föstudagur
ísland komst ekki áfram í júróvisjón. mér er nokk sama enda finnst mér lagið viðbjóður. en gæti ástæðan fyrir því að við komumst ekki áfram verið sú að halldór fjárans ásgrímsson og kærastan hans davíð oddson settu nafn okkar við innrásina í írak? þetta er bara svona smá samsæriskenning sem ég var að velta fyrir mér.
og börn sem fara fyrr til dagmæðra eða á leikskóla er síður líkleg til að fá hvítblæði samkvæmt nýjustu rannsóknum. fólkið sem að fékk þetta út er líklega fólk sem finnst börnin sín leiðinleg og nennir ekki að hafa þau heima.
í dag er samsæris- og vænisýkiföstudagur.
og börn sem fara fyrr til dagmæðra eða á leikskóla er síður líkleg til að fá hvítblæði samkvæmt nýjustu rannsóknum. fólkið sem að fékk þetta út er líklega fólk sem finnst börnin sín leiðinleg og nennir ekki að hafa þau heima.
í dag er samsæris- og vænisýkiföstudagur.
fimmtudagur
bleika marineringin er í gangi en ekki júróvisjón. ég fæ mig ekki til að kveikja á sjónvarpinu til að horfa á selmu í ljótustu múnderingu sem ég hef á ævinni séð.
nú er ég að lita bleika hárið bleikara í síðasta skipti eða þangað til að ég fer á hárgreiðslustofu og læt lita rótina. ákvörðunin um að halda bleika hárinu lengur hefur verið tekin inni í bleika kollinum. og svo fæ ég mér gott barefli til að lumbra á þeim sem kalla mig sollu stirðu.
mmm... föstudagur á morgun en ekki fimmtudagur. ég ætla á barinn. þúsundasta djammtilraunin! og ég er jafnvel að hugsa um að skella mér líka á mugison á nasa og gráta dáldið eins og mér er tamt á tónleikunum hans af því að þeir eru alltaf svo fallegir. og svo kemur birta besta skinn auðvitað á morgun. það kallar svo sannarlega á hátíðarhöld.
það er fólk að koma að skoða íbúðina á morgun. það er stressandi. stressandi að hugsa til þess að þurfa flytja og stressandi af því að það er allt í drasli og uppvask seinustu vikna í stöflum við vaskinn. það fær mig til að hugsa til þeirra liðnu tíma þegar ég kom heim úr vinnu og ryksugaði hvern einasta dag og vaskaði upp. hvað varð um þá tinnu?
nú er ég að lita bleika hárið bleikara í síðasta skipti eða þangað til að ég fer á hárgreiðslustofu og læt lita rótina. ákvörðunin um að halda bleika hárinu lengur hefur verið tekin inni í bleika kollinum. og svo fæ ég mér gott barefli til að lumbra á þeim sem kalla mig sollu stirðu.
mmm... föstudagur á morgun en ekki fimmtudagur. ég ætla á barinn. þúsundasta djammtilraunin! og ég er jafnvel að hugsa um að skella mér líka á mugison á nasa og gráta dáldið eins og mér er tamt á tónleikunum hans af því að þeir eru alltaf svo fallegir. og svo kemur birta besta skinn auðvitað á morgun. það kallar svo sannarlega á hátíðarhöld.
það er fólk að koma að skoða íbúðina á morgun. það er stressandi. stressandi að hugsa til þess að þurfa flytja og stressandi af því að það er allt í drasli og uppvask seinustu vikna í stöflum við vaskinn. það fær mig til að hugsa til þeirra liðnu tíma þegar ég kom heim úr vinnu og ryksugaði hvern einasta dag og vaskaði upp. hvað varð um þá tinnu?
ég fór og gaf öndunum brauð áðan. fátt er jafn yndislegt í tinnu lífi og að gefa öndunum brauð. það er eitthvað svo róandi við það. ég keypti ekki sokkabuxurnar bleiku en þess í stað fór ég í tiger og keypti ruslafötu, púða með mynd af kisu á og litla spiladós sem spilar bryllupsmarchen eftir mendelssohn. dagarnir eru byrjaðir að líða hratt í vinnunni þrátt fyrir að ég sé að bíða. bíða eftir því að hætta. ég eyði 60% af deginum í að tala ensku útaf túristunum og áður en ég veit af er ég byrjuð að hugsa á ensku. stundum tala ég líka óvart ensku við íslendinga. það getur verið mjög niðurlægjandi og fólk móðgast oft. dimmalimm borðar seríósið með mér...
það kom maður í búðina áðan sem hefur lífsviðurværi sitt af því að vakúmpakka gamlar íslenskar myntir og setja jökulvatn á flöskur. við erum að fara að selja þessar heimskulegu vörur fyrir hann. þegar að hann var að rekja fyrir mig ferlið og hvernig væri best að hafa vörurnar hélt hann allan tímann fast í handlegginn á mér og hætti stundum að tala og horfði lengi á mig. dáldið óhuggulegt. þegar hann svo loksins var að fara sagðist hann ætla að hafa auga með mér og blikkaði mig. ennþá óhuggulegra.
stuttu eftir óhuggulega vakúm-manninn kom ljósmyndari frá dv og byrjaði að smella af mér myndum eins og ekkert væri. í fyrsta lagi er það dónaskapur og í öðru lagi bind ég enda á líf mitt ef það verður mynd af mér í dv á morgun. skeinipappír þjóðfélagsins.
stuttu eftir óhuggulega vakúm-manninn kom ljósmyndari frá dv og byrjaði að smella af mér myndum eins og ekkert væri. í fyrsta lagi er það dónaskapur og í öðru lagi bind ég enda á líf mitt ef það verður mynd af mér í dv á morgun. skeinipappír þjóðfélagsins.
miðvikudagur
ég og bibbert fórum í kvöld og fengum okkur sushi á veitingarstaðnum í iðu. mmm... ég elska sushi. og mér líður alltaf svo vel eftir að hafa borðað það. ekki fitubollu södd heldur ánægjulega södd. eftir matinn vöfruðum við um bókabúðina. mér finnst iða frábær bókabúð þrátt fyrir að vera keppinautur búðarinnar minnar. þau bjóða upp á svo margar skemmtilegar ljósmyndabækur og hluti. og emily strange dót sem ég elska eins og allir vita. ég fann líka dáldið dásamlegt í iðu... skrifbók og póstkort uppúr teiknimyndasögum eins af mínum uppáhalds teiknimyndasöguhöfundum, adrian tomine. og að sjálfsögðu keypti ég hvort tveggja. ég uppgötvaði adrian tomine þegar ég bjó í hollandi og spændi upp allt sem ég fann eftir hann í lambiek, teiknimyndasögubúð sem ég rakst á í einhverri hliðargötu í amsterdam. hann skrifar dásamlegar sögur um persónur sem lifa sérstaklega innihaldslausu en jafnframt undarlegu lífi og eiga í vandræðalegum og þvingandi kynlífssamböndum við annað fólk. minnir mig dáldið á sögur rithöfundarins núna þegar ég hugsa um það. iðulessan sem á iðu og kemur einu sinni í viku að njósna í eymundsson dásamaði bleika kollinn minn og spurði hvers vegna að ég væri ekki að vinna hjá sér. ég varð vandræðaleg og reyndi að koma mér út eins fljótt og ég gat. en hún gaf mér samt ekki afslátt...
við fórum svo í bíó að sjá the hitchhiker's guide to the galaxy. hún er ágæt. samt ekki eins góð og ég átti von á.
við fórum svo í bíó að sjá the hitchhiker's guide to the galaxy. hún er ágæt. samt ekki eins góð og ég átti von á.
ég gleymdi að segja ykkur...
litli svarti maðurinn kom í búðina í gær að kaupa sér símakort. eins og venjulega bað hann um að fá að snerta hárið á mér. af því að ég var í góðu skapi leyfði ég honum það en ákvað núna að spyrja hann afhverju hann hefði svona mikinn áhuga á að snerta hárið á mér. hann varð sposkur á svipinn og sagðist ætla að segja mér það einn daginn. spennandi... ég vona bara að hann sé ekki að koma fyrir hlerunarbúnaði eða sprengjum.
litli svarti maðurinn kom í búðina í gær að kaupa sér símakort. eins og venjulega bað hann um að fá að snerta hárið á mér. af því að ég var í góðu skapi leyfði ég honum það en ákvað núna að spyrja hann afhverju hann hefði svona mikinn áhuga á að snerta hárið á mér. hann varð sposkur á svipinn og sagðist ætla að segja mér það einn daginn. spennandi... ég vona bara að hann sé ekki að koma fyrir hlerunarbúnaði eða sprengjum.
góðan daginn!
það er dásamlegt veður úti. ég starði útum gluggann þegar ég var nývöknuð í korter til að reyna að sjá laufin á trjánum hreyfast. en þau bærast ekki. það er logn. ótrúlegt!
mig dreymdi tölvur í nótt. það gæti þýtt að ég eigi að kaupa hlut í símanaum. eða eitthvað...
birta besta skinn kemur á föstudaginn! ég get ekki beðið. það verður fjör þessa helgina.
það er dásamlegt veður úti. ég starði útum gluggann þegar ég var nývöknuð í korter til að reyna að sjá laufin á trjánum hreyfast. en þau bærast ekki. það er logn. ótrúlegt!
mig dreymdi tölvur í nótt. það gæti þýtt að ég eigi að kaupa hlut í símanaum. eða eitthvað...
birta besta skinn kemur á föstudaginn! ég get ekki beðið. það verður fjör þessa helgina.
þriðjudagur
ég fór í bónus áðan eftir vinnu. það er svosum ekki í frásögu færandi nema að það var brjálað að gera. en ég keypti bara það sem ég þurfti, kattamat, klósettpappír, brauð, ost, kartöflur, tannkrem og fleira. þegar kom að því að borga valdi ég að sjálfsögðu vænlegustu röðina og var í alla staði með sérstaklega góða biðlund og þolinmóð. nema auðvitað, eins og alltaf lenti ég í röðinni með pirraða kúnnanum. þessi sem þarf endilega að vera með eitthvað vesen við kassann og taka ótrúlega langan tíma í að borga. hættir við að kaupa eitthvað í miðri afgreiðslu eða er ósáttur við verðið á einhverju og svoleiðis andskotans rugl. og í þokkabót var kassastelpan ný svo að úr varð enn meira vesen. tilgangurinn með þessari frásögn er sá að sanna endanlega að mér var úthlutað sérlega slæmu karma í þessu lífi.
á morgun er ég að fara á tónleika á gauki á stöng til minningar um ian curtis, söngvara joy division. ég hlakka óskaplega mikið til, góð upplyfting og kannski með bjór. fram munu koma singapore sling (jess!!!), magga stína og hringir, hanoi-jane (veit ekki hvað er), sólstafir, taugadeildin, worm is green (leiðinlegt!), birgitta jónsdóttir (who?) og ghost division (aftur: who?). ég mæli með því að allir kíki og komi í svörtum fötum með þunglyndi.
ég fékk gefins klámmynd í dag. hún heitir því skemmtilega nafni: nummer piger-crack her jack! ég geri ráð fyrir, út frá titlinum að dæma að myndin sé dönsk. þetta er þá þriðja klámmyndin mín og geri aðrar stúlkur betur! það verður hressandi á grettisgötunni í kvöld, uppvask á meðan klámið rúllar.
ég fékk gefins klámmynd í dag. hún heitir því skemmtilega nafni: nummer piger-crack her jack! ég geri ráð fyrir, út frá titlinum að dæma að myndin sé dönsk. þetta er þá þriðja klámmyndin mín og geri aðrar stúlkur betur! það verður hressandi á grettisgötunni í kvöld, uppvask á meðan klámið rúllar.
mig dreymdi langferðarbíl í nótt, svona gamaldags. og svo vaknaði ég í svitabaði. hvað ætli að það þýði að dreyma langferðarbíl?
ég finn að það hefur dálítill óróleika púki hreiðrað um sig inni í mér. mig vantar að það fari að gerast eitthvað sniðugt. þannig er það alltaf á vorin. mig vantar ævintýri. ég kann illa við tilbreytingarleysi en ég er samt ekki alveg viss um hversu langt ég má ganga til að lenda í ævintýri. þar liggur hundurinn grafinn...
ég finn að það hefur dálítill óróleika púki hreiðrað um sig inni í mér. mig vantar að það fari að gerast eitthvað sniðugt. þannig er það alltaf á vorin. mig vantar ævintýri. ég kann illa við tilbreytingarleysi en ég er samt ekki alveg viss um hversu langt ég má ganga til að lenda í ævintýri. þar liggur hundurinn grafinn...
ég óska noregi innilega til hamingju með daginn!
mér finnst eitthvað loðið við það að við, ísland séum í 3. sæti yfir þær þjóðir sem séu komnar lengst í baráttunni fyrir jafnrétti kynjanna. það er ekki kynjajafnrétti á íslandi! látið ekki skoðanakannanir blinda ykkur sem eru örugglega allar framkvæmdar af fólki sem er alveg sama.
mér finnst eitthvað loðið við það að við, ísland séum í 3. sæti yfir þær þjóðir sem séu komnar lengst í baráttunni fyrir jafnrétti kynjanna. það er ekki kynjajafnrétti á íslandi! látið ekki skoðanakannanir blinda ykkur sem eru örugglega allar framkvæmdar af fólki sem er alveg sama.
mánudagur
þá er það orðið! nú er ennþá bjart úti þegar ég er að fara að sofa. eða svona hálf bjart. það er huggulegt að liggja í svölu herberginu undir sænginni að hlusta á illuga jökulsson í litla útvarpinu á náttborðinu mínu þegar ljósblátt rökkrið umlykur mig....
það eru svo myndarlegir menn sem leika í þáttaröðinni lost sem ríkissjónvarpið er með til sýningar á mánudagskvöldum að ég á í vandræðum með að horfa.
góða nótt.
það eru svo myndarlegir menn sem leika í þáttaröðinni lost sem ríkissjónvarpið er með til sýningar á mánudagskvöldum að ég á í vandræðum með að horfa.
góða nótt.
ég verð nú eiginlega að viðurkenna eitt: the who eru góð hljómsveit. sérstaklega þegar þeir taka teenage wasteland. það var bara af einlægum ásetningi sem ég reyndi að sannfæra rithöfundinn um ágæti hinnar stórgóðu hljómsveitar joy division... það er nefnilega ein af mínum uppáhalds hljómsveitum og auðvitað reynir maður alltaf að pota uppáhalds áfram...
í nokkur ár hefur lagið circle of friends með edie bricell verið eitt af mínum uppáhalds lögum. svo var ég bara rétt í þessu að uppgötva mér til mikillar skelfingar og geðshræringar að þessi hildur vala sem að vann ídolið í ár er búin að covera það á plötunni sinni. og hún skemmir það! með þessari venjulegu emilíönu torrini rip off rödd sinni. mikið er ég fegin að hún tók ekkert með neil young eða fleetwood mac... í dag ættu allir að husta á:
songbird með fleetwood mac
&
cinnamon girl með neil young
... og þegar þið standið grátandi með lúftgítarinn í hendinni verð ég á sama tíma heima hjá mér að dansa!
songbird með fleetwood mac
&
cinnamon girl með neil young
... og þegar þið standið grátandi með lúftgítarinn í hendinni verð ég á sama tíma heima hjá mér að dansa!
hvað er hafragrautur annað en herramannsmatur? og kattamatur greinilega líka því að kisurnar mínar, þær páka og dimmalimm gátu ekki séð mig í friði á meðan ég át hafragrautinn minn. ég þurfti að borða standandi og labba um með skálina þær vildu svo ólmar komast í hana. gott að vita af þessu. ég gæti nefnilega lifað á hafragraut og gerði reyndar einu sinni þegar ég var með ástarsorgaranorexíuna og þurfti að neyða mig til að borða. þannig að ef ég lendi í því að eiga alls enga peninga, hvorki fyrir katta- né mannamat elda ég bara hafragraut handa allri fjölskyldunni og allir eru glaðir.
ég get endalaust bölsótast yfir því hvað fingurneglur vaxa hratt. ég þoli ekki að vera með langar neglur og þess vegna þarf ég að klippa þær allavega einu sinni í viku. mikið væri ljúft ef fingurneglur myndu vaxa á sama hraða og táneglur. þá væri lífið fullkomið!
ég get endalaust bölsótast yfir því hvað fingurneglur vaxa hratt. ég þoli ekki að vera með langar neglur og þess vegna þarf ég að klippa þær allavega einu sinni í viku. mikið væri ljúft ef fingurneglur myndu vaxa á sama hraða og táneglur. þá væri lífið fullkomið!
jæja jæja...
er á fjórðu sígarettunni, kaffið orðið kalt og finnskur tangó hljómar í fermingargræjunum. gleymdi að kaupa mjólk í gær þannig að ég þurfti að drekka kaffið svart með sykri. mig hefur reyndar alltaf dreymt um að geta bara drukkið kaffið svart, með engum sykri og reykja moore sígarettur því að þær eru svo kúl... næstum svartar. en í staðinn drekk ég kaffi með mjólk & sykri og reyki marlboro lights sígarettur með brúnum fílter. það er örugglega alveg jafn kúl og hitt í einhverri annarri veröld.
ég elskaði að vakna í morgun. ég elska morgnana þegar ég get slappað af í náttfötunum fram eftir öllu. og svo er ég þeim kostum búin að hafa alltaf þótt svefn óþarfur eða óþörf tímaeyðsla nema svona rétt yfir blánóttina. þess vegna sef ég aldrei mikið lengur en til níu á frídögum og það kalla ég að sofa út. fram til tíu er í lagi en mikið lengur eftir það er bara vandræðalegt og veldur angist.
af því að það var ekkert fréttablað í morgun og ekki er ég áskrifandi af fréttablaði sjálfstæðis- og framsóknarmanna, morgunblaðinu, þurfti ég að lesa eitthvert viðbjóðslegt unglingablað með kaffinu. ástæðan fyrir veru þessa ósmekklega unglingablaðs heima hjá mér er sú að ég keypti það bara af því að það fylgdi svo óskaplega falleg snyrtibudda með því. þegar ég fletti í gegnum þennan ósóma þakkaði ég gluði fyrir að eiga ekki ungling, aðallega unglingsstúlku fyrir afkvæmi. þvílíkt og annað eins! þetta blað stílar inn á stúlkur á aldrinum 14-18 ára en það er ekki skrifað um neitt annað í því en hvernig eigi að vera sexí, raka á sér skapahárin án þess að skera sig og sofa hjá. ég var reyndar bara kornabarn þegar ég svaf fyrst hjá, nýorðin 14 ára en það hefur aldrei valdið mér neinum vandræðum síðar á lífsleiðinni. ég varð ekki vergjörn fyrir þær sakir að hafa sofið svona snemma hjá. hef bara tvisvar eða þrisvar átt einnar nætur gaman sem telst ekki mikið á íslandi, auk þess sem að ég hef enga ánægju af því að sofa hjá einhverjum sem ég þekki lítið sem ekkert. allt í lagi að fara í sleik, það er annað mál... og ég slapp meðal annars við klamydíu faraldinn sem herjaði á mosfellsbæ þegar ég bjó þar sem ung stúlka af því að ég var pollýanna eða lesbía eins og strákarnir kölluðu mig af því að ég laggst ekki á bakið fyrir þá eins og einhver lóðatík eða flugfreyja. en hvernig heimur og blað er það sem segir 14 ára stelpu hvernig á að raka á sér píkuna og vera sexí fyrir stráka? ég skil það ekki. þegar ég verð móðir verður passað upp á þetta! engir g-strengir (jukkjukkjukkedíjukk!), enginn píkurakstur og hjásofelsi fyrir lögaldur. ég ætla allavega að reyna að passa upp á þetta á meðan að ég hef tök á því og án þess að fara yfir strikið.
ég og bibbert horfðum á eina óuppgötvaða kvikmyndaperlu í nótt. ég þurfti eitthvað til að leiða hugann frá the ages of lulu, meiri viðbjóðurinn sem það var... bibbi keypti einhvern fjórfaldan dvd disk með octopus, octopus 2, spiders og spiders 2 á. örugglega enginn sem les þetta kannast við þessar myndir. þetta eru nefnilega ekki svona költ myndir gerðar 1950 og eitthvað heldur nýjar myndir. og ekki í b-flokki heldur ö-flokki skyldi ég ætla. við horfðum á spiders í gær. og þeir sem þekkja mig vita að mér er meinilla við andskotans-djöfullegu-börn satans köngulær. en þetta var mögnuð mynd, eiginlega bara frábær af því að hún var svo óendanlega glötuð og hallærisleg. fyrir utan köngulóna sem stækkaði og stækkaði og þegar ég sofnaði var hún orðin jafn stór og hallgrímskirkja. ég ætla að horfa á octopus í dag til að pína sjálfa mig. mér finnast kolkrabbar líka djöfullegir, sérstaklega risa-kolkrabbar. kolkrabbar, köngulær, kakkalakkar, margfætlur, krókódílar, trúðar og kvensjúkdómalæknar koma frá helvíti...
er á fjórðu sígarettunni, kaffið orðið kalt og finnskur tangó hljómar í fermingargræjunum. gleymdi að kaupa mjólk í gær þannig að ég þurfti að drekka kaffið svart með sykri. mig hefur reyndar alltaf dreymt um að geta bara drukkið kaffið svart, með engum sykri og reykja moore sígarettur því að þær eru svo kúl... næstum svartar. en í staðinn drekk ég kaffi með mjólk & sykri og reyki marlboro lights sígarettur með brúnum fílter. það er örugglega alveg jafn kúl og hitt í einhverri annarri veröld.
ég elskaði að vakna í morgun. ég elska morgnana þegar ég get slappað af í náttfötunum fram eftir öllu. og svo er ég þeim kostum búin að hafa alltaf þótt svefn óþarfur eða óþörf tímaeyðsla nema svona rétt yfir blánóttina. þess vegna sef ég aldrei mikið lengur en til níu á frídögum og það kalla ég að sofa út. fram til tíu er í lagi en mikið lengur eftir það er bara vandræðalegt og veldur angist.
af því að það var ekkert fréttablað í morgun og ekki er ég áskrifandi af fréttablaði sjálfstæðis- og framsóknarmanna, morgunblaðinu, þurfti ég að lesa eitthvert viðbjóðslegt unglingablað með kaffinu. ástæðan fyrir veru þessa ósmekklega unglingablaðs heima hjá mér er sú að ég keypti það bara af því að það fylgdi svo óskaplega falleg snyrtibudda með því. þegar ég fletti í gegnum þennan ósóma þakkaði ég gluði fyrir að eiga ekki ungling, aðallega unglingsstúlku fyrir afkvæmi. þvílíkt og annað eins! þetta blað stílar inn á stúlkur á aldrinum 14-18 ára en það er ekki skrifað um neitt annað í því en hvernig eigi að vera sexí, raka á sér skapahárin án þess að skera sig og sofa hjá. ég var reyndar bara kornabarn þegar ég svaf fyrst hjá, nýorðin 14 ára en það hefur aldrei valdið mér neinum vandræðum síðar á lífsleiðinni. ég varð ekki vergjörn fyrir þær sakir að hafa sofið svona snemma hjá. hef bara tvisvar eða þrisvar átt einnar nætur gaman sem telst ekki mikið á íslandi, auk þess sem að ég hef enga ánægju af því að sofa hjá einhverjum sem ég þekki lítið sem ekkert. allt í lagi að fara í sleik, það er annað mál... og ég slapp meðal annars við klamydíu faraldinn sem herjaði á mosfellsbæ þegar ég bjó þar sem ung stúlka af því að ég var pollýanna eða lesbía eins og strákarnir kölluðu mig af því að ég laggst ekki á bakið fyrir þá eins og einhver lóðatík eða flugfreyja. en hvernig heimur og blað er það sem segir 14 ára stelpu hvernig á að raka á sér píkuna og vera sexí fyrir stráka? ég skil það ekki. þegar ég verð móðir verður passað upp á þetta! engir g-strengir (jukkjukkjukkedíjukk!), enginn píkurakstur og hjásofelsi fyrir lögaldur. ég ætla allavega að reyna að passa upp á þetta á meðan að ég hef tök á því og án þess að fara yfir strikið.
ég og bibbert horfðum á eina óuppgötvaða kvikmyndaperlu í nótt. ég þurfti eitthvað til að leiða hugann frá the ages of lulu, meiri viðbjóðurinn sem það var... bibbi keypti einhvern fjórfaldan dvd disk með octopus, octopus 2, spiders og spiders 2 á. örugglega enginn sem les þetta kannast við þessar myndir. þetta eru nefnilega ekki svona költ myndir gerðar 1950 og eitthvað heldur nýjar myndir. og ekki í b-flokki heldur ö-flokki skyldi ég ætla. við horfðum á spiders í gær. og þeir sem þekkja mig vita að mér er meinilla við andskotans-djöfullegu-börn satans köngulær. en þetta var mögnuð mynd, eiginlega bara frábær af því að hún var svo óendanlega glötuð og hallærisleg. fyrir utan köngulóna sem stækkaði og stækkaði og þegar ég sofnaði var hún orðin jafn stór og hallgrímskirkja. ég ætla að horfa á octopus í dag til að pína sjálfa mig. mér finnast kolkrabbar líka djöfullegir, sérstaklega risa-kolkrabbar. kolkrabbar, köngulær, kakkalakkar, margfætlur, krókódílar, trúðar og kvensjúkdómalæknar koma frá helvíti...
sunnudagur
ju minn eini! þessi mynd, the ages of lulu, er vægast sagt STÓRundarleg, enda hef ég aldrei verið neitt sérlega hrifin af evrópskri kvikmyndagerð og hún er spænsk. ég skammast mín ekkert fyrir að viðurkenna það. nema kannski amelie... það er uppáhalds myndin mín. the ages of lulu fjallar um lulu sem verður ástfangin af besta vini bróður síns, pablo aðeins 15 ára. pablo kynnir lulu fyrir lystisemdum og hinu stórkostlega hlaðborði kynlífsins sem hún virðist ekki fá nóg af. ég nenni ekkert að vera að útlista þessa mynd eitthvað ítarlega enda er hún mest megnis um lulu og pablo að ríða eins og kanínur í húsasundi allan tíman, á alla kanta og vegu. þessi pablo narrar svo lulu til að sofa hjá bróður sínum með því að binda fyrir augun á henni og láta hana halda að það sé hann. það er hrikalega viðbjóðslegt. þetta endar svo bara allt þannig að lulu er komin á bólakaf í eitthvað kynlífs-frensí eins og einhver eiturlyfjasjúklingur. hommakynlíf og sifjaspell er ekki eitthvað sem ég hef neinn sérstakan áhuga á. en fyrir þá sem hafa það, í gluðanna bænum, horfið á the ages of lulu.
ég stóð önug og þunglynd á götuhorni áðan með sígarettu í munnvikinu. þá gekk fram hjá mér augljóslega mjög drukkinn maður. ég tek það fram að þetta var um kl. 16 í dag. hann stoppaði fyrir framan mig með hálf þornaða ælu á vinstri erminni á jakkanum sínum og ég beið eftir að fá einhverjum ónotum hreyttum í mig. þess í stað sagði hann með blóðhlaupin augun: "þú ert furðulegasta og yndislegasta manneskja sem ég hef á ævinni séð. skál fyrir því!!!". mér fannst þetta dáldið fyndið...
nú er ég að fara að horfa á erótísku kvikmyndina the ages of lulu. eða mér hefur a.m.k. verið tjáð að hún sé erótísk og á erótík hef ég sérstaklega mikinn áhuga.
nú er ég að fara að horfa á erótísku kvikmyndina the ages of lulu. eða mér hefur a.m.k. verið tjáð að hún sé erótísk og á erótík hef ég sérstaklega mikinn áhuga.
ég uppsker nú því sem ég sáði. ég hefði getað sagt mér þetta sjálf, vissi að þetta myndi gerast því það gerist alltaf. en ég lét það ekki hindra mig. og núna líður mér illa inni í mér, allt svart og ömurlegt þó að sólin skíni úti. afhverju er ekki rigning í dag? ég hef ekki orku til að leika hlutverk og ég verð að borða því að ég er ekki búin að borða í næstum tvo daga. hef ekki haft neina lyst. og höfuðið á mér er enn að springa. samt er ekki neitt vonleysi heldur bara ekkert. ekkert! ef að hlutirnir fara ekki að breytast veit ég ekki hvað ég get gert meir. mér finnst öll þessi vinna, sem er búin að standa yfir í næstum þrjú ár ekki færa mér neitt gott. bara enn fleiri hnúta. það er eins og að ég standi í hafi af flæktu og óleysanlegu neti efa og ótta. og á eftir hverjum hnút sem ég leysi er enn annar stærri að baki hans. það er enginn sem getur sagt mér að hlutirnir verði betri, bara ég get það. en afhverju geri ég það þá ekki? er þetta bara uppgerð? mér finnst eins og að ég eigi eftir að klúðra öllu, mistakast og aldrei ná að bæta minn innri mann. verða alveg eins og þau.
enn ein misheppnuð djammferð. og í þetta skiptið varð ég ekki einu sinni ölvuð... eða svona tæplega. ég er smá tipsí en alveg hroðalega illt í mallakút. er ég kannski orðin of gömul fyrir þetta eins og rithöfundurinn? eða er ég bara svo þunn frá því í gærkveldi og ekki í stuði? hvað er það? allar svona út-á-lífið ferðir fá mig alltaf til að leiða hugann að því hvað það er indælt að vera bara heima að lesa í bók. mallinn er að drepa mig.
laugardagur
ég er að hugsa um að verða tipsí aftur í kvöld. og í þetta skiptið ætla ég að gera eitthvað skemmtilegt með það. markmiðið er að ná einu djammi áður en ég leggst í helgan stein. mér er farið að finnast þetta leiðinlegt. og sálin er lítil daginn eftir drykkju, viðkvæm. ef ég fer ódrukkin út á gullskónum, sest inn á ölstofuna sem er svo þægilega nálægt heimili mínu, getur þetta ekki endað öðruvísi en vel... er það?
ég varð að taka ljóðið út... það var svo viðbjóðslegt. ég var alveg að fara að gubba í hendina á mér útaf því. og ég er reyndar við það að kasta upp núna því að ég er svo óeðlilega þunn og það ágerist bara eftir því sem mínúturnar líða. það sprakk næstum á mér hausinn þegar ég labbaði niður í póstkassa að sækja fréttablaðið. nú reyni ég bara að þamba kaffi til að slá á þessa þynnku og hlusta á pouges. það er dásamlega hljómsveit og vel til þess fallin að hlusta á þegar ég er svona þunn enda fjalla flest lögin þeirra um viskídrykkju og almenn drykkjulæti. gluð minn almáttugur! ég á ekki eftir að geta gert neitt í dag... ég nenni hvort sem er ekkert á þessa fjárans listhátíð. ég er ekkert mikið fyrir svona stórar samkomur þar sem allir eru í leynilegum typpameting um allt milli himins og jarðar. kann betur að meta rólegheit og nokkrar góðar manneskjur frekar en læti og margar misgóðar manneskjur.
ég er að fara að setja saman lista yfir það sem ég elska. fólk, dýr, mat, lög, kvikmyndir, bækur og fleira. listinn mun svo birtast hér.
ég er að fara að setja saman lista yfir það sem ég elska. fólk, dýr, mat, lög, kvikmyndir, bækur og fleira. listinn mun svo birtast hér.
þegar ég var að labba heim frá ölstofunni í gær hrópaði maður á eftir mér: "hey, jólasveinn!!!". mér fannst það dáldið leiðinlegt. afhverju getur fólk ekki séð mig í friði? ég myndi aldrei hrópa svona á eftir neinum þó að mér þætti hann eða hún undarleg. hversu drukkin sem ég væri.
í gær keypti ég mér gullskó og doppóttar sokkabuxur.
í gær keypti ég mér gullskó og doppóttar sokkabuxur.
hafa ber í huga að það er ekki æskilegt að fara út í ljóðagerð um miðjar nætur ef að maður er ofurölvi. ljóðið hér að neðan er dæmi um það... þvílíkur viðbjóður! unglinga- og klisjulegt. ég ætla ekki að taka það burt svo að ég þurfi að horfa á það á hverjum degi eða þangað til að það er of langt í burtu til að skrolla niður á það, til að minna mig á að vera ekki að skrifa ljóð þegar ég er drukkin. gluð minn almáttugur! mér líður eins og ég hafi gengið nakin niður laugaveginn á löngum laugardegi og hausinn á mér er að klofna...
bobby fischer var ekki á ölstofunni í gær. demitt!!!
bobby fischer var ekki á ölstofunni í gær. demitt!!!
föstudagur
ég biðst afsökunar á skepgerðarbrestum mínum í færslunni hér á undan. ég gleymdi að borða í hádeginu og var með lágan blóðsykur. með lágan blóðsykur er ég illvíg. en nú er ég mett og sit hér með jarðaberjafreyðivín og sígarettu að lakka neglurnar. ég er að gera mig huggulega fyrir afmælispartýið hennar betu.
ég sakna dáldið ragga... hef ég sagt ykkur frá honum? ég er ekki alveg viss og ég er m.a.s. ekki svo viss um að hann heiti raggi en ég kalla hann það alltaf og hann svarar... raggi er bílstjórinn hans ólafs ragnars forseta og vinur minn. hann poppar stundum upp í búðinni og segist þá bara hafa þurft að koma til að sjá mig af því að ég lýsi upp líf hans. hann er nú bara að skjalla mig, en mér finnst það gaman og það tístir í mér. ég er alltaf að reyna að fá ragga til að biðja ólaf að koma og heilsa upp á mig, hann vill það ekki því að hann tekur starf sitt mjög alvarlega. eiginlega einum of stundum finnst mér. um daginn var hann til dæmis að heilsa upp á mig og leita að bók fyrir ólaf sem var ekki til. þá tók hann upp símann og hringdi augljóslega á forsetaskrifstofuna því ég heyrði í honum og hann sagði: "er forsetinn við?" þá sprakk ég úr hlátri og gerði grín að ragga. ég fékk illt augnaráð að launum. ef ég væri bílstjórinn hans ólafs ragnars forseta myndi ég alltaf kalla hann óla og segja honum dónabrandara. en ég er ekki með bílpróf.
ég sakna dáldið ragga... hef ég sagt ykkur frá honum? ég er ekki alveg viss og ég er m.a.s. ekki svo viss um að hann heiti raggi en ég kalla hann það alltaf og hann svarar... raggi er bílstjórinn hans ólafs ragnars forseta og vinur minn. hann poppar stundum upp í búðinni og segist þá bara hafa þurft að koma til að sjá mig af því að ég lýsi upp líf hans. hann er nú bara að skjalla mig, en mér finnst það gaman og það tístir í mér. ég er alltaf að reyna að fá ragga til að biðja ólaf að koma og heilsa upp á mig, hann vill það ekki því að hann tekur starf sitt mjög alvarlega. eiginlega einum of stundum finnst mér. um daginn var hann til dæmis að heilsa upp á mig og leita að bók fyrir ólaf sem var ekki til. þá tók hann upp símann og hringdi augljóslega á forsetaskrifstofuna því ég heyrði í honum og hann sagði: "er forsetinn við?" þá sprakk ég úr hlátri og gerði grín að ragga. ég fékk illt augnaráð að launum. ef ég væri bílstjórinn hans ólafs ragnars forseta myndi ég alltaf kalla hann óla og segja honum dónabrandara. en ég er ekki með bílpróf.
þá er ég búin að kaupa afmælisgjöf handa henni betu minni. það er léttir! og ég stóðst ekki mátið og keypti eitt jackie o veski handa mér í leiðinni. hvítt og fagurt með glitrandi semelíusteina skreyttu hjarta framan á. ég elska að vera kona í dag. það var bara hressandi að dreyma þennan erótíska draum í nótt... ég er alveg komin yfir samviksubitið.
senn líður að því að ég flyst búferlum á laugaveginn. þetta verður þá í annað sinn sem ég bý á laugaveginum. í fyrra skiptið sem ég bjó þar var ég í djúpri ástarsorg allan tímann og fékk mér eitt af þremur húðflúrum sem nú prýða líkama minn í því ástandi. það húðflúr átti að tákna óendanlega ást mína á piltinum sem ég missti öll þessi tár yfir í ástarsorginni. ástarsorgin hefur nú fyrir löngu síðan yfirgefið hug minn og hjarta en húðflúrið stendur enn og mun alltaf gera. núna þykir mér bara vænt um það þegar ég horfi á það...
ég skil ekki hvað fólk er að segja að það sé eitthvað vesen að skrolla niður á síðunni minni... ekkert maus hjá mér í litla makkanum mínum. kannski bara eitthvað að tölvunum ykkar!!!
í kvöld ætla ég að vera tipsí í afmælinu hennar betu. ég fékk dömu undanþágu og þarf ekki að vera boxari. jess!! og svo þegar ég er orðin verulega tipsí í kvöld ætla ég á ölstofuna að daðra. ef bobby fjárans fischer verður þar, ætla ég að daðra hann beinstífan, draga hann svo með mér heim og þegar hann er búinn að klæða sig úr öllum fötunum og stendur með beran böllinn, ætla ég að segja honum að ég sé gyðingur og horfa á typpið á honum verða jafn stórt (lítið) og rúsína.
í kvöld ætla ég að vera tipsí í afmælinu hennar betu. ég fékk dömu undanþágu og þarf ekki að vera boxari. jess!! og svo þegar ég er orðin verulega tipsí í kvöld ætla ég á ölstofuna að daðra. ef bobby fjárans fischer verður þar, ætla ég að daðra hann beinstífan, draga hann svo með mér heim og þegar hann er búinn að klæða sig úr öllum fötunum og stendur með beran böllinn, ætla ég að segja honum að ég sé gyðingur og horfa á typpið á honum verða jafn stórt (lítið) og rúsína.
fimmtudagur
hey!
gleymdi að segja ykkur einar frábærar fréttir... ég fékk orlofspeninga í gær! ég hélt að ég fengi ekkert svoleiðis af því að ég fer í sumarfrí en ég var búin að gleyma hinni dásamlegu yfirvinnu sem ég hef unnið þarna í pennanum. og ofan á hana fæ ég orlof sem ég fékk svo útborgað í gær. yndislegt, yndislegt!!! ég var að marinera rétt í þessu hvort ég ætti að kaupa mér hjól fyrir orlofið... en ég er samt á báðum áttum af því að hjólið sem mig langar í, svart og guðdómlegt, 3ja gíra kvenmannsreiðhjól sem heitir einmitt "lady", kostar 25 þúsund krónur og ef ég kaupi það er ekki mikið eftir af orlofinu en hins vegar hellingur eftir af mánuðinum... hmmm... ætti ég að bíða til mánaðarmóta og kaupa "lady" þá fyrir módelpeninginn?
gleymdi að segja ykkur einar frábærar fréttir... ég fékk orlofspeninga í gær! ég hélt að ég fengi ekkert svoleiðis af því að ég fer í sumarfrí en ég var búin að gleyma hinni dásamlegu yfirvinnu sem ég hef unnið þarna í pennanum. og ofan á hana fæ ég orlof sem ég fékk svo útborgað í gær. yndislegt, yndislegt!!! ég var að marinera rétt í þessu hvort ég ætti að kaupa mér hjól fyrir orlofið... en ég er samt á báðum áttum af því að hjólið sem mig langar í, svart og guðdómlegt, 3ja gíra kvenmannsreiðhjól sem heitir einmitt "lady", kostar 25 þúsund krónur og ef ég kaupi það er ekki mikið eftir af orlofinu en hins vegar hellingur eftir af mánuðinum... hmmm... ætti ég að bíða til mánaðarmóta og kaupa "lady" þá fyrir módelpeninginn?
og ég var módel í dag. líkami minn var notaður til hægri og vinstri. áhugasömum ber mér að tilkynna að myndirnar munu birtast í pennabæklingnum sem verður borin út í öll hús með FRÉTTAblaðinu árla þriðjudagsmorguns þann 24. maí n.k. ekki BLAÐINU eins og ég sagði "aldraða" rithöfundinum. þetta er nú dáldið spennandi því ég fékk að sjá brot af myndunum sem voru teknar af mér... ég að draga eiturgræna flugfreyjutösku, ég að halda á bókum og vera krúttileg á svipinn, ég standandi á bakvið tvær ferlíkis eiturgrænar ferðatöskur og ég í húðlituðum útivistarfatnaði með sportlega ferðatösku að leika útivistarlessu, og þetta var hreint ekki svo slæmt þó ég segi svo sjálf. ég var öll uppveðruð eftir þetta og í banastuði af því að það var svo gaman og allir óskaplega huggulegir, hlógu m.a.s. að klúrum bröndurum mínum um anorexíu-módel og kókaín-hórur. það var samt ekki boðið upp á snittur... dálítil vonbrigði. stílistinn, sem ég skil ekki alveg afhverju er stílisti því hún var í gráum silki náttbuxum með bangsamynstri, svartri ermalausri hettupeysu, uppreimuðum strigaskóm utan yfir buxurnar og sérstaklega þunnhærð. það er kannski eitthvað heilsu tengt... en hún gerði mikið af því að klípa mig í kinnarnar og toga í hárið á mér sem ég skildi ekki alveg. svo var einhver önnur stelpa þarna sem var alltaf hlaupandi upp til handa og fóta með púðurdós og bursta. hún var mjög duglega að dusta mig í framan ef ljósmyndaranum fannst glampa eitthvað óeðlilega á mig. eitt skipti þurfti ég að fara úr pilsinu til að fara í buxur og þá stóð ég á sokkabuxunum með klofið á þeim lekandi niður á hné eins og sokkabuxna er siður. það var dáldið niðurlægjandi... en over all var þetta mjög skemmtilegt allt saman og gott fyrir sjálfstraustið. ég verð samt að æfa mig að vera með meira afslappað bros á ljósmyndum, ég leit stundum út eins og ég væri mjög illa haldin af gallsteinum eða með slæma hægðartregðu. maður verður að passa svoleiðis ef maður ætlar að vera módel. ég er bara svo feimin að setja upp spegla-svipinn minn... þið vitið! svipurinn sem maður er búin að æfa upp fyrir framan spegilinn heima og komist að því að hann sé sá sem geri mann mest lekker... kannski verð ég orðin nógu kúl til að nota hann næst. en allavega, þegar þið fáið pennabæklinginn í hendurnar, takið þá eftir bleikhærðu stelpunni. það er ég, yours truly...
ég borðaði á fjólubláa lauknum í hádeginu sem er nýr rússneskur/tyrkneskur matsölustaður í hafnarstrætinu. það er alveg hreint hinn ágætasti matur þarna, dáldið brasaður fyrir minn smekk en gott framlag hjá nýbúunum... bara svo framalega sem þeir halda sig frá glæpum. en nú er ég svo södd að ég er við það að kasta upp og ég anga af hvítlauk. en það er í lagi því ég er súpermódel...
jæja!
módeldagur í dag and i feel pretty! ég vaknaði líka extra snemma til að fegra mig aðeins. þó er líkaminn minn lurkum laminn af kvenlegum ástæðum, ansans vesen alltaf! ég hlakka til dagsins í dag, þó er geðlæknadagur og ég nenni tæplega að fara til að væla yfir óréttlæti heimsins. kannski verð ég fyndna tinna í dag hjá lækninum, mér finnst alltaf skemmtilegast þegar ég kem geðlækninum til að skella upp úr. af tvennu illu finnst mér það skárra en að skæla enda finnst mér fátt leiðinlegra en að fella tár.
blex í bili!
módeldagur í dag and i feel pretty! ég vaknaði líka extra snemma til að fegra mig aðeins. þó er líkaminn minn lurkum laminn af kvenlegum ástæðum, ansans vesen alltaf! ég hlakka til dagsins í dag, þó er geðlæknadagur og ég nenni tæplega að fara til að væla yfir óréttlæti heimsins. kannski verð ég fyndna tinna í dag hjá lækninum, mér finnst alltaf skemmtilegast þegar ég kem geðlækninum til að skella upp úr. af tvennu illu finnst mér það skárra en að skæla enda finnst mér fátt leiðinlegra en að fella tár.
blex í bili!
miðvikudagur
í dag "ættleiddi" ég litla stelpu frá rackoko í uganda. hún heitir christine okello apio, er 7 ára og á afmæli 5. september. með bréfinu sem ég fékk um hana fylgdi líka mynd af henni. á myndinni er lítil svört stelpa sem virðist ekki hafa brosað lengi. kannski hefur hún ekkert til að brosa yfir... en hún er falleg og ég vildi að ég gæti haldið utan um hana og gefið henni allt sem ég á. ég fæ tár í augun þegar ég hugsa um hana og ég fæ tár í augun fyrir að halda að ég eigi eitthvað erfitt. ég get ekki ímyndað mér og mun aldrei geta hvernig er að vera í hennar sporum, með veika foreldra sem hafa ekki efni á að gefa henni að borða og tvö yngri systkini, engin leikföng, engin föt og lítinn kofa til að sofa í. til að christine geti gengið í skóla, fengið læknishjálp og að borða þarf ég að borga skitnar 1.950 krónur á mánuði....
stundum og eiginlega alltaf þegar stelpurnar sem vinna í kb banka og eru allar fæddar 1987 koma í hádegismatnum sínum inn í eymó til að glugga í tískublöð í smelluskónum sínum og teinóttu drögtunum, þakka ég mínu sæla fyrir að vera bara eins og ég er: 26 ára og líta út fyrir að vera 15 ára, með bleikt hár og tala eins og ég hafi fæðst inni í helíumkút (vá! löng setning!). "í dag er ágætt að vera tinna" hugsa ég þá...
mmm... brunnið ostabrauð í hádegismat.
nýji nine inch nails diskurinn, with teeth er kominn í hús og ég ætla að festa kaup í honum í dag... segir maður kannski "festa kaup á"? ha, gulli? (ég væri alveg til að fara í smá stafsetningar upprifjun svona áður en ég verð frægur rithöfundur), fara með hann heim, bíða svo með hjartað í buxunum eftir japanska skiptistúdentinum sem er að fara að skoða íbúðina mína, sýna henni íbúðina og þegar hún er farin, anda léttar og hlusta á diskinn. ég get ekki beðið!
mér fannst reyndar dáldið merkilegt þegar ég talaði við hana í símann áðan og ég var að segja henni að ég myndi bara hitta hana fyrir utan húsið mitt af því að ég er með enga dyrabjöllu og hún ekki með farsíma, ég dáist að því. ég sagði henni að ég væri með bleikt hár og myndi standa fyrir framan húsið svo hún myndi nú alls ekki fara fram hjá því. þá sagði hún mér að hún væri japönsk þannig að hún færi örugglega ekki fram hjá mér. fyndið. það er eitthvað politically rangt við þetta en samt ekki. ég myndi nefnilega aldrei nota svona lýsingu nema í gríni, og ég grínast mjög mikið með fólk af öðrum litarhætti og þroskahefta af því að ég er kvikindi. en samt aldrei í alvöru af því að af einhverjum ástæðum finnst mér það rangt. kannski er það bara önnur tegund af rasisma... þess vegna finnst mér merkilegt að hún noti þessa lýsingu um sjálfa sig, en hún má það náttúrulega...
nýji nine inch nails diskurinn, with teeth er kominn í hús og ég ætla að festa kaup í honum í dag... segir maður kannski "festa kaup á"? ha, gulli? (ég væri alveg til að fara í smá stafsetningar upprifjun svona áður en ég verð frægur rithöfundur), fara með hann heim, bíða svo með hjartað í buxunum eftir japanska skiptistúdentinum sem er að fara að skoða íbúðina mína, sýna henni íbúðina og þegar hún er farin, anda léttar og hlusta á diskinn. ég get ekki beðið!
mér fannst reyndar dáldið merkilegt þegar ég talaði við hana í símann áðan og ég var að segja henni að ég myndi bara hitta hana fyrir utan húsið mitt af því að ég er með enga dyrabjöllu og hún ekki með farsíma, ég dáist að því. ég sagði henni að ég væri með bleikt hár og myndi standa fyrir framan húsið svo hún myndi nú alls ekki fara fram hjá því. þá sagði hún mér að hún væri japönsk þannig að hún færi örugglega ekki fram hjá mér. fyndið. það er eitthvað politically rangt við þetta en samt ekki. ég myndi nefnilega aldrei nota svona lýsingu nema í gríni, og ég grínast mjög mikið með fólk af öðrum litarhætti og þroskahefta af því að ég er kvikindi. en samt aldrei í alvöru af því að af einhverjum ástæðum finnst mér það rangt. kannski er það bara önnur tegund af rasisma... þess vegna finnst mér merkilegt að hún noti þessa lýsingu um sjálfa sig, en hún má það náttúrulega...
egill helgason var hérna í búðinni að kaupa sér sorann dv, líklega af því að það er eitthvað um hann í þessum skeinipappír þjóðfélagsins. ég var að blaða í skilaboðaskjóðu pallsins þar sem eymósystur og stundum bræður láta móðann mása um lífið og tilveruna. egill helgasons horfði hvumsa á mig og spurði mig hvort ég væri að lesa dagbókina mína. þar sem að ég nennti ekki að útskýra þetta út í ystu æsar svaraði ég bara með jái. hann varð enn furðulegri á svipinn og ég sagði; "hvað, minn kæri egill?" og hann svaraði; "það er bara dáldið sjálfhverft að lesa í sinni eigin dagbók". "uss!" hugsaði ég og svaraði á móti; "og ekki að kaupa alltaf dv þegar að það er eitthvað um þig í því en annars lesa það frítt hérna í búðinni alla morgna hjá mér?" egill helgason rak upp hrossahlátur og hljóp út. skák og mát fyrir tinnu!
í dag er ég að fara að lesa bókina who was albert einstein?
blex.
í dag er ég að fara að lesa bókina who was albert einstein?
blex.
þriðjudagur
á föstudaginn næsta er ég að fara í afmæli til betu. ég get ekki sagt annað en að ég hlakki til enda er beta ekkert nema himneskur vanillubúðingur sem ég gæti alveg hugsað mér að drukkna í. hitt er annað að í afmælinu verður box- og brúnkukrems þema, þetta er semsé grímupartý. í fyrstu hugsaði ég mér að vera ein af þessum gellum sem eru alltaf á bikíníum á boxkeppnum og halda á töflum með lotustöðunni því að ég er alltof mikil dama til að vera boxari. en ég er ekki það sjálfsörugg í eigin skinni að ég gæti valsað um allt eingöngu á bikíníi þó ég sé nú fjandi foxí. svo að ég ætlaði að verða mér út um pels til að hylja mest allt en skilja smá eftir fyrir augun. það væri held ég líka ekkert slæm útkoma, tinna í bikíníi, háum hælum og pels... meira að segja ég fæ það í buxurnar. en þegar öllu er á botninn hvolft á ég ekki bikíní, ekki pels, ég hef engan sérstakan áhuga á að maka mig alla í brúnkukremi og ég á eins og alltaf enga peninga. verð ég þá bara að vera hvítur lesbíu-boxari í speedo skýlu af bibberti?
nú hefur leigusalinn minn tilkynnt mér að hún hafi hug á að finna nýja leigjendur fyrir íbúðina mína því bráðum yfirgef ég þessa holu. mig varðar ekkert um það, hún má alveg finna nýja leigjendur, nema hvað að það kemur á minn hlut að þurfa að sýna verðandi leigjendum íbúðina og svara spurningum í símann þar sem að leigusalinn minn býr í frakklandi. það veldur mér mikilli angist því ekki er ég bara með símafóbíu, heldur þjáist ég líka af félagsfælni og ég hlusta aldrei á talhólfið mitt. ég veit í rauninni ekki afhverju ég geng með farsíma. kannski af því að sms er yndisleg uppgötvun fyrir fólk með símafóbíu. hvers vegna hundskast ég ekki á þessa geðsjúklingafundi, ég er fyllilega efni í þá...
"góða kvöldið. ég heiti tinna og er 26 ára fiskur. ég þjáist af þunglyndi, kvíðaröskunum, félagsfælni, símafóbíu, köngulóarfóbíu, lofthræðslu, talhólfsfóbíu og ég pissa undir (gríííín, ég pissa ekki undir)."
"góða kvöldið. ég heiti tinna og er 26 ára fiskur. ég þjáist af þunglyndi, kvíðaröskunum, félagsfælni, símafóbíu, köngulóarfóbíu, lofthræðslu, talhólfsfóbíu og ég pissa undir (gríííín, ég pissa ekki undir)."
um daginn þegar ég var að labba heim og steig í ælu taldi ég líklegast að það væri vegna þess að sama dag hafði ég minnst á hérna á blogginu að mér þættu sum börn mjög leiðinleg. ég sannfærðist reyndar seinna um að þetta óhapp mitt hefði ekki átt sér stað af því að ég væri vond manneskja að agnúast út í börn, en það var eingöngu fyrir tilstuðlan þess eldri og vitrari. aftur á móti snérist mér hugur í dag þegar ég var að skera stolið rúnstykki í tvennt og skar mig í leiðinni í puttann. nú getur enginn sagt mér að allt sem gerist hafi ekki einhverskonar karma-íska ástæðu. ekki einu sinni "aldraði" rithöfundurinn. og nú ætla ég að halda áfram að lesa í góðri bók eftir "aldraða" rithöfundinn innan veggja míns örugga heimilis.
ég vaknaði dulítið leið í morgun. en þannig er það nú bara stundum og svo mætti ég of seint í vinnuna sem gerist mjög mjög mjöööög sjaldan af því að ég er þjóðverji og kann á klukku. eftir því sem leið á morguninn varð ég bara enn leiðari þangað til að í höfuð mitt laust einni snilldar hugdettu! ég endurraðaði sumarfríinu mínu og skeytti því við vinnulok mín hérna í pennanum sem að öllu jöfnu hefðu orðið föstudaginn 26. ágúst en með því að hliðra aðeins til og breyta mun seinasti vinnudagurinn minn verða 22. júlí!!!! ahaha!!! fingur mínir gráta af gleði þegar ég skrifa þessi orð. það kannski segir mér eitthvað að lund mín léttist alltaf mjög þegar ég tek ákvarðanir sem varða það að hætta í vinnunni... en nú hefst niðurtalning og í dag eru 51 vinnudagur þangað til að ég hætti í vinnunni. og það er alls ekki svo mikið skal ég ykkur segja.
see ya!
see ya!
mánudagur
fyrir all mörgum mánuðum síðan tók ég þá ákvörðun að hætta að fara á þann alræmda stað, sirkus, að skemmta mér. þangað hef ég vanið komur mínar á djamminu síðan í desember 1999 eða frá því að ég flutti aftur heim frá danmörku, bitur, fyrrverandi lesbía. ég ákvað að ölstofan yrði staðurinn minn nýji. finnst oftast hugguleg stemning þar, enginn að dansa ber að neðan með kókaín lekandi úr nösunum á sér og maður þarf ekki að vera í einhverjum þykjustu-týpuleik endalaust. en þetta er að sjálfsögðu bara mitt persónulega mat. og þó ég hafi ekkert farið út að skemmta mér að ráði upp á síðkastið finnst mér gott að vita af ölstofunni ef ég tæki upp á einhverjum skemmtanaskap. hins vegar brá mér heldur betur í brún í morgun þegar ég rak augun tilneydd í forsíðu dv. haldiði þá ekki að þar standi að bobby fischer sé byrjaður að venja komur sína á ölstofuna. barinn minn! er ekki nóg að hundinginn hafi stolið afmælisdeginum mínum? og það vita allir sem þekkja mig að mér er meinilla við þetta bobby fischer fíaskó allt saman. hvað nú? þarf ég að fara að hanga á pravda eða rex? ég er farin í bað með uggandi mikla fyrirtíðarspennu.
ohhh... ég er byrjuð að dauðkvíða fyrir þessum upplestri núna. ég er nefnilega mun feimnari en fólk trúir og mig langar hreint ekkert að gera þetta lengur. er m.a.s. búin að vera að gæla við hugmyndina seinasta klukkutímann um að hringja í manninn sem er með þetta og segja honum að amma mín hafi verið að deyja. það er eiginlega eina afsökunin sem mér dettur í hug... ekki get ég sagt honum að ég sé krónískur kvíðasjúklingur með lágt sjálfsmat og þunglyndi... andskotans aumingi er ég alltaf! ég mun aldrei sigrast á neinu. þetta er alveg eins og með stuðningshópinn sem geðhjálp er með fyrir þunglynda. einu sinni í viku, eitt andskotans kvöld í viku og ég þori ekki af því að ég er hrædd um að hinir þunglyndisskjúklingarnir séu annað hvort kexruglaðir með sígarettugula putta eða þá að þeim finnist ég ekki eiga það skilið að vera þarna... ég ætla að hringja í hann og segja að það hafi komið dáldið upp á. honum kemur ekkert við hvað. andskotans hvað ég hata sjálfa mig mikið núna.
áðan var kona að labba útúr búðinni með dóttur sinni. þær stoppuðu beint fyrir framan mig og mamman sagði; "vá! sjáðu stelpuna með bleika hárið???" og svo blikkaði hún mig... af hverju henti hún ekki bara í mig kexmulningi líka? ég horfði illilega á hana og sagði; "húsdýragarðurinn er við engjaveg í laugardalnum, ekki hér!" fólk er ótrúlegt....
æji, ég er orðin leið...
áðan var kona að labba útúr búðinni með dóttur sinni. þær stoppuðu beint fyrir framan mig og mamman sagði; "vá! sjáðu stelpuna með bleika hárið???" og svo blikkaði hún mig... af hverju henti hún ekki bara í mig kexmulningi líka? ég horfði illilega á hana og sagði; "húsdýragarðurinn er við engjaveg í laugardalnum, ekki hér!" fólk er ótrúlegt....
æji, ég er orðin leið...
eftir vinnu í dag er ég að fara að lesa inn á einhverskonar kennsluforit fyrir börn í stærðfræði. loksins kemur þessi furðulega rödd mín að einhverju gagni, ef ég þá á annað borð hleyp ekki heim grátandi og þori þessu ekki. stuðningur samstarfsfólks míns var líka sérstaklega uppörvandi og þá einna helst frá yfirmanni mínum. í fyrstu þegar ég sagði þeim að ég væri að fara að gera þetta fékk ég engin viðbrögð. svo minntist ég á að ég væri nú dáldið stressuð fyrir þetta, þá sagði yfirboðarinn; "ekki láta það bitna á okkur!" ekki huggulegt? hana dauðlangar kannski til að ég fari í vr með þá staðreynd undir hendinni að penninn borgar fólki með typpi hærri laun en öðrum...
sunnudagur
ég og bibbert vorum að leika okkur og ég tók eitt próf eins og það sem hann lét nemendur sína taka í tónlistarsögu. ég gerðist sniðug eins og mér einni er lagið og þóttist vera nemandi sem væri skotin í honum og lét símanúmerið mitt og ástarjátningu fylgja með þegar ég skilaði prófinu inn til einkunnargjafar. þetta er það sem hann skrifaði til baka til mín og mér finnst það fyndið:
tinna mín, ég er kennarinn þinn. það sem þú ert að upplifa heitir tilfinningarugl en er eðlilegt. ég er í föstu sambandi við konu sem ég elska mjög mikið. þú verður að skilja það að draumar þínir geta aldrei orðið að veruleika. talaðu við námsráðgjafa eða skólahjúkkuna, þau ættu að geta hjálpað þér í gegnum þetta.
hahahaha! er hann ekki fyndinn hann bibbert minn? enginn gæti hafnað manni á fallegri og klisjulegri hátt.
tinna mín, ég er kennarinn þinn. það sem þú ert að upplifa heitir tilfinningarugl en er eðlilegt. ég er í föstu sambandi við konu sem ég elska mjög mikið. þú verður að skilja það að draumar þínir geta aldrei orðið að veruleika. talaðu við námsráðgjafa eða skólahjúkkuna, þau ættu að geta hjálpað þér í gegnum þetta.
hahahaha! er hann ekki fyndinn hann bibbert minn? enginn gæti hafnað manni á fallegri og klisjulegri hátt.
komiði sæl.
ég er í minni vinnu í dag. það er allt í lagi, þýðir ekkert að vera að argast yfir því enda stutt vaktin og fyrir mér liggja huggulegheit í kvöld. ahhh... einsemd og subway. ég tók líka til heima hjá mér á föstudaginn svo að nú líður mér mun skár þar inni og páka er hætt að breima gluði sé lof. mér finnast helgarnar ekki fullkomnar nema að ég nái a.m.k. einu huggulegu einverukvöldi. ég veit fátt betra en að vera ein, það á sér að sjálfsögðu fraudíska útskýringu sem ég læt liggja milli hluta hér í dag en það tengist ekki á neinn hátt sjálfsköpuðum kynferðislegum unaði. það er bara svo indælt að vera ein, en að sjálfsögðu kemur samvera með bibberti þar næst á eftir.
ég tók þá ákvörðun áðan að reyna að sigrast á mánudagsangistinni frá og með morgundeginum, en þá er einmitt mánudagur.
1. ég ætla alltaf að vera mjög fín á mánudögum, mér finnst svo gaman að vera fín
2. ég ætla alltaf að hafa extra góðan kvöldmat á mánudögum (hugmynd maríönnu, þjáningasystir mín í þýska stálhnefanum)
3. survivor og lost eru alltaf á mánudögum í sjónvarpinu, i love it!
þetta er það eina, enn sem komið er. en allar góðar hugmyndir eru vel þegnar.
birta besta skinn kemur 20. maí og það verður dásmalegt og kærkomið uppbrot á hversdagsleikanum. ég get ekki beðið...
ég er í minni vinnu í dag. það er allt í lagi, þýðir ekkert að vera að argast yfir því enda stutt vaktin og fyrir mér liggja huggulegheit í kvöld. ahhh... einsemd og subway. ég tók líka til heima hjá mér á föstudaginn svo að nú líður mér mun skár þar inni og páka er hætt að breima gluði sé lof. mér finnast helgarnar ekki fullkomnar nema að ég nái a.m.k. einu huggulegu einverukvöldi. ég veit fátt betra en að vera ein, það á sér að sjálfsögðu fraudíska útskýringu sem ég læt liggja milli hluta hér í dag en það tengist ekki á neinn hátt sjálfsköpuðum kynferðislegum unaði. það er bara svo indælt að vera ein, en að sjálfsögðu kemur samvera með bibberti þar næst á eftir.
ég tók þá ákvörðun áðan að reyna að sigrast á mánudagsangistinni frá og með morgundeginum, en þá er einmitt mánudagur.
1. ég ætla alltaf að vera mjög fín á mánudögum, mér finnst svo gaman að vera fín
2. ég ætla alltaf að hafa extra góðan kvöldmat á mánudögum (hugmynd maríönnu, þjáningasystir mín í þýska stálhnefanum)
3. survivor og lost eru alltaf á mánudögum í sjónvarpinu, i love it!
þetta er það eina, enn sem komið er. en allar góðar hugmyndir eru vel þegnar.
birta besta skinn kemur 20. maí og það verður dásmalegt og kærkomið uppbrot á hversdagsleikanum. ég get ekki beðið...
föstudagur
ég hef ekki getað státað af sérstaklega góðu skapi í dag enda illa sofin. blessunin hún páka hélt fyrir mér vöku meira og minna alla nóttina með tregafullum gredduhljóðum sínum. hvur andskotinn! ég er að reyna að hatast ekki út í vesalings kattarskinnið enda er þetta alfarið á minni könnu. mér að kenna að hafa ekki hirt betur um að gefa henni pilluna. en ég verð að viðurkenna að ég fyllist dálitlum viðbjóði þegar hún nuddar sér ákaflega sexúalískt upp við mig og skilur eftir sig blauta bletti í sófanum. það er naumast! ég þakka gluði fyrir að þjást ekki af þessum vandamálum, þá er nú skárra að vera a-sexual held ég.
en nú ber mér að birta niðurstöðurnar úr kirsuberinu. en fyrst allar myndirnar sem ég sá í þeirri röð sem ég sá þær:
garden state
kinsey
downfall
i heart huckabees
the woodsman
education of shelby knox
vera drake
darkness
what the bleep do we know
napoleon dynamite
rúsínan (skammarverlaun): darkness
hindberið (3. verðlaun): napoleon dynamite
jarðaberið (2. verðlaun): education of shelby knox
kirsuberið (1. verðlaun): garden state
ég vil þakka öllum þátttökuna og ánægjuna og skemmtunina sem þið færðuð mér.
klikk.
en nú ber mér að birta niðurstöðurnar úr kirsuberinu. en fyrst allar myndirnar sem ég sá í þeirri röð sem ég sá þær:
garden state
kinsey
downfall
i heart huckabees
the woodsman
education of shelby knox
vera drake
darkness
what the bleep do we know
napoleon dynamite
rúsínan (skammarverlaun): darkness
hindberið (3. verðlaun): napoleon dynamite
jarðaberið (2. verðlaun): education of shelby knox
kirsuberið (1. verðlaun): garden state
ég vil þakka öllum þátttökuna og ánægjuna og skemmtunina sem þið færðuð mér.
klikk.
ja hérna!
nú keppast þjóðir heimsins við að biðja hvor aðra afsökunar á einhverju sem þær gerðu hvor annari í seinni heimstyrjöldinni eða í öðrum átökum. og þjóðhöfðingjar pressa á hvorn annan að biðjast afsökunar á fortíðinni. mér þætti sérlega torkennilegt ef að afi minn hefði á sínum yngri árum gert einhverjum öðrum ungum manni eitthvað og ég þyrfti svo að biðja afabarn þessa manns afsökunar fyrir gjörðir afa míns. eins og að ég hefði einhverju um þessar gjörðir ráðið... ákaflega furðulegt!
nú keppast þjóðir heimsins við að biðja hvor aðra afsökunar á einhverju sem þær gerðu hvor annari í seinni heimstyrjöldinni eða í öðrum átökum. og þjóðhöfðingjar pressa á hvorn annan að biðjast afsökunar á fortíðinni. mér þætti sérlega torkennilegt ef að afi minn hefði á sínum yngri árum gert einhverjum öðrum ungum manni eitthvað og ég þyrfti svo að biðja afabarn þessa manns afsökunar fyrir gjörðir afa míns. eins og að ég hefði einhverju um þessar gjörðir ráðið... ákaflega furðulegt!
fimmtudagur
æji mér leiðist. og páka er að breima... önnur lota. ég er bara að bíða eftir "rerun" af antm af því að ég missti af þeim stúlkum í gær. í dag er ég búin að borða eina grillaða samloku með osti og skinku, einhverja hollustu samloku með möndlum og kalkúnaskinku í brauði sem bragðaðist eins og táfýla... ímynda ég mér... heilan snakkpoka, takk fyrir takk! (ég kenni þynnkunni um) og þessu öllu skolaði ég niður með ótæpilegu magni af kóki. ég er líka búin að keðjureykja í allan dag. ughhh... ég ætla bara að borða kotasælu og skyr á morgun og horfa á nakinn og afmyndaðan líkama minn í speglinum og slá sjálfa mig utan undir. nei, grín.
ég er alveg að missa stjórn á mér útaf breimhljóðunum í páku. þetta eru óbærileg hljóð sem virðast koma úr iðrum helvítis.
ég minni á úrslit kirsubersins, verðlaunaafhendinguna fyrir bestu myndina á alþjóðlegu kvikmyndahátíðinni. hátíðin verður annað kvöld og munu úrslitin verða kynnt hér á síðunni minni.
blex.
ég er alveg að missa stjórn á mér útaf breimhljóðunum í páku. þetta eru óbærileg hljóð sem virðast koma úr iðrum helvítis.
ég minni á úrslit kirsubersins, verðlaunaafhendinguna fyrir bestu myndina á alþjóðlegu kvikmyndahátíðinni. hátíðin verður annað kvöld og munu úrslitin verða kynnt hér á síðunni minni.
blex.
ahhhh....
fædd er lítil stúlka! hún sigrún erla, elsku vinkona og vinnufélagi, gaut í morgun lítilli stúlku í þennan heim. mér fipaðist reyndar í spádómsgáfunni því ég hélt allan tímann að þetta yrði lítill piltur sem mér fannst að ætti að heita elvis, en það skiptir ekki öllu. það sem skiptir öllu máli er að krílið er heilbrigt og fæddist organdi. ég stakk því upp á því að nafnið tinna yrði notað á barnið, það ku henta vel organdi fólki. ég tala af reynslu...
annars er ég með eindæmum þunn í dag og komin með tremma af kaffidrykkju. ég nenni ekki út þó ég þurfi þess því garnirnar er byrjaðar að gaula og í ískápnum mínum er ekkert nema mosaklæddur ostur og útrunninn ananasdjús.
það var frábært á kvennakvöldinu í gær með stóru systur, systurdótturinni og hinum kvensunum. við fórum á hornið að borða þar sem að þjónustan var með eindæmum léleg og kata systir sýndi skapgerðarbresti yfir því. það er ágætt, það eru þá fleiri en ég í fjölskyldunni með bresti skapgerðar. eftir matinn og mikinn afslátt og rauðvín færðum við okkur yfir á apótek þar sem mikið var rætt, allt frá barneignum til alsheimer. og eins og ég sagði ykkur í gær smakkaði ég í fyrsta skipti cosmopolitan kokteil. mikið rosalega er það góður drykkur og rennur ljúflega niður. það er nýji drykkurinn minn! það virtist reyndar vera einhver samkoma kvenna á apóteki sem vinna á þeim frambærilega vinnustað goldfinger. a.m.k. var sérlega mikið um mjög brúnar og mjóar konur þarna með stinn brjóst og ljósar hárlengingar. ég varð sérlega drukkin og var blessunarlega sótt af manninum mínum á einhverju götuhorni þarna í austurstrætinu því ég hefði tæplega ratað beint heim. mikið er ég glöð að vera í fríi í dag...
annars er móðir mín á leiðinni hingað til landsins í flugvél í þessum skrifuðu orðum. ég er ekki viss um hvort hún sé að koma frá írlandi eða skotlandi. er það kannski sama landið? en þar fagnaði hún fimmtugs afmæli sínu fyrir tæpri viku síðan með stjúppabba mínum. ég var fyrir löngu búin að ákveða að koma henni á óvart á afmælinu sínu og mig grunar að mér sé að fara að takast það... ég er búin að hlusta á mömmu tala um hvað hana langi mikið í brauðvél seinustu árin en hún hefur samt aldrei keypt sér slíkan grip. svo að í gær fór ég og festi kaup í einni slíkri vél, með aðstoð bibberts að sjálfsögðu. brauðvélar eru ekki gefins skal ég segja ykkur. ég keypti líka uppskriftarbók sem heitir bakað í brauðvél, brenndi á diska 50 ákaflega væmin lög sem ég veit að mamma kanna að meta... enya, bette midler og svoleiðis viðbjóður. eitt lag fyrir hvert ár... ég keypti síðan blóm og fékk eina svona risastóra mynd af mér í vinnunni sem var notuð í öllum pennabúðunum því mömmu langaði svo mikið í þannig. ég og bibbert fórum svo heim til hennar í gær og stilltum öllu rosa fínt upp og ég hengdi myndina líka upp. ég hlakka svo til þegar hún kemur heim til sín á eftir og sér þetta. hún á eftir að fara yfirum af gleði. djöfull vona ég að hún fari að grenja... af gleði að sjálfsögðu. það er takmarkið.
ég verð að fara að borða núna. takk fyrir gott hól albert! þú ert örugglega ekki sem verstur sjálfur.
see ya!
fædd er lítil stúlka! hún sigrún erla, elsku vinkona og vinnufélagi, gaut í morgun lítilli stúlku í þennan heim. mér fipaðist reyndar í spádómsgáfunni því ég hélt allan tímann að þetta yrði lítill piltur sem mér fannst að ætti að heita elvis, en það skiptir ekki öllu. það sem skiptir öllu máli er að krílið er heilbrigt og fæddist organdi. ég stakk því upp á því að nafnið tinna yrði notað á barnið, það ku henta vel organdi fólki. ég tala af reynslu...
annars er ég með eindæmum þunn í dag og komin með tremma af kaffidrykkju. ég nenni ekki út þó ég þurfi þess því garnirnar er byrjaðar að gaula og í ískápnum mínum er ekkert nema mosaklæddur ostur og útrunninn ananasdjús.
það var frábært á kvennakvöldinu í gær með stóru systur, systurdótturinni og hinum kvensunum. við fórum á hornið að borða þar sem að þjónustan var með eindæmum léleg og kata systir sýndi skapgerðarbresti yfir því. það er ágætt, það eru þá fleiri en ég í fjölskyldunni með bresti skapgerðar. eftir matinn og mikinn afslátt og rauðvín færðum við okkur yfir á apótek þar sem mikið var rætt, allt frá barneignum til alsheimer. og eins og ég sagði ykkur í gær smakkaði ég í fyrsta skipti cosmopolitan kokteil. mikið rosalega er það góður drykkur og rennur ljúflega niður. það er nýji drykkurinn minn! það virtist reyndar vera einhver samkoma kvenna á apóteki sem vinna á þeim frambærilega vinnustað goldfinger. a.m.k. var sérlega mikið um mjög brúnar og mjóar konur þarna með stinn brjóst og ljósar hárlengingar. ég varð sérlega drukkin og var blessunarlega sótt af manninum mínum á einhverju götuhorni þarna í austurstrætinu því ég hefði tæplega ratað beint heim. mikið er ég glöð að vera í fríi í dag...
annars er móðir mín á leiðinni hingað til landsins í flugvél í þessum skrifuðu orðum. ég er ekki viss um hvort hún sé að koma frá írlandi eða skotlandi. er það kannski sama landið? en þar fagnaði hún fimmtugs afmæli sínu fyrir tæpri viku síðan með stjúppabba mínum. ég var fyrir löngu búin að ákveða að koma henni á óvart á afmælinu sínu og mig grunar að mér sé að fara að takast það... ég er búin að hlusta á mömmu tala um hvað hana langi mikið í brauðvél seinustu árin en hún hefur samt aldrei keypt sér slíkan grip. svo að í gær fór ég og festi kaup í einni slíkri vél, með aðstoð bibberts að sjálfsögðu. brauðvélar eru ekki gefins skal ég segja ykkur. ég keypti líka uppskriftarbók sem heitir bakað í brauðvél, brenndi á diska 50 ákaflega væmin lög sem ég veit að mamma kanna að meta... enya, bette midler og svoleiðis viðbjóður. eitt lag fyrir hvert ár... ég keypti síðan blóm og fékk eina svona risastóra mynd af mér í vinnunni sem var notuð í öllum pennabúðunum því mömmu langaði svo mikið í þannig. ég og bibbert fórum svo heim til hennar í gær og stilltum öllu rosa fínt upp og ég hengdi myndina líka upp. ég hlakka svo til þegar hún kemur heim til sín á eftir og sér þetta. hún á eftir að fara yfirum af gleði. djöfull vona ég að hún fari að grenja... af gleði að sjálfsögðu. það er takmarkið.
ég verð að fara að borða núna. takk fyrir gott hól albert! þú ert örugglega ekki sem verstur sjálfur.
see ya!
æjj, ég er svo full og með hiksta. ég er búin að drekka nokkur rauðvínsglös, sjávarréttrsúpu, einn bjór, tvo cosmopolitan og einn mojito sem er kokteill með laufblöðum í og bragðast eins og kattapiss. ég hafði reyndar aldrei áður smakkað cosmopolitan, eins og ég elska nú sex and the city. ansi hreint góður safi, já!
by, ég verð að fara að lúlla ég er svo tipsí.
by, ég verð að fara að lúlla ég er svo tipsí.
þriðjudagur
jæja...
hér sit ég, nýþvegin og fín með hárið í shocing pink marineringu. það er hið mesta púl að halda þessum bleika hárlubba við en ég legg það á mig fyrir gleðina sem það færir mér. ég verð líka að vera fín fyrir annað kvöld þegar ég fer á kvennakvöldið með stóru systur og fleiri kvensum. ég veit líka að stóra systir er sérstaklega hrifin af bleika hárlitnum mínum (kaldhæðið grín).
stolkerinn sem ég eignaðist í gær og hræddi úr mér líftóruna kom ekki í búðina í dag til að terrorræsa mig. það afsannar líklega að hann sé stolker. koma þeir ekki við sögu á hverjum degi? en aftur á móti datt ég í stiganum í vinnunni sem mér fannst sérstaklega leiðinlegt og niðurlægjandi. auk þess sem að það kom gat á sokkabuxurnar mínar í fallinu. og ég át mjög ótæpilega af súkkulaði frá opal með appelsínubragði. ég veit ekki hvort það er það eða salmonellukjúklingurinn sem ég og bibbert átum í kvöldmat sé að valda vandræðum í iðrum mínum núna en mér er ansi illt í mallanum.
yngri kisan mín, hún dimmalimm hefur að öllu leyti tekið mig í sátt og virðist nú líta á mig sem mömmu sína en ekki einhvern drjóla neðar í fæðukeðjunni en hún. hún er semsé hætt að naga á mér hendurnar og handleggina. nú nagar húna bara hausinn á páku. dimmalimm er sérlega fyndinn köttur og það mesta matargat sem ég hef á ævinni vitað. kannski fyrir utan bibbert... að þessi litli líkami sem vegur ekki meira en ein fjöður geti verið svona botnlaus er mér illskiljanlegt. og hljóðin í henni... bara að ég gæti lýst þeim fyrir ykkur. það eru svona hástemmd kurrhljóð sem koma frá henni og hún mjálmar mjög sjaldan. ekki nema þegar hún er búin að hringa sig í klósettvaskinum og vill að ég klappi sér. þá heyrist ómælanlegt mjálm í henni, hæsta tóntegund sem ég hef heyrt koma úr kattarmunni. litla krúttisprengjan mín...
ég og bibbert erum að fara í para-matarboð á laugardaginn til auðar and her lover með hara og heiðu. ég hlakka rosa til. það er gaman að eiga paravini og fara í matarboð til þeirra. dáldið fullorðinslegt. ég er að vona að það verði svona matarhringur úr þessu með reglulegum matarboðum. þetta byrjaði á hara og heiðu, þessum giftu í hlíðunum, svo er það núna auður and her lover og ætli ég og bibbert séum svo ekki næst... kannski þegar ég er flutt til hans. úff! það er eitthvað sem ég get ekki beðið eftir.
en nú verð ég að fara að skola marineringuna úr hausnum á mér.
see ya!
hér sit ég, nýþvegin og fín með hárið í shocing pink marineringu. það er hið mesta púl að halda þessum bleika hárlubba við en ég legg það á mig fyrir gleðina sem það færir mér. ég verð líka að vera fín fyrir annað kvöld þegar ég fer á kvennakvöldið með stóru systur og fleiri kvensum. ég veit líka að stóra systir er sérstaklega hrifin af bleika hárlitnum mínum (kaldhæðið grín).
stolkerinn sem ég eignaðist í gær og hræddi úr mér líftóruna kom ekki í búðina í dag til að terrorræsa mig. það afsannar líklega að hann sé stolker. koma þeir ekki við sögu á hverjum degi? en aftur á móti datt ég í stiganum í vinnunni sem mér fannst sérstaklega leiðinlegt og niðurlægjandi. auk þess sem að það kom gat á sokkabuxurnar mínar í fallinu. og ég át mjög ótæpilega af súkkulaði frá opal með appelsínubragði. ég veit ekki hvort það er það eða salmonellukjúklingurinn sem ég og bibbert átum í kvöldmat sé að valda vandræðum í iðrum mínum núna en mér er ansi illt í mallanum.
yngri kisan mín, hún dimmalimm hefur að öllu leyti tekið mig í sátt og virðist nú líta á mig sem mömmu sína en ekki einhvern drjóla neðar í fæðukeðjunni en hún. hún er semsé hætt að naga á mér hendurnar og handleggina. nú nagar húna bara hausinn á páku. dimmalimm er sérlega fyndinn köttur og það mesta matargat sem ég hef á ævinni vitað. kannski fyrir utan bibbert... að þessi litli líkami sem vegur ekki meira en ein fjöður geti verið svona botnlaus er mér illskiljanlegt. og hljóðin í henni... bara að ég gæti lýst þeim fyrir ykkur. það eru svona hástemmd kurrhljóð sem koma frá henni og hún mjálmar mjög sjaldan. ekki nema þegar hún er búin að hringa sig í klósettvaskinum og vill að ég klappi sér. þá heyrist ómælanlegt mjálm í henni, hæsta tóntegund sem ég hef heyrt koma úr kattarmunni. litla krúttisprengjan mín...
ég og bibbert erum að fara í para-matarboð á laugardaginn til auðar and her lover með hara og heiðu. ég hlakka rosa til. það er gaman að eiga paravini og fara í matarboð til þeirra. dáldið fullorðinslegt. ég er að vona að það verði svona matarhringur úr þessu með reglulegum matarboðum. þetta byrjaði á hara og heiðu, þessum giftu í hlíðunum, svo er það núna auður and her lover og ætli ég og bibbert séum svo ekki næst... kannski þegar ég er flutt til hans. úff! það er eitthvað sem ég get ekki beðið eftir.
en nú verð ég að fara að skola marineringuna úr hausnum á mér.
see ya!
mánudagur
afsakið, en er það furða þó að maður sé smá rasisti? ég var að koma heim úr vinnunni, fyrir 10 mínútum síðan og ég er dauðskelkuð....
ég ákvað að kíkja aðeins inn í marimekko á leiðinni heim í dag til að brjóta aðeins upp þetta reglubundna munstur að fara beinustu leið heim alltaf eftir vinnu. það er svosum ekki í frásögu færandi nema á leiðinni út úr búðinni er allt í einu kominn maður við hliðana á mér. samtal okkar fór allt fram á ensku þar sem að hann var augljóslega frá einhverju 3. heims landi (kaldhæðið grín og ekki...) en ég ætla að skrifa það á íslensku. hann byrjaði á því að segja; "hey, rauða stelpa" (það vill svo til að ég var í rauðu kápunni minni í dag með rautt sjal og rauða hanska þó mér finnist það engin ástæða fyrir erlenda perverta að nálgast mig). ég ákvað bara að labba áfram og leiða þetta hjá mér enda var mér það kennt í æsku. en hann labbaði bara þétt upp við mig, svona óþægilega nálægt og fór að spyrja mig hvað ég héti, hvar ég ynni, hvar ég ætti heima o.þ.h. ég velti því reyndar fyrir mér um stund að ég væri kannski að vera of vænisjúk, kannski væri þetta bara einmana nýbúi í leit að vinum. svo ég sá því ekkert til fyrirstöðu að segja honum hvað ég héti. tók það samt fram að ég ætti mann, semsé væri gift. fannst ég vera eitthvað öruggari fyrir það. en svo fór hann að tala mjög furðulega. vildi ekki segja mér hvað hann héti þegar ég spurði hann og sagðist vera hérna á íslandi með annan tilgang en flestir og hann gerði ekkert annað en að labba alllan daginn af því að það væri hægt að labba endalaust hérna án þess að lenda neinsstaðar. svo spurði hann hvað ég ætlaði að gera í kvöld og hvort hann mætti hitta mig og fór að segja að maðurinn minn passaði ekki við mig af því að ég væri rauð og hann svartur og bla bla bla.... ég var eiginlega orðin dáldið hrædd þarna af því að ég var stutt frá heimili mínu og ég vil ekki að þessi maður viti hvar ég á heima svo að ég sagðist þurfa að fara inn í mál og menningu. þar faldi ég mig í dágóða stund þangað til að ég þorði aftur heim. og nú er ég dauðhrædd um að þessi gaur byrji að stolka mig. æj æj.... ég ætla undir sæng.
p.s. óska eftir lífverði.
ég ákvað að kíkja aðeins inn í marimekko á leiðinni heim í dag til að brjóta aðeins upp þetta reglubundna munstur að fara beinustu leið heim alltaf eftir vinnu. það er svosum ekki í frásögu færandi nema á leiðinni út úr búðinni er allt í einu kominn maður við hliðana á mér. samtal okkar fór allt fram á ensku þar sem að hann var augljóslega frá einhverju 3. heims landi (kaldhæðið grín og ekki...) en ég ætla að skrifa það á íslensku. hann byrjaði á því að segja; "hey, rauða stelpa" (það vill svo til að ég var í rauðu kápunni minni í dag með rautt sjal og rauða hanska þó mér finnist það engin ástæða fyrir erlenda perverta að nálgast mig). ég ákvað bara að labba áfram og leiða þetta hjá mér enda var mér það kennt í æsku. en hann labbaði bara þétt upp við mig, svona óþægilega nálægt og fór að spyrja mig hvað ég héti, hvar ég ynni, hvar ég ætti heima o.þ.h. ég velti því reyndar fyrir mér um stund að ég væri kannski að vera of vænisjúk, kannski væri þetta bara einmana nýbúi í leit að vinum. svo ég sá því ekkert til fyrirstöðu að segja honum hvað ég héti. tók það samt fram að ég ætti mann, semsé væri gift. fannst ég vera eitthvað öruggari fyrir það. en svo fór hann að tala mjög furðulega. vildi ekki segja mér hvað hann héti þegar ég spurði hann og sagðist vera hérna á íslandi með annan tilgang en flestir og hann gerði ekkert annað en að labba alllan daginn af því að það væri hægt að labba endalaust hérna án þess að lenda neinsstaðar. svo spurði hann hvað ég ætlaði að gera í kvöld og hvort hann mætti hitta mig og fór að segja að maðurinn minn passaði ekki við mig af því að ég væri rauð og hann svartur og bla bla bla.... ég var eiginlega orðin dáldið hrædd þarna af því að ég var stutt frá heimili mínu og ég vil ekki að þessi maður viti hvar ég á heima svo að ég sagðist þurfa að fara inn í mál og menningu. þar faldi ég mig í dágóða stund þangað til að ég þorði aftur heim. og nú er ég dauðhrædd um að þessi gaur byrji að stolka mig. æj æj.... ég ætla undir sæng.
p.s. óska eftir lífverði.
góðan daginn!
ég er í miklu mánudagsangistarkasti í dag. mér finnst þessi mánudagur viðbjóður. í fyrsta lagi var ískalt í íbúðinni minni þegar ég vaknaði í morgun, og ég vaknaði bara af því að kötturinn minn annar var að bryðja á mér hárið. mjög ógeðfelt hljóð. svo þurfti ég að fara í bankann og biðja um hærri yfirdrátt sem mér er meinilla við en ég þurfti þess að því að ég er svo blönk að ég gat ekki einu sinni borgað leiguna. ég átti reyndar von á að fá nei en mér til mikillar gleði fékk ég já. en bara akkúrat til að borga reikningana. svo maí verður ekki neinn eyðslu mánuður. bara rúv og hafragrautur og götóttar nærbuxur. og svo er byrjað að snjóa...
ég er í miklu mánudagsangistarkasti í dag. mér finnst þessi mánudagur viðbjóður. í fyrsta lagi var ískalt í íbúðinni minni þegar ég vaknaði í morgun, og ég vaknaði bara af því að kötturinn minn annar var að bryðja á mér hárið. mjög ógeðfelt hljóð. svo þurfti ég að fara í bankann og biðja um hærri yfirdrátt sem mér er meinilla við en ég þurfti þess að því að ég er svo blönk að ég gat ekki einu sinni borgað leiguna. ég átti reyndar von á að fá nei en mér til mikillar gleði fékk ég já. en bara akkúrat til að borga reikningana. svo maí verður ekki neinn eyðslu mánuður. bara rúv og hafragrautur og götóttar nærbuxur. og svo er byrjað að snjóa...
sunnudagur
er kk eitthvert "poster child" fyrir 1. maí? það er ekki búið að vera spilað neitt nema lög með honum í útvarpinu í allan morgun!
ég var að ljúka við dýrindis fiskisúpu sem maðurinn minn eldaði. hann kom hérna með hana handa mér í krukku svo frúin hefði eitthvað að borða í dag. er hann ekki huggulegur hann bibbert minn?
ég var að ljúka við dýrindis fiskisúpu sem maðurinn minn eldaði. hann kom hérna með hana handa mér í krukku svo frúin hefði eitthvað að borða í dag. er hann ekki huggulegur hann bibbert minn?
góðan og gleðilegan sunnudag börnin mín!
þetta hefur verið hin skemmtilegasta helgi sem ég mun ljúka með fataþvottum í tonnavís heima hjá manni mínum. ætli ég taki því svo ekki rólega í kvöld yfir einhverri amerískri klisjubíómynd.
ég bauð til mín nokkrum vinum á föstudaginn í bjórdrykkju og spilerí. ég var ekki í stuði þrátt fyrir að hafa reynt að pína mig í það og sofnaði ofurölvi snemma. það hélt þó ekki aftur af gestunum sem dunduðu sér við spil fram eftir nóttu. ég held það a.m.k. en get ekki verið viss því ég "sofnaði" uppi í rúmi í öllum fötunum. ég er núna að gæla við þá hugmynd að halda eitthvert gott og fjörugt vor/sumar partý. kannski ég setji upp tjald og slái upp dansleik með opnu grilli og bar. væri það ekki huggulegt?
í gær, laugardag tók ég einn laugaveg með gulla mínum og olli honum angist í "post" fullu ástandi með háðsglósur í garð annara vegfarenda og mikilli vænisýki sem ég þjáist mjög oft af. ég og bibbert fórum svo á einhverja glamúr boðssýningu um kvöldið í smárabíói á heimildarmyndina gargandi snilld sem fjallar um íslenska tónlistarflóru. þetta var ansi hreint ágæt mynd og fyllti mig þjóðernisstolti. ég fékk líka margoft hroll af mikilli upplifun, sérstaklega þegar sigurrós og björk voru sýnd í öllu sínu veldi á tónleikum. ég tók í framhaldi af því ákvörðun um að ég ætla á næstu sigurrósar og bjarkar tónleika. það gladdi svo mitt litla hjarta óskaplega mikið þegar mín var getið í "sérstakar þakkir" listanum. það kitlaði líka hégómagirndina örlítið verð ég að viðurkenna. hann bibbert veit sko hverju litla músin sín hefur gaman af... eftir myndina var boðið í eitthvert partý á rex. þar myndi ég ekki láta sjá mig deyjandi með holdsveiki svo ég fór heim í kotið. ég hélt svo vöku fyrir sjálfri mér með þannkagangi uns klukkan var langt gengin í 4. ég var líka myrkfælin því ég asnaðist til að horfa á trailera úr væntanlegum kvikmyndum á internetinu. það voru semsé allt hryllingsmyndir um einhverja "undead" og það gerði mig logandi hrædda. ég tók eftir því að það er sérstaklega mikið um þess lags myndir núna. dawn of the dead hrinti af stað einhverri bylgju þarna um daginn.
á föstudaginn var ég beðin um að sitja aftur fyrir á mynd fyrir einhverja nýja auglýsingarherferð hjá pennanum. ég veit ekki hvenær myndatakan á að fara fram en "þeir" mættu alveg drífa sig því bleika hárið fer brátt að fjúka. og ég ætla ekki að selja sjálfa mig ódýrt í þetta skiptið því ég ætla að biðja um týpubónus eða hárlitunarstyrk fyrir bleika hárið. það er ekki ódýrt að vera með bleikt hár. en það er gaman að yfirboðurunum finnist ég svo sæt að þeir vilji aftur festa mig á mynd. það kitlar líka hégómagirndina. ég hef reyndar dulítið verið að velta því fyrir mér að halda bleika hárinu eitthvað áfram. þá þyrfti ég að fara á einhverja hárklippistofu og fá rótina aflitaða fyrir mig áður en langt um líður. reyndar finnst mér djöfullegt að fara á hárklippistofur. ekki bara af því að það er fáránlega dýrt heldur líka af því að mér líður alltaf mjög líkt þar og þegar ég fer til kvensjúkdómalæknis. þeir sem þekkja það vita hvað ég meina.
á föstudaginn fór ég líka upp í háskóla og kláraði að skrá mig formlega og borgaði staðfestingargjaldið sem gerði það að verkum að núna á ég ENGA peninga. ég veit ekki alveg hvernig ég á að þrífa mig af þeim drullupolli, en ég er samt glöð því þetta er allt komið á hreint og ef gluð lofar og ég verð ekki keyrð niður af 18 hjóla trukknum á miklubrautinni sem ásækir mig í martröðum mínum mun ég hefja nám í háskólanum næsta haust í bókmenntafræðinni. 20 einingar í fornám og svo bara beint út í djúpu laugina, mastersnámið.
þessi nýja vika lofar góðu. í fyrsta lagi er þetta ekki heil vinnuvika, minni mánudagsangist og í öðru lagi er ég að fara á kvennakvöld með stóru systur minni, systurdóttur og öðrum kvennsum. þá ætlum við að fara á hornið að borða og drekka rauðvín. skemmtilegt!
jæja, ég ætla að fara að þrífa þvotta. hafið það gott í dag sem og aðra daga.
þetta hefur verið hin skemmtilegasta helgi sem ég mun ljúka með fataþvottum í tonnavís heima hjá manni mínum. ætli ég taki því svo ekki rólega í kvöld yfir einhverri amerískri klisjubíómynd.
ég bauð til mín nokkrum vinum á föstudaginn í bjórdrykkju og spilerí. ég var ekki í stuði þrátt fyrir að hafa reynt að pína mig í það og sofnaði ofurölvi snemma. það hélt þó ekki aftur af gestunum sem dunduðu sér við spil fram eftir nóttu. ég held það a.m.k. en get ekki verið viss því ég "sofnaði" uppi í rúmi í öllum fötunum. ég er núna að gæla við þá hugmynd að halda eitthvert gott og fjörugt vor/sumar partý. kannski ég setji upp tjald og slái upp dansleik með opnu grilli og bar. væri það ekki huggulegt?
í gær, laugardag tók ég einn laugaveg með gulla mínum og olli honum angist í "post" fullu ástandi með háðsglósur í garð annara vegfarenda og mikilli vænisýki sem ég þjáist mjög oft af. ég og bibbert fórum svo á einhverja glamúr boðssýningu um kvöldið í smárabíói á heimildarmyndina gargandi snilld sem fjallar um íslenska tónlistarflóru. þetta var ansi hreint ágæt mynd og fyllti mig þjóðernisstolti. ég fékk líka margoft hroll af mikilli upplifun, sérstaklega þegar sigurrós og björk voru sýnd í öllu sínu veldi á tónleikum. ég tók í framhaldi af því ákvörðun um að ég ætla á næstu sigurrósar og bjarkar tónleika. það gladdi svo mitt litla hjarta óskaplega mikið þegar mín var getið í "sérstakar þakkir" listanum. það kitlaði líka hégómagirndina örlítið verð ég að viðurkenna. hann bibbert veit sko hverju litla músin sín hefur gaman af... eftir myndina var boðið í eitthvert partý á rex. þar myndi ég ekki láta sjá mig deyjandi með holdsveiki svo ég fór heim í kotið. ég hélt svo vöku fyrir sjálfri mér með þannkagangi uns klukkan var langt gengin í 4. ég var líka myrkfælin því ég asnaðist til að horfa á trailera úr væntanlegum kvikmyndum á internetinu. það voru semsé allt hryllingsmyndir um einhverja "undead" og það gerði mig logandi hrædda. ég tók eftir því að það er sérstaklega mikið um þess lags myndir núna. dawn of the dead hrinti af stað einhverri bylgju þarna um daginn.
á föstudaginn var ég beðin um að sitja aftur fyrir á mynd fyrir einhverja nýja auglýsingarherferð hjá pennanum. ég veit ekki hvenær myndatakan á að fara fram en "þeir" mættu alveg drífa sig því bleika hárið fer brátt að fjúka. og ég ætla ekki að selja sjálfa mig ódýrt í þetta skiptið því ég ætla að biðja um týpubónus eða hárlitunarstyrk fyrir bleika hárið. það er ekki ódýrt að vera með bleikt hár. en það er gaman að yfirboðurunum finnist ég svo sæt að þeir vilji aftur festa mig á mynd. það kitlar líka hégómagirndina. ég hef reyndar dulítið verið að velta því fyrir mér að halda bleika hárinu eitthvað áfram. þá þyrfti ég að fara á einhverja hárklippistofu og fá rótina aflitaða fyrir mig áður en langt um líður. reyndar finnst mér djöfullegt að fara á hárklippistofur. ekki bara af því að það er fáránlega dýrt heldur líka af því að mér líður alltaf mjög líkt þar og þegar ég fer til kvensjúkdómalæknis. þeir sem þekkja það vita hvað ég meina.
á föstudaginn fór ég líka upp í háskóla og kláraði að skrá mig formlega og borgaði staðfestingargjaldið sem gerði það að verkum að núna á ég ENGA peninga. ég veit ekki alveg hvernig ég á að þrífa mig af þeim drullupolli, en ég er samt glöð því þetta er allt komið á hreint og ef gluð lofar og ég verð ekki keyrð niður af 18 hjóla trukknum á miklubrautinni sem ásækir mig í martröðum mínum mun ég hefja nám í háskólanum næsta haust í bókmenntafræðinni. 20 einingar í fornám og svo bara beint út í djúpu laugina, mastersnámið.
þessi nýja vika lofar góðu. í fyrsta lagi er þetta ekki heil vinnuvika, minni mánudagsangist og í öðru lagi er ég að fara á kvennakvöld með stóru systur minni, systurdóttur og öðrum kvennsum. þá ætlum við að fara á hornið að borða og drekka rauðvín. skemmtilegt!
jæja, ég ætla að fara að þrífa þvotta. hafið það gott í dag sem og aðra daga.
föstudagur
fimmtudagur
mér ber að vara ykkur við því að ég er illvíg í skapinu í dag. ég er eins og urrandi ljón eða sundur slitinn ánamaðkur eftir rigningardag. ég er annars að fara að taka sjálfa mig í smá anger management. það nær engri átt þetta skap mitt. ég er orðin töluvert þreytt á þessum outbursts sem ég leyfi mér stundum að fá. wish me luck you fucks!
þriðjudagur
í gær fór ég að sjá what the bleep do we know í bíói. það er ansi hreint góð mynd. hún er mjög líkleg til að vinna hindberið (3. verðlaun tinnu). ég þurfti annars að taka mér vikufrí frá bíóferðum eftir hroðbjóðinn darkness. það fer bara um mig að hugsa um þá ömurlegu mynd.
ég hef annars verið að gæla við þá hugmynd að byrja aftur að skrifa ljóð. ekki gert það í nokkur ár og hausinn á mér er byrjaður að leka.
ég var sérlega drukkin í brúðkaupinu sem ég fór í á laugardaginn. muniði, ég sagði ykkur frá því... af tvennu illu endaði ég ekki allsber og grenjandi, öll úti í ælu heldur hitt, dansandi eins og óð nema ekki uppi á borðum. tók meira að segja lúftgítar og renndi mér á hnjánum eftir gólfinu. hné mín og sokkabuxur gjalda nú fyrir það.
ég hef annars verið að gæla við þá hugmynd að byrja aftur að skrifa ljóð. ekki gert það í nokkur ár og hausinn á mér er byrjaður að leka.
ég var sérlega drukkin í brúðkaupinu sem ég fór í á laugardaginn. muniði, ég sagði ykkur frá því... af tvennu illu endaði ég ekki allsber og grenjandi, öll úti í ælu heldur hitt, dansandi eins og óð nema ekki uppi á borðum. tók meira að segja lúftgítar og renndi mér á hnjánum eftir gólfinu. hné mín og sokkabuxur gjalda nú fyrir það.
laugardagur
Grátvíðir - Depurð
01.03-10.03 & 03.09-12.09
Hér er á ferðinni falleg en oft á tíðum döpur manneskja. Hún er aðlaðandi og mjög skilningsrík, hrífst af fegurð og smekkvísi, og býr yfir góðu innsæi. Manneskjan nýtur þess að ferðast, er dreymin en eirðarlaus, og er frekar duttlungafull þótt hún sé heiðarleg.
Hún er erfið í sambúð, enda kröfuhörð, þótt hægt sé að hafa áhrif á hana. Hún þarf förunaut sem styrkir hana. Ástarmálin valda henni oft angist.
...þetta á víst að eiga við mig. ég veit nú ekki... leitt að segja, en þá er nokkuð til í þessu held ég.
01.03-10.03 & 03.09-12.09
Hér er á ferðinni falleg en oft á tíðum döpur manneskja. Hún er aðlaðandi og mjög skilningsrík, hrífst af fegurð og smekkvísi, og býr yfir góðu innsæi. Manneskjan nýtur þess að ferðast, er dreymin en eirðarlaus, og er frekar duttlungafull þótt hún sé heiðarleg.
Hún er erfið í sambúð, enda kröfuhörð, þótt hægt sé að hafa áhrif á hana. Hún þarf förunaut sem styrkir hana. Ástarmálin valda henni oft angist.
...þetta á víst að eiga við mig. ég veit nú ekki... leitt að segja, en þá er nokkuð til í þessu held ég.
föstudagur
halló krakkar!
bara komið frí aftur. yndislegt! ef frí skyldi þó kalla. brúðkaup á morgun og vinna á sunnudag. ég skal segja ykkur það að ég hef ekki það gaman af fjöldasamkomum að ég líti á þær sem dægradvöl. mér er í raun meinilla við veislur og hverskyns samkomur. það tekur alltaf á fyrir mig að fara í svona boð, þess vegna flokka ég þessa veisluferð okkar "hjóna" á morgun ekki undir frí-katagorinn, heldur vinnu-katagorinn. eða öllu heldur angistar-katagorinn. veislur eru kjörinn völlur fyrir fólk að spyrja mig spurninga sem að mig langar ekki til að svara því að ég veit ekki svörin við þeim. einhverjar fáránlegar spurningar um lífið og framtíðina. og smáspjöll (smalltalk), það er það versta. ég er sérstaklega léleg í þeim. svo léleg að fólk heldur örugglega að ég eigi við einhver geðræn vandamál að stríða þegar ég er í veislum. ég á nú svosum alveg við ágætan skammt af geðrænum vandamálum að stríða, en ekki svo mikið að ég hafi áhuga á því að fólk sjái það utan á mér. smáspjöll eru viðbjóður! tilgerðarleg og alger óþarfi að mínu mati. hvurn andskotann þarf ég að vera að tala við einhvern sem gæti ekki verið minna sama um mig og mitt líf, svo ég tali nú ekki um áhugaleysi mitt á viðkomandi. en það þykir hins vegar hin mesta ósvífni að taka ekki þátt í a.m.k. þremur smáspjöllum í veislum. svo að ef þið hittið mig á morgun, þá verður það ekki ég heldur eitthvert smáspjall-alter-ego sem ég hef skapað til að þrauka þessa brúðkaupsveislu. hmmmm.... en svo er náttúrulega aldrei útséð með mig. viðhorf mitt gæti allt eins hafa kollverpst í fyrramálið og ég mun bara hlakka til að fá að eiga í tilgerðarlegum samtölum við einhverja sem ég þekki ekki neitt. auk þess er það maturinn. ég get alltaf huggað mig við matinn. það er nú iðulega ýmislegt ágætt matarkyns á boðstólnum í brúðkaupum. svo verður líklega áfengi sem þýðir að klukkan sirka sex á morgun verð ég orðin drukkin ef ég þekki mitt hænueðli rétt. líklega á ég bara eftir að enda uppi á borði í karókí, dauðadrukkin að syngja eitthvað fallegt með styx. hrókur alls fagnaðar. eða það gæti farið á hinn veginn og ég endað undir borðinu, dauðadrukkin, allsber og grenjandi, búin að æla á mig alla. maður veit aldrei...
það kom maður í búðina í morgun. blakkur á hörund. það skiptir nú svosum ekki öllu máli hvernig að hann var á litinn en ég ákvað samt að láta það fylgja með. hann talaði ensku með ægilega miklum kambódískum hreim, ímynda ég mér að þessi hreimur hafi verið, og var frekar lágvaxinn. eftir stutta stund fór hann að veita hárinu mínu mikla athygli, ég er byrjuð að venjast því enda lítið annað að gera þegar fólk getur ekki séð mig í friði bara af því að ég er með bleikt hár. og ekki leið á löngu þar til að hann bað um að fá að snerta það, hárið. ég vissi ekki mitt rjúkandi ráð, hvað átti ég að gera, hverju átti ég að svara? en af því að ég var fullviss um að þessar aðstæður yrðu enn neyðarlegri ef ég myndi öskra "NEI!!!!" á hann og segja honum að drullast aftur heim, andskotans pervert, brá ég á það ráð að segja bara já. svo teygði ég hausinn fram og litli blakki maðurinn þreifaði á kúpunni á mér í dágóða stund uns mér fannst nóg komið enda hárið allt farið í eina bendu. þetta hefur líklega komið áhorfendum furðulega fyrir sjónir, ég hefði a.m.k. orðið hissa ef ég hefði séð svona skringilega uppákomu. og svo kvöddumst við bara eins og ekkert hefði í skorist. en núna er ég hins vegar í smá lemmu því ég veit ekki alveg hvort ég eigi að heilsa honum, eins og næst þegar hann kemur í búðina til að kaupa símakort svo hann geti hringt í mömmu sína í kambódíu. ég meina, erum við eitthvað náin núna? er þetta eins og við höfum sofið saman? ég heilsa nú flestum sem ég hef sofið hjá, ekki að það telji einhvern heilan laugaveg af fólki, en þið vitið... ég held að það sé bara best að sjá til, spila þetta bara eftir höfðinu. kannski langar honum ekkert til að heilsa mér næst þegar að hann kemur í búðina og lætur eins og ekkert hafi gerst. eða kannski vill hann bara endurtaka leikinn, tekur kannski með sér ættingja til að leyfa þeim að prófa líka að þukla á bleika hárinu á hvítu stelpunni. maður veit aldrei, þetta er svo torkennileg veröld.
see ya!
bara komið frí aftur. yndislegt! ef frí skyldi þó kalla. brúðkaup á morgun og vinna á sunnudag. ég skal segja ykkur það að ég hef ekki það gaman af fjöldasamkomum að ég líti á þær sem dægradvöl. mér er í raun meinilla við veislur og hverskyns samkomur. það tekur alltaf á fyrir mig að fara í svona boð, þess vegna flokka ég þessa veisluferð okkar "hjóna" á morgun ekki undir frí-katagorinn, heldur vinnu-katagorinn. eða öllu heldur angistar-katagorinn. veislur eru kjörinn völlur fyrir fólk að spyrja mig spurninga sem að mig langar ekki til að svara því að ég veit ekki svörin við þeim. einhverjar fáránlegar spurningar um lífið og framtíðina. og smáspjöll (smalltalk), það er það versta. ég er sérstaklega léleg í þeim. svo léleg að fólk heldur örugglega að ég eigi við einhver geðræn vandamál að stríða þegar ég er í veislum. ég á nú svosum alveg við ágætan skammt af geðrænum vandamálum að stríða, en ekki svo mikið að ég hafi áhuga á því að fólk sjái það utan á mér. smáspjöll eru viðbjóður! tilgerðarleg og alger óþarfi að mínu mati. hvurn andskotann þarf ég að vera að tala við einhvern sem gæti ekki verið minna sama um mig og mitt líf, svo ég tali nú ekki um áhugaleysi mitt á viðkomandi. en það þykir hins vegar hin mesta ósvífni að taka ekki þátt í a.m.k. þremur smáspjöllum í veislum. svo að ef þið hittið mig á morgun, þá verður það ekki ég heldur eitthvert smáspjall-alter-ego sem ég hef skapað til að þrauka þessa brúðkaupsveislu. hmmmm.... en svo er náttúrulega aldrei útséð með mig. viðhorf mitt gæti allt eins hafa kollverpst í fyrramálið og ég mun bara hlakka til að fá að eiga í tilgerðarlegum samtölum við einhverja sem ég þekki ekki neitt. auk þess er það maturinn. ég get alltaf huggað mig við matinn. það er nú iðulega ýmislegt ágætt matarkyns á boðstólnum í brúðkaupum. svo verður líklega áfengi sem þýðir að klukkan sirka sex á morgun verð ég orðin drukkin ef ég þekki mitt hænueðli rétt. líklega á ég bara eftir að enda uppi á borði í karókí, dauðadrukkin að syngja eitthvað fallegt með styx. hrókur alls fagnaðar. eða það gæti farið á hinn veginn og ég endað undir borðinu, dauðadrukkin, allsber og grenjandi, búin að æla á mig alla. maður veit aldrei...
það kom maður í búðina í morgun. blakkur á hörund. það skiptir nú svosum ekki öllu máli hvernig að hann var á litinn en ég ákvað samt að láta það fylgja með. hann talaði ensku með ægilega miklum kambódískum hreim, ímynda ég mér að þessi hreimur hafi verið, og var frekar lágvaxinn. eftir stutta stund fór hann að veita hárinu mínu mikla athygli, ég er byrjuð að venjast því enda lítið annað að gera þegar fólk getur ekki séð mig í friði bara af því að ég er með bleikt hár. og ekki leið á löngu þar til að hann bað um að fá að snerta það, hárið. ég vissi ekki mitt rjúkandi ráð, hvað átti ég að gera, hverju átti ég að svara? en af því að ég var fullviss um að þessar aðstæður yrðu enn neyðarlegri ef ég myndi öskra "NEI!!!!" á hann og segja honum að drullast aftur heim, andskotans pervert, brá ég á það ráð að segja bara já. svo teygði ég hausinn fram og litli blakki maðurinn þreifaði á kúpunni á mér í dágóða stund uns mér fannst nóg komið enda hárið allt farið í eina bendu. þetta hefur líklega komið áhorfendum furðulega fyrir sjónir, ég hefði a.m.k. orðið hissa ef ég hefði séð svona skringilega uppákomu. og svo kvöddumst við bara eins og ekkert hefði í skorist. en núna er ég hins vegar í smá lemmu því ég veit ekki alveg hvort ég eigi að heilsa honum, eins og næst þegar hann kemur í búðina til að kaupa símakort svo hann geti hringt í mömmu sína í kambódíu. ég meina, erum við eitthvað náin núna? er þetta eins og við höfum sofið saman? ég heilsa nú flestum sem ég hef sofið hjá, ekki að það telji einhvern heilan laugaveg af fólki, en þið vitið... ég held að það sé bara best að sjá til, spila þetta bara eftir höfðinu. kannski langar honum ekkert til að heilsa mér næst þegar að hann kemur í búðina og lætur eins og ekkert hafi gerst. eða kannski vill hann bara endurtaka leikinn, tekur kannski með sér ættingja til að leyfa þeim að prófa líka að þukla á bleika hárinu á hvítu stelpunni. maður veit aldrei, þetta er svo torkennileg veröld.
see ya!
fimmtudagur
gleðilegt sumar!
mér sýnist þó á þessum morgni þegar ég horfi út um gluggann að þetta vor sem var í gær sé búið. himininn er grár og nokkrir dropar læðast úr skýjunum. hvað um það, ég hef reynt að halda því viðhorfi gegnum gangandi að veðrið eigi ekki að stjórna minni lund. reynist þó erfitt oft á tíðum þar sem að ég þjáist af miklu skammdegisþunglyndi á veturna. en allt er betra en eylífa myrkrið svo ég læt ekki ljósgráan himinn á vormorgni slá mig útaf laginu.
þessi eini bjór sem ég drakk í gærkveldi og gerði mig drukkna fram eftir öllu er nú að blómstra af ákefð í hausnumá mér með tilheyrandi stingandi höfuðverk. og sígarettan sem ég hlakkaði svo til að reykja með kaffinu færir mér engan unað þar sem að þessi hálsbólga sem ég er búin að vera með seinustu vikuna virðist ekkert ætla að skána. ekki misskilja mig samt, ég er alveg ágætlega hress í dag og hlakka til sumarsins. ég er að hugsa um að halda skrá yfir allar góðar fréttir sem ég fæ frá deginum í dag svo að ef lundin byrjar eitthvað að síga í sumar get ég flett þessum góðu fréttum upp og upplifað gleðina sem þær færðu mér á ný. til dæmis er ég búin að fá eina góða frétt í dag. það er komin út ný emily strange bók. emily´s good nightmares. og ég ætla svo sannarlega að festa kaup í henni um leið og fjárhagurinn leyfir. ég get ekki beðið. það er gleðiefni. og svo fóru mamma og pabbi út í morgun sem þýðir að ég fæ tvö karton þegar þau koma heim. það er gleðiefni fyrir reykingarmanneskju.
ég er með dálitlar áhyggjur útaf þessum nýja páfa. mér líst ekkert á hann. hann virðist vera enn íhaldssamari og strangtrúaðri en þessi ný-dauði. ég og birta veltum því fyrir okkur hvers vegna að hann valdi ekki bara nafnið lúsífer eða hitler. hann er nú einu sinni þýskur. ég þakka bara gluði fyrir að ég er ekki samkynhneigð skuggabjalla með alnæmi í róm núna eins og birta orðaði það. maður yrði bara grýttur í næsta húsasundi. þessi benedikt xvi fordæmir hversu frjálslynd kaþólska kirkjan er orðin. jerimías minn eini! ef honum finnst þetta frjálslynt þá óar mig við tilhugsuninni um hvernig hann vill hafa hlutina. skrýtið hvernig þjóðir sem lifa á sömu tímum og við geta verið á svona öndverðu meiði í hugsunarhætti og þróun samfélagsins. ég nenni ekki einu sinni að vera með einhverjar yfirlýsingar um það að við séum öll jöfn. samkynhneigðir, gagnkynhneigðir, svartir, hvítir, rauðir, gulir, með alnæmi eða hvítblæði, sjónskekkju og þar fram eftir götunum. við erum öll þessa heims börn. það veit hver heilvita manneskja. fólkið þarna ætti kannski frekar að skoða hvers vegna svo margir kaþólskir prestar girnast börn. þeir réttlæta það kannski fyrir sér með því að halda því fram að börn séu sakleysið. ughh! viðbjóður, ég er alveg að fara að selja upp við tilhugsunina um þetta allt. ansans! ég ætla að hætta að hugsa um þetta áður en dagurinn eyðileggst gersamlega.
mig dreymdi í nótt að ég væri að reyna að komast frá hópi af fólki sem ég fann að var vont. það skrýtna var að þetta var allt meira og minna allir sem mér þykir vænt um utan draumanna. ég var föst í húsi sem var eins og spítali eða elliheimili. endalausir hvítir gangar og flísalagðar setsturtur. og úti var stormur, snjóstormur. þetta var einhversstaðar í miðbænum, rétt hjá bergstaðarstræti ef ég man rétt. en svo komst ég burt og út í storminn. en þá uppgötvaði ég að ég hafði gleymt páku minni inni í húsinu. ég vaknaði í angistarkasti en gladdist þegar ég heyrði í henni breima. litla skinnið. ég myndi deyja fyrir kettina mína ef til þess kæmi...
ég er farin að horfa á dvd. vonandi eigiði góðan sumardaginn fyrsta dag.
see ya!
mér sýnist þó á þessum morgni þegar ég horfi út um gluggann að þetta vor sem var í gær sé búið. himininn er grár og nokkrir dropar læðast úr skýjunum. hvað um það, ég hef reynt að halda því viðhorfi gegnum gangandi að veðrið eigi ekki að stjórna minni lund. reynist þó erfitt oft á tíðum þar sem að ég þjáist af miklu skammdegisþunglyndi á veturna. en allt er betra en eylífa myrkrið svo ég læt ekki ljósgráan himinn á vormorgni slá mig útaf laginu.
þessi eini bjór sem ég drakk í gærkveldi og gerði mig drukkna fram eftir öllu er nú að blómstra af ákefð í hausnumá mér með tilheyrandi stingandi höfuðverk. og sígarettan sem ég hlakkaði svo til að reykja með kaffinu færir mér engan unað þar sem að þessi hálsbólga sem ég er búin að vera með seinustu vikuna virðist ekkert ætla að skána. ekki misskilja mig samt, ég er alveg ágætlega hress í dag og hlakka til sumarsins. ég er að hugsa um að halda skrá yfir allar góðar fréttir sem ég fæ frá deginum í dag svo að ef lundin byrjar eitthvað að síga í sumar get ég flett þessum góðu fréttum upp og upplifað gleðina sem þær færðu mér á ný. til dæmis er ég búin að fá eina góða frétt í dag. það er komin út ný emily strange bók. emily´s good nightmares. og ég ætla svo sannarlega að festa kaup í henni um leið og fjárhagurinn leyfir. ég get ekki beðið. það er gleðiefni. og svo fóru mamma og pabbi út í morgun sem þýðir að ég fæ tvö karton þegar þau koma heim. það er gleðiefni fyrir reykingarmanneskju.
ég er með dálitlar áhyggjur útaf þessum nýja páfa. mér líst ekkert á hann. hann virðist vera enn íhaldssamari og strangtrúaðri en þessi ný-dauði. ég og birta veltum því fyrir okkur hvers vegna að hann valdi ekki bara nafnið lúsífer eða hitler. hann er nú einu sinni þýskur. ég þakka bara gluði fyrir að ég er ekki samkynhneigð skuggabjalla með alnæmi í róm núna eins og birta orðaði það. maður yrði bara grýttur í næsta húsasundi. þessi benedikt xvi fordæmir hversu frjálslynd kaþólska kirkjan er orðin. jerimías minn eini! ef honum finnst þetta frjálslynt þá óar mig við tilhugsuninni um hvernig hann vill hafa hlutina. skrýtið hvernig þjóðir sem lifa á sömu tímum og við geta verið á svona öndverðu meiði í hugsunarhætti og þróun samfélagsins. ég nenni ekki einu sinni að vera með einhverjar yfirlýsingar um það að við séum öll jöfn. samkynhneigðir, gagnkynhneigðir, svartir, hvítir, rauðir, gulir, með alnæmi eða hvítblæði, sjónskekkju og þar fram eftir götunum. við erum öll þessa heims börn. það veit hver heilvita manneskja. fólkið þarna ætti kannski frekar að skoða hvers vegna svo margir kaþólskir prestar girnast börn. þeir réttlæta það kannski fyrir sér með því að halda því fram að börn séu sakleysið. ughh! viðbjóður, ég er alveg að fara að selja upp við tilhugsunina um þetta allt. ansans! ég ætla að hætta að hugsa um þetta áður en dagurinn eyðileggst gersamlega.
mig dreymdi í nótt að ég væri að reyna að komast frá hópi af fólki sem ég fann að var vont. það skrýtna var að þetta var allt meira og minna allir sem mér þykir vænt um utan draumanna. ég var föst í húsi sem var eins og spítali eða elliheimili. endalausir hvítir gangar og flísalagðar setsturtur. og úti var stormur, snjóstormur. þetta var einhversstaðar í miðbænum, rétt hjá bergstaðarstræti ef ég man rétt. en svo komst ég burt og út í storminn. en þá uppgötvaði ég að ég hafði gleymt páku minni inni í húsinu. ég vaknaði í angistarkasti en gladdist þegar ég heyrði í henni breima. litla skinnið. ég myndi deyja fyrir kettina mína ef til þess kæmi...
ég er farin að horfa á dvd. vonandi eigiði góðan sumardaginn fyrsta dag.
see ya!
miðvikudagur
halló.
frí á morgun, vindinn hefur lægt, ég er tipsí og lífið er fabúlös. það er komið vor! jeijjj!!! fór á barinn að hitta gulla minn til að gefa honum stórfenglega gjöf sem ég geymdi í minninu í nokkra mánuði. fékk mér einn bjór og need i say more? ég er tipsí. mamma er að fara út, kata systir er að fara út. allir eru að fara eitthvað. hvert er ég að fara? ég er að fara að eiga frí á morgun. ég ætla að gera uppáhaldið mitt þegar ég vakna, sem verður líklega um 9. drekka kaffi, reykja sígarettur og lesa blöðin. það er best. ég óska ykkur öllum gleðilegs sumars, ég vona að það verði viðburðarríkt og laust við allan leiða. þannig á mitt sumar að vera. takk fyrir veturinn.
see ya!
frí á morgun, vindinn hefur lægt, ég er tipsí og lífið er fabúlös. það er komið vor! jeijjj!!! fór á barinn að hitta gulla minn til að gefa honum stórfenglega gjöf sem ég geymdi í minninu í nokkra mánuði. fékk mér einn bjór og need i say more? ég er tipsí. mamma er að fara út, kata systir er að fara út. allir eru að fara eitthvað. hvert er ég að fara? ég er að fara að eiga frí á morgun. ég ætla að gera uppáhaldið mitt þegar ég vakna, sem verður líklega um 9. drekka kaffi, reykja sígarettur og lesa blöðin. það er best. ég óska ykkur öllum gleðilegs sumars, ég vona að það verði viðburðarríkt og laust við allan leiða. þannig á mitt sumar að vera. takk fyrir veturinn.
see ya!
þriðjudagur
jæja jæja....
ég át auðvitað yfir mig í "út að borða með mömmu & pabba". fékk mér dýrindis saltfisk. og það fékk mig til að hugsa til þess tíma þegar maður hefði frekar dáið en að panta fisk á veitingarstað. það var þegar maður var ungur. ég sagði ma & pa frá væntanlegum hjólakaupum mínum. á planinu er að kaupa reiðhjól mánaðarmótin maí/júní. ég get það ekki næstu mánaðarmót því þá þarf ég að borga háskólann, auk þess verður líka búið að snjóa aftur þá eins og veðurfarið í þessu landi er... hjólið sem ég féll fyrir er ákaflega fagurt. svart og þriggja gíra, dömulegt og með körfu. haldiði ekki að það verði sjón að sjá mann? þeysast um stræti borgarinnar með öskrandi bleikt hár á biksvörtum reiðfák með dauðar flugur í tönnunum...
en sjáiði bara veðrið? lundin á mér lyftist til hæstu hæða og mér finnst lífið hafa öðlast merkingu. aðra en að finna hentugar leiðir til að losna héðan... ekkert morbit hér!
mmmm..... ég er hamingjusöm í fyrsta skipti í langan tíma. en nú ætla ég að jafna mig eftir átið, baða líkama minn og skerpa aðeins á bleika litnum í hárinu. við bibbert erum nefnilega að fara í brúðkaup næsta laugardag. ekki okkar eigins reyndar, því miður. en það hlýtur að koma að því að hann fer að skammast sín fyrir að við lifum í synd og gerir heiðvirða konu úr mér. og þá er ykkur öllum boðið.
see ya!
ég át auðvitað yfir mig í "út að borða með mömmu & pabba". fékk mér dýrindis saltfisk. og það fékk mig til að hugsa til þess tíma þegar maður hefði frekar dáið en að panta fisk á veitingarstað. það var þegar maður var ungur. ég sagði ma & pa frá væntanlegum hjólakaupum mínum. á planinu er að kaupa reiðhjól mánaðarmótin maí/júní. ég get það ekki næstu mánaðarmót því þá þarf ég að borga háskólann, auk þess verður líka búið að snjóa aftur þá eins og veðurfarið í þessu landi er... hjólið sem ég féll fyrir er ákaflega fagurt. svart og þriggja gíra, dömulegt og með körfu. haldiði ekki að það verði sjón að sjá mann? þeysast um stræti borgarinnar með öskrandi bleikt hár á biksvörtum reiðfák með dauðar flugur í tönnunum...
en sjáiði bara veðrið? lundin á mér lyftist til hæstu hæða og mér finnst lífið hafa öðlast merkingu. aðra en að finna hentugar leiðir til að losna héðan... ekkert morbit hér!
mmmm..... ég er hamingjusöm í fyrsta skipti í langan tíma. en nú ætla ég að jafna mig eftir átið, baða líkama minn og skerpa aðeins á bleika litnum í hárinu. við bibbert erum nefnilega að fara í brúðkaup næsta laugardag. ekki okkar eigins reyndar, því miður. en það hlýtur að koma að því að hann fer að skammast sín fyrir að við lifum í synd og gerir heiðvirða konu úr mér. og þá er ykkur öllum boðið.
see ya!
elsku besti vinur minn hann guðlaugur eða gunnlaugur, man ekki alveg hvort, jón árnason á afmæli í dag! hann er besta skinnið mitt, he-man íslands og fyrir utan að vera algert karlmenni er hann með gull úr hjarta eða hjarta úr gulli. til hamingju með daginn elsku gulli! lifðu vel og lengi en ekki vera að hanga pilsstrengi...
mánudagur
mér finnast rithöfundar á íslandi margir hverjir mjög tilgerðarlegir. sérstaklega ung-rithöfundar. kannski er það öfund af því að enn hef ég ekki getað lagt drög að nóbelsverkinu mínu. það er bara einhver kotbóndalykt af þessu öllu saman. máske mun mastersritgerðin mín í bókmenntafræðinni verða fyrsta bókin mín. það væri nú ansi sniðugt. rithöfundar hafa sama tendensa og alþingismenn. það er að slá um sig flóknum lýsingarorðum og alhæfa sérstaklega mikið. ef svo fólk rekst á vegg er afar áhrifamikið að ganga bara út úr herbergi.
en ég er annars orðin dulítið sybbin og jafnvel með óráði. enda komin nótt. á morgun fer ég út að eta með móður minni því hún verður utan á afmælisdaginn sinn, 29. apríl. þetta verður þess vegna snemmbúin afmælismáltíð.
látum þar við sitja...
en ég er annars orðin dulítið sybbin og jafnvel með óráði. enda komin nótt. á morgun fer ég út að eta með móður minni því hún verður utan á afmælisdaginn sinn, 29. apríl. þetta verður þess vegna snemmbúin afmælismáltíð.
látum þar við sitja...
ughhhh... mánudagur... ughhhh. gluði sé lof að það er frí á fimmtudaginn, annars væri ég í enn meiri angistarkasti. ég er líka ofboðslega sybbin því ég og bibbert vorum að hlæja til 2 í nótt. þetta eru myndirnar í þessari röð sem ég er búin að sjá á filmhátíðinni, fór á þrjár um helgina:
garden state
kinsey
downfall
i heart huckabees
the woodsman
education of shelby knox
vera drake
darkness
ég er hrædd um að garden state sé komin með keppinaut um kirsuberið (verðlaunin sem besta myndin að mínu mati hlýtur). það er education of shelby knox, sá hana á laugardaginn. mikið svakalega er það góð mynd. ég mun kannski tala um hana betur síðar. eina málið er að hún er heimildarmynd en garden state skáldskapur. svo þær eru nú kannski ekki alveg keppnishæfar við hvor aðra. en ég sé til... en svo verð ég að segja ykkur að darkness er frekar sigurstrangleg með að hljóta rúsínuna (skammarverdlaun sem versta myndin hlýtur). ég og gulli fórum á hana í gær og þetta er án efa ein ömurlegasta mynd sem ég hef á ævinni séð. allavegana pottþétt sú verst leikna sem ég hef nokkurn tímann augum borið. ég vara ykkur við: ekki sjá darkness! í öllum bænum...
hann gulli minn á afmæli á morgun...
see ya!
garden state
kinsey
downfall
i heart huckabees
the woodsman
education of shelby knox
vera drake
darkness
ég er hrædd um að garden state sé komin með keppinaut um kirsuberið (verðlaunin sem besta myndin að mínu mati hlýtur). það er education of shelby knox, sá hana á laugardaginn. mikið svakalega er það góð mynd. ég mun kannski tala um hana betur síðar. eina málið er að hún er heimildarmynd en garden state skáldskapur. svo þær eru nú kannski ekki alveg keppnishæfar við hvor aðra. en ég sé til... en svo verð ég að segja ykkur að darkness er frekar sigurstrangleg með að hljóta rúsínuna (skammarverdlaun sem versta myndin hlýtur). ég og gulli fórum á hana í gær og þetta er án efa ein ömurlegasta mynd sem ég hef á ævinni séð. allavegana pottþétt sú verst leikna sem ég hef nokkurn tímann augum borið. ég vara ykkur við: ekki sjá darkness! í öllum bænum...
hann gulli minn á afmæli á morgun...
see ya!
föstudagur
úff! ég varð óvart tipsí með hálsbólgu. ég er tipsí núna. ég fékk mér einn bjór og þarna sjáiði hvaða áhrif það hefur, ég verð strax drukkin. abblabblabb...
en ég var hér í tipsínessinu að renna augum yfir skrif seinustu daga og rak þá augun í að einhverjir tveir, hjördís og ágúst borgþór, sem ég veit ekkert hver eru, afsakið, höfðu kommentað á hitlersfærsluna mína. en ég kýs að kalla færsluna það, þar sem ég argaðist yfir hitler eftir að hafa séð kvikmyndina downfall. mér fannst fallegra það sem hjördís skrifaði en ágúst borgþór fann sig augljóslega knúinn til að leiðrétta barnalegan hugsunarhátt minn. þess þarf nú stundum svo ég hef ekkert yfir því að kvarta. annars, ykkur að segja, getur það vel verið að rússar hafi verið manna vondastir þarna í denn, en það sem aðallega angraði mig eftir myndina downfall var endirinn. þar er innskot úr viðtali og heimildarmynd sem gerð var um ritarann hans hitlers og sem myndin downfall er byggð á. þar segir hún sjálf, ég held hún hafi heitið traudel eða traudl... kann ekki að skrifa það þó svo að þýskt blóð renni mér um æðar. þá segir þessi ágæta kona að í raun og veru hafi þau bara verið að fylgja hitler í blindni. enginn hafi aksúelt kynnt sér um hvað allt málið snérist, hvort gyðingarnir ættu þessar ofsóknir í raun og veru skilið o.s.frv. þetta var múgsefjun, hrein og tær múgsefjun. heimska heimska heimska og fáfræði. mig varðar ekkert um það hvort rússarnir hafi verið morðóðir nauðgarar gústi boggi minn. æj æj, bjór andskoti...
ég heyri að nágrannar mínir, hinir margrómuðu unglingar, eru með partý,sem og endranær í vikulok. kannski ég ætti að bregða mér yfir í tipsínessinu og kirsuberjanáttfötunum, með viskírödd og bjóða þeim lífsreynd ráð og blautar sögur...
ég ætla að segja ykkur frá fallegum lögum sem þið ættuð að hlusta á ef ykkur langar til að líða fallega. þau eru:
clair de lune eftir debussy
vincent með don mclean
the ice dance úr edward scissorhands
þetta eru óskaplega falleg lög. mig dreymir um að þegar og ef ég og bibbert giftum okkur muni the ice dance hljóma þegar ég geng inn kirkjugólfið í hallgrímskirju. þar langar mig til að giftast. og um leið læðist inn slæða af birtu í gegnum kirkjugluggana sem sveipar allt fallegu ljósi og maður sér rykagnirnar fljúga í loftinu eins og litla engla eða ljós-flugur. mikið er ég væmin í tipsíinu...
edward scissorhands var góður og vildi vera góður við alla. en hann gat það ekki útaf höndunum á sér sem voru eins og skæri og skáru alla ef hann reyndi að nálgast þá. þess vegna héldu allir að hann væri vondur. greyið hann edward. hann var samt góður í hárgreiðslunni...
þegar ég kom heim í dag var ég dáldið æst í að komst í póstkssann því ég á von á bréfi frá tollinum þar sem að hann tilkynnir mér að ég eigi hjá þeim böggul. í þessum böggli er emily strange, rautt með hvítum röndum minipils, emily strange, rauð með hvítum röndum peysa með hnöppum sem eru eins og kisuhausar, emily strange naríur, 3 í pakka, veski sem er eins og kisuhaus í laginu, plakat með emily strange og límmiðar. jibbíííííí! en það var ekki í póstkassanum. heldur var eitthvað sem líktist boðskorti í brúðkaup og ég fékk sting í magann. nei, ég meina í alvöru... það eru allir að eignast börn og þá er bara eftir að gifta sig. hvað átti ég að halda? en þetta var, eins og ég sá mér til mikillir ánægju þegar ég opnaði bréfið, reunion tilkynning. 10 ára reunion!!! takk fyrir takk!!!!!!! það er sumsé reunion hjá austurbæjarskóla í maí. ég var í austurbæjarskóla en hætti reyndar eftir 7. bekk og flutti í það helvíska skítapleis sem mosfellsbær er og ég mun aldrei minnast öðruvísi en sem helvíti á jörðu og heimili andskotans, fyrrverandi stjúppabba míns. ef það væri ekki fyrir birtu mína sem ég kynntist í mosó hefði ég ALLS EKKERT GOTT um mósó að segja. en allavega... þé tilheyri ég samt sem áður 79 árganginum og mér þótti nú undurvænt um að þessir krakkar sem eru að skipuleggja þetta skyldu muna eftir mér. fyrst tók ég þessu öllu saman af ákaflega tinnískri neikvæðni og hugsaði mér dauða fyrr en ég færi að mæta á þetta ansans reunion. en eftir stutta stund fór ég að finna fyrir tilhlökkunarkitli í mallanum sem ágerðist bara. þetta hlýtur að þýða að geðlæknirinn er að borga sig... og núna get ég varla beðið. djöfull verður hressandi að hitta þessa krakka sem maður steig fyrstu skrefin í átt til kynþroska með. jahá!!!!!
he needs me, he needs me, he needs me... yes he does...
góða nótt hjörtun mín, ég er farin að láta renna af mér. ég vona að mamma lesi þetta ekki. ansans blogg. ansans heimir, nei! ég meina heimur... see ya!
en ég var hér í tipsínessinu að renna augum yfir skrif seinustu daga og rak þá augun í að einhverjir tveir, hjördís og ágúst borgþór, sem ég veit ekkert hver eru, afsakið, höfðu kommentað á hitlersfærsluna mína. en ég kýs að kalla færsluna það, þar sem ég argaðist yfir hitler eftir að hafa séð kvikmyndina downfall. mér fannst fallegra það sem hjördís skrifaði en ágúst borgþór fann sig augljóslega knúinn til að leiðrétta barnalegan hugsunarhátt minn. þess þarf nú stundum svo ég hef ekkert yfir því að kvarta. annars, ykkur að segja, getur það vel verið að rússar hafi verið manna vondastir þarna í denn, en það sem aðallega angraði mig eftir myndina downfall var endirinn. þar er innskot úr viðtali og heimildarmynd sem gerð var um ritarann hans hitlers og sem myndin downfall er byggð á. þar segir hún sjálf, ég held hún hafi heitið traudel eða traudl... kann ekki að skrifa það þó svo að þýskt blóð renni mér um æðar. þá segir þessi ágæta kona að í raun og veru hafi þau bara verið að fylgja hitler í blindni. enginn hafi aksúelt kynnt sér um hvað allt málið snérist, hvort gyðingarnir ættu þessar ofsóknir í raun og veru skilið o.s.frv. þetta var múgsefjun, hrein og tær múgsefjun. heimska heimska heimska og fáfræði. mig varðar ekkert um það hvort rússarnir hafi verið morðóðir nauðgarar gústi boggi minn. æj æj, bjór andskoti...
ég heyri að nágrannar mínir, hinir margrómuðu unglingar, eru með partý,sem og endranær í vikulok. kannski ég ætti að bregða mér yfir í tipsínessinu og kirsuberjanáttfötunum, með viskírödd og bjóða þeim lífsreynd ráð og blautar sögur...
ég ætla að segja ykkur frá fallegum lögum sem þið ættuð að hlusta á ef ykkur langar til að líða fallega. þau eru:
clair de lune eftir debussy
vincent með don mclean
the ice dance úr edward scissorhands
þetta eru óskaplega falleg lög. mig dreymir um að þegar og ef ég og bibbert giftum okkur muni the ice dance hljóma þegar ég geng inn kirkjugólfið í hallgrímskirju. þar langar mig til að giftast. og um leið læðist inn slæða af birtu í gegnum kirkjugluggana sem sveipar allt fallegu ljósi og maður sér rykagnirnar fljúga í loftinu eins og litla engla eða ljós-flugur. mikið er ég væmin í tipsíinu...
edward scissorhands var góður og vildi vera góður við alla. en hann gat það ekki útaf höndunum á sér sem voru eins og skæri og skáru alla ef hann reyndi að nálgast þá. þess vegna héldu allir að hann væri vondur. greyið hann edward. hann var samt góður í hárgreiðslunni...
þegar ég kom heim í dag var ég dáldið æst í að komst í póstkssann því ég á von á bréfi frá tollinum þar sem að hann tilkynnir mér að ég eigi hjá þeim böggul. í þessum böggli er emily strange, rautt með hvítum röndum minipils, emily strange, rauð með hvítum röndum peysa með hnöppum sem eru eins og kisuhausar, emily strange naríur, 3 í pakka, veski sem er eins og kisuhaus í laginu, plakat með emily strange og límmiðar. jibbíííííí! en það var ekki í póstkassanum. heldur var eitthvað sem líktist boðskorti í brúðkaup og ég fékk sting í magann. nei, ég meina í alvöru... það eru allir að eignast börn og þá er bara eftir að gifta sig. hvað átti ég að halda? en þetta var, eins og ég sá mér til mikillir ánægju þegar ég opnaði bréfið, reunion tilkynning. 10 ára reunion!!! takk fyrir takk!!!!!!! það er sumsé reunion hjá austurbæjarskóla í maí. ég var í austurbæjarskóla en hætti reyndar eftir 7. bekk og flutti í það helvíska skítapleis sem mosfellsbær er og ég mun aldrei minnast öðruvísi en sem helvíti á jörðu og heimili andskotans, fyrrverandi stjúppabba míns. ef það væri ekki fyrir birtu mína sem ég kynntist í mosó hefði ég ALLS EKKERT GOTT um mósó að segja. en allavega... þé tilheyri ég samt sem áður 79 árganginum og mér þótti nú undurvænt um að þessir krakkar sem eru að skipuleggja þetta skyldu muna eftir mér. fyrst tók ég þessu öllu saman af ákaflega tinnískri neikvæðni og hugsaði mér dauða fyrr en ég færi að mæta á þetta ansans reunion. en eftir stutta stund fór ég að finna fyrir tilhlökkunarkitli í mallanum sem ágerðist bara. þetta hlýtur að þýða að geðlæknirinn er að borga sig... og núna get ég varla beðið. djöfull verður hressandi að hitta þessa krakka sem maður steig fyrstu skrefin í átt til kynþroska með. jahá!!!!!
he needs me, he needs me, he needs me... yes he does...
góða nótt hjörtun mín, ég er farin að láta renna af mér. ég vona að mamma lesi þetta ekki. ansans blogg. ansans heimir, nei! ég meina heimur... see ya!
fimmtudagur
á mig herjar nú krankleiki. háls minn bólginn sem hafi ég etið vítissóta og skolað honum niður með brennivíni. augun rauð og geta vart litið til hliðanna öðruvísi en að stingandi sársauki fari um allt andlit mitt og líkaminn viðkvæmur fyrir allri snertingu eins og að húðin sé einhvers annars. en svona er nú það þegar maður fer í únglingasleik við veikan kærasta. ég get sjálfri mér um kennt, en ég kenni ástinni um....
þetta eru myndirnar sem ég er búin að sjá á kvikmyndahátíðinni:
garden state
kinsey
downfall
i heart huckabees
the woodsman
garden state stendur ennþá uppúr en i heart huckabees er líka sérstaklega góð. ég á eftir að sjá vera drake, what the bleep do we know, education of shelby knox, darkness og melinda & melinda.
í veikindum mínum í gær horfði ég á punch drunk love. mikið rosalega er það góð mynd...
blex... hóst hóst...
þetta eru myndirnar sem ég er búin að sjá á kvikmyndahátíðinni:
garden state
kinsey
downfall
i heart huckabees
the woodsman
garden state stendur ennþá uppúr en i heart huckabees er líka sérstaklega góð. ég á eftir að sjá vera drake, what the bleep do we know, education of shelby knox, darkness og melinda & melinda.
í veikindum mínum í gær horfði ég á punch drunk love. mikið rosalega er það góð mynd...
blex... hóst hóst...
þriðjudagur
nú er ég búin að sjá garden state, kinsey, downfall og i heart huckabees. þær sem standa uppúr eru garden state og i heart huckabees. get eiginlega ekki gert upp á milli þeirra. ég er ennþá með bleikt hár og þjáist af gígantískum fyrirtíðarspenningi í dag. það er alfarið á ykkar ábyrgð að nálgast mig og tala við, en ég mæli ekki með því.
sunnudagur
arg! ég var að koma heim af hitlersmyndinni og ég er ekki arfahress. ég er afskaplega pirruð. afskaplega pirruð yfir því að allir hafi hlustað á hitler, eða margir. djöfuls heimskingjar! þau vissu ekki einu sinni hversu geðveikur hann var. gerðu bara allt sem hann sagði. og svo drápu allir sig í endann af því að það var búið að ljúga að þeim að rússarnir væru morðóðir nauðgarar. æj æj... þetta er ákaflega pirrandi. ég læt staðar numið hér.
góða nótt.
góða nótt.
ég er hér heima hjá mér, nýkomin úr vinnu. að meðaltali höfðu 10 manns skoðanir á bleika hárinu mínu í dag. ég er þá að tala um bláókunnugt fólk, ekki vini mína heldur kúnna í búðinni. mér finnst það helber dónaskapur. ekki arka ég upp að gömlum konum með fjólublátt hár og segi þeim hvað þær séu nú miklar týpur og spes að vera með svona litað hár. andskotans! ég ætla samt að vera svona. þangað til að ég er komin með hallærislega mikla rót. þá lita ég það aftur dökkt. kannski. en nú er ég að undirbúa för í bíó á myndina downfall sem er víst um seinustu daga hitlers. það verður spennandi og að þessu sinni verð ég með gest því hann gulli minn ætlar með mér. ef ég verð arfahress þegar ég kem heim, blogga ég kannski um myndina. annars langar mig bara mest til að hanga og láta mig dreyma í kvöld.
see ya!
see ya!
góðan dag!
í gær fór ég í heimsókn til bryncíar og litla prinsins. ég hlakka til þegar krílið fær nafn... ég náði að slíta bryncí burt í augnablik á meðan brjóstin á henni fylltust af mjólk sökum söknuðar til barnsins... eða eitthvað. við gengum laugaveg og ég keypti mér hárlit og pils sem er eiginlega afmælisgjöf frá kötu systur því blessunin gaf mér aur í afmælisgjöf. gaman að eiga pening og vera búin að borga alla reikninga, skuldir og byrgja mig upp af þurrfóðri fyrir mánuðinn í bónus. þegar allar svona skyldu - greiðslur eru komnar get ég eytt restinni í e-ð skemmtilegt. það gerist samt ekki oft þar sem að það virðist sem svo að þegar ég er búin að borga allt er ekkert eftir. nema þegar stóra systir eða mamma eru góðar við litla barnið, mig. ég keypti mér líka uppáhalds konfektið mitt í vínberinu því það var á svo agalega billegu verði, bara 398 kr. kassinn. þetta er svona skelja konfekt með núggati inni í. mmmm.... núggat.
í gær fór ég svo í bíó, aftur ein og ekki leið, á kinsey. ég var búin að hlakka mjög til að sjá þessa mynd þar sem að ég hef mikinn áhuga á viðfangsefninu, kynferðislegri hegðun mannskepnunnar og kynhneigð. þessi alfred kinsey var líffræðingur, prófessor sem eyddi fyrri parti ævi sinnar í að rannsaka gallvespur eins áhugavert og það er. þegar hann svo gekk í hjónaband, örugglega kominn yfir þrítugt og ennþá óspjallaður, lentu hann og konan hans í vandræðum á sexúalíska sviðinu. ekkert alvarlegt svosum og það leystist alveg farsællega, nema að útfrá því fékk kinsey brennandi áhuga á því að rannsaka kynhegðun mannskepnunnar þar sem að slíkt hafði aldrei áður verið gert. þetta hefur verið í kringum svona 1925 - 1930. hann safnaði í kringum sig fólki eða hjálparliði, sem var þó aðallega þrír aðrir áhugamenn um viðfangsefnið og þ.á.m. einn nemandi hans. þetta fór svo einhvern veginn allt downhill þaðan. að sjálfsögðu voru þessar rannsóknir litnar mjög miklu hornauga þar sem að á þessum tíma var kynlíf álitið eitthvað syndsamlegt og eingöngu til þess gert að búa til börn. en kinsey trúði því að kynhegðun væri eitthvað í eðli okkar, eins og að nærast og þ.h. hann komst m.a. annars að því í rannsóknum sínum og með því að taka viðtöl við tugi þúsunda manns að það sem fók segir um kynferðishegðun sína er oft þvert á við það sem það er að hugsa. þetta er reyndar eitthvað sem að ég trúi vel... í einu atriði var rúmlega sjötug kona að fróa sér og svo reið einn af aðstoðarmönnum kinsey henni og þetta var allt tekið upp á filmu. ókei, ég veit að það er gott mál að fólk geri það ennþá á þessum aldri og stundi kynlíf en það er viðbjóður að verða vitni að því. mér leið mjög pínlega á meðan á því atriði stóð. eitt sinn tók kinsey líka viðtal við mann sem hafði sofið hjá 17 nánum ættingjum sínum ( ath. þetta er allt satt og gerðist! ). hann hafði misst sveindóminn, að mig minnir 10 ára með ömmu sinni. upplifað fyrstu samkynhneigðu kynlífreynsluna 11 ára með pabba sínum, riðið (nauðgað) yfir 20 tegundum af dýrum, nauðgað 600 og eitthvað strákum undir kynþroskaaldri og 200 og eitthvað stúlkum undir kynþroskaaldri. og over all hafði maðurinn sofið hjá/nauðgað yfir 9000 manns. viðbjóður! mér fannst þetta einhvern veginn hætta að snúast um rannsóknir mjög fljótlega og breytast í eitthvert stjórnleysi. eins og að vínsmakkarar myndu allir enda blindfullir og ælandi alkahólistar. og þannig fór þetta líka. auðvitað gat maður gefið sér það að þetta myndi enda illa. tilfinningarnar okkar virðast nefnilega oft á tíðum ráða meiru en okkar innra eðli og líkamlegar þarfir. og þegar allir voru búinir að halda fram hjá öllum var þetta orðið hálf ömurlegt. og málið er líka að kinsey var að hluta til skemmdur innan í sér. pabbi hans hafði alla ævi predikað um hvað kynlíf og allt sem því tengdist væri viðbjóðslegt og ekki kristnu fólki sæmandi. hann gerði stöðugt lítið úr kinsey og braut hann niður. ég komst svo auðvitað að því að það var af því að pabbi hans hafði sjálfur lent í neðanbeltis hremmingum sem barn. en þetta hafði mjög djúpstæð áhrif á kinsey, skiljanlega og hæfni hans til að fá fólk með sér gerði það eiginlega að verkum að þessar rannsóknir gengu svo langt sem þær gerðu. mér fannst myndin reyndar dálítið langdregin og óþægileg að horfa á. þarna sjáiði hvað ég er viðkvæm. gluð hjálpi mér að ég gæti horft á hole in my heart. og einhvernveginn sannfærðist, allavega ég, að kynlíf er meira en bara líkamleg þurft og eingöngu háð eðli okkar. tilfinningar spila þarna stórt hlutverk og ég trúi því að það séu mjög fáir sem geti stundað kynlíf og ekki fundið neitt tilfinningalegt. hvað sem barsjúkum og gröðum, korter - í - þrjú íslendingum líður.
þegar ég kom heim eftir bíóið komst ég ekki inn á bloggið svo að ég litaði á mér hárið. og í dag er ég með SKÆR bleikt hár.
takk og bless.
í gær fór ég í heimsókn til bryncíar og litla prinsins. ég hlakka til þegar krílið fær nafn... ég náði að slíta bryncí burt í augnablik á meðan brjóstin á henni fylltust af mjólk sökum söknuðar til barnsins... eða eitthvað. við gengum laugaveg og ég keypti mér hárlit og pils sem er eiginlega afmælisgjöf frá kötu systur því blessunin gaf mér aur í afmælisgjöf. gaman að eiga pening og vera búin að borga alla reikninga, skuldir og byrgja mig upp af þurrfóðri fyrir mánuðinn í bónus. þegar allar svona skyldu - greiðslur eru komnar get ég eytt restinni í e-ð skemmtilegt. það gerist samt ekki oft þar sem að það virðist sem svo að þegar ég er búin að borga allt er ekkert eftir. nema þegar stóra systir eða mamma eru góðar við litla barnið, mig. ég keypti mér líka uppáhalds konfektið mitt í vínberinu því það var á svo agalega billegu verði, bara 398 kr. kassinn. þetta er svona skelja konfekt með núggati inni í. mmmm.... núggat.
í gær fór ég svo í bíó, aftur ein og ekki leið, á kinsey. ég var búin að hlakka mjög til að sjá þessa mynd þar sem að ég hef mikinn áhuga á viðfangsefninu, kynferðislegri hegðun mannskepnunnar og kynhneigð. þessi alfred kinsey var líffræðingur, prófessor sem eyddi fyrri parti ævi sinnar í að rannsaka gallvespur eins áhugavert og það er. þegar hann svo gekk í hjónaband, örugglega kominn yfir þrítugt og ennþá óspjallaður, lentu hann og konan hans í vandræðum á sexúalíska sviðinu. ekkert alvarlegt svosum og það leystist alveg farsællega, nema að útfrá því fékk kinsey brennandi áhuga á því að rannsaka kynhegðun mannskepnunnar þar sem að slíkt hafði aldrei áður verið gert. þetta hefur verið í kringum svona 1925 - 1930. hann safnaði í kringum sig fólki eða hjálparliði, sem var þó aðallega þrír aðrir áhugamenn um viðfangsefnið og þ.á.m. einn nemandi hans. þetta fór svo einhvern veginn allt downhill þaðan. að sjálfsögðu voru þessar rannsóknir litnar mjög miklu hornauga þar sem að á þessum tíma var kynlíf álitið eitthvað syndsamlegt og eingöngu til þess gert að búa til börn. en kinsey trúði því að kynhegðun væri eitthvað í eðli okkar, eins og að nærast og þ.h. hann komst m.a. annars að því í rannsóknum sínum og með því að taka viðtöl við tugi þúsunda manns að það sem fók segir um kynferðishegðun sína er oft þvert á við það sem það er að hugsa. þetta er reyndar eitthvað sem að ég trúi vel... í einu atriði var rúmlega sjötug kona að fróa sér og svo reið einn af aðstoðarmönnum kinsey henni og þetta var allt tekið upp á filmu. ókei, ég veit að það er gott mál að fólk geri það ennþá á þessum aldri og stundi kynlíf en það er viðbjóður að verða vitni að því. mér leið mjög pínlega á meðan á því atriði stóð. eitt sinn tók kinsey líka viðtal við mann sem hafði sofið hjá 17 nánum ættingjum sínum ( ath. þetta er allt satt og gerðist! ). hann hafði misst sveindóminn, að mig minnir 10 ára með ömmu sinni. upplifað fyrstu samkynhneigðu kynlífreynsluna 11 ára með pabba sínum, riðið (nauðgað) yfir 20 tegundum af dýrum, nauðgað 600 og eitthvað strákum undir kynþroskaaldri og 200 og eitthvað stúlkum undir kynþroskaaldri. og over all hafði maðurinn sofið hjá/nauðgað yfir 9000 manns. viðbjóður! mér fannst þetta einhvern veginn hætta að snúast um rannsóknir mjög fljótlega og breytast í eitthvert stjórnleysi. eins og að vínsmakkarar myndu allir enda blindfullir og ælandi alkahólistar. og þannig fór þetta líka. auðvitað gat maður gefið sér það að þetta myndi enda illa. tilfinningarnar okkar virðast nefnilega oft á tíðum ráða meiru en okkar innra eðli og líkamlegar þarfir. og þegar allir voru búinir að halda fram hjá öllum var þetta orðið hálf ömurlegt. og málið er líka að kinsey var að hluta til skemmdur innan í sér. pabbi hans hafði alla ævi predikað um hvað kynlíf og allt sem því tengdist væri viðbjóðslegt og ekki kristnu fólki sæmandi. hann gerði stöðugt lítið úr kinsey og braut hann niður. ég komst svo auðvitað að því að það var af því að pabbi hans hafði sjálfur lent í neðanbeltis hremmingum sem barn. en þetta hafði mjög djúpstæð áhrif á kinsey, skiljanlega og hæfni hans til að fá fólk með sér gerði það eiginlega að verkum að þessar rannsóknir gengu svo langt sem þær gerðu. mér fannst myndin reyndar dálítið langdregin og óþægileg að horfa á. þarna sjáiði hvað ég er viðkvæm. gluð hjálpi mér að ég gæti horft á hole in my heart. og einhvernveginn sannfærðist, allavega ég, að kynlíf er meira en bara líkamleg þurft og eingöngu háð eðli okkar. tilfinningar spila þarna stórt hlutverk og ég trúi því að það séu mjög fáir sem geti stundað kynlíf og ekki fundið neitt tilfinningalegt. hvað sem barsjúkum og gröðum, korter - í - þrjú íslendingum líður.
þegar ég kom heim eftir bíóið komst ég ekki inn á bloggið svo að ég litaði á mér hárið. og í dag er ég með SKÆR bleikt hár.
takk og bless.
föstudagur
athugið! vefurinn icelandfilmfestival.is sem á að innihalda áreiðanlegar upplýsingar um þessa kvikmyndahátíð er EKKI áreiðanlegur eins og aðstandendur hátíðarinnar héldu fram í ríkisútvarpinu. það er morgunblaðið sem er víst, a.m.k. samkvæmt auglýsingunni áreiðanlegasti fréttamiðillinn. planið mitt góða sumsé fokkaðist upp strax á fyrsta degi og ég hringdi reið í forsvarsmenn alþjóðlegu kvikmyndahátíðarinnar og skammaði þá. en ég fór í bíó og ljósi punkturinn er sá að ég hefði tæplega getað byrjað á betri mynd... kl. 17:45 fór ég í háskólabíó á garden state. ein og hló upphátt. strákurinn sem skrifaði handritið og leikstýrir henni og leikur aðalhlutverkið er dökkhærði gaurinn úr scrubs sem er reyndar þáttur sem ég náði aldrei almennilega að verða hrifin af. garden state er dásamleg mynd, hafði svipuð áhrif á mig og amelie á sínum tíma fyrir utan að garden state er aðeins raunsærri en amelie er. glod bless that movie. garden state fjallar um ungan mann, gott ef hann er ekki jafngamall og ég, og ást og lífið. hann hefur eytt meirihhluta ævi sinnar í lyfjamóki, þ.e. þunglyndis - lyfjamóki því pabbi hans sem er geðlæknir taldi það honum fyrir bestu sökum ónefnds atburðar hér sem átti sér stað í æsku unga mannsins. þegar mamma hans deyr fer hann aftur á æskuslóðirnar til að vera við útför hennar og hittir þá gamla félaga, pabba sinn og nýja stelpu. stelpan og strákurinn virðast í fyrstu vera mjög ólík en verða mjög fljótt ástfangin og eru þá, þegar öllu er á botninn hvolft ekki eins ólík og maður hefði haldið í fyrstu. hann þarf svo líka að greiða úr fortíðinn með pabba sínum og það tekur reyndar dásamlega stuttan tíma miðað við the real life. málið við þessa mynd finnst mér, er bara hvað hún er eitthvað svo átakalaus. ekki þannig átakalaus að ég fann ekki fyrir neinu heldur var ekkert svona hollywood - sprengju - ástar - dæmi nema kannski aðeins í endann. en samt var það ekki einu sinni neitt over the top. þetta er svona mynd sem að ég gæti trúað að væri sannleikur. skiljiði hvað ég meina? ég hló og ég fékk tár í augun og ég tók alls ekki eftir því að hún er næstum tveir tímar. hún er yndisleg þessi mynd og ég vona að þið sjáið hana. svo verður spennandi að fylgjast með hversu mikilli angist icelandfilmfestival.is nær að valda mér á morgun með svikum sínum og prettum.
see ya!
see ya!
að sjálfsögðu er ekki hægt að stóla á íslenskt skipulag eða upplýsingar frekar en neitt annað. flettandi morgunblaðinu rakst ég á að sýningartími bíóhúsanna á myndunum sem eru á alþjóðlegu kvikmyndahátíðinni er allt annar en sá sem auglýstur er á heimasíðu hátíðarinnar. og þegar ég innti fólk eftir uppýsingum benti hver og einn á einhvern annann. þetta er afar erfitt fyrir mig. ég er að fara á taugum útaf þessu. mér þykir mjög miður ef bíóplanið sem ég eyddi heillri kaffipásu í að samræma og fullkomna fer út um þúfur og ég þarf að renna blint í sjóinn. eitthvað inni í mér þolir það illa, ætli það sé þýska genið?
en að léttara hjali... ég gleymdi víst að tilkynna ykkur að ég hef verið formlega samþykkt og boðin velkominn í háskólann í haust að takast á við masterinn í bókmenntafræði. fékk bréf þess efnis á þriðjudaginn s.l. það er talsvert gleðiefni fyrir utan 45 þúsund krónurnar sem ég þarf að borga í staðfestingargjald næstu mánaðarmót. en það er lítið gjald fyrir gáfurnar mínar sem munu nú fá að njóta sín.
ég ætla svo að segja ykkur að stóra systir mín er yndisleg kona. öllum ætti að vera gefin ein svoleiðis í vöggugjöf.
p.s. ég er komin með netið. jibbí!
see ya!
en að léttara hjali... ég gleymdi víst að tilkynna ykkur að ég hef verið formlega samþykkt og boðin velkominn í háskólann í haust að takast á við masterinn í bókmenntafræði. fékk bréf þess efnis á þriðjudaginn s.l. það er talsvert gleðiefni fyrir utan 45 þúsund krónurnar sem ég þarf að borga í staðfestingargjald næstu mánaðarmót. en það er lítið gjald fyrir gáfurnar mínar sem munu nú fá að njóta sín.
ég ætla svo að segja ykkur að stóra systir mín er yndisleg kona. öllum ætti að vera gefin ein svoleiðis í vöggugjöf.
p.s. ég er komin með netið. jibbí!
see ya!
miðvikudagur
jæja...
ég keypti mér 10 - miða passa á alþjóðlegu kvikmyndahátíðina og eyddi nokkurn veginn seinustu aurunum í það. en sjaldan hefur fé verið betur varið á mínum bæ. ég hlakka svo til að ég gæti gubbað og á föstudaginn byrjar prógrammið. ég fór yfir allar myndirnar og af þessum 65 sem eru í boði blóðlangaði mig allra mest á einar 18. en fjárhagslega séð þurfti ég að sigta þessar 18 niður í 10 og ég er bara nokkuð sátt við það. og þetta eru sumsé myndirnar sem ég ætla að sjá í þessari röð:
kinsey
garden state
downfall
i heart huckabees
what the bleep do we know
vera drake
the woodsman
education of shelby knox
darkness
melinda & melinda
og ég ætla svo að blogga mínar skoðanir eftir hverja mynd um hverja mynd. það verður farið í bíó 7 daga í röð, eins dags pása og svo 3 daga í röð. úff! þetta verður kærkominn raunveruleikaflótti eftir þetta helvíska þunglyndi sem er búið að vera í gangi.
sjáumst!
p.s. nýja konan í lífi mínu er dita von teese...
ég keypti mér 10 - miða passa á alþjóðlegu kvikmyndahátíðina og eyddi nokkurn veginn seinustu aurunum í það. en sjaldan hefur fé verið betur varið á mínum bæ. ég hlakka svo til að ég gæti gubbað og á föstudaginn byrjar prógrammið. ég fór yfir allar myndirnar og af þessum 65 sem eru í boði blóðlangaði mig allra mest á einar 18. en fjárhagslega séð þurfti ég að sigta þessar 18 niður í 10 og ég er bara nokkuð sátt við það. og þetta eru sumsé myndirnar sem ég ætla að sjá í þessari röð:
kinsey
garden state
downfall
i heart huckabees
what the bleep do we know
vera drake
the woodsman
education of shelby knox
darkness
melinda & melinda
og ég ætla svo að blogga mínar skoðanir eftir hverja mynd um hverja mynd. það verður farið í bíó 7 daga í röð, eins dags pása og svo 3 daga í röð. úff! þetta verður kærkominn raunveruleikaflótti eftir þetta helvíska þunglyndi sem er búið að vera í gangi.
sjáumst!
p.s. nýja konan í lífi mínu er dita von teese...
mánudagur
allt er svart í dag því ég er föst í svartholi. þar er ég búin að vera síðan á laugardaginn. ég næ ekki að toga mig upp úr svartholinu þó ég sjái yfir brúnina af því að brúnin er hnífur svo hárbeittur að hann sker mig til blóðs ef ég reyni að klifra upp. afdrepið, heimilið mitt er það eina sem ég leyfi að umlykja mig svo að ég þurfi ekki að horfa framan í alla með uppgerð af því að hitt er of mikið fyrir þau... hvenær hættir þetta? hvenær fæ ég frið? ég vildi að ég lægi undir sænginni minni í blárri birtunni.
Gerast áskrifandi að:
Færslur (Atom)