mig. og til að toppa væmnina þá hlusta ég á fuglana syngja sem aldrei fyrr. ég finn hvernig andinn lyftist og mig langar til að gera eitthvað frábært með vinum mínum. en það er líka einhver sorg þarna. einhver pínu leiði. kannski af því að þessi tími minnir mig alltaf á hvernig mér leið einu sinni um sama leiti einhvern tímann áður. kannski af því að þetta er eins og ný byrjun sem þýðir að eitthvað verð ég að kveðja. kannski af því að bráðum munu hlutirnir breytast. eða kannski er það bara af því að eitthvað í sálinni sem er búið að vera innilokað seinustu myrku mánuði er að byrja að brjótast út. kannski eru þetta vaxtaverkir vellíðunarinnar.
ég skilaði inn umsókninni fyrir háskólann á þriðjudaginn fyrir viku og nú er ég bara að bíða eftir formlegu boðskorti frá háskólanum svo ég geti nú farið til lín og sökkt mér dýpra í skuldasúpuna. ég hlakka svo agalega mikið til að byrja í skólanum. en ég er þó náttúrulega að tinnískum sið með bakþanka núna af því að ég er svo hrædd um að klúðra þessu á einhvern hátt. ég hef nefnilega aldrei verið mikill námsmaður. mér fannst viðbjóður að vera í framhaldsskóla. en þegar ég renndi augunum niður eftir einkunnunum mínum úr lhí áður en ég skilaði umsókninni í háskólann varð ég ekki fyrir vonbrigðum. þetta voru kannski engar níur og tíur en það voru sjöur og allnokkrar áttur og gott ef ekki að það hafi bara verið tvær níur þegar öllu var á botninn hvolft. og þá fattaði ég að ég er ekkert slæmur námsmaður. ég þarf bara að hafa áhuga á því sem ég er að gera og blessunarlega er það mikils metin krafa þegar maður er kominn á fullorðinsaldurinn. auk þess sem að einn ákveðinn maður eyddi mjög miklum tíma í að segja mér hvað ég væri léleg í öllu þegar ég var unglingur. það hafði kannski sitt að segja. og ég veit að það er fólk í baghdat sem á meira bágt en ég... en þetta ætla ég að gera vel.
næstu dagar verða góðir... á morgun er eins og föstudagur því að helgin byrjar eiginlega á fimmtudaginn útaf páskunum( ég vona að ég fái páskaegg.... mmmm..... elska súkkulaði....) bryncí á að gjóta á morgun samkvæmt læknum og ég er með fiðrildi í mallanum af spenningi. auk þess er ég spennt að vita hvort spádómsgáfan mín sé enn til staðar um hvort kynið krílið verður. en öllu skiptir þó að allt gangi vel og krílið fæðist heilbrigt með alla útlimi. mest hlakka ég til að sofa í fríinu. elska páskaegg og rúmið mitt.... á fimmtudaginn er ég að vinna stutta vakt og um kvöldið ætla ég kannski að fá mér rauðvínsglas ( ekki fyllerí, bara eitt rauðvínsglas) því ég á tvær flöskur sem ég fékk í afmælisgjöf. á föstudaginn verður aftur á móti mikið fjör því þá ætla ég með þuru og félögum að tína krækling og um kvöldið verður svo slegið upp kræklingaveislu með hvítvíni og tilheyrandi ( gæti endað með fylleríi en það er mitt mál! ) og á laugardaginn liggur leiðin til ísafjarðar á tónlistarhátíðina "aldrei fór ég suður". það tók mig þrjú staðarnöfn og tvær vikur að muna hvert ég væri að fara. svo þessi skrif eru mikið afrek. í viku hélt ég að ég væri að fara til húsavíkur eftir það talaði ég endalaust um seyðisfjörð og olli uppþoti hjá hátíðarhöldurum þegar ég tilkynnti þeim að ég og bibbi værum að fara þangað yfir páskana því bibbi á einmitt að spila á hátíðinni og þess vegna hefði ekki verið gott mál ef hann væri staddur á seyðisfirði á sama tíma og hann ætti að vera að spila á ísafirði. en svona er þetta bara með mig og landafræði... en allavega fljúgum við hjónin í einhverri rellu til ísafjarðar á laugardaginn og komum aftur heim á mánudaginn ef forsjónin lofar. ég dauðkvíði því að fljúga. mér er meinilla við innanlandsflug. seinast þegar ég fann mig í þeim aðstæðum var ég að fljúga frá mývatni með frænku minni henni svanhildi og það var fyrir tæpum tíu árum takk fyrir takk! það var sama dag og elvis dó, sumsé dagsetningin og það var geðveikislegt rok úti. ég man eftir því að sitja í djöfuls rellunni skjálfandi á beinunum og öll samskeyti í vélinni voru teipuð saman. svo hoppuðum við upp og niður og mig langaði ekki til að deyja sama dag og elvis. og mig langar það heldur ekki núna enda engin hætta en ef svo fer þá verður þetta allavega minn dagur. er ekki nóg að bobby fischer, "íslendingurinn" góðkunni stal afmælisdeginum mínum? en ég hlakka til að fara í smá ferðalag með bibba og hlusta á skemmtilegar hljómsveitir og gista á gólfinu hjá einhverjum "in - breed" kotbónda. ég skil bara ekki afhverju í andskotanum hátíðarhaldarar þurftu að troða írafári og gittu haukdal inn í dagskrána. kannski verð ég "hnakki" þegar ég kem heim. heilaþvegin af írafári.
see ya!
gestabók

sunnudagur

ætli ég geti búið til þetta ævintýri?

gestabók

núna er nótt þegar ég skrifa þetta...
að sameina líf sitt annari manneskju er enginn hægðarleikur. engin furða að það sé kallað HÆGÐAR - leikur því það er eintómur kúkur sem því ferli fylgir. og að vera tinna að sameina líf sitt annari manneskju er langt frá því að vera auðvelt. hvernig getur maður lagt traust sitt og tilfinningar á einhvern annan þegar maður tæplega ræður við þessar tilfinningar sjálfur? að endingu hlýtur maður þó að uppskera eitthvað stórfenglegt, eins og fjölskyldu og öryggi og trausta og sanna ást. ég leik mér stundum að því að ímynda mér að á einhverju einu augnabliki í lífinu verði einskonar lokapunktur þar sem að allt verður baðað ljósi og útskýrt og undir hljómi dramatískt sinfoníulag eftir danny elfman. endirinn á bíómyndinni minni þar sem að eftirmálin verði leikur einn og lífið dans á rósum. þetta er einn af eiginleikum þess að vera með of frjótt ímyndunarafl.
ég ákvað að kaupa mér tvo bjóra í dag til að drekka að lokinni vinnu með henni páku minni. ég drakk einn bjór þegar ég kom heim og tók svo ákvörðun um að hætta að drekka. það er til einskis og mér líður ekkert vel af því. það verður samt erfitt, ekki af því að ég get ekki ímyndað mér lífið ódrukkin þrátt fyrir alkahólista blóðið sem rennur mér í æðum heldur af því að ég lifi eins og þið í samfélagi þar sem að það gengur eiginlega bara að vera annað hvort eða í þessum málum. það er hundleiðinlegt að vera eina ódrukkna manneskjan. ekki þykjast. það er það! en ég ætla að reyna. ég er líka oft að hugsa um það hvort að enginn annar finni fyrir þessu nema ég. verður enginn leiður eftir fyllerí nema ég? og er það þess virði að leggja það á sálina tvisvar í viku allavega? það held ég nú síður. en þetta er mitt mál, svo ekki skipta ykkur af þessu. ef þið hittið mig dauðadrukkna og bera að neðan niðri í bæ næstu helgi, þá er það mín ákvörðun.
þegar ég var búin að drekka þennan eina bjór og orðin tipsy af honum, önnur ástæða til að hætta að drekka, ég verð full af einum tappa, ákvað ég að fá mér góðan kvöldverð. mér er nefnilega hætt að lítast á blikuna með þetta lystarleysi og farin að finna fyrir svima og þróttleysi. auk þess sem sumar flíkur eru orðnar grunsamlega víðar. ég allavega skellti í örbylgjuofninn þessum fínu 1944 bjúgum sem ég hafði fest kaup í á leiðinni heim. ég náði að torga hálfu bjúga og tveimur kartöflum þegar ég var orðin svo södd að ég þurfti að leggjast fyrir eins og gamalmenni á sunnudagseftirmiðdegi. og svo steinlá ég næstu þrjá klukkutímana og hingað er ég komin. glaðvakandi og eiturhress. ætli allir séu fullir á barnum?
ég vildi að allt væri ævintýri...

gestabók

laugardagur

jæja!
eftir rúman klukkutíma verð ég í vinnunni. núna hins vegar sit ég á náttfötunum að drekka kaffi og reykja morgunretturnar í fleirtölu. ég er ekki hress og ég svaf mjög illa. ég hata að sofa illa, ekki bara af augljósum ástæðum heldur lifi ég í stöðugum ótta og sannfæringu um að ef það er eitthvað sem getur rænt mann vitinu þá er það svefnleysi. auk þess eyddi ég bróðurpartinum af nóttinni í kvíðakasti yfir framtíðinni. og ég er að fá unglingakýli undir nefið. örugglega af því að í gær tók ég smá stund til að baktala unglinga. the devil knows it´s true....
by!

gestabók

fimmtudagur

jeijj!
dásamlegur afmælisdagur í gær. mæli eindregið með því að allir fari á shanghæ og borði áður en húsið verður rifið af fasistunum. ódýrt og mjög gott. og darling bibbi gaf mér bleika lampann úr frú fiðrildi sem ég er búin að vera að bíða eftir í tvo mánuði og emily strange veski í afmælisgjöf. jess!

gestabók & afmælisóskalisti
1. bleikur mini i - pod
2. flugmiði til kaupmannahafnar
3. brjóstahaldarar
4. heimsfriður
5. ljósmyndabækur
6. síðan frottenáttslopp með hettu
7. föt úr marimekko
8. allt dótið sem ég er búin að taka frá í pennanum en hef aldrei efni á að kaupa

miðvikudagur

í dag á ég afmæli og ég er glöð. ég er 26 ára að ég held. gæti þó verið misskilningur. kannski er ég 27 eða kannski bara 15 ára. ég vona að allir eigi góðan dag í dag. fjær og nær. ég vil líka þakka hirti frjálsa og urði fyrir falleg orð til mín í tilefni dagsins.
see ya!

gestabók & afmælisóskalisti
1. bleikur mini i - pod
2. flugmiði til kaupmannahafnar
3. brjóstahaldarar
4. heimsfriður
5. emily strange veski
6. síðan frottenáttslopp með hettu
7. ljósmyndabækur
8. föt úr marimekko
9. allt dótið sem ég er búin að taka frá í pennanum en hef aldrei efni á að kaupa

þriðjudagur

eftir nokkrar klukkustundir verð ég 26 ára en ekki 27 eins og ég var sannfærð um í dálitla stund í dag. þ.e. þangað til að urður benti mér á staðreyndir málsins. þetta er eins og árið sem ég var 22 ára en hélt allan tímann að ég væri 21. ákaflega furðulegt sindróm og óútskýranlegt með öllu þar sem að það sveiflast í báðar áttir. ýmist of gömul eða of ung... ég vona heitt og innilega að afmælisdagurinn verði góður og það rigni ekki mikið. ef ykkur langar svo kannski í góðmennsku ykkar að óska mér til hamó með amó bendi ég á commentin þar sem að gestabókin er andsetinn af mjög klámfenginni julie xxx.
nágrannar mínir fara óstjórnlega í taugarnar á mér. reyndar ekki unglingarnir lengur. þau hafa að mestu haldið sig á mottunni síðan ég benti þeim góðlátlega á ónæðið sem þeim fylgdi. mér finnast unglingar sérstaklega leiðinlegt fólk. ég fyllist oft æluþörf þegar ég fylgist með þeim útundan mér. en svona var ég einu sinni. hávær með gorgeir. er það reyndar enn, en kannski á annan hátt. en þetta með nágrannana... jú, unglingarnir hafa hagað sér vel fyrir utan einstaka, það sem ég vil kalla "indie-outburst". þá hækkar skyndilega í græjunum þeirra, meira en góðu hófi gegnir og stelpukindin orgar og gargar. skil það ekki. hins vegar eru það kynvilltu nágrannakonurnar mínar sem eru að angra mig núna. ég nota hér kynvilltu í algjöru gamni enda er ég sjálf þekkt fyrir slíkan sóðaskap og mun væntanlega aldrei læknast. en þessar ágætu lesbíur reka gistiheimili í húsinu mínu. ekkert út á það að setja nema bara að mér finnst að þær mættu aðeins vanda sig betur í gestavalinu. það koma t.d. margir túristar og gista hér sem hafa keypt sér svona "dirty weekend" pakka. og nú er einn slíkur hópur hérna í húsinu. það er mikið ónæði í þeim öll kvöld og allar nætur. ég er viss um að þeir séu velskir. tali með ofboðslega óskiljanlegum hreim og gangi um allt nærbuxnalausir. andskotans viðbjóður. þeir virðast gera mikið af því að hlaupa um alla íbúðina öskrandi og hlæjandi. þetta eru kannski einhver velsk drykkjulæti. en þetta pirrar litla þjóðverjann mig undursamlega mikið. ég eyddi t.d. all löngum tíma á internetinu í dag í leit að einhverjum fjölbýlishúsalögum. ég sá fyrir mér einhverjar gloríur þar sem að ég myndi finna þessi fjölbýlishúsalög sem væru öll að sjálfsögðu eins og sköpuð fyrir mig. þá myndi ég prenta þau út, eitt á ensku fyrir gistihúsalesbíurnar til að hafa plastað á gistiheimilisborðinu fyrir gestina að lesa og FARA EFTIR. síðan færi ég sérstaklega ofan í stafina sem segðu fyrir um tímasetningar o.þ.h. með gulum yfirstrikunarpenna. að endingu léti ég þetta svo ofan í alla póstkassana heima og yrði titluð hetja. í fyrsta lagi fann ég engin fjölbýlishúsalög og í öðru lagi myndi ég örugglega ekki þora svona hernaði að fara að láta þetta ofan í póstkassana hjá öllum, hvað þá eftir að vera búin að krota í það með gulum penna. ég þori heldur ekki að banka hjá lebjunum, hef gert það einu sinni og finnst bara að þær ættu að hundskast til að gera eitthvað í málinu sjálfar. ohhhhhh.... ég heyri í þeim núna. ég gæti náttúrulega bara farið niður og lumbrað á þeim. djöfuls velsku graðhestar.
jæja, það stýrir nú ekki góðri lukku að vera að pirra sig svona rétt fyrir háttinn. hafið það gott elskurnar :*

gestabók & afmælisóskalisti
1. bleikur mini i - pod
2. flugmiði til kaupmannahafnar
3. brjóstahaldarar
4. heimsfriður
5. emily strange veski
6. síðan frottenáttslopp með hettu
7. föt úr marimekko
8. ljósmyndabækur
9. allt sem ég er búin að taka frá í pennanum en hef aldrei efni á að kaupa

komiði sæl,
það er óhjákvæmilegt en jafnframt mikið tilhlökkunarefni að á morgun á ég afmæli og verð að öllum líkindum 2og6 ára. ef ekki verði ég fyrir vörubíl í kvöld og dey.

áreiðanleg áhyggjuefni:

ég dett fram fyrir mig og næ ekki að bera fyrir mig hendur og lendi þar af leiðandi á andlitinu og brýt í mér allar tennurnar.

ég er að labba yfir miklubrautina og "out of nowhere" kemur 18 hjóla trukkur og keyrir á mig.

ég mun vera þunglynd að EILÍFU!

ég get ekki átt börn.

ég verð offitusjúklingur.

ég verð áfengissjúklingur.

ég mun aldrei geta verið allsber.

vinir mínir gefast upp á mér.

pabbi minn deyr og ég les um það í blaðinu af því að það gleymdist að láta mig vita.

ég vakna einn morguninn með blettaskalla.

vinir mínir gleyma afmælinu mínu.

það kviknar í og páka brennur inni.

o.s.frv........

áreiðanleg vonbrigði:

það er alltaf vont veður á afmælisdaginn minn.

ég á enga peninga (áreiðanlegustu vonbrigðin af öllum vonbrigðum).

hvaða hvaða. mér finnst mikilvægt að leggja áherslu á að ég ER og mun ALLTAF vera einstaklega dramantísk persóna í þessu lífsins leikriti. ég ýki allt með leikrænum tilburðum og er mjög kaldhæðin. hafið það bara á bakvið eyrað þegar þið veltið fyrir ykkur af hverju í ósköpunum þið elskið mig.
en jú, ég á afmæli á morgun og mér finnst það dásamlegt og í kvöld ætla ég að baka köku fyrir samstarfskonur mínar.
veriði bless... ef þið vaknið í nótt með andfælum kl. 5:41 þá er það af því að heimurinn er að hristast því þá verða akkúrat 26 ár síðan tinna fæddist.
see ya!

gestabók & afmælisóskalisti
1. bleikur mini i - pod
2. flugmiði til kaupmannahafnar
3. brjóstahaldarar
4. heimsfriður
5. emily strange veski
6. síðan frottenáttslopp með hettu

mánudagur

ég er eins og frankenstein. ég er góð og mig langar til að vera góð en ég get þeð ekki af því að allir halda að ég sé vond...

gestabók & afmælisóskalisti
1. bleikur mini i - pod
2. flugmiði til kaupmannahafnar
3. brjóstahaldarar
4. heimsfriður
5. emily strange veski
6. síðan frottenáttslopp með hettu

það er með eindæmum furðulegt hvaða álit fólk hefur á mér. það er nær undantekningarlaust tilvikið að ef ég er að segja fólki frá einhverjum vandræðum í einkalífi mínu gerir það alltaf fastlega ráð fyrir því að það sé bara af því að ég sé svo erfið. bara af því að manneskja er skapstór og segir skoðanir sínar þýðir það að sjálfsögðu að það sé ómögulegt fyrir hana að eiga eðlileg samskipti við aðrar mannverur á þessari jörð. djöfuls kjaftæði!
en hvað um það... ég hafði ekki nægilega mikinn kjark til að vera allsber í gær. ég ætla að gera aðra tilraun í kvöld.
faðir vor, þú sem ert ekki til, hjálpaðu mér að lifa þennan mánuð af ÁN peninga. ég fékk útborgað áðan og ég er að segja ykkur það, það verður ekkert eftir þegar ég er búin að borga reikningana. EKKERT! og ég sem ætlaði að reyna að halda upp á afmælið án þess að hafa bara vatn til að bjóða upp á.
fréttir herma að nú sé búið að þróa þunglyndisnefúða. það er dáldið spennandi. en nú er ég farin að hringja í gigtar - hjálparlínuna.
see ya!

gestabók & afmælisóskalisti
1. bleikur mini i - pod
2. flugmiði til kaupmannahafnar
3. brjóstahaldarar
4. heimsfriður
5. emily strange veski
6. síður frottenáttsloppur með hettu

sunnudagur

jæja! ég horfði loksins á the way we were... óskaplega falleg og dramatísk mynd. en furðulega klippt samt. það gerir líklega tíminn. ég var samt ekki alveg að skilja það að robert redford gæti ekki feðrað barnið sitt bara af því að hann og barbra streisand gengu ekki upp. en svona er nú það...
see ya!

gestabók & afmælisóskalisti
1. bleikur mini i - pod
2. flugmiði til kaupmannahafnar
3. brjóstahaldarar
4. heimsfriður
5. emily strange veski
6. síðan frottenáttslopp með hettu

ég get verið óttalegt fífl stundum. og ég tala stundum af mér, þó aðallega um sjálfa mig... og stundum hugsa ég aulalega og skrýtna hluti.
það var ágætt í vinnunni, fljótt að líða. komst samt ekki að neinni sérstakri niðurstöðu um trúmál. eyddi eiginlega mestum tíma í að hlaupa undan fortíðinni. ansans fortíð!
mikið er mazzy star góð hljómsveit...
skrýtið að lesa blogg hjá fólki sem einu sinni var vinir mínir. ennþá skrýtnara að lesa blogg hjá fólki sem ég þekki ekki neitt.
geðlæknirinn minn mælti með því að ég færi að ganga meira um nakin til að sigrast á nektarfóbíunni minni. örvæntið samt ekki, ég sit hér fullklædd að rita þessi orð... en núna er ég samt að mana mig upp í þetta. ótrúlegt að það þurfi. að mana mig til að vera á fæðingarfötunum. en það er samt hreint ekkert skrýtið því að í hvert skipti sem ég sé nakinn líkama minn, fyllist ég viðbjóði og fæ vélindabakflæði af æluþörf. eins og seinasta sumar. þá tókst mér, eftir nokkrar vikur að mana mig upp í að fara í sund með móu minni. ég var með kvíðahnút alla leiðina í sundið og fékk mér lokaðan klefa til að klæða mig úr fötunum. svo hljóp ég í sturtuna eins og ég ætti von á að verða lógað á leiðinni útaf viðbjóðinum sem ég væri að valda öllum. í sturtunni var allt morandi í berum rössum og konum sem mér fannst sérlega erfitt en ég kom mér þó í bolinn og út í laug. en þar við sat. ég færði mig ekki spönn frá rassi allan tímann heldur sat sem fastast þrátt fyrir ægilegan kulda og bláar varir. ég hef aldrei verið fegnari en þegar við ákváðum að fara uppúr. hvað er að mér eiginlega?

gestabók & afmælisóskalisti
1. bleikur mini i - pod
2. flugmiði til kaupmannahafnar
3. brjóstahaldarar
4. heimsfriður
5. emily strange veski

jæja tinna, hvernig fannst þér constantine?
mér fannst hún frábær og ég hélt augunum opnum allan tímann. mikið afrek fyrir mig. ég hef hug á að eignast hana þegar hún kemur út á dvd. svo góð fannst mér hún. ég nenni ekki að fara út í einhverja heimspekilega réttlætingu á þessari mynd eða af hverju mér finnst hún góð. mér bara finnst það! því ef ég tryði á eitthvað væri það eins og heimurinn er settur upp í constantine. fyrir utan sjáanlega djöflana. bara eins og í lord of the rings. svona held ég að þetta sé og hafi í raun og veru verið. og talandi um að trúa þá las ég ákaflega góða færslu hjá henni betu minni hérna í morgunsárið yfir rjúkandi morgunkaffinu og morgunrettunni. ég er að fara að vinna á eftir og þá ætla ég að brjóta heilann um trúmál og svo kannski skrifa þær niðurstöður í kvöld sem ég kemst að í dag. ef einhverjar þær verða. ég hef aldrei skilið trú. núna er það það eina sem ég veit. ég reyndi margoft að pína mig til að trúa á guð sem barn en komst mjög snemma að því að það hafði ekkert upp á sig. ég bað meira að segja við rúmgaflinn eins og einlægt barn guðs. en það bara er enginn guð. það er ekkert. það er enginn sem lætur sér annt um okkar velferð. við erum í skítnum sem við skitum sjálf og sama hvað við fáum mörg brunasár á hnén af teppunum sem við krjúpum á þegar við öskrum á guð að biðja hann um að sýna okkur réttu leiðina eða hjálpa okkur. hann er ekki að hlusta af því að hann er ekki til.
blex.

gestabók & afmælisóskalisti:
1. bleikur mini i - pod
2. flugmiði til kaupmannahafnar
3. brjóstahaldarar
4. heimsfriður
5. emily strange veski

laugardagur

jess!!! ég er að fara á constantine í bíói í kvöld! ég veit hún fær ekki góða dóma en fokk it! ég elska svona djöfla/hryllingsmyndir... ég veit samt að það er ávísun á hræðsluköst fyrir svefninn og upplýstar nætur. og nú verður bíóferðin enn áhrifameiri þar sem að ég mun sjá skýrt á tjaldið í fyrsta skipti í langan tíma með elsku brillunum mínum. úúúú... farin að horfa á star trek. see ya!

gestabók & afmælisóskalisti:
1. bleikur mini i - pod
2. flugmiði til danmerkur
3. brjóstahaldarar
4. heimsfriður
5. emily strange veski

ég er bara samblanda af einhverjum efnum en samt svo stórmerkileg... hmmm... það er laugrdagur og skyndilega næ ég internetinu heima hjá mér. hér sit ég í flónelnáttfötunum með kirsuberjamunstrinu og skítugt hár. ég nenni fáu enda hef ég allt hérna sem ég þarf: bibbert, seríós, internetið og sjónvarpið... og m.a.s. einn bjór í ísskápnum. ég ætla að taka fullkomna slökun í dag því í gær fékk ég svo kjarna hristandi og óttalegar fréttir að ég er enn að jafna mig. ég held ég megi ekki ræða þær og þær tengjast mér í raun ekki neitt. ég tók þetta bara óskaplega nærri mér, einum of kannski...
en nú á ég afmæli eftir 11 daga og ég hlakka ennþá óstjórnlega til. ég hlakka líka óstjórnlega til alþjóðlegu kvikmyndahátíðarinnar sem byrjar 7. apríl. ég get tæplega beðið og þetta eru myndirnar sem ég ætla pottþétt á en svo eru líka mikið fleiri sem mig langar til að sjá og það mun ég gera ef buddan leyfir. en þessar hafa núna yfirhöndina fjárhagslega séð:

Beyond the Sea
Don´t Move
Door in the Floor
Downfall
Garden State
I Heart Huckabees
Kinsey
Mean Creek
The Woodsman
Vanity Fair
Vera Drake

díses hvað ég hlakka til! farin í bað, see ya!

gestabók

föstudagur

hæ!
toblerone er hinn besti hádegismatur ef ekki á maður pening. yfirboðari minn var að koma frá útlöndum og þá er regla að koma með fríhafnarsælgæti handa vinnumaurunum. nammi namm. ég er samt orðin einhvern veginn dáldið æst af þessu súkkulaði, já!
í gær kíkti ég á barinn með mó(ð)u(r) og fleiri stúlkum. ég fékk mér einn á barnum og reykti talsvert með. það var indælt nema að ég varð tipsy. auðvitað. og svo barst talið að hegðun eiginmanna í verslunarleiðöngrum. það ku vera eðlilegt lögmál að mönnum leiðist óskaplega mikið þegar konur þeirra fara að versla, t.d. föt. ég er á móti þessu. ég er á móti því að fólk geti ekki farið saman að versla. aftur á móti gerði ég svo grein fyrir því einhverntímann í nótt, þó með seimingi, að þetta væri líklega rétt. það sem mér finnst bara svo leitt, hvað sem öllum staðreyndum líður, er að það sé alltaf að búa til þetta bil á milli karla og kvenna. eins og ég hef áður minnst á. "okkur stelpunum finnst bara svo gaman að skoða föt, og á meðan geta strákarnir farið og skoðað græjur..." jukk jukk jukkedí jukk!!!! konur vita ekkert um rafmagnstæki og karlar láta konurnar sínar kaupa fötin á sig. ojjbarasta! æjj æjj. mig vantar að þekkja fleiri sem hafa sömu skoðanir og ég. ég virðist alltaf vera á skjön við alla. ég hélt m.a.s. að þessar stelpur sem ég var að tala við um þetta í gær væru á sama máli og ég. svo að ég var fyrir talsverðu áfalli þegar ég komst að öðru. gott að það er föstudagur.
egill helgason virðist ekki hafa talið mig alvitskerta eins og ég hélt þegar ég ræddi um limlestingar á valdísi gunnarsdóttur fyrir að troða þessum ansans valentínusardegi upp á okkur við hann þarna um daginn. því hann nefndi þetta víst á heimasíðunni sinni. blessunarlega var ég ekki nefnd á nafn en hann minntist á þetta eins og að hann væri sammála mér. og það fyndna er að þeir sem þekkja mig hérna í vinnunni vissu strax að þetta hefði verið ég. hahahahahaha... orðljóta helíum krílið.
blex!

gestabók

fimmtudagur

ég er að borða kringlu og drekka jógúrt með ferskjum og múslí. ég á afmæli eftir 13 daga og er nú þegar búin að fá eina afmælisgjöf sem situr í þessum skrifuðu orðum á nefinu á mér. nei, það er ekki páfagaukur eða sniðug eðla. það eru gleraugu sem elskuleg móðir mín gaf mér því ég var hætt að þekkja fólk úti á götu. besta ráðið við því fannst mér, var að þykjast vera ofboðslega hugsi þegar ég var á gangi eftir götum bæjarins. þannig leit það betur út þegar ég gekk fram hjá einhverjum sem ég þekkti... en ekki eins og blindur vitfirringur sem ég er. en nú er allt skýrt og skítugra en það hefur verið seinustu árin.
ég er að fara á barinn í kveld með móu... ef maður bætir við það ð og r kemur út móður en það er einmitt það sem móa er þessa dagana og jafnframt næstu árin. en ég ætla þó ekki að missa af geðsýkinni á skjá einum, the swan. ef eitthvað er firring í þessari veröld fyrir utan mig og veruleikann, þá er það þessi þáttur, the swan. ég er samt ekkert sérstaklega hress í dag, ekki beint þunglynd en heldur ekkert mjög hress. kannski er ég búin að borða of mikið af súkkulaði... kannski er það af því að besta vinkona mín verður úti í útlöndum næstu 4 árin og hún er eina manneskjan sem skilur mig. kannski er það af því að ég hef ekki nennt að vaska upp í 2 vikur og það er eitthvert torkennilegt klístur á gólfinu hjá mér sem ég hef ekki eyrð í mér til að þrífa upp. kannski er það af því að ég er þreytt. kannski er það af því að ég er með nektar - og snertifóbíu. kannski er það af því að ég á aldrei peninga. kannski er það bara...

gestabók

miðvikudagur

yeap, that´s life... i guess it´s okay but it can be great with good music!

gestabók

góðan dag!
mikið skelfilega finnst mér barnaland.is viðbjóðslegt. ég er ekki að grínast með þetta, mér finnst það VIÐBJÓÐUR. hættir fólk virkilega að vera það sjálft af því að það eignast börn? byrjar það að búa til eitthvert gervi - sjálf sem það lætur "tala" á barnaland.is. svo ég tali nú ekki líka um dyraland.is. þar er sama ruglið í gangi. aulahrollur... BIG TIME! guð forði mér frá þessum örlögum ef ég eignast einhvern tímann erfingja. ég skoðaði síðan þessu margrómuðu síðu í gær, katrin.is. frá því að ég man eftir mér liggur við, eða allavega svona seinustu 4 eða 5 árin hef ég heyrt þessa bloggsíðu lofsungna til hægri og vinstri en aldrei skoðað hana sjálf af einhverjum ástæðum þangað til í gær. ég hef m.a.s. heyrt fólk kalla þessa katrínu "bloggdrottningu íslands". en enn og aftur ákalla ég guð í dag og ekki er ég trúuð, því GUÐ HJÁLPI MÉR! er þessi katrín fullorðin? allavega, who am i to judge? mér finnst bara að ég hafi lesið þúsund sinnum betri blogg og þroskaðaðri en hjá þessari katrínu og þess vegna skil ég ekki allveg að hún sé kölluð "bloggdrottning".
blex!

gestabók

þriðjudagur

síðan ég byrjaði á nýju lundarlyftunni hef ég verið svo logandi hrædd um að breytast í spikferlíki útaf þessum sömu lyfjum að ég er búin að þróa með með mér einskonar anorexíu. ég geri mér fulla grein fyrir þessu enda fullorðin kona en ég bara má ómögulega til þess hugsa að ég lendi í því eins og einu sinni þegar ég var á annari lundarlyftu og kílóin bættust á mig hvert af öðru sem gerði ekkert annað en að þyngja líka lund mína. úff sjitt, það eru bara 10 mínútur eftir af pásunni... ég er farin að skokka!

gestabók

ég held ég eigi afmæli eftir 15 daga... já, ég er nokkuð viss. mikið óskaplega hlakka til. já! ég er enn sjálfskipaður talsmaður þess að það sé í lagi að finnast æði að eiga afmæli og hlakka til þess mörgum mánuðum áður. ég er komin með plan fyrir afmælisdaginn... það er svona: vakna eftir að ég hef sofið út, þetta er á miðvikudegi sem þýðir að ég eigi að vinna en ég ætla samt að sofa út. þá reka þau mig bara. ég ætla jafnvel að fara í afmælissturtu og þegar ég stíg úr henni, glóðvolg og ilmandi verður kærastinn minn einmitt búinn að leggja á borðið glóðvolgt og ilmandi bakkelsi úr bakaríinu. en þar sem að ég hef ekki matarlyst fyrr en seinni part dags mun ég bara kyssa hann á nebbann og lofa honum að borða allt bakkelsið á meðan ég les hið fría fréttablað, drekk kaffi og reyki sígarettu. eftir að hafa gert mig undurfagra með glimmeri og allt fer ég í vinnuna í mínu fínasta pússi með súkkulaðiköku handa samstarfskonunum. á leiðinni í vinnuna vona ég að allir viti að ég eigi afmæli í dag. allan daginn í vinnunni segi ég öllum sem ég afgreiði að ég eigi afmæli og kannski eins og í fyrra kemur maður sem ég þekki ekki neitt með fullan poka af sælgæti handa mér. eftir vinnu fer ég á kaffihús með einhverjum sem mér þykir vænt um. og um kvöldið hef ég hugsað mér að fara út að borða á shanghæ með manninum mínum. ég ákvað á seinasta ári að þegar ég yrði 26 ára myndi ég fagna því á shanghæ. það fer þó allt eftir fjárhagnum eins og venjulega og allt annað. eftir matinn förum við svo kannski og fáum okkur bjór á einhverjum bar, kannski hitti ég vini mína þar. eða kannski tökum við bara vídjó og förum í sleik, hver veit... daginn eftir vakna ég blúsuð og byrja að hlakka til jólanna. helgina eftir held ég svo afmælispartý fyrir vini mína...
see ya!
ég er með kenningu um að fólk sem hefur unnið sem barnaskólakennarar í tugi ára, kannski 30 ár, fái einskonar "hörkusigg" á sálina.

gestabók

mánudagur

hæj!
nú er kvöld og ég er heima hjá bibberti. brátt mun þetta verða mitt heimili líka. jibbíííí! ég hlakka svo til. þá mun ég á hverjum degi geta lallað laugaveginn heim úr vinnu og svo skóla með haustinu. ég elska laugaveginn minn. en í þessum skrifuðu orðum er ég að dunda mér við að búa til væmna mix - diska fyrir hann gulla minn, gulli er besti minn... ætli hann sé í kertabaði þessa stundina? og ísold litlu líka. það er aldrei of snemmt að búa til mix - diska handa fólki. ég hafði þó hugsað mér að fara heim og horfa á survivor sem er að byrja í kvöld og klappa henni elsku páku minni. litla krílið, ég er að hugsa um að fá handa henni félaga. já..........
nýju gleraugun, sem verða til á morgun eru guðdómleg. ég fann þau á internetinu, www.girlprops.com. var ég búin að segja frá því? þau eru svört, svona 50´s kisugleraugu með semelíusteinum. ég hlakka bara mest til að sjá skýrt. ætli börnin okkar
bibberts muni ekki líka þurfa gleraugu...
tell me why i don´t like mondays...

gestabók

æj æj...
ég er full iðrunar og aulahrolls eftir þessa helgi, þá er ég helst að meina föstudagskvöldið. ég skammast mín svo fyrir drykkjulæti mín að ég mun ekki bragða á áfengi fyrr en í næsta mánuði. auk þess eru hné mín og læri gersanmlega undirlögð af marblettum og sárum eftir skrílslætin í mér og dansæðið sem á mig rann þarna á föstudagskvöldið. æ mig auma... ég kenni lundarlyftunni nýju um þennan óskunda! þú djöfuls seról! rotnaðu í herlvíti áður en þú mengar heila minn! úff, og það er ekki mönnum sæmandi hversu mikla kynferðislega tilburði ég sýni undir áhrifum áfengis.
svo fór ég til augnlæknis áðan. eftir u.þ.b. 2 daga mun ég sjá á ný sem heil kona. en ég er blessunarlega ekki með gláku eins og mig var farið að gruna.
see ya!

gestabók

þriðjudagur

hér er ástarljóð til kvenna af því að ég hef kysst þær fimm, sofið hjá þremur, elskað tvær og verið skotin í þeim öllum...


hún er fullkomin!
ávalar línurnar sem ég unni svo að strjúka
lítil brjóstin pössuðu fullkomlega í lófann á mér
ilmurinn af henni engum öðrum líkur
svo sætur og kitlandi
ég beit saman tönnunum svo ég biti ekki hana
alltaf dauft mintubragð af tungu hennar
og hljómþýð og falleg röddin söng í eyra mér
þó hún sé ekki hér núna
standi ekki fyrir framan mig
hugsa ég um hana oft á dag
ímynda mér að ég stingi tungunni í nafla hennar
ímynda mér að hún hugsi um mig


gestabók

mánudagur

já já...
helgin var góð, ég er ánægð. kærastinn fór til noregs á laugardagsmorgni og í stað þess að vera lasin eða illa haldin af þunglyndi sem leiddi til þess að undanfarnar helgar hef ég hangið í flónelnáttfötunum heima alla helgina uns ég hef þurft að mæta til vinnu næsta mánudag, klippti ég hár mitt og litaði, hringdi í uppáhalds gullann minn og skellti mér í kolaportið. það var fínt þó að ég hafi enn ákveðnar skoðanir á kolaportinu. ég velti því stundum fyrir mér hvort að fyrrum elskhugar lesi þetta blogg og strjúki sér andvarpandi um ennið af feginleik yfir því að ekki hafi orðið meira úr okkar ástum þar sem að ég er augljóslega meingölluð kona...

gestabók

föstudagur

jæja, hér er ég!
ég hef ekki verið með sjálfri mér undanfarið. mér finnst ég ganga um í leiðslu. mjög skrýtið að lundarlyftan geri manni þetta. það er eins og ég sé á mjög sterkum lyfjum útaf krabbameini sem geri mig bara veikari en hitt. ég á t.d. í afskaplega miklum erfiðleikum með að halda mér vakandi þegar ég kem heim úr vinnunni á daginn og get með engu móti vaknað á morgnana. ég ætla bara rétt að vona að eftir að hafa greitt þetta háa gjald verði ég alveg hoppandi hress og lífsglöð þegar djöfuls pillurnar byrja að virka og ég hætti að vera svona sybbin alltaf hreint. það ætti að koma með vorinu eins og allt annað.
mér er hreint ekkert um það gefið að setja upp einhverjar formúlur að konum og körlum. í mínum huga erum við eins að undanskildum líkams - uppsetningunni. okkar innri maður tengist því ekki hvort við séum karl - eða kvenkyns heldur hvernig uppeldi við fengum og hvaða mann við höfum að geyma. og hvað sterkju varðar eru konur allveg fullfærar um að lyfta þungum hlutum. jafnvel og karlar. ef við getum komið heilli manneskju út úr líkama okkar án þess að springa í því maraþoni, fætt þessa sömu manneskju á vítamínríkustu mjólk sem sögur fara af úr brjóstunum á okkur í hálft ár og jafnvel lengur svo að litla veran dafni nú sem best hljótum við að geta lyft nokkrum kössum. mér nefnilega gramdist alltaf óskaplega þegar að það var hér í pennanum ungur piltur að vinna í nokkra mánuði og í hvert skipti sem þurfti að lyfta nokkrum bókum, kassa eða snattast eitthvað annað smávægilegt var alltaf hóað í piltinn atarna. djöfulli varð ég alltaf reið og hljóp til hrópandi; ,,nei!!! ég skal gera það!". það jók bara á þá skoðun sem samstarfsmenn mínir hafa á mér er ég viss um, hver sem hún er.
see ya!

gestabók

þriðjudagur

happy birthday baby! dagurinn í dag er tileinkaður bibba sem á afmæli og er kærastinn minn.
ég segi líka til hamingju við mugison og rúnu með mugibaby sem kom í heiminn á laugardaginn... allt er svo gaman í dag, sérstaklega þegar ég þarf að skreyta búðina mína í tilefni af valentínusardegi. aaaarrrggggh! VALDÍS!!!! ég finn þig í fjöru!
see ya!
p.s. condoleezza rice talar vel um kristján jóhannsson á heimasíðu, sinni eða einhvers annars. líkur sækir líkan heim segi ég nú bara. viðbjóðslega og herskáa skuggabjalla og sveitalubbinn geta riðið hvort öðru!
takk og ble!

gestabók

föstudagur

jæja!
ég er mikið að velta því fyrir mér að verða full á morgun. ég hef ekki orðið full lengi og enn lengra er síðan ég fór út að skemmta mér. ástæður fyrir þessu eru nokkrar... ég er sérlega þunglynd á veturna og vill bara vera heima, ágætt er þá að vera full heima, geri það stundum. vinkonur mínar eru margar hverjar ófrískar eða nýbúnar að gjóta og vinir mínir, semsé piltarnir eru yndislegir og stórskemmtilegur félagsskapur nema hvað að þeir vilja aldrei fara á barinn fyrr en seint um nóttina, kannski 4 eða eitthvað og þá er ég annaðhvort orðin ofur - ölvi eða sybbin, eða kannski dauð. nú, ef við svo komumst á barinn fyrir sólarupprás fara þeir í það sem ég vil kalla "annarlegt gredduástand" og verða torkennilegir til augnanna og erfitt að ná til þeirra. æ dónt nó... ég á allavega þessa næstum fullu tekíla flösku og úr henni mun ég drekka hvernig sem það svo kann að enda. kannski fer ég í blakkát og ber loksins þessa unglinga nágranna mína eða enda ein á karókí bara að syngja "all by my self".
í þessum töluðu orðum eru píparar heima hjá mér. en ég er ekki þar. það finnst mér mjög óþæglegt. og ég veit ekki hvort er óþægilegra, að ég lét lesbíupar sem ég þekki lítið sem ekki neitt fá lyklana mína til að hleypa pípurunum inn í íbúðina mína eða þá að pípararnir sem ég rakst á í gær á ganginum heima voru með eitthvað brúnt í munnvikunum og sögðu "haaaaaa" við öllu sem ég sagði við þá. ætli þau séu öll í orgíu uppi í litla einbreiða rúminu mínu eða kannski eru pípararnir að rúnka sér yfir nærfötin mín. ó mæ god, nú þori ég ekki heim eftir vinnu...

gestabók

fimmtudagur

geðlæknadagur í dag. ég talaði um að ég héldi að ég hugsaði of mikið og tengdafjölskylduna mína sem ég er að mana mig upp í að mæta í sunnudagsmatinn til. fór til bryncíar í gær og káfaði á bumbunni á henni. krílið sem að ég held að sé drengur sparkaði í mig á móti. það fannst mér sérlega fallegt og merkilegt. skrýtið samt hvað ég er ekki að fá neitt bebífíver. finnst þetta sætt og allt það en er alveg róleg sjálf. eftir vinnu ætla ég að kíkja á kötu systur og eiga svo náðugt vídjókvöld heima við. hmmmmm... ég er að hugsa svo mikið. mig dreymir hverja einustu nótt að ég sé í stóru húsi með hópi af fólki og enda alltaf annað hvort svikin eða mjög hrædd.

gestabók

miðvikudagur

stundum þegar mér leiðist í vinnunni leik ég mér að því að kvelja sjálfa mig með því að ímynda mér að tíminn sé hættur að líða. það er sérstaklea áhrifamikið rétt eftir hádegismatinn þegar það eru meira en 4 klukkutímar eftir af vinnunni. þá ímynda ég mér þetta, að tíminn hætti að líða og finn hvernig ég fyllist áþreifanlegri angist. ég hugsa um þetta þangað til að angistin er orðin svo óbærileg að það ætlar mig að græta. þetta er dáldið skrýtið og ég veit ekki af hverju ég geri þetta en ykkur að segja þá veit ég ekkert verra en að ef tíminn hætti að líða. þá væri þessi stund alltaf sú ömurlegasta.
annars fór ég á sideways í gær með gullanum mínum. mmmmm..... gulli minn. og það er alveg hreint afbragðs mynd, ég á bara ekki til orð ég er svo yfir mig hrifin. og thomas haden church er nýji uppáhalds leikarinn minn. hann er ótrúlega góður leikari. hef samt séð hann áður og ekki þótt hann neitt merkilegur pési þá en þetta hlutverk fangaði gjörsamlega hans hæfileika. eins og þegar hann grætur á hótelherberginu. það er merkilegasti leikur sem ég hef á ævinni orðið vitni að. allavega einn af þeim. þetta er nú líka sami leikstjóri og að about schmidt sem er ein af uppáhalds myndunum mínum. andskotans segi ég, ANDSKOTANS! þetta var svo góð mynd.
see ya!

gestabók

þriðjudagur

æjj. mér er illt í olnboganum eftir að hafa talað of lengi í gsm símann við móður mína áðan. örugglega líka komin með heilaæxli. en nú er ekki tími til að vera svartsýnn, heldur tími til að gleðjast því áðan fór ég og talaði við háskólafólkið og þau eru svona sva fyrir mér að ég er barasta að fara að byrja í einskonar fornámi næsta haust í háskólanum. ég er auðvitað ekki að ætlast til að fljúga algjörlega frítt beint inn í ma námið. ég er bara óskaplega glöð að fá að taka nokkra grunnkúrsa svona uppí. mikið hlakka ég til. ef ég hefði ekki verið að rembast svona við að vera fullorðins í viðtalinu hefði ég skríkt og flissað af spenningi allan tímann. jeijjjjjj! ég hlakka svo til að byrja í skólanum!!!! ég ætla að fara í stúdentapólitíkina og skrifa áræðna pistla í stúdentablaðið um hana valdísi árans gunnarsdóttur.....
see ya!

gestabók

valdís gunnarsdóttir á ekki að vera gildur þegn í þjóðfélaginu. í morgun reyndi ég að fá egil helgason til að skrifa pistil um það hversu mikið úrhrak valdís gunnarsdóttir er fyrir að hafa innleitt þennan fjárans valentínusardag inn í landið. hann var sammála mér þegar ég kallaði valentínusardag tussu og sagði að hann væri viðbjóður. þ.a.l. fannst mér að hann ætti að skrifa um þetta eða tala um í kastljósi fyrst hann fær alltaf að lesa dv, annar viðbjóður, frítt hjá mér á hverjum morgni. ég sagði agli helgasyni að ég ætlaði sjálf að skrifa um þennann andskotans gervi - dag í velvakanda en fólk myndi samt frekar hlusta á hann heldur en skrækraddaða bókabúðarstelpu sem þarf að þola það að fólk fætt 1986 heldur að það sé eldri en hún. þá hló egill helgason bara vandræðalega og bakkaði út úr búðinni. ég veit ekki hvað það merkir.

gestabók

mánudagur

ég er að borða saltstangir sem ég fann inni í skáp í vinnunni. ég er að deyja úr hungri og ég á enga peninga. og nú fæ ég bara of háan blóðþrýsting. og mig langar heim að lúlla því lundarlyftan gerir mig svo þreytta. aukaverkanirnar semsé ekki hættar. en ég er að fara að skoða litla krúttið hana ísold eftir vinnu í dag, fallegasta barn sem ég hef séð og geri aðrir betur. fyrir utan sjarmörana sem ég og hr. tinna munum geta í heiminn.
í vinnuna mína koma margir skrýtnir. en mér ber sérstaklega að nefna eina konu og það er að hún er sú eina sem fer virkilega í taugarnar á mér. meira en gömlu kallarnir sem strjúka á mér hendurnar og segjast vilja taka mig með sér heim og meira en tannlausi siggi sem segir að ég sé yndisleg og vill að ég hafi símann hjá sér svo ég geti hringt ef ég og hr. tinna hættum saman. ég ÞOLI þessa konu EKKI. ég held að hún sé ástfangin af mér því stundum stendur hún tímunum saman eða labbar fram og til baka fyrir framan borðið hjá mér að reyna að meika ækontakt. og ef mér verður svo á að horfa í augun á henni heilsar hún og reynir að tala og tala við mig. og hún er ofboðslega andfúl í þokkabót. aaagggggghhhh! kaffið búið.

gestabók

hæj!
jæja, ég er ánægð. ég er hætt að fá aukaverkanir af þessum "moodelevator" sem ég var að byrja á. var veik mestan hluta af allri seinustu viku útaf þessum andskota. nú er bara að bíða fram í apríl, já! fokkíng apríl til að sjá hvort að þetta hjálpi mér eitthvað. ég verð orðin 26 ára þá. en það eru 44 dagar í afmælið mitt og ég fer óðum að tína saman afmælisóskalistann fyrir þá sem hafa áhuga á að gefa mér gjafir. ég veit samt ekki hvort ég eigi að halda upp á þessi tímamót. fyrir það fyrsta þá bý ég núna í 30 fermetra íbúð sem er í þokkabót undir súð svo að það eru svona u.þ.b. 15 fermetrar sem hægt er að standa uppréttur á. þar með talið svefnherbergið og salernið. "veriði hjartanlega velkomin í afmælið mitt kæru vinir. og já, það eru enn nokkur laus sæti inni á klósetti". hálf leimó eitthvað. annars gæti ég líka fengið hr. tinna til að leyfa mér að halda upp á herlegheitin í sinni fallegu og bráðum tilbúnu íbúð. mmmmmm.... en hvað ég hlakka til að flytja þangað inn. en afmælið yrði samt aldrei drykkjupartý heldur notalegt kaffiboð. því ekki má ég drekka á þessari "lundarlyftu", a.m.k. ekki fyrst um sinn...
see ya!


gestabók

föstudagur

i don´t pop my cork for every guy i meet...
svakalega get ég orðið einbeitt í því að betrumbæta lúkkið á blogginu mínu. vonandi að ég taki eitthvað af þessari einbeitni með mér í skólann næsta haust. því jú, viti menn! ég er á leiðinni í mastersnám í bókmenntafræði og takk fyrir takk! dáldið fullorðins finnst ykkur ekki?

gestabók

miðvikudagur

góðan dag!
nú hef ég tekið ákvörðun um að bregða mér út fyrir landsteinana um páskana. nánar tiltekið ætla ég að heimsækja hana birtu mína. ég þarf að sjálfsögðu að safna duglega fyrir fargjaldinu og kannski meira til svo að maður geti nú eitthvað fallegt keypt sér í kóngsins köbenhavn. þess vegna verður tilvalið fyrir mig að óska mér peningagjafa í afmælisgjöf svo ég komist út... ég vona að mamma lesi þetta. ég var seinst í kaupmannahöfn í angistarkasti og þó ég sé oftast nær í angistarkasti var þetta öllu leiðinlegra þannig kast. ég bjó þar þegar ég var viss um að ég væri lesbía með fyrrverandi kærustunni minni. ég mæli ekki með því, sérstaklega ekki eftir að þú kemst að því að fyrrverandi kærastan hélt fram hjá þér, með strák... jæja og hvað um það, þetta er í fortíðinni. ég vona bara að ég fái ég flashback þegar ég kem út eins og fólk sem hefur tekið LSD. framhjáhöld og LSD neysla eru keimlík því bæði draga dilk á eftir sér.

gestabók

mánudagur

og svo ætla ég líka aðeins að monta mig... eins og margir vita stefni ég einatt að forsetaframboði þegar ég næ gildum aldri til að bjóða mig fram, eftir ca. 5 ár. þess vegna hef ég gert það að persónulegu markmiði mínu að vingast við ólaf ragnar til að hafa af honum einhverjar góðar brellur upp á framtíðina. en því er nú ver og miður að ég og óli erum sjaldnast á sama stað. hann fer t.d. aldrei á sirkus og hangir lítið heima hjá mér þar sem að ég eyði flestum mínum frístundum. og aldrei kemur hann í bókabúðina mína því hann sendir alltaf bílstjórann sinn hann ragga. en þar sem að ég dey ekki kona ráðalaus brá ég bara á það næstbesta og vingaðist all svakalega við hann ragga. nú er það orðið svo að raggi kemur stundum hingað í búðina bara til að heimsækja mig þegar hann hefur tíma til að drepa ef ólafur er kannski á fundi eða eitthvað að snattast með henni dorrit. ég segi honum grínsögur og reyni að draga upp úr honum leyndarmál sem mér tekst aldrei en það breytir svosum litlu því það er alveg eins gott að vingast við hann núna ef blessaður maðurinn þarf eftir nokkur ár að vera að skutlast með mig fram og til baka í smáralindina. ég ætla ekki að byrja að versla í sævari karli bara af því að ég verð forseti. ég held tryggð við topshop.
en viti menn og þar sannast að aldrei að segja aldrei er rétt því hann ólafur kom í búðina í seinustu viku. ég hvítnaði og blánaði á víxl og kom ekki upp orði. ekki einu sinni til að segja honum að ég ætlaði að hafa af honum starfið. ólafur fór að skoða bækur og eftir smá stund kom raggi inn á eftir, búin að vera að reyna að finna stæði og forðast stöðumælaverði. og hann sagðist bara hafa þurft að koma inn til að óska mér gleðilegs nýs árs og til að segja mér að nærvera mín í búðinni væri ómetanleg. þetta bros mitt bókstaflega lýsti upp allt og svo tók hann í höndina á mér og hvarf á braut. ég er ekki að ljúga ef þið haldið það, ekki einu sinni að ýkja. og þó að þetta hafi ekki komið frá ólafi sjálfum þá hef ég sjaldan fengið jafn gott hrós.
see ya!


gestabók

hæ og afsakið. ég missti aðeins stjórn á skapi mínu í gær eftir donnie darko en ég er sko með fyrirtíðarspennu. ég er viss um að ég hefi áður sagt ykkur hryllingssögur af þeirri helvísku viku sem fyrirtíðarspennan stendur að jafnaði yfir í.
annars ætla ég að tileinka þetta skapbetra blogg stóru systur sem átti afmæli á föstudaginn. ég læt mér það nægja að segja hana stóra því fyrir ári gerði ég henni þann grikk að segja hvað hún væri gömul. og mér skilst að konur séu viðkvæmar fyrir aldri sínum. ég er ekki viðkvæm fyrir aldri mínum á þann hátt sem eðlilegur þykir heldur fer það afskaplega í taugarnar á mér að enginn trúir að ég sé 25 ára. það halda allir að ég sé 17 ára og tala þannig við mig. meira að segja fólk sem veit hvað ég er gömul. furðulegt!
og brad og jen bara skilin! þar fer allt það góða sem ég áður trúði á í vaskinn.
á föstudaginn fór ég í matarboð og á laugardaginn fór ég í brúðkaup. systir mr. tinna var að gifta sig. mér finnast brúðkaup ómótstæðilega heillandi og dreymir mig sjálfa langa dagdrauma um það þegar ég verð svo heppin að ganga niður kirkjugólfið hönd í hönd við skotapils-klæddan stjúpföður minn, vonandi í áttina að mr. tinna. og ég viðurkenni að í kirkjunni fékk ég kökk í hálsinn og tár í augun sem ég náði þó harneskjulega að láta ekki skemma meiköppið. mig langar óskaplega mikið til að líf mitt fari að gera eitthvað skemmtilegt fyrir mig. og mér finnst ég pínulítið vera að hellast úr einhveri sjálfskaparlest. ég öfunda alla sem eru að gifta sig og eignast börn, á góðan hátt samt. ég gnýsti ekki tönnum af öfund heldur samgleðst af öfund. bara lítil öfund eftir því að vilja vera komin á þennan stað. ég t.d. trúi því að þrátt fyrir glopótt uppeldi mitt og furðulega foreldra verði ég fær um að vera mjög góð móðir og ástrík. þar sem að ég fylltist vanmætti og vonleysi yfir aðstæðunum á laugardag, þetta með lestina og það allt ákvað ég að bregða fæti fyrir mr. tinna og leggja undir hann smá próf. sem hann vissi samt ekki að væri próf. ekki dæma mig og ekki segja. þetta var í þágu okkar beggja. ég sagði honum semsé á laugardeginum eftir brúðkaupið að ég myndi aldrei vilja giftast. ég sá að það kom á piltinn en hann sagði samt ekki orð. svo í gærkveldi þegar við vorum að taka á okkur náðir og ræða málin eins og við gerum oft og er ástæðan fyrir baugum mínum og morgungremju spurði litla skinnið mig hvort ég væri alveg viss. ,,villtu aldreiiii giftast?" ég hugsaði inn í mér; ,,jesssss!!! :D" en sagði; ´,, jú elskan mín, auðvitað, en bara þér".
see ya!

gestabók

sunnudagur

ókei! ég horfði loksins á þessa fjárans donnie darko og nú er ég í ótrúlega vondu skapi því ég botna ekki neitt í neinu. ég hata svona tímarugls myndir eins og donnie darko og memento. fólki finnst þetta bara skemmtilegt af því að þær eru svo hipp og kúl. ég skil ekki.... það hefði semsé ekkert slæmt gerst ef hannn hefði dáið? hefði þá stelpan sem hann var skotinn í ekki átt vondan stjúppabba og hvaðan koma þetta flugvéladrasl? var það úr flugvélinni sem mamman og litla stelpan voru í? og ef svo er hvernig gæti það verið þegar sú flugvél hrapar ekki fyrr en þremur vikum eftir að hann donnie deyr af því að eitthvað flugvéladrasl datt á hann. ég þoli þetta ekki.

gestabók

þriðjudagur

já, eitthvað fannst mér sniðugt að fara að atast í útlitinu á blogginu mínu en ég uppskar ekkert þar. nú sakna ég hins gamla alveg óskaplega mikið því ég er svo vanaföst og alveg að fá kvef finnst mér. æjj æjj, ansans...

gestabók

uss! það er komið annað barn. það kom í gær og er drengur. hvað er það núna? 4 down, 7 to go...
maðurinn minn vill taka jólatréið okkar niður. ég er að hugsa um að reyna að hafa áhrif á þá ákvörðun. voru ekki jólin nógu stutt?

gestabók

mánudagur

ég á afmæli eftir 64 daga og mér finnst dónalegt þegar að fólk sem maður gaf jólagjöf þakkar ekki fyrir sig. sérstaklega þegar það býr í útlöndum og maður fékk ekki jólagjöf á móti... fucker! (það er nýja orðið mitt, fucker!!!!)

gestabók

heil og sæl!
fædd er lítil ísold thoroddsen! hún kom í heiminn í gær kl. 22:15 og skilst mér að allt hafi gengið vel og að öllum heilsist vel. þess vegna er þetta blogg og veröldin öll í dag tileinkuð þeim litla kút. jibbí!!!! mikið hlakka ég til að handleika krílið. en þessi atburður beinir að sjálfsögðu barneignarspjótum að mér og hr. tinna. en mig langar ekki mikið til að eiga barn, neibb! hreint ekki neitt mikið, ekki í dag, onei onei onei! en í dag heyrði ég af annari ófrískri kvensu. það gerir 11. 3 eru búnar að eiga, seinast í gær. ein er á fæðingardeildinni og nota bene þá er það ekki móa heldur önnur vinkona mín. þetta er einfaldlega aðför að mér frá cosmo og almættinu.
blex.
p.s. jeijj! nú á ég bráðum afmæli!

gestabók

sunnudagur

hæ og happy fucking new year!
þá er það komið og allt á hvolfi. á ekki nýja árið að vera eins og hreinn skjöldur? eða hefði ég kannski átt að eyða öllu 2004 í að leiðrétta allt svo að 2005 gæti byrjað eins og hreinn skjöldur, hvítur strigi. ég er að velta því fyrir mér hverju ég sjái eftir á árinu. það er kannki bara einn hlutur og ég get ekki nefnt hann því það gæti sært einhvern. það er held ég afar vel sloppið ef þessi eini og ónefnanlegi hlutur er það eina sem ég sé eftir. og hvernig get ég hugsað um eftirsjá þegar móan mín liggur í þessum skrifuðu orðum á fæðingardeildinn að remba út sér heilu nýju barni? ég tárast bara við tilhugsunina, bæði af því að það er svo fallegt og líka af því að veröldin virðist svo hrikaleg þessa dagana. hamfarir og stríð. ég vil og ætla samt frekar að gleðjast. og talandi um grát þá er ég farin að hafa miklar áhyggjur af meyrleika mínum sem er að ryðja sér til rúms í þegar bjagaðri sál minni. ég er byrjuð að skæla yfir öllu, ég skæli í alvöru bókstaflega yfir öllu. auglýsingum, tónlistarmyndböndum, kvikmyndum, fréttum, barnsburði, kisu úti á götu og öllu öðru. ef ég lít á þetta jákvæðum augum er ég kannski bara að mynda betri tengsl við tilfinningar mínar en kommon samt! er bara um að ræða hæl eða hnakka í þessum málum? ég t.d. grenjaði ekki yfir titanic á sínum tíma í bíói og skilst ég hafi verið ein af 5. allt í kringum mig grétu allir, konur, menn og börn. kannski væri gott próf að taka titanic á vídjóleigunni og sjá hvað gerist... en ég verð að hafa þetta stutt. see ya!

gestabók

mánudagur

halló þá og gleðilega hátíð. ég er vitaskuld í vinnunni, ojj bjakk en við þurftum ekki að mæta fyrr en kl. 10 svo það var þolanlegt að vakna hefði ég haldið. en viti menn, hið óhugsanlega gerðist og ég svaf yfir mig. það er einsdæmi og gerist bara á 5 ára fresti. ég vaknaði ekki fyrr en hálf 11, þá búin að sofa í rúma 10 tíma takk fyrir takk. ég kenni alfarið ofáti á konfekti og kéti og ofnotkun á flónelnáttfötum um. en ég er hress í dag, í frekar góðu skapi bara og þetta eru jólagjafirnar sem ég fékk:
1. bleika tölvutösku með hvítum doppum og 6. seríu af sex and the city frá hr. tinna. jeijjjjj! (af óskalista)
2. ofurdollu af makintos konfekti, náttföt með englamynstri og pening frá ma & pa.
3. 1001 movies you must see before you die. jeijjjjj! frá kötu systur og ástþóri. (af óskalista)
4. hunangslíkamssápu og kisusvuntuna. jeiiiijjjj! frá ástþóri litla erni sæta frænda, svanhildi og sigurði. (af óskalista)
5. popppunktsspilið frá platónsku elskhugunum mínum, gulla, þorra og þrándi. spilaði það á jóladag og finnst frábært, sérstaklega þegar ég rústaði hr. tinna í því.
6. 50´s öskubakka frá þrándi.
7. ríðið okkur frá hulla. special edition, innbundna með rauðu teipi. special for a special lady.
8. gult gums til að setja ofan á pönnsur og skötuselsuppskrift frá þuru. er sérstaklega spennt að baka pönnsur og smakka þær með gula gumsinu sem smakkast andskoti vel eitt og sér.
9. jólaskraut frá tengdó.
10. nælu frá urði.
11. óskaplega fallega expressóbolla með maríubjöllu á frá halldóru. því miður tókst páku-skinni að brjóta einn í ballettlegum brussugangi.
12. spiderman pakka með báðum spiderman myndunum og fullt af aukaefni á dvd frá birtu ljósi.
13. kirsuberjasokka og fiðrildaeyrnalokka frá arnari mása og móu svilu.
14. yndislega fallegt bleikt skartgripaskrín frá bryncí.
15. og svo má að sjálfsögðu ekki gleyma 7500 kr. inneigninni í kringlunni sem kæri hr. dungal gaf mér. ég fer beinustu leið upp í kringlu á fimmtudag og eyði því.

ummmm.... ég held þetta sé komið, ég vona að ég sé ekki að gleyma neinu. ég er ótrúlega glöð og vona að ég hafi glatt einhvern. það kom sér augljóslega vel að hafa óskalista. hafið það gott!

p.s. ef einhver keypti bleikan 50´s lampa í frú fiðrildi, vinsamlegast skilið honum þá því ég hafði hug á að festa kaup í honum fyrir jólaaurinn. takk og by.
gestabók

miðvikudagur

jæj... góðan dag. ég var í angist í gær og afskaplega ástleitin við nýju tölvuna mína. þar af leiðandi fór ég seint að sofa og þar af leiðandi er ég úrill og með skítugt hár í dag. eini gallinn við að vera ástfanginn er að maður þarf og vill oft gista með ástinni sinni. og þá einmitt fer maður líka oft seint að sofa. ég hef undanfarið eytt nóttum mínum hjá hr. tinnu því hann sá sér ekki fært um að þrífa heima hjá sér öðruvísi en það sé í beinni útsendingu fyrir framan alþjóð og því þarf hann að sinna því á síðkvöldum svo ekki verði áhangendurnir fyrir vonbrigðum. mér finnst það gaman. ég er svo óskaplega skotin í honum og hann er besti vinur minn líka þannig að ég er engu að tapa nema.... ég fer seint að sofa, er með skítugt hár, alltaf í sömu fötunum og allt draslið sem pjattrófan ég þarf á degi hverjum í poka. ofan í þennan poka hefur svo bæst við heil tölva. og ég get ekki sinnt heimilistörfunum og þess vegna eru risastórar rykrottur á gólfinu heima, súr tuska og hálfþornaður þvottur í þvottavélinni. það er samt eitthvað svo rómantískt við þetta allt saman... ég ætla samt að taka málið föstum tökum í dag og halda til heima fyrir í kvöld. baða líkamann og hengja upp þvottinn...
eruði búin að kíkja á sýninguna mína og okkar í illgresi? opnunin var seinasta laugardag og mætingin olli mér ekki vonbrigðum. það sem olli mér hins vegar vonbrigðum var áhugaleysi og framtaksleysi nokkurra illgresja auk þess sem mér finnst ég ekki hafa fengið nægilegt kredit fyrir þessa sýningu ef ég á að vera fullkomlega hreinskilin og egósentrísk. en það er víst við slæma fréttamennsku að sakast þar...
see ya!

gestabók & jólaóskalisti 2004

1. sex & the city, 6. sería á dvd
2. jóganámskeið
3. flíspeysa, bleik eða svört
4. diktafónn
5. fartölvutaska, stelpulega fyrir 12" tölvu
6. sex & the city bókin
7. bókin um ólöfu eskimóa
8. andy warhol skissubókin í pennanum
9. ljósmyndabókin untamed eftir steve bloom
10. emily strange peningaveski úr dogma
11. reykelsi úr exodus
12. lækningu við sóríasis
13. fer?ðageislaspilara með hristivörn og góð heyrnatól
14. kreprúmföt
15. fótsíðan frottenáttslopp með hettu
16. kisu pipar og saltkvarnirnar úr pipar og salt
17. kisusvuntuna úr pipar og salt
18. ljósmyndabókin portraits eftir helmut newton
19. bókin 1001 movies you must see before you die


fimmtudagur

... og mamma er líka formlega farin að ofsækja mig... grín mamma!!!! ég var að hlusta á útvarpið um daginn og þá var eins og svo oft áður verið að tala um eitthvað sem ég skildi ekki. t.d. var til umræðu þetta skiptið, útsvarsskattur... hvað er það??? það er dulítið niðurlægjandi að vita ekki hvað þetta er eða þýðir sérstaklega þar sem að stúlkan sem stýrir nú kastljósi er jafngömul og ég og hún veit örugglega hvað útsvarsskattur er...

gestabók & jólaóskalisti 2004

1. sex & the city, 6. sería á dvd
2. jóganámskeið
3. kirsuberjaregnhlífin í tösku - og hanskabúðinni
4. ilmvatnið mania frá armani
5. fartölvutaska, stelpulega fyrir 12" tölvu
6. sex & the city bókin
7. bókin um ólöfu eskimóa
8. andy warhol skissubókin í pennanum
9. ljósmyndabókin untamed eftir steve bloom
10. emily strange peningaveski úr dogma
11. reykelsi úr exodus
12. lækningu við sóríasis
13. ferðageislaspilara með hristiv?rn og góðum heyrnatólum
14. kreprúmföt
15. fótsíðan frottenáttslopp með hettu
16. kisu pipar og saltkvarnirnar úr pipar og salt
17. kisu svuntuna úr pipar og salt


halló!
móðir vor er semsé búin að uppgötva veraldarvefinn og því vissara að fara að passa orðaflauminn. en fokk it! ég get ekki verið öðruvísi en ég er... nú er ég að borða langloku og gæla við hugmyndina þegar líf mitt verður aftur rólegt. u.þ.b. næsta mánudag... en seinasta þriðjudag festi ég kaup í einni lítilli, hvítri og sætri ibook tölvu. gaman að vera orðin ein af þeim sem eiga fartölvu. nú er bara ein nefaðgerð eftir og ég get farið að hanga á pravda. ég skil samt ekkert í tölvunni því ég kann bara á itunes og lítið annað. þess vegna þarf ég að brjóta odd af oflæti mínu og valsa niður í apple búð og biðja um hjálp. maðurinn sem seldi mér tölvuna sagði: "þú setur bara diskinn í og þá er þetta tilbúið, ekkert mál!" whaaaaaat!!!! það er víst mál. ég er viss um að ég sé búin að klúðra einhverju því ég les ekki leiðarvísa.... gotta go. konan sem leysir mig af er ekki hress í dag og ég vil ekki vera of sein. sjáumst í kaffinu.

gestabók & jólaóskalisti 2004

1. sex & the city, 6. sería á dvd
2. jóganámskeið
3. kirsuberjaregnhlífin í tösku - og hanskabúðinni
4. ilmvatnið mania frá armani
5. fartölvutaska, stelpulega fyrir 12" tölvu
6. sex & the city bókin
7. bókin um ólöfu eskimóa
8. andy warhol skissubókin í pennanum
9. ljósmyndabókin untamed eftir steve bloom
10. emily strange peningaveski úr dogma
11. reykelsi úr exodus
12. lækningu við sóríasis
13. ferðageislaspilara með hristivörn og góð heyrnatól
14. kreprúmföt
15. fótsíðan frottenáttslopp með hettu
16. kisu pipar og saltkvarnirnar úr pipar og salt
17. kisu svuntuna úr pipar og salt


þriðjudagur

jæja. þetta er orðið aðeins betra. afsakið skapgerðarbrestina á föstudainn. málið er bara að ég þoli ekkert. ef ég er búin að eyða einum degi í að vera stressuð og kvíðin, þarf ég allavega eina kvöldstund í einveru og símaleysi. þannig er ég bara. ég er 25 ára líkami með anda 93 ára gamallar konu. það hljómar betur ef ég set þetta bara á reikninginn "að vera með gamla sál". nema hvað að seinustu daga, jafnvel vikur er búið að vera alltof mikill órói fyrir minn smekk. og auk þess líður mér verulega illa í vinnunni og langar mest til að hverfa úr starfi eða kannski hrinda einni manneskju niður stiga... síðan er það þessi sýning og opnunin er næsta laugardag bara svo þið vitið. nánar um það síðar. en mér finnst bara þessi illgresis hópur ekki vera nógu heilsteyptur og nokkrir mættu leggja sig betur fram. en svo má maður aldrei segja neitt. það kæfist í fjöldanum á íslandi að vera stundvís og ef þess sjást hin minnstu merki að maður vilji gera hlutina á réttum tíma er maður talinn óeðlilegur. ég er orðin þreytt á því... mig langar heim og undir sæng.

gestabók & jólaóskalisti 2004

1. sex & the city, 6. sería á dvd
2. jóganámskeið
3. kirsuberjaregnhlífin í tösku - og hanskabúðinni
4. ilmvatnið mania frá armani
5. fartölvutaska, stelpulega fyrir 12" tölvu
6. sex & the city bókin
7. bókin um ólöfu eskimóa
8. andy warhol skissubókin í pennanum
9. ljósmyndabókin untamed eftir steve bloom
10. emily strange peningaveski úr dogma
11. reykelsi úr exodus


föstudagur

viðbjóðslegur dagur og ég er í hrikalega vondu skapi. það eru jarðskjálftar inni í mér. ég vill að sjálfsögðu þakka helvísku túristunum sem gista á gistiheimilinu sem starfrækt er í sama húsi og ég bý í fyrir að halda viðbjóðslegt og hávært partý til 3:30 í nótt. djöfulsins andkotans fífl. ef þetta gerist aftur í kvöld hringi ég á lögregluna. nema hvað að ég er fullviss um að lögreglan myndi aldrei svara kalli mínu af því að ég tala eins og 5 ára barn. því eru miklar líkur á því að andskotans viðbjóðs djammglöðu túristarnir sem örugglega keyptu eitthvert pakkatilboð til íslands undir nafninu a dirty weekend in iceland munu berja mig og drepa í nótt þegar ég fer ævareið og banka á dyrnar hjá þeim og bið þá að lækka. þegar ég svo hringi á lögguna munu þeir ekki trúa mér af því að ég tala eins og andrés önd á helíumi. og túristarnir halda áfram að döðlast á helvísku íslensku hórunum sem mega muna fífil sinn fegri eins og konan á síðunni hjá betu. fukc it og fuck them all!
og svo til að bæta gráu ofan á svart asnaðist ég til að vera módel á ljósmynd fyrir auglýsingu sem verið var að gera fyrir pennann. ég fylltist bara í augnablik af drambi og fannst ég vera merkileg og sæt og þess vegna sagði ég já. nema hvað að mitt í öllu man ég að ég myndast ekki vel, reyndar er það bara afsökun fyrir afmynduðu greppitrýninu mínu. og nú er búið að hengja þennan óhróður upp í öllum mál & menningar og pennabúðunum. mannhæðarhátt og viðbjóðslegt. mér verður örugglega lógað í næsta húsasundi. og það sem gerir þetta líka enn meira niðurlægjandi er smánarlega upphæðin sem ég fékk fyrir þetta. það er alltaf verið að niðurlægja mig. fólki liði held ég best ef ég færi um allt allsber, skríðandi á 4 fótum með múl í kjaftinum. miðað við hvernig ekkert af fólkinu sem vinnur með mér og er komið yfir 35 ára hlustar á mig. gargar á mig skipanir, forðast augnsamband þegar ég vil konfront og segir mig sjálfselska af því að ég vill standa mig vel í tónlistarumsjóninni. og hvar ætli að launahækkunin sé svo sem mér var heitið gengi allt vel. auðvitað mér tilkynnt eins og mongólíta sem gerir lítið annað en að stinga fingri upp í rassgat. ég hata allt og alla í dag.

gestabók og jólaóskalisti 2004:

1. sex & the city, 6. sería á dvd
2. kirsuberjaregnhlífin úr töskuku-og hanskabúðinn á skólavörðustíg
3. ilmvatnið mania frá armani
4. fartölvutaska
5. sex & the city bókin
6. bókina um ólöfu eskimóa
7. andy warhol skissubókina
8. ljósmyndabókina untamed eftir steve bloom
9. emily strange peningaveski úr dogma
10. öll góðu reykelsin úr exodus
11. jóganámskeið



fimmtudagur

ef ég kann ennþá að telja eru 44 dagar til jóla í dag og mig kitlar í mallann. skjár einn ákvað að leggja mig ekki í einelti í gær eins og þessi bévítans stöð hefur að undanförnu gert við mig og þungaða svil/vinkonu mína. þá hefur stöðin sér til gaman endursýnt þætti sem ég hef beðið eftir í viku, slefandi af tilhlökkun. það er ljótt að níðast á fólki sem skipuleggur líf sitt eftir sjónvarpinu. hvort sem er þungað eður ei.
ég þarf núna að nota restina af matnum til að skrifa þjónustufulltrúanum mínum aumkunnarvert bréf.
lifið heil!

gestab?ók og j?óla?óskalisti 2004:

1. sex & the city, 6. sería á dvd
2. kirsuberjaregnhlífin í t?ösku-og hanskab??úðinni á sk?ólav?ör?ðustíg
3. ilmvatni?ð mania frá armani
4. brj?óstaminnkun og nefa?ðger?ð
5. fart?ölva, ibook me?ð 12" skjá
6. sex & the city bókin
7. b?ókina um ?ól?öfu eskim?óa
8. andy warhol skissub?ókina
9. ljósmyndabókina untamed eftir steve bloom


þriðjudagur

en út frá því að geðlæknirinn minn sagði að ég væri á svona góðu róli fór ég að velta því fyrir mér hvers vegna að það væri. eins og þið lásuð í gær er það ekki útaf lyfjum og suuuuureeee, ég og mr. tinna erum reunited and i´m sooooo in luuuuuuuv, en það er samt eitthvað annað líka. og þarna í rökkrinu heima hjá mér, hálfpartinn um miðja nótt rann það upp fyrir mér hvers vegna ég er svona happy. það er útaf ykkur! ekki alveg bókstaflega, en það er a.m.k. 90% þessu bloggi að þakka. þetta er bara eins og annars konar geðlæknir því hér opna ég mig algjörlega og það er frábært og lætur mér líða vel. i´ve got the whole world in my hands...... en á fjörur mínar rekur einstaka sinnum hlutur sem ég get ekki talað um og þessi sem um ræðir fjallar m.a.s. um mig....
see ya!

gestabók og jólaóskalisti 2004:

1. sex & the city, 6. sería á dvd
2. kirsuberjaregnhlífin í tösku-og hanskabúðinni á skólavörðustíg
3. ilmvatnið mania frá armani
4. brjóstaminnkun og nefaðgerð
5. fartölva, ibook með 12" skjá
6. sex & the city bókin


mánudagur

en hvað um það...
seinasta miðvikudag hjá geðlækninum fannst henni sniðugt að minnast á að ég tæki langt jólafrí frá henni því að ég væri á svo góðu róli og væri búin að vera lengi. og án allra lyfja nota bene! er sérlega á móti geðlyfjum þó ég beri alveg virðingu fyrir því að sumir þurfi þau og skilji það næstum því. til dæmis um þetta góða ról mitt er ég mikið í því að reita af mér brandara hjá henni um dramantíska æsku mína og skil sjaldnast við hana að 40 mínútum liðnum öðruvísi en skellihlæjandi. þá meina ég að hún er skellihlæjandi. henni finnst t.d. alltaf jafn fyndið að ég geti ekki notað orðið eða setninguna: ,,að fróa sér". plííííííís. ég fæ hroll af því að skrifa það hvað þá að segja. ekki taka þessu eins og að ég sé alltaf að ræða fróanir en það ber nú stundum á góma og þar sem að ég sýndi alltaf mjög sterk ofnæmisviðbrögð þegar ég þurfti að segja þetta orð... fróa, brá ég á það ráð að finna annað orð eða setningu yfir þessa athöfn sem nú heitir á góðri tinnískri íslensku: ,,að skera grænmeti". þetta finnst geðlækninum mínum alveg ofboðslega fyndið en ykkur er frjálst að nota þetta ef þið eigið í sömu vandræðum og ég og fellið tár af blygðun ef fróun ber á góma.
ég verð samt að viðurkenna að mér varð um og ó þegar hún nefndi að ég gæti tekið langt frí. allt í einu stóð ég mig að því að finna upp vandræði og vesen til að hún léti mig taka allan desember. reyndi meira að segja að kreista út tár og allt. en að endingu sagði hún mér þó að ég réði þessu alfarið og ef ég fyndi eitthvað hrikalegt vera í andlegu aðsigi gæti ég alltaf droppað við. ahhhhh... mikið elska ég geðlækninn minn...
see ya!

gestabók og jólaóskalisti 2004:

1. sex & the city, 6. sería á dvd
2. kirsuberjaregnhlífin í tösku-og hanskabúðinni á skólavörðustíg
3. ilmvatnið mania frá armani
4. brjóstaminnkun og nefaðgerð
5. fartölva, ibook með 12" skjá
6. sex & the city bókin


góðan dag.
ég er í alvöru farin að halda að það séu illir andar heima hjá mér. ég er alltaf með svona tilfinningu eins og ég sé ekki ein þar. brrrrrr, krípí... og nú er ég búin að jinxa þessu með því að minnast á það svo að í kvöld mun ég líklega deyja úr hræðslu. ekki nema að þetta sé bara af því að veggirnir eru svo þunnir þarna á grettishofi. ég véla líka bara mr. tinna til að núðla hjá mér. við erum að fara á forgotten í kvöld. það tók nú talsverðan tinnískan sanfæringarkraft til að fá mr. tinna til að koma með á þá mynd. það var ekki fyrr en ég dró ásinn fram úr erminni og gerði atlögu að karlmennsku hans að hann fékkst til að koma með og horfa fram hjá óttanum. þetta er nefnilega einhver sálfræðitryllir, elska þá, og elsku litli drengurinn hafði áhyggjur af því að verða hræddur. en ég vann!
gestabók og jólaóskalisti 2004:
1. sex & the city, 6. sería á dvd
2. kirsuberjaregnhlífin í tösku-og hanskabúðinni á skólavörðustíg
3. ilmvatnið mania frá armani
4. brjóstaminnkun og nefaðgerð
5. fartölva, ibook með 12" skjá


sunnudagur

ástæðan fyrir því að ég hef ekki sést hér undanfarið er sú að ég hef verið í óðaönn að semja jólagjafa-óskalistann minn. það krefst mikils tíma og þolinmæði. jú, vissulega er ég 25 ára en það þýðir ekki að mann hætti að langa í jólagjafir. einnig skrapp ég til barbados og sótti litla strútsungann sem ég ákvað að ættleiða á þessum síðustu og verstu.
bush eða runni eins og ég kýs að kalla durginn var aftur kosinn. það er því augljóst að bróðurpartur bandaríkjamanna er haldinn sjálfseyðingarhvöt og vill deyja ekki seinna en strax. ég skil ekki hvað er að heiminum í dag. ég botna bara ekki neitt í neinu. af hverju vill enginn að hlutirnir verði betri? og ég held bara satt að segja að þessi kerry eða karrí eins og ég kalla hann hafi verið litlu betri. kannski ekki eins herskár og helvíska heimska drullusóunin á lífi hann runni en samt slæmur. t.d. á móti hjónavígslum samkynhneigðra sem er það undarlegasta sem ég veit. og líka á móti fóstureyðingum sem einnig er mjög furðuleg afstaða. og það er ekki af því að MÉR finnst það heldur af því að það ER asnalegt. arrgghh! það spólar allt inn í mér af reiði.
i´m out of here!
gestabók

þriðjudagur

ég hata þegar ég geri stafsetningarvillur og þær sjást í heilan sólarhring áður en ég get lagað þær... mig vantar skáldagyðju ég er svo andlaus, og þunglyndið er byrjað að naga mig í hælana. bara að ég væri eins og fólkið í bílaauglýsingunum, ástfangin af bílnum mínum að keyra í snjó...
gestabók

mánudagur

úr því að ég er það merkileg að það séu til myndir af mér á internetinu er ekki úr vegi að hafa bara mynd af mr. tinna í staðinn. kem aftur á morgun.
see ya!

gestabók

miðvikudagur

ég hlakka svo til airwaves að ég er að pissa í buxurnar. ég er alveg búin að velja föt fyrir hvern dag... neiiii, gríííín.
ég nenni samt ekki að blogga þessa dagana og trúi því að best sé að pína sig ekki til þess. vona að þið verðið þolinmóð við litla rassalinginn.
see ya!
gestabók

föstudagur

halló krakkar mínir!
blogg dagsins er tileinkað þorra litla guðsbarni því hann á afmæli í dag og er ef ég man rétt, 24 ára gamall. voðalega eiga margir afmæli um þetta leyti. getnaður minnar kynslóðar hefur semsé að mestu átt sér stað á febrúarmánuðum... athyglivert.
annars er allt gott að frétta af mér. ákvað bara að taka mér smávegis bloggfrí og eyða hádegismatnum í að borða ofboðslega mikið í staðinn fyrir að blogga. það gerði ég af því að mig dreymir um að vera þunguð eins og allir virðast vera í kringum mig um þessar mundir. ég gat fullkomlega séð samasem merki á milli þess að ég borðaði mikið og að allir í kringum mig væru ófrískir. ég er búin að uppgötva 5. ófrísku manneskjuna sem ég þekki. nú eru 2 af bestu vinkonum mínum ófrískar, mágkona mín og 2 kunningjakonur sem ég kynntist báðum í Hollandi er ég var þar við nám. ég er ekki alveg búin að setja fingur á það en ég veit að það er eitthvað mjööööög kosmískt við þetta allt saman, ekki kómískt heldur KOSMÍSKT. þetta getur bara ekki verið eðlilegt, og það sem er enn óeðlilegra er að mig langar til að vera með.
í gær fór ég í 4. tannlæknaferðina mína. ég er ennþá yfir mig þakklát fyrir að fá að borga þetta eftir hentugleika fátæklingsins. ég hef líka komist að því að það er ekki tannlæknirinn sem ég hata heldur andskotans borinn. hver fann þetta upp? hvaða aumingja þarf ég að elta uppi í helvíti og lemja? nú er búið að gera við holur og þá er komið að aðal fjörinu. þann 25. október n.k. bætist við lítill fjölskyldumeðlimur í tanngarð tinnu. hún heitir króna og mun taka stöðu gamallar vinkonu sem þurfti frá að hverfa. sú var búin að slíta sér út eftir áralanga þrælkun í munni mínum. ég bið ykkur öll um að taka vel á móti henni krónu og af gefnu tilefni verður innflutningspartý.
see ya!

gestabók

þriðjudagur

ola!
ég hef verið í fríi. allt sem ég geri í dag er tileinkað superman. auk þess er þetta blogg tileinkað hullmazter og þrándi sem áttu afmæli 5. og 7. október. luv ya!
gestabók

mánudagur

þessi kona er það fegursta sem ég hef á ævinni séð. þúsund sinnum sætari en marilyn monroe verð ég að segja og hryggja kærastann minn um leið. ef ég eignast einhvern tímann aftur kærustu á hún að líta út alveg eins og jayne mansfield. sú var tíðin að konur höfðu mjaðmir, rass og brjóst. nú erum við deyjandi tegund...
í morgun fór ég til kvensjúkdómalæknis. maður tryggir ekki eftir á svo að best er að hafa vaðið fyrir neðan sig og láta tékka á sér. ég er endalaust að heyra hryllingssögur af konum sem huga ekki að eggjastokkunum sínum og líða svo útaf einn daginn, grasserandi í krabbameini. svo var það líka þessi þarna í sirrí sem var ófrísk án þess að vita það. ég held að maður þurfi að vera þroskaheftur til þess að það gerist en þetta hafði samt óskaplega mikil áhrif á mig auk þess sem að ég efast oft um gáfnafar mitt svo ég vildi vera viss um að það væri ekki kríli í mallanum. en það er sama hversu oft maður fer til "svona" læknis, ég er alltaf með kvíðahnút allan tímann. og alveg fram á síðustu stundu þegar ég sit á biðstofunni er ég að hugsa um að gera mér upp veikindi og afboða. en svo um leið og þessari kvöl og pínu er lokið er maður svo ósköp feginn. sérstaklega þar sem að ég er jafn stálhraust og unglingspiltur... eða stúlka er kannski meira viðeigandi.
seinasta föstudag var ég líka í kólestról, blóðfitu, blóðþrýstingsmælingu og kjörþyngdarmælingu. allt í boði gunnars dungal. og svo ég noti orð hjúkrunarkonunnar(engar ýkjur), ég er fullkomin. allt í orden og vellistarstandi í tinnu líkama. fyrir utan tanngarðinn... *umfh* & snökt. andskotans, helvítis... ég er að fara til tannsa á morgun og mér er meinilla við það. ein ferð til hans jafnast á við 5 ferðir til kvensjúkdómalæknis á einum degi. og peningurinn! ég þarf að biðja hann um að sjá auman á mér og fá að borga þetta í mörgum hlutum frá og með næstu mánaðarmótum... arrrrrgh!
tinnbert.
gestabók

sunnudagur

halló!
eins og þið lesið var ég ekki étin af hvali í gær. og andskotinn hafi það, ég sá ekki einu sinni hval. við sáum einu sinni uggana á þremur höfrungum sem voru að leika sér, það var rosa sætt og allt það nema að það var það einasta sem við sáum. fyrir utan bibba sem varð bara ímyndunarveikur af sjóveikistöflunum og sá moby dick í hverju horni og ég held að ég hafi bara orðið lasin af þeim. allavega líður mér stórundalega í líkamanum í dag. ekki nema að ég hafi ofkælst á trillunni. afsakið, en gæti ég nokkuð fengið endurgreitt? hvað er þetta með mig? mér finnst sjaldnast tilhlökkunarefni mín takast. maður þarf augljóslega að vera með krabbamein á lokastigi og búin að missa allt hárið með vefjahött og næpuhvítur í framan að láta langþráðan draum rætast til að líf manns sé nógu dramatískt til að fá að sjá nokkra hvali. og farastjórinn var kona augljóslega með kynlíf og tilheyrandi á heilanum því það eina sem hún talaði um var hversu stóran böll hvalir væru með og að höfrungar stunduðu kynlíf sér til ánægju eins og við og apar. og setningin "a feast down below" rann a.m.k. þrisvar sinnum af vörum hennar. for the love of god! en þetta var nú ekki alslæmt og óskaplega rómantískt. við hjónin vorum nú ánægð. ekki hlusta á mig. ég er bara með óráði og lasin.
við brugðum oss svo á grænan kost svona til að fullkomna daginn. ég er lengi búin að hlakka til að borða þar. baunabuffið er í miklu uppáhaldi hjá mér síðan að ég var að vinna þarna endur fyrir löngu. en auðvitað var það ekki í boði. einasta skiptið sem að ekki er baunabuff á boðstólnum og ég fer á grænan kost. tilviljun eða yfirgengilegt forsjónarhatur í minn garð? en ég fékk mér einhverja agalega huggulega fyllta burritos með grænmeti og tilheyrandi. voða gott og ég verð södd fram á miðvikudag.
þessi dagur er síðan alveg búin að tapast. til stóð að vakna snemma. arka heim frá mr. tinna og taka til. það er í fyrsta lagi viðbjóður heima hjá mér og í öðru lagi er stóra systir að koma í kaffi á morgun og kannski fleiri svo að maður vill nú hafa aðeins huggulegt. en hér í karlafaðmi er ég búin að vera í allan dag, slompuð og dáldið lasin. æji, ég nenni ekki að skrifa meir. er farin að sjá óskýrt...
see ya!

gestabók

föstudagur

13 tíma vakt... tíminn líður samt hratt og það eru 2 og hálfur tími eftir. ég vildi bara kveðja ef ég dey í hvalaskoðununni á morgun. maður veit aldrei og á ekki að að hrósa happi fyrr en aftur á þurru landi.
birta mín er að fara að koma! jibbí og jalla allalalallla!
haldiði að kærastinn minn hafi ekki bara komið í rómantíska heimsókn, búin að finna fallega lagið úr umferðarstofu auglýsingunni og brenna það á disk fyrir little miss me. ó hve ótt mitt hjarta slær fyrir þennan mann. ég er rosa ástfangin. vonandi er það í lagi... allt er öðruvísi og allt er bleikt... ekki hlusta á mig. ég er bara svona væmin af því að ég er fullvissuð um að ég verði étin af hvali á morgun.
luv ya!
gestabók

blogg dagsins er tileinkað urði sem er tventífokkíngfæv í dag og álfinum á græna hjólinu sem átti afmæli á miðvikudaginn... megi þið lengi lifa í ást og súkkulaði...
gestabók

hér með leiðréttist að unnusti birtu besta skinns, hann ranúr vann ekki bestu heimildarmyndina á nordisk panorama heldur bestu stuttmyndina. það er þó ekkert síðra. og rétt skal vera rétt!
gestabók