sunnudagur

kærastinn minn er ekki bara kærastinn minn. hann er besti vinur minn og mesti snillingur sem ég veit um.
mér leiðist óskaplega fólk sem svarar spurningum með því að byrja á því að endurtaka spurninguna. mér leiðist líka fólk sem svarar spurningum með hroka eða aulalegu gríni. ég og maggi erum sammála um þetta.
einhverjir hafa kannski tekið eftir fjarveru minni hér... og líka þar undanfarna daga og því miður vikur. það er bara stundum óþarflega erfitt að vera tinnbert. ætli hann eigi samt ekki oftast nær mesta sök á því sjálfur... hann er bara með alltof flókið höfuð. en eitthvað er að birta til og í þetta skiptið er það ekki uppspuni til að hlífa fólki heldur heilagur sannleikur. en ég þori ekki fyrir mitt litla líf að tala um það, bara svona til að "jinxa" ekki hlutunum. það sést samt hverjir eru vinir þegar ský dregur fyrir sólu. einn svoleiðis vinur er dóra litla mín sem málaði handa mér mynd með vatnslitunum sem ég seldi henni af því að ég var "feeling blue"... dáldið fyndið. en þessi mynd er þannig og svo óskaplega falleg að í hvert skipti sem ég horfi á hana verður allt betra. eiginlega svona einskonar "art-therapy".
skólanum mínum hugkvæmdist að hafa næstu viku það sem kallað er verkefnavika. og eins og það sé ekki nógu andskoti angistarvaldandi er þetta líka airwaves vikan. þið getið ekki ímyndað ykkur hvað það er erfitt að halda mér á yfirborðinu núna. ég þarf nefnilega að gera tvær ritgerðir í vikunni og það veldur mér óskaplega miklum kvíða. en það angrar mig samt mest hvað það veldur mér miklum kvíða og núna er t.d. ágætis tími til að ergja sig á því að vera eins og ég er útaf þessum ritgerðum. en ég er að reyna að troða marvaðann og vona að ég komi mér þannig í gegnum þetta. en eitt er víst, ég ætla ekki að gefast upp. ágætis aðferð er líka að hlakka til einhvers eins og ég hef áður minnst á hér og nú hef ég heldur betur tilefni til að hlakka til því við erum að fara til amsterdam 10. nóvember. ég, örninn, maggi, beggi, rumurinn og kona hans og barn munum sofa í hótelbáti sem hefur upp á allan þann uppa-lúxus að bjóða sem hugurinn getur girnst. þetta verður að sjálfsögðu heilsusamleg afslöppunarferð því að við ætlum að heimsækja jógasetur, fara á íhugunarnámskeið og lifa á organísku fæði... þessi setning hér að undan er að sjálfsögðu alger kaldhæðni.
en nú þarf ég að fara að gera hópverkefni. jeijj! hópverkefni! (líka kaldhæðni).

þriðjudagur

76 dagar til jóla...

mánudagur

svona er það þá...
ég get ekki lengur skrifað hér það sem brennur mest á hjarta og sál og hvað hef ég þá að segja? og ég sem þoli ekki leyndarmál... ekki að þetta séu nein leyndarmál.

laugardagur

góðan dag, laugardag.
er á leiðinni í vinnu eftir hálftíma sem er í sjálfu sér ekki slæmt, "moní in ðe fokkíng pokkit!" nema hvað að mér líður pínu eins og ég sé að verða lasin. heitt í augunum, beinverkir og líkaminn allur aumur. ég vona bara að þetta sé ekki fuglaflensan eða einhver önnur flensa ef því er að skipta...

fimmtudagur

ég er orðin tipsí... ég minnist þess að hafa eitt sinn þótt sniglar herramanns matur. núna býður mér við tilhugsuninni að stinga þessum árans slímugu pöddum upp í mig. hvað ætli hafi breyst?
ja svei! undur og stórmerki áttu sér stað þegar gestirnir í kastljósi voru "aktúelt" sammála. þetta gerist ekki oft... og kastljós-drengurinn var ekki viss hvað hann ætti að gera.
nú sit ég hér með öl í dollu, talsvert hress og get hér með sagt ykkur að seinustu tvær vikur hafa farið í andstyggilegt þunglyndi. eða eiginlega ekki, mér leiðist þessu stimplun. ég ætla að kalla þetta vikurnar tvær sem fóru í óþarfa angist og áhyggjur. en nú eru betri tímar framundan, t.d. er öspin litla hjá okkur núna og henni fylgir vorsins ljómi. á morgun erum við svo að fara út að borða á einari ben, ég fagna öllu sem inniheldur ókeypis máltíð og sérstaklega þegar það er í nálægð við stóru systur og gott ef við erum ekki að fara í afmæli á laugardagskvöldið til þriggja pilta. og enn er ég svo ástfangin að ég klofna stundum í öreindir sem svífa í kringum örninn.
81 dagur til jóla.
stundum nenni ég bara ekki að skrifa... annars var ég skömmuð í dag af strætisvagnabílstjóra fyrir að dingla ekki korteri áður en ég átti að fara út. þ.a.l. komst ég að þeirri niðurstöðu að strætisvagnabílstjórar og bókasafnsverðir eru eina fólkið sem telur sig hafa þau réttindi sökum starfs síns að geta skammað fullvaxta fólk. núna vildi ég óska að ég hefði bara brostið í grát og sent strætisvagnabílstjórann reiða út í tómið með samviskubit. andskotans fáviti!

miðvikudagur

vúíííí!!! ösp er að koma til okkar á morgun, "happy hour" um kvöldið og ég svaf yfir mig í dag. það gerist einu sinni á öld.

mánudagur

svona er lífið mitt núna...

Oh My Love

Oh my love for the first time in my life,
My eyes are wide open,
Oh my lover for the first time in my life,
My eyes can see,

I see the wind,
Oh I see the trees,
Everything is clear in my heart,
I see the clouds,
Oh I see the sky,
Everything is clear in our world,

Oh my love for the first time in my life,
My mind is wide open,
oh my lover for the first time in my life,
My mind can feel,

I feel the sorrow,
Oh I feel dreams,
Everything is clear in my heart,
Everything is clear in our world,
I feel the life,
Oh I feel love.


john lennon

sunnudagur

ljóðið hérna að neðan, hin eilífa þrenning er eitt af mínum uppáhalds ljóðum og eins og það sé ekki næg ástæða til að setja það hérna inn á síðuna er það sérlega viðeigandi og í stíl við hjartað mitt núna. svanhildur frænka kynnti mig fyrir því þegar ég var óharðnaður unglingur og síðan þá hef ég ekki getað gleymt því. það segir svo mikið meira en bara þessi fallegu orð...
við horfðum á mayor of the sunset strip í gærkvöldi en ég lét hana af einhverjum ástæðum fara fram hjá mér í vor á alþjóðlegu kvikmyndahátíðinni. þetta er óskaplega góð mynd en líka óskaplega sorgleg og fjallar um líf rodney bingenheimer, "úber" grúppíu frá 7. áratugnum. ég nenni nú ekkert að fara eitthvað sérstaklega út í myndina enda er ég búin að segja allt sem segja þarf, þetta er bara heimildarmynd um ævi þessa sorglega manns. en það er einn augljós punktur í henni... ef að manneskja á ekki heilbrigða foreldra og er ekki í sem heilbrigðustu sambandi við þá er það ávísun á skemmd í sálinni og sálræna erfiðleika á fullorðinsárum viðkomandi. þetta er sorgleg staðreynd sem að alltof margir þekkja.

laugardagur

Hin eilífa þrenning (De evige tre)


Tveir menn er flækjast fyrir mér
fylgja mér heims um stig.
Annar er sá sem ég elska.
Einungis hinn elskar mig.


Annar er dýrlegur draumur um nótt,
og er dimmir um huga minn.
Hinn stendur vonhýr við hjarta míns dyr.
Ég hleypi honum aldrei inn.


Annar vekur mér vorsins þyt
af vellyst sem síðan fer.
Hinn gaf mér ánægður allt sitt líf,
án einustu stundar frá mér.


Annar bylur í blóðsins söng
svo blíðleikinn lifnar á ný.
Hinn er sjálfur hinn dapri dagur
sem draumarnir kafna í.


Milli þessara tveggja þráir hver kona,
og er þráð sem árgeislinn hreinn.
Á aldar fresti getur það gerzt
að þeir grói saman í einn.


Tove Ditlevsen

fimmtudagur

össi össi örninn minn... úff, ég er svo skotin.
mig langar pínu í aðra kisu þó að það hafi fyrir löngu verið sannað með áhrifaríkum leiðum að mér er bara ætlað að eiga einn kött.
mér finnst að fyrirbærið fortíð ætti að vera afnumið, í hvaða mynd sem er. í það minnsta mín fortíð, mér væri sama þó ég gleymdi öllu úr fortíðinni minni fyrir utan kannski tvo eða þrjá hluti. fortíðin er andstyggilegur hlutur sem að heldur mér tangarhaldi og litar hvert skref sem ég tek til framtíðarinnar. ef ég væri ekki svampur í líki manneskju gæti þetta verið betra, ef að ég hefði vængi gæti þetta verið betra og þegar ég fer að sofa í kvöld og ákveð þá með sjálfri mér að láta þetta ekki lengur hafa áhrif á mig og það tekst, ég vakna ný manneskja með hjartað fullt af bjartsýni til framtíðar sem að getur ekki annað verið en góð af því að ég er svo ástfangin af bestu manneskjunni af þeim öllum í heiminum. þá væri allt yndislegt. og þá verður allt yndislegt.
geðlæknirinn minn segist hafa hug á því að skrifa bók um mig af því að henni finnst ég svo merkileg og einstök. ég veit ekki hvort að ég eigi að taka því vel eða illa. illa af því að þá er eins og ég sé eina manneskjan sem hugsar eins og ég en vel af því að það er gaman þegar að einhverjum finnst maður vera merkilegur og einstakur... held ég.
næst þegar ég renni augunum yfir matseðilinn "veldu þér nýtt líf" ætla ég að velja venjulegu úthverfastelpuna með glæru augnhárin sem lifir venjulegu lífi en ekki dramantísku miðbæjarrottuna með helíum-röddina sem lífir óvenjulegu lífi.

miðvikudagur

góðan daginn!
fórum í fyrstu "langferðina" á bílnum fallega og nýja í gær þegar við sóttum öspina litlu út á flugvöll. krílið var að koma frá danmörku, þangað sem mig dreymir um að fara ef ég ætti aur í vasa... ösp þurfti reyndar að fara norður strax sem var fúlt, ég var búin að sjá fyrir mér stelpufans með rauðvíni og fegrunarkremum en það verður þá að bíða betri tíma, ekki satt sykurbollan mín?
annars er jólafiðringurinn byrjaður að segja til sín svo um munar og ef ég kann rétt að telja eru 87 dagar til jóla... held ég. ég er samt að reyna að hafa hemil á mér, hugsa sem minnst um þetta en ég bara ræð mér ekki fyrir tilhlökkun. þetta er gengið svo langt að ég held ég sé búin að ákveða hvað ég ætla að elda handa okkur erninum á aðfangadag... læt þær upplýsingar í té þegar nær dregur. svo ætlum við norður á tjörn og vera þar yfir áramótin, það er næstum meiri tilhlökkun fyrir því en jólunum, að vera með öllu góða fólkinu þar er þúsund sinnum betra en allt annað. það er kannski kjánalegt að hlakka svona til eins og eitthvert umkomulaust barn en tilhlökkun er án efa tilfinning sem að hver og einn ætti að leyfa sér. hún er á topp 5 listanum yfir bestu tilfinningar í heimi. hinar fjórar eru að mínu mati þegar sá sem ég elska heldur utan um mig eins og að enginn sé til í heiminum nema við tvö og ekkert slæmt geti gerst, óvæntar en gleðivaldandi uppákomur (s.b. tækifærisgjafir), þegar sá sem ég elska strýkur hendinni niður eftir bakinu á mér eins og ég sé úr glerþunnu postulíni og ég finn ástina í snertingunni og síðast en ekki síst þegar ég er tipsí, glöð, elska alla og er með fiðrildi í mallanum.
en nóg af súkkulaði-núggat væmni í dag... ég er dulítið búin að vera að velta því fyrir mér hvað það sé sem geri það að verkum að mér líður aldrei neitt sérstaklega vel inni í kolaportinu, eins og ég hef nú eytt þar skildingum í gegnum tíðina þá er alltaf eitthvað sem fær mig til að hugsa mig um tvisvar áður en ég fer þangað og ef ég á annað borð voga mér inn er ég fljót út aftur. það er ekki hægt að neita því að það er krökkt af allskyns undirmálsfólki í kolaportinu (það er samt ekki það sem truflar mig, ég er ekki fordómafull í garð fólks og sérstaklega ekki þeirra sem hafa orðið undir í lífsbaráttunni), lyktin þar er undarleg og tónlistin sem spiluð er í hátalarakerfinu lætur mér líða eins og ég sé stödd í one flew over the cuckoo's nest... en það er bara ekki málið. málið er, gerði mér grein fyrir þessu fyrir nokkrum dögum er að í hvaða bás sem að ég lendi á að skoða eitthvað í stendur alltaf básar-eigandinn með ýmist sorgarsvip sem segir: "ef þú kaupir ekki eitthvað munu börnin mín og ég svelta" eða þá með ásökunaraugnráði sem svo fylgir mér út ganginn ef ég ekki festi kaup í einhverju. lokaniðurstaðan er því að ef þú ferð í kolaportið er það ávísun á sektarkennd og skömm (og vonda lykt af fötunum þínum og efasemdir um geðheilbrigði þitt). aftur á móti þekki ég einn sem er ósnertanlegur fyrir þessu og það er hann gulli minn sem á metið í því að fara í kolaportið held ég. kolaportskóngurinn gulli! æðruleysi hans gagnvart kolaportinu er eitthvað sem ég vildi að ég gæti tamið mér.
lifið heil.

þriðjudagur

nei shit! líður miklu betur núna... allt í góðu. þarf bara að hætta að hafa svona asnalegar tímaeyðslu áhyggjur.
í dag finnst mér ég vera ómöguleg, heimsk, misheppnuð og ljót. og ég er með svo miklar fjárhagsáhyggjur að ég gæti gubbað blóði... ef að vængir arnarins blökuðu ekki ferskum gusti framan í mig myndi ég leggjast undir sæng og aldrei standa upp aftur.

mánudagur

það er næstum því þannig að einu skiptin sem ég ryksuga er þegar ég brýt eitthvað. síðan við fluttum á bergó er ég t.d. búin að brjóta 3 kokteilglös, 2 venjuleg glös, 1 bolla, 1 staup-glas og 1 undirskál. ég hef tvisvar sinnum ryksugað án gefins tilefnis, þ.e. þegar ég hef ekki brotið eitthvað af klaufaskap. mér er þetta sérstaklega hugleikið í dag af því að nú sem aldrei fyrr er þörf á smá ryksugun hérna heima hjá okkur. ég ætla að reyna að vera extra mikill klaufi í dag, helst út um alla íbúð...
bloggið í dag er tileinkað henni móu minni sem á skilið alla þá ást og umhyggju sem til er í heiminum...

föstudagur

hvað ætli sé dæmigert fyrir mig?
fór í kringluna í dag... "peppaði" sjálfa mig augljóslega ekki nógu mikið fyrir það því ég fékk "semi" taugaáfall þar inni. allt morandi í pirruðu fólki að flýta sér, allt morandi í ískrandi gelgjum í hvítum gegnsæjum pilsum og g-strengjum, allt morandi í grátandi börnum og amerískum dögum. keypti það sem ég þurfti og hljóp út. það bætti aðeins úr skák að strætó var á undan áætlun, þjóðverjinn ég er svo hrifin af svoleiðis, öllu sem er á undan áætlun. simple mind, simple pleasures...
ég er annars í smávegis vandræðum... ég veit ekki hvort ég eigi að kaupa mér passa á kvikmyndahátíðina. það fylgja því talsverð útgjöld að fara á airwaves en þangað ætla ég mér þó ég þurfi að fara í líkkistu því örninn minn er að spila þar bæði með hljómsveitinni ég og svo auðvitað elsku bestu shadow parade. það er því alls ekkert vafamál að ég er að fara þangað auk þess sem mig langar alveg óskaplega á airwaves. en svo er ég líka mikil kvikmyndaáhugamanneskja og langar alveg ofboðslega ægilega hrikalega mikið á kvikmyndahátíðina en passinn kostar 6.000 kr. og eins og allir vita sem lesa þetta blogg mitt þá þá kann ég aura minn tal, þ.e. ég veð ekki í peningum. en ef ég aftur á móti sleppi því að borða eða fara út úr húsi í október gæti þetta bjargast... ég geri það bara. veiiiii!!!!! ég er að fara á airwaves OG kvikmyndahátíðina.
ég er stundum að gæla við þá hugmynd að verða slökkviliðsmaður en þá man ég að ég er bara 165 cm, 57 kíló og með sköp. maður þarf víst að vera 180 cm, 90 kíló og með typpi eða eitthvað álíka fasistalegt... mig langar til að vera hetja...
smá "shout out" til betu sem ætlar að vera algjör vanillu-dúlla og selja mér miðann sinn á airwaves. þetta er bíllinn okkar hér til hliðar...
við eigum bíl!!! fokk me við eigum bíl! keyptum okkur glænýjan bíl í dag, blá-grár skoda octavia. demitt hvað við erum fullorðins.
p.s. ég er ekki með bílpróf.

miðvikudagur

jæja! ágúst borgþór klukkaði mig og ég tek því með glöðu geði. so, here goes...

1. mig dreymir um að verða virtur rithöfundur og bókmennta- og kvikmyndagagnrýnandi.
2. æðsta ósk mín í lífinu er að eignast lítið en þó nægilega stórt bárujárnshús í vesturbænum með frönskum gluggum þar sem ég get iðkað mínar skriftir, verið með erninum mínum í farsælu hjónabandi þangað til ég kveð veröldina, átt hund, ketti og barn eða börn sem mér mun takast að gera að heilbrigðum einstaklingum með nóg af ást og umhyggju (svona draumar, mínir draumar eru mjög vanmetnir og þykja jafnvel klígjulegir í nútímasamfélagi).
3. ég ætla að læra á hljóðfæri áður en ég dey eða fæ svo mikla gigt í puttana að þeir verða til einskis nýtir. ég ætla líka að læra annað tungumál. þau sem koma til greina: rússneska, franska og ítalska.
4. mig langar til að komast að leyndardómnum sem gerir það að verkum að í eðli næstum okkar allra er sami hluturinn, við þráum öll að deila lífinu með annari manneskju sem við svo vonumst til að vera með til seinasta dags. mig langar til að skilja þetta.
5. ég hata engan og vona að enginn hati mig.

svona! nú er ég alveg að verða of sein í skólann... en ég ætla að klukka betu, maju hryssu (sem þó er MJÖG langt frá því að vera hryssa), hjört, gulla og halldóru.
see ya!

þriðjudagur

ég er að reyna að finna nafn á manneskju sem ég þekki ekki. af öllum mannanöfnum sem ég þekki, þekki ég a.m.k. eina manneskju sem heitir því. þ.a.l. þekki ég engan sem heitir ekkert eða eitthvað... föðuramma mín hét t.d. hávarðsína eða hávarðína og ég átti frænda sem hét hilaríus. hann er reyndar langt aftur en samt nógu stutt til að maður velti vöngum yfir þessu undarlega nafni. kannski ég skíri son minn hilaríus.
fór ekki í skólann í dag en skilaði rafrænt inn einu því háfleygasta verkefni sem ég hef á ævinni unnið. það var verkefni sem átti að gera fyrir femínískar bókmenntarannsóknir uppúr einhverjum karlrembutexta, eða hann var það svona framan af. ég er mjög stolt af þessu verkefni sem ég vann af mikilli alúð í samanlagt sex klukkustundir. takið tillit til þess að mér er mjög mikið í mun um að standa mig vel í skólanum og ég er með athyglisbrest. en ég var samt ósköp fegin þegar örninn kom heim í gærkvöldi kl. 23 af hljómsveitar-standi og dró mig hálf snöktandi frá tölvunni í kvíðakasti yfir því að vera að klúðra öllu. ég gleymdi því að maður missir víst athyglina eftir ákveðinn tíma eða þá að maður á ekki að læra eftir klukkan eitthvað ákveðið á kvöldin. en þegar ég svo vaknaði í morgun var ég sem ný og spændi þessu líka ákaflega heilsteypta verkefni úr mér... ahhhh... örninn minn hefur þessi áhrif sko.
við festum kaup í grænum flauels-gluggatjöldum úr fríðu frænku, þau kostuðu bara 1.250 kr. og eru svona líka falleg og þekjandi í stofunni okkar. restin af peningunum fór í núðlusúpur og egg. annars er þetta hreiður "sindróm" óttalega endingagott, það er allavega ekkert að renna af mér eða okkur því það er alltaf eitthvað nýtt að huga að... okkur vantar fætur undir rúmið, okkur langar í myndir á veggina, fleiri lampa, kartöflumúsa-stappara, blá flauels gluggatjöld í svefnherbergið... þetta er bara toppurinn á ísjakanum. aldrei hefði það hvarflað að mér að það gæti verið svona gaman að búa með einhverjum, þ.e. kærasta-einhverjum. og það besta af öllu að við erum alltaf sammála um allt sem við viljum gera. dásamlegt! þetta er of mikið "hallmark" til að vera satt...
kæra reykjavíkurborg, loksins búin að taka eftir því að það er bara ein stytta í þér af konu en tuttuguogeitthvað af körlum...
ég elska haustið.

sunnudagur

ég er ekki með "babyfever" en í hvert skipti sem ég skoða myndir af þessum litlu krúttum, ísold og ástþóri erni sem tengjast mér annað hvort í gegnum blóð eða vináttu fer um mig gleðistraumur og ég get ekki annað en brosað.
annars er ég búin að taka þá ákvörðun að drekka ekki meira áfengi, a.m.k. ekki í bili. það fer bara beint í sálina á mér eða hefur gert undanfarin skipti og mér líður drullu-illa um leið og ég er orðin örlítið tipsí. bakkus vekur upp drauga sem eiga bara að vera látnir í friði.
en af því að ekkert varð úr bíóferð á föstudagskvöldið ætlum við, ég og örninn minn á charlie and the chocolate factory í kvöld. best er að ljúka sunnudögum á þann hátt, annað hvort með bíóferð og sælgæti eða vídjóglápi og sælgæti. ég er sérlega sælgætisjúk þessa dagana fyrir þær sakir að á mig herja nú hinar kvenlegu hrakfarir sem blæðingar kallast.
blex.

laugardagur

með tekíla í spræt... það er gott. ætla að horfa á nýja þáttinn með möggu stínu sem mér finnst lofa góðu en aftur á móti er ég alveg steinhissa á því að það sé enn og aftur verið að fara að sýna þessa fjárans spaugstofu. þetta er vægast sagt bara orðið hlægilegt... ekki fyndið hlægilegt heldur sorglegt hlægilegt. en hvað um það, kannski verð ég þakklát fyrir spaugstofuna og skellihlæ með gin og tónik á laugardagskvöldum þegar ég verð fimmtug... þ.e. ef þeir verða enn meðal vor.
annars settum við örninn upp mynd hérna í stofunni okkar í gær, ansi hreint flott. það er nefnilega þannig að það eru af einhverjum ástæðum tvær hurðir inn í svefnherbergið okkar, önnur liggur fram í eldhús og hana notum við alltaf en svo er önnur sem liggur fram í stofu og hana notum við aldrei. hún hefur eiginlega verið sár í auga okkar síðan við fluttum hingað inn, gapandi hurð með ekkert eiginlegt notagildi í augnablikinu. og við höfðum um nokkurt skeið verið að velta því fyrir okkur hvað við gætum gert við þessa tilgangslausu hurð. og svo datt okkur þetta líka snjallræði að finna bara einhverja flotta mynd, taka hurðarhúninn af hurðinni og þekja hana með myndinni. og það gerðum við í gær. þetta er mynd af hinni undurfögru gail úr sin city, ég læt hana hér til hliðar svo þið vitið hvað ég er að tala um.
partý á eftir á snorranum en núna... hjálmar!

föstudagur

...og fólk er virkilega að láta það koma sér á óvart að karlmenn eru ENN með mun hærri laun en konur... hálfvitar! ég er viss um að gísli hafsteinn hafi verið með "bóner" þegar það voru teknar myndir af honum í konu-klæðnaði í þessari vr herferð gegn launamismunun kynjanna.
um það leyti í dag sem ég var við það að missa athyglina yfir lærdómnum hváðu við þvílíkar drunur hérna úti að ég hélt bara að endalokin væru komin. það hríslaðist um mig örlítill ótti og ég hugsaði að mig langaði ekki til að deyja á föstudegi af því að ég fæddist á föstudegi... smá fjölbreytni bara... og þangað til að ég heyrði fréttirnar núna klukkan sex var ég viss um að þetta hefði verið maðurinn sem er að "spreyja" vinnustaðinn hans ágústs að utan að fara offörum á "sprey" græjunum. en það var víst ekki, mér skilst að þetta hafi verið einhverjar skoskar þotur. algjör óþarfi samt að vera að hræða úr manni líftóruna svona rétt fyrir helgi.
ég gekk fram hjá hótel holti áðan í þungum þönkum og uppskar blístur frá þýskum ferðamönnum. ég skákaði og mátaði þá þegar ég snéri mér við og sendi þeim tóninn... á þýsku! loksins kom það sér vel að vera hálfur þjóðverji á öðrum vígstöðvum en í skipulagi og almennum "anal-isma".
núna er það bara lærdómurinn og ekkert annað, þannig er það nú bara ágúst minn... ég er t.d. búin að læra í allan dag af því að ég er ekki í skólanum á föstudögum, drekka te, keðjureykja og borða sælgæti og ég er bara nokkuð ánægð með sjálfa mig þó ég haldi ekki athygli á námsefninu lengur en í fimm klukkustundir í einu. það er nokkuð gott held ég bara, a.m.k. fyrir manneskju sem aldrei fyrr hefur lagt sig fram í námi. ösp er svo á leiðinni til okkar í þessum skrifuðu og við ætlum á charlie and the chocolate factory í kvöld og kannski drekka ögn af rauðvíni. en nú fer ég í sturtu, ég segi ykkur kannski eitthvað sniðugt á morgun...

þriðjudagur

ó gluð... ugh... uuuughh. át aftur beyglu og er við það að kasta upp núna, hef komist að því að beyglur eru þremur bitum of stórar. æli æl...
nýlunda í lífi tinnu er að hlakka til að fara í skólann, ég er alltaf með fiðrildi í mallanum fyrir hvern tíma og finnst ótrúlega gaman í skólanum nema þegar ég las grein eftir paul de man sem ég skildi bara eina setningu í og hún er sú að það er ekki hægt að rækta vínber með orðinu ljós svo ég leyfi mér að þýða beint. þetta hlýtur að vera góðs viti, þ.e. fiðrildin ekki paul de man. annars gerði það mig ögn jákvæðari þegar ég mætti í stefnur í bókmenntafræði í gær að það virtust fáir aðrir hafa skilið þennan texta og kennarinn úthúðaði okkur ekki fyrir það heldur útskýrði föðurlega. og ég er ekki mesti tossinn í áfanganum því stelpan sem sat við hliðina á mér dottaði fram á borðið og önnur fyrir framan mig eyddi öllum tímanum í að lesa blogg. en nú þarf ég að fara að vera dugleg að lesa. lesa lesa lesa í allan vetur. það verður ekki hangið á börum fram eftir öllu í flegnum kjólum með munnsöfnuð við ókunnuga graðhesta, fyrir utan að ég hangi sjaldan á börum fram eftir öllu en á það til að vera með munnsöfnuð við graðhesta og er svo sannnarlega oft í flegnum kjólum enda lítið annað í stöðunni að gera þegar manni eru færðar melónur framan á sig í gluðs gjöf. einu pásurnar sem teknar verða í vetur verða til að fara í sleik við örninn og borða seríós... og kaupa vetrarskó. djöfuls kattaróféti að pissa í skóna mína.

mánudagur

uppskrift að niðurlægingu:
ég vaknaði ofur-snemma til að fara upp á þjóðarbókhlöðu og læra sem ég og gerði. nema hvað að ég borða aldrei morgunmat af því að mér býður við mat á morgnana svo upp á bókhlöðu mætti ég ó-nærð og eftir u.þ.b. klukkutíma af námsbókalestri, athyglistbresti, kvíðakasti og vantrú á sjálfri mér og minni getu í skóla fóru garnirnar í mér að gaula eins og ég væri eþíópíubúi, það glumdi í allri þjóðarbókhlöðunni, garnirnar í tinnu. ég þraukaði þó og las það sem ég gat lesið á meðan ég kýldi sjálfa mig í magann og kyngdi tyggjói. samasem niðurlæging. ég hljóp svo heim og núna sit ég hér blaut í fæturna af því að ég á ekki peninga fyrir skóm og það pissaði eitthvert fress í vetrarskóna mína að borða brauð með malakoffi sem annars er hið ágætasta álegg að reyna að upphugsa leið til að kaupa þessar bækur sem ég á eftir að kaupa fyrir skólann. ef ég væri ekki svona yfir mig ástfangin og ætti besta kærasta í allri vetrarbrautinni væri lífið vonlaust.

sunnudagur

þunn tinna á sunnudegi. borðaði beyglu sem mig langar núna til að "skila" og er að horfa á sex & the city, vildi að ég ætti snakk og ótæpilegt magn af kóka kóla og sígarettum en sökum skólabókakaupa sem fóru fram úr öllu hófi er ég staurblönk. demitt!
opnunin gekk vel í gær þó að það hafi fæstir komið sem ég vonaðist til að sjá eins og t.d. mamma mín, en það er nú bara þannig. auk þess sem að ég hef aldrei verið jafn stressuð fyrir opnun áður en það er líklega af því að ég var feimin við að sýna nýja kærastanum mína listsköpun, einn eitt fyrsta skiptið sem er erfitt að komast yfir en verður strax betra þegar það er yfirstaðið. ég varð líka verulega tipsí sökum stressins og uppsker nú fyrir það. fórum svo í kveðjupartý til ara eldjárns, svo á ellefuna að hlusta á vin arnar spila og svo heim. og satt best að segja man ég ekkert voða skýrt eftir kvöldinu. æ fokkitt! nú er þetta komið gott enda er djamm-pásu-árstíðin gengin í garð, eða hún er svona u.þ.b. að gera það.
en nú ætla ég að halda áfram að vera þunn, get hvort sem er ekki hugsað um neitt annað.

föstudagur

sýningin okkar þuru opnar á morgun, laugardag kl. 17 í gallerí bananananas, laugavegi 80. allir koma!

þriðjudagur

kvaddi móu, arnar & ísold áðan, þau flytja á morgun út til berlínar. það var ótrúlega erfitt að segja bless, miklu erfiðara en ég hafði gert mér í hugarlund og ég þurfti að taka á öllu til að fara ekki að skæla, vesalingurinn og grenjuskjóðan sem ég er. dagurinn í dag er tileinkaður litlu fjölskyldunni.
er með hrikalegan kvíðahnút í maganum í dag, svona kvíðahnút sem fær mig til að óska þess að ég væri önnur manneskja, á öðrum stað á öðrum tíma. eða bara vera innan um fólk...
og skólinn byrjaði í gær, var eiginlega lítið búin að leiða hugann að því fyrr en á sunnudeginum. fannst það skynsamlegast með tilliti til þess að ég fæ kvíðaköst útaf öllu. ég vaknaði í gær með grjót í maganum sem breyttist í fjall eftir því sem leið á morguninn. það er samt, mér til mikillar ánægju orðið auðveldara að takast á við þessa litlu hluti sem öftruðu mér svo mikið hérna í denn. hvar væri ég án geðlæknisins? aftur á móti hrundi veröldin til grunna þegar ég mætti í skólann og það var búið að færa námskeiðið sem ég átti að vera í um stofu. það var sérlega erfitt að takast á við það og ég "beilaði" og fór þess í stað að kaupa skólabækur sem mér fannst réttlæta þetta fyrsta skróp mitt fullkomlega og komst að því að ég mun að öllum líkindum sleppa frekar vel fjárhagslega útúr bókakaupum, það mun líklega ekki vera meira en 15.000 krónur, kannski 20.000. er það ekki vel sloppið annars? eftir "hreinsaðu samviskuna" bókakaupin tókst mér að fara í seinasta tímann og þá var þetta unnið. þetta er eins og að sofa hjá einhverjum í fyrsta skipti eins og örninn minn segir, það er alltaf hálf lummó í fyrsta skipti en þegar að það er búið þá veit maður að næstu skipti verða betri. tíhí... mér finnst þetta góð samlíking hjá honum. ég fylltist eldmóði í tímanum og hlakkaði til að byrja að læra, þetta verður allt í lagi ef ég er dugleg að læra. og nú vantar mig skrifborð til að læra við.
ég þarf að fara... kannski finnst ykkur bull það sem ég er að skrifa, kannski finnst ykkur ég ganga of langt þegar ég skrifa um það sem er í sálinni hverju sinni. en kannski er einhverjum sem finnst það ekki og líður eins.

"þegar ljósin slokkna og þú sérð ekki neitt, gaktu þá á hljóð raddar minnar og ég leiði þig aftur í birtuna. þar get ég reynt að græða sár þín elsku engillinn minn..."

mánudagur

fyrsti skóladagurinn að kveldi komin. ég mun skrifa um hann á morgun, er enn að jafna mig... hér er samt toppurinn á ísjakanum: kvíðakast, skróp, bókakaup og konur með steyptar neglur og trúlofunarhringi.

föstudagur

ég gleymdi nú einum ansi hreint góðum fréttum... haldiði ekki að karlmennin (krúttisprengjurnar) mín í shadow parade muni spila á airwaves! það þýðir bara eitt fyrir mig og ösp: grúppíur!!!!
það er alveg eins og að það sé þriðjudagur í dag þó það sé föstudagur. mmmm... föstudagur. ég er að vinna í kvöld fyrir fiðrildið hana æsu og að því loknu, kl. 22 ætla ég heim í kotið að drekka rósavín og kannski pára aðeins meira í málverkið sem mér tókst að byrja á í gær, það lofar góðu. mér er mikið í mun um að vera hress á morgun og þ.a.l. verður kveldið í kvöld rólegt. það er kveðjupartý hjá móu & arnari annað kvöld sem eru að flytja til berlínar með krílið í næstu viku og þangað ætla ég að mæta í mínu fínasta pússi með galsa í hjartanu. hvert mætir maður ekki með galsa hjarta þegar það er frír bjór? bla bla bla... ég þarf að hugsa.

fimmtudagur

komum heim úr sveitinni í gær eftir 5 daga dvöl, það er ágætt að vera komin heim en ég hefði alveg gefið eins og eina tá til að vera lengur í svarfaðardalnum, á tjörn hjá yndislegu stelpunum.
ég er með sköpunarstíflu á mjög alvarlegu stigi og get ómögulega skrifað neitt hérna né málað á strigann sem starir í þessum skrifuðu orðum gapandi hvítur á mig, hann er eins og helvítið sem ég vona að ég vakni aldrei í. auk þess er ég orðin kvíðin fyrir skólann... ekki útaf lærdómnum, ekki skólanum sem slíkum heldur félagsfælninni sem krækir í hnakkadrambið á mér þegar ég þarf að fara á nýja staði þar sem er nýtt fólk. ég ætla að reyna að yfirstíga þetta... kannski best að vera bara full á mánudaginn, fyrsta daginn í skólanum eða í öllu svörtu og vona að enginn taki eftir mér. djöfullinn sjálfur að geta ekki verið "eðlilegur" einstaklingur á svona tímum, djöfullinn að eiga ekki litla púpu núna til að skríða inn í. engu að síður er best að halda svona hugarangri útaf fyrir sig og ef einhver spyr þá segi ég allt frábært.
ég ætla að fá lánaða eina ferskeytlu eftir káinn hingað á síðuna og tileinka hana öllu fólkinu sem ég hafði að einhverju ráði samneyti við þessa 5 daga í sveitinni, gyðjunum á tjörn, yndislegasta, besta, sætasta, besta, besta og besta kærastanum mínum sem ég elska útaf lífinu og sérstaklega litlu hagyrðingunum tveimur sem héldu fyrir mér ánægjulegri vöku á föstudagsnóttina með kveðskap:

síðan fyrst ég sá þig hér
sólskin þarf ég minna,
gegnum lífið lýsir mér
ljósið augna þinna.

föstudagur

vei vei veiiiiii!!!! seinnipart þessa ágæta föstudags liggur leið vor norður og ég get vart beðið. hlakka til, ó já! og þar sem að mörgu er að huga fyrir norðurför hef ég þetta stutt en bið ykkur vel að lifa elsku pysjurnar mínar og eigiði nú sem allra yndislegasta helgi. ég mæli svo sterklega með að allir sem vettlingi geta valdið kíki í smekkleysubúðina í kjallara kjörgarðs kl. 17 í dag því þá mun hljómsveitin shadow parade stíga á stokk og þeir eru HOT!!!
see ya!

fimmtudagur

ég er að fara úr augnhárum. ég hef aldrei hitt neinn annan sem lendir í því...
arnarpabbinn kom í mat í gær, ég vona að ég hafi skorað með kjötbollunum sem heppnuðust einstaklega vel. hann sagði a.m.k. mmmmm.... við fyrsta bita, örn segir að það sé gott merki.
er komin með stundatöfluna fyrir skólann í hendurnar og hún er dásamleg. það mun gefast mikill tími til að standa sig í lærdómnum því ég byrja aldrei fyrr en kl. 13 á daginn og er í fríi á föstudögum. þ.a.l. ætlum við örninn að vera með "happy hour" alla fimmtudaga í vetur. það verður ekkert skammdegisþunglyndi á þessum bæ.
um árabil eða allt síðan ég sá myndina mermaids hérna um árið... hvað ætli ég hafi verið gömul? kannski 11 eða 12 ára, man ekki alveg hef ég verið heilluð af laginu sleepwalk eða sleepwalker, það fer tvennum sögum af titilinum en það lag er einmitt spilað í myndinni mermaids og svo síðar einnig í myndinni sleepwalkers sem byggð er á bók eftir steven king. eitt sinn minn uppáhalds rithöfundur... þá var ég barn. mér tókst loks eftir nokkur ár að komast yfir þetta lag, sleepwalk og þá í sömu útgáfu og notuð er í myndunum tveimur sem ég nefndi en það er með gaurum sem kalla sig eða líklega kölluðu sig santo & johnny. það er óskaplega falleg útgáfa en ég vissi þó að það væri líka til önnur útgáfa því í gegnum árin hef ég heyrt hana hér og þar en aldrei komið höndum yfir af einhverjum ástæðum því miður. svo í morgun var ég að hlusta á hann gest einar á rás 2 (já, ég skipti aftur yfir, var orðin "morbit" af öllum dánartilkynningunum...) og þegar hann kveður spilar hann sleepwalk í hinni útgáfunni, þeirri sem ég hef svo lengi leitað að í lokin. ég missti mig að sjálfsögðu og upp á von og óvon brá ég bara á það ráð að senda gesti einari tölvupóst og spyrja hann út í lagið. ég var nefnilega ekki viss um hvort að þetta væri shadows útgáfa þó mig grunaði það en ég vissi að ég yrði að eignast þetta lag, þetta er lagið mitt. ég var nú eiginlega nokkuð viss um að gestur héldi mig bara vitskerta húsmóður og myndi ekkert svara mér en getiði hvað? það liðu ekki fimm mínútur og þá var gestur litli einar búin að svara mér og það mjög ítarlega. ég fékk allar upplýsingar um lagið sleepwalk á einu bretti, að það sé með the shadows og á hvaða plötu ég gæti nálgast það. ég svindlaði reyndar og sótti það á netinu og nú er ég ástfangin sem aldrei fyrr, sleepwalk fer ekki af fóninum í dag og ég ætla að vanga við kærastann minn í kvöld. dagurinn í dag er tileinkaður gesti einari!
...og nú fer ég í sturtu.

miðvikudagur

það var kona að labba hérna framhjá með vettlinga. það er víst komið haust!
ef þið viljið "downer" þá mæli ég með að þið horfið á million dollar baby. að sjá clint eastwood gráta er eins og að sjá pabba sinn gráta eða eitthvað álíka. þetta er alveg ágæt mynd svosum og allt í lagi með það en ég hef ekki séð svona mikinn mannlegan harmleik síðan ég sá mystic river um daginn. ég "meika" ekki svona... ég vil bara hryllingsmyndir, löggu- og stríðsmyndir eða myndir sem láta mann trúa á ævintýri. die hard myndirnar voru t.d. góðar ræmur, afhverju gerir enginn svoleiðis myndir lengur? nú eru allar myndir "realískar" og fjalla um ömurleika lífsins, helst með korters löngum nauðgunaratriðum, eitthvað sem að ég hef djöfullega andstyggð á og píni mig ekki yfir. en kannski þarf að gera þetta, kannski er þetta bara endurspeglun á raunveruleikann... og ég hef heyrt að "art imitates life" sem er upp að vissu marki rétt. ég er ekki að tala um að ég vilji bara sjá myndir um einhverjar einmana konur sem borga mönnum til að vera "deitið" sitt í brúðkaupi og verða svo óvart ástfangnar af þeim af því að þeir segja svo fallega hluti við þær eða konur sem fara á fyllerí með besta vini sínum sem er hommi, sofa hjá honum og verða ófrískar og þá kemur upp úr dúrnum að gaurinn er ekkert hommi og hefur alltaf elskað konuna... what ever! ég er bara að meina, hvað varð um þennan einlæga raunveruleikaflótta sem að maður vill upplifa yfir góðri kvikmynd? eins og amelie sem er uppáhaldsmyndin mín, yndisleg mynd sem lætur manni líða vel, elska lífið og sjálfan sig aðeins meira og trúa á ævintýri án þess að vera klisjulegur amerískur skeinipappír. enda er hún frönsk. ég náttúrulega ræð hvað ég horfi á svo ég ætti ekkert að vera að ergja mig á þessu. kannski ég geri bara kvikmynd með öllu því sem að mér finnst skemmtilegast í myndum, ævintýri, ást, vampírur, nornir, kettir, kynlíf, draugar, myndlist o.s.fr.... ég er líka að hugsa um að kollverpa yfirlýsingu minni um að ég hati evrópskar myndir og myndir sem gerðar eru fyrir 1990. héðan í frá horfi ég bara á svoleiðis kvikmyndir.
kristján yfir-örn og "eagledad" er að koma í mat til okkar í kvöld. ég ætla að gera kjötbollurnar frægu, kryddkartöflurnar og nú ætla ég að hafa piparsósu með í staðinn fyrir vafasömu brúnu sósuna sem var seinast. ég ætla líka að passa mig á kryddinu, seinast urðu bollurnar svo brimsaltar daginn eftir að örninn minn var sá eini sem fékkst til að borða þær... það er pínu stressandi að vera að fara að bjóða kærasta-pabbanum í mat en samt ekki eins og ég hefði haldið. það er eins og ég hafi þekkt þau alla ævi og ég er ennþá svo skotin að ég gæti knúið heila borg með rafmagni úr hjartanu á mér...

þriðjudagur

túrverkir án verkjatöflu er andstyggilegt fyrirbæri. svo ég tali nú ekki um slappleikann sem þessu fylgir...
nú er ég hætt að panta á internetinu í bili. fékk emily strange bol og emily strange veski í gær, látum þetta gott heita í nokkra mánuði.
þá liggur leiðin norður næstu helgi, ég get ekki beðið. smá frí og svo fer skólinn að byrja og undirbúningur myndlistarsýningarinnar okkar þuru heldur áfram. shadow parade er að spila í smekkleysubúðinni á föstudags-síðdeginu, ég hvet alla til að kíkja þangað og svo brunum við örn, beggi og maggi norður eftir það... dear god ég vona að þeir aki eins og menn... litlu drengirnir mínir eru að fara að spila á akureyri á laugardaginn... var það ekki í ketilshúsinu?
ég er enn á ný búin að uppgötva rás 1. ég er undanfarnar vikur búin að vera að gæla við það að skipta um stöð, fara frá rás 2 yfir á rás 1 en einhvern veginn ekki komið mér í það. en svo þegar við vöknuðum í gær var útvarpið mitt stillt á það helvíti sem X-ið er, ég er lítið fyrir þá stöð. þeir spila þar bara tónlist með hljómsveitum sem allar virðast hafa sama yrkisefnið... vonda stjúppabba og grátandi höfrunga. en viti menn! þá rambaði örninn minn inn á rás 1 mér til mikillar ánægju og þar hef ég mér unað síðan þá. rás 1 er besta stöðin og ég er orðin gömul kelling.
horfði á lost í gær og uppgötvaði að mér finnst þessi annars ágæta þáttaröð hafa dalað eitthvað seinustu vikurnar. þetta er allt farið að snúast um einhverja ótrúlega "paranoju" og fingrabendingar.
himininn grætur heil ósköp í dag og það er svo huggulegt að hlusta á rigninguna með te í bolla... ég ætti að reyna að mála eitthvað. ég hef lítið annað að segja...

mánudagur

Sjónvarpið í kvöld

Kl. 20:30
Dönsku ríkisarfarnir
Ástralski sjónvarpsmaðurinn Andrew Denton ræðir við Friðrik krónprins af Danmörku og Maríu krónprinsessu.

pínlegt, pínlegt, pínlegt... ég er sumsé að pína sjálfa mig í augnablikinu og horfa á þetta og mér líður eins og einum af allsberu köllunum í laugum... á typpinu með myndavél á mér.
helgin í hnotskurn:
ösp var hjá okkur, það var yndislegt. hún er örugglega ein sú mesta ljúfstelpa sem að ég hef fyrir hitt.
var tipsí.
uppgötvaði grúppíu-elementið í mér aftur eftir 10 ára fjarveru, s.b. fór upp í æfingarhúsnæði til strákanna í shadow parade og sat í sófa og flissaði.
var með þá mestu hormóna-fyrirtíðarspennu sem að ég hef fengið í langan tíma. andskotans pillan, sú sama og stendur fyrir bólunum.
kvaddi birtu mína.
hitti fyrrverandi kærastann minn sem vill ekki tala við mig. skil það svosum...
las andstyggilegt "komment" frá manneskju hérna á blogginu sem að greinilega þekkir mig ekkert. undarlegt hvað óhamingjusamt fólk leggur sig mikið fram við að smita óhamingjuna út frá sér. sárast fannst mér hvað ég tók þetta nærri mér en að endingu sætti ég mig við þetta og vorkenndi bara blessaðri pysjunni sem líður augljóslega svona illa.
sá flugeldana á menningarnótt en lítið annað sem tengist þeim degi.
skældi.
var að vinna í gær.
og að endingu... nágranni minn bankaði hérna upp á með kúk í klósettpappír og sagði ösp, sem var svo óheppin að fara til dyra að hún dimmalimm mín hefði skitið í rúmið hjá sér. ég kaupi það ekki fyrir milljón! þetta olli mér samt áhyggjum... fyrir það fyrsta, hvernig ég get ég sannfært nágrannann sem virðist vera svo viss um að dimmalimm sé sökudólgurinn sé það ekki? og ég bara nenni ekki að fara að standa í einhverjum amerískum nágrannaerjum sem enda á því að einn daginn opna ég útidyrahurðina og þá liggur kötturinn minn í bútum á mottunni fyrir utan. eða það væri svona "worst case scenario".

föstudagur

fjandinn! dagurinn er fullkomnaður! var að fá fyrsta emily strange teiknimyndasögublaðið, chairman of the bored í pósti. ég "pre-orderaði" það fyrir svona fjórum mánuðum síðan og það er m.a.s. áritað af buzz parker, gaurnum sem teiknar emily strange. ég tími næstum því ekki að fletta því... þetta er gullið mitt.
í dag er ég þunn af því að í gær var ég óskaplega tipsí. það þýðir þó ekki að ég ætli ekki að sletta úr klaufunum í kveld eða alla helgina ef því er að skipta. öspin er líka að koma til okkar í kvöld og ég get vart beðið... auk þess eigum við það mesta magn af áfengi í skápum okkar og ísskáp sem ég hef á ævinni augum litið.
það ver stelpukvöld í gær. ég, birtan mín og bryncí mín fórum á maru og fengum okkur sushi hjá þjóni sem var ekki mellufær í íslensku. það var varla þverfóta fyrir frægum á sushi-staðnum, ryan phillippe, barry pepper og jamie bell (strákurinn úr billy elliot) voru allir þar að fá sér sushi og stelpurnar pissuðu næstum á sig. ég reyndi að taka þessu með jafnaðargeði. eftir sushi-ið lá leiðin á sirkus en þar var ekki þverfóta fyrir miðaldra pervertum með kaffibrúnku og gráa fiðringinn. þar var líka sú undarlegasta útlítandi kona, held að þetta hafi verið kona sem að ég hef augum litið. ég get bara eiginlega ekki lagt nógu mikla áherslu á hversu undarlega útlítandi hún var en þetta var alveg eins og það sem að maður sér bara í breskum slúðurblöðum. hún var búin að fara í svo margar lýtaaðgerðir og pumpa svo miklu efni í varirnar á sér að hún leit út eins og einhverskonar geimvera eða kannski bara önd. með andlitið allt svona framsett og varirnar eins og andargoggur, hárið allt strekt aftur og það vantaði m.a.s. part af því rétt fyrir ofan eyrun. undarlegt að fólk skuli sjálfviljugt afskræma sig svona. og ég varð ofur-tipsí, alltaf sami hænuhausinn... birtan mín er að fara á morgun aftur til köben og ég finn fyrir örlitlum leiða í sálinni af því að hún veit alltaf hvað ég er að meina og hvenær ég er að bulla. en hvað um það...
stofnfundur hljómsveitarinnar okkar bryncí verður haldinn hátíðlegur næsta mánudag. við erum enn ekki komnar með nafn en ég á sumsé að vera textahöfundurinn í bandinu svo að ég hlýt að geta fundið upp á einhverju fleygu og þjálu nafni. og ég tek það fram fyrir viðkvæmar sálir að textarnir verða ekki um fiðrildi og rósir...
ég verð að segja að álit mitt á agli helgasyni dalaði aðeins þegar ég fletti tímaritinu birta áðan. mér finnst egill rosa sniðugur en eiginlega bara af því að honum finnst ég vera svo sniðug, skiptir ekki öllu máli hvernig hrifning verður til. en hann er þarna í "brennslan mín" í birtu, mig dreymir reyndar um að fá að vera í því með uppáhalds lögin mín en hann nefnir eitt lag sem er með nana mouskouri og harry belafonte. harry belafonte er fínn en nana mouskouri! kommon! mamma mín hlustar á hana og kvaldi hlustir mínar þegar ég var barn með þessu væli... díses kræst egill, hvað varstu að pæla?
og það er búið að stofna söngflokk með "burnátin" úr ídolinu í broddi fylkingar. þau kalla sig heitar lummur... réttnefni væri kaldar lummur.
jæja, ég ætla að hætta að vera bitur og önug, ég ætla að vera hress og kát og te-drekka úr mér þynnkuna...
vá! sumarið er að verða búið og ekki mótmæla mér... þetta er búið að vera viðburðarríkt sumar, vægast sagt. ég vildi að ég gæti sagt ykkur frá öllu en það verður bara að bíða betri tíma, kannski þegar að ævisagan mín kemur út... kannski. ég er bara fegin að haustið er að koma, því fylgir ró.

miðvikudagur

loksins loksins!!! loksins kláraði ég þessa aulalegu smáhluti sem hafa nánast haldið fyrir mér vöku seinustu vikurnar. ég byrjaði á því að bruna upp í háskóla til að fá sönnun(vottorð) fyrir því að ég væri þar skráður nemandi. fyrir þetta eina a4 blað þurfti ég að punga út 300 krónum, það var reyndar með vatnsmerki og örugglega 160 gr. því næst lá leiðin niður í félagsþjónustu til að skila inn þessu blessaða vottorði. mér var nefnilega tjáð af einhverri konu þar, svo virðist þó vera að það hafi verið í draumi að ég ætti að skila skólavistar-vottorði inn og þá myndu leigubæturnar eitthvað hækka. það er lygi! það gerist ekki neitt gott þó að maður skili inn þessu bévítans vottorði og ég mig þess vegna spyr: hvers vegna í andskotanum þurfti ég þess þá?!? eftir þessi áreiðanlegu vonbrigði og 1000 kall í bónus var það rúsínan í pulsuendanum, bankinn. að þessu sinni vandaði ég valið vel þegar ég stóð fyrir framan skjáinn með myndunum af þjónustufulltrúum bankans. ég valdi mér eina sem að ég hef talað við áður og er óskaplega indæl með hæfilega mörg aukakíló og viðráðanlega brjóstaskoru. ég bað hana um að hagræða reikningi mínum með tilliti til þess að ég yrði á (fasista)námslánum í vetur. og svo spurði ég hana út í greiðsluþjónustuna sem að ég setti mig í fyrir þremur vikum síðan því þrátt fyrir aðvörunarorð múmínmömmu hef ég ákveðið að vera í greiðsluþjónustunni. ég var eiginlega farin að efast um að þessi bláeyga sumarstúlka með óviðráðanlegu brjóstaskoruna sem afgreiddi mig þá hefði gengið tryggilega frá öllum lausum endum. og það var auðvitað rétt og alveg eins og ég hafði spáð fyrir um, ég átti eftir að skrifa undir eitthvert mjög mikilvægt "plagg" til að hjólin gætu farið að rúlla. djöfuls sílikon kjáni! en ég ætla ekki að drepa greyið með baktali... hún var ný.
mikið rosalega er dýrt að fljúga innanlands! og mikið óskaplega er dýrt að taka rútu norður... við getum allt eins tekið flugið, það munar 4000 krónum...
í dag ætla ég að vera fullorðins og gera hlutina sem þarf að gera og í kvöld ætla ég að leigja mér einhverja væmna ræmu og hafa það huggulegt með sjálfri mér því örninn minn verður í upptökum. þetta er annar hamingju-sprengdur dagur... gaman þegar að það koma svona tveir í röð og ég trúi því að það haldist út vikuna því að ösp er að koma til okkar á föstudaginn og ég hlakka óskaplega mikið til. hún ætlar að vera hjá okkur yfir helgina og menningarnóttina, gista í hryggskekkjusófanum sem að björk litla er búin að gista í seinustu tvær nætur og við ætlum að verða ofur-tipsí saman og menningarlegar. mig grunar samt að rigning muni setja strik í reikninginn en hvað um það, ég held þá bara dauðahaldi í kirsuberjaregnhlífina sem að svanhildur frænka gaf mér.
ég er farin að hlakka til jólanna. þetta er venjulega tíminn sem að sú tilhlökkun fer í gang, eftir það er það afmælið. ég get bara ekki beðið og aðal ástæðan er sú að örninn bað mig um að halda jólin með sér þegar við vorum bara búin að vera kærustupar í nokkra daga. það bræddi hjarta mitt og mér fannst það óskaplega rómantískt. ég gæti ekki hugsað mér betri blöndu, örn + jól.

þriðjudagur

fyrir áhugasama og ekki með ykkar hjálp tókst mér að gera alveg hreint afbrgðs kjet-bollur:

500 gr. ungnautahakk
1 dl rasp
1 egg
olía
rifinn ostur
krydd

og með þessu hafði ég svo steiktar kryddkartöflur og mjög vafasama brúna sósu sem ég gerði bara til heiðurs stóru systur. ég er annað hvort að breytast í miðaldra húsmóður eða mömmu mína...
fórum á fantastic 4 í bíó áðan. ég veit nú ekki alveg með hana en ég veit að þetta er u.þ.b. þúsundasta ameríska myndin sem ég sé sem endar á skoti á frelsisstyttuna.
góða nótt.
jæja! þá er ég byrjuð að mála og litla systirin farin í smáralindina. í kvöldmat ætla ég að hafa hakka-bollur nema hvað að ég er búin að gleyma uppskriftinni góðu sem að kata systir gaf mér. ég man að það var rasp, man ekki hversu mikið, eitt egg held ég, olía og mjólk... ég get ómögulega munað réttu hlutföllin. svo var það hakkið og það á ég til. lumar einhver á góðri hakka-bollu uppskrift?
lítil systir sefur í sófanum okkar og ég fer ekki ofan af því að það er komið haust. ég var einmitt að hugsa um það í gær þegar ég var úti að labba hvað það væri komin mikil haust-lykt í loftið og allt einhvern veginn orðið kaldara. ég kann ósköp vel við haustið af því að það er svo kósý og því fylgir ákveðin ró þó að ég verði auðvitað að passa að sálin detti ekki niður í öllum drunganum. en ég hef málverkin til að halda mér uppi og svo fer skólinn að byrja. ég dauð-kvíði því náttúrulega en tilhlökkunin er yfirgnæfandi enn sem komið er og auk þess mun skólinn aldrei byrja fyrr en kl. 13 á daginn. sweeeeet!
ég og örninn, prinsinn minn erum að fara norður seinustu helgina í þessum mánuði til að heimsækja mömmu hans og pabba og sætu systurnar tvær. ég hlakka óskaplega til, svo óskaplega! og við ætlum að taka rútuna sem mér finnst dásamlegt, horfa bara á dvd á leiðinni í tölvunni og hlusta á músík... og kannski kyssast pínu...
mikið ofboðslega er ég hamingjusöm í dag.

mánudagur

og það er kominn enn einn mánudagurinn... þrátt fyrir að vera í fríi finn ég fyrir andrúmslofts-breytingum þegar það er mánudagur eða einhver annar virkur dagur...
ég var að vinna í gær í eymó og hafði engu gleymt, var með dálitlar áhyggjur af því að kunna ekki lengur á kassann út af athyglisbrestinum. en svo var ekki, þetta var bara eins og að hjóla... það var fínt að fara aftur í vinnuna, tíminn leið hratt og ég undraðist á því hvað það eru ennþá margir túristar hérna. blessuðu litlu túrista-skinnin. ég brunaði svo heim eftir vinnu á black beauty af því að ég var dauðhrædd um að kofinn væri brunninn ofan af okkur. við skelltum nefnilega einni bakaðri kartöflu í ofninn sem við áttum eftir laugardags-grillið og ætluðum að gæða okkur á en útaf einhverri fitu í botninum á ofninum fylltist allt af reyk hérna á bergó og við stóðum bara bæði rauðeygð og hóstandi og vissum ekkert í hvorn fótinn við áttum að stíga. en það endaði allt vel. mental note: kaupa ofnhreinsi!
móa er að koma í kaffi til mín á eftir og ég ætla að bjóða upp á brauðið sem frúin ég bakaði á laugardaginn. ég vona að það sé ennþá gott þó að það sé dulítið eins og að borða steypu af því að það er svo þétt í því eitthvað. en enginn er smiður í fyrsta sinn og þetta var fyrsta brauðið af vonandi mörgum sem ég mun baka. mamma ætlar svo að bjóða mér á jómfrúna í kvöldmat og ég hlakka óskaplega til af því að mér finnst "smurrebröd" ómótstæðilega gott.
ég ætla að byrja að mála í kvöld, ég verð að byrja að mála í kvöld. það er erfitt að koma sér af stað og ég er með einhverja sköpunar-teppu. kannski af því að það er svo mikið af tilfinningum sem leika lausum hala í hausnum á mér. ég hefði þó haldið að það ætti nú að hjálpa til... ég ætla allavega að gera tilraun til að koma þessum miklu tilfinningum á strigann í kvöld. og svo þarf ég að andskotast til að gera leiðinlegu hlutina... fá vottorð um að ég sé í skólanum uppi í háskóla, fara með það í félagsþjónustuna svo að ég fái betri leigubætur, fara í bankann and that´s about it. ég skil ekki hvað ég mikla þetta fyrir mér...
ég held annars að ég sé að fá hálsbólgu.

föstudagur

ég fer ekki ofan af því... cheerios með léttmjólk er besti matur í heimi! ódýrt, hollt og gott...
ég er að reyna að vera dugleg við að taka vítamín þessa dagana... en það eina sem ég man eftir að taka er magnesíum og fólín-sýra (hljómar ekki vel þetta nafn...). bæði á að vera gott fyrir sálina og ekki vil ég taka neinar andskotans lundarlyftur (þunglyndislyf) og svo skilst mér að fólín-sýran sé mikilvæg fyrir allar konur á barneignaaldri. ég þyrfti hinsvegar að fara að venja mig á að taka járn, það er enn eitt dópið sem á að vera gott fyrir konur þar sem að við missum að meðaltali líter af blóði í hverjum mánuði eins og ég reiknaði hér út á bloggsíðunni ekki alls fyrir löngu. og svo tek ég náttúrulega "pilluna" svo að ég leggist nú ekki í ótímabærar barneignir, það vill enginn og allra síst ég. ég held reyndar að þessi fjárans pilla sem heitir því háfleyga nafni gracial láti mig fá bólurnar sem nú vafra um á andliti mínu því ekki er ég unglingur og ég ét lítið sem ekkert sælgæti. og svo eru brjóstin á mér óeðlilega stór, kenni "pillunni" líka um það.
við hjónaleysin erum sumsé að fara að halda grillveislu á morgun eða við verðum með heitt grill og vinir okkar geta svo komið með sinn eigins mat og veigar og grillað hjá okkur og drukkið áfengi. þetta verður einskonar innflutningspartý því við höfum enn ekki haldið neitt slíkt. en málið er að við eigum ekki grill og á mig herjar nú mikill kvíði yfir því. ég er nú orðin töluvert afslappaðri en ég var á árum áður, aðeins minni þjóðverji í mér nú en áður fyrr og ég ætlaði að taka grill-dæmið á "þetta reddast" viðhorfinu en það er einhvernveginn að bregðast mér núna... ég skil ekki hvað ég er að bulla... við kaupum bara fullt af einnota grillum og reddum þessu þannig. hvar ætli fáist ódýr kolagrill?

fimmtudagur

stundum þegar ég vil vera "fullorðins" horfi ég á fréttir í sjónvarpinu, ég hlusta reyndar alltaf á útvarpsfréttir en þegar ég vil vera extra "fullorðins" horfi ég líka á kastljósið. t.d. í kvöld ákvað ég að horfa á kastljósið og þar voru dagur b. og þessi móðursjúki í vinstri-grænum sem ég er svo hrifin af að tala um klofninginn mikla. og ég skal segja ykkur það og ég er ekki að ýkja að ég held ég hafi skilið svona í mesta lagi 5% af því sem þair voru að tala um. það fauk gersamlega útum gluggann þetta "fullorðins" þema mitt og ég varð enn sannfærðari um að ég sé vangefin eða með mikinn athyglisbrest. svona er þetta nú suma daga...
annars lítur út fyrir að ég muni ekki komast í eina einustu útilegu þetta sumarið og ég er mjög óhress með það, mjög svekkt.
ég og bryncí ætlum að stofna hljómsveit þegar hún kemur heim að norðan á sunnudaginn. ég veit ekki alveg hvað ég á að gera í þeirri hljómsveit nema kannski syngja því ekki var ég sett í hljóðfæranám sem barn og kann þess vegna ekkert á hljóðfæri... jú annars, reyndar kann ég á munnhörpu en ég veit ekki hvernig það á að passa inn í hljómsveitina. svo kann ég eitt lag á píanó, eitt lag á gítar og bassann í nokkrum mazzy star lögum... það er svona u.þ.b. það eina sem ég kann og mér finnst ég vera lítils virði fyrir vikið, sérstaklega þegar að maðurinn sem ég elska er tónlistar-snillingur... en það hlýtur að reddast.
ég er að velta fyrir mér nöfnum á nýju hljómsveitinni, dettur ekkert sérstakt í hug... kannski píkan eða kynferðislegt frávik... ég og bibbi vorum/erum í hljómsveitinni berklunum og höfum fram að þessu gert eitt lag sem við settum á disk. það stóð nú alltaf til að gera 12" vínilplötu í sumar með tveimur lögum á hvorri hlið... veit ekki alveg hvernig staðan er á því núna.
það er ósköp mikil leti í mér í dag, mig langar mest bara til að liggja undir teppi og horfa á vídjó... jafnvel að ég láti bara verða af því. það eru þó nokkrir hlutir sem ég þarf að fara að sinna, t.d. byrja að mála fyrir sýninguna okkar þuru sem verður 10. september. ég þarf enn og aftur að fara í bankann og gera sjálfa mig að athlægi útaf námslánunum, koma svo einhverju skipulagi á þessi fjárans fjármál mín og byrja að borga niður yfirdráttinn... bara svona til að sýna lit sko. ég er ekki alveg að skilja þessa útreikninga þarna hjá LÍN, ég er enn að velta vöngum yfir þessu rugli. er það virkilega svo að einstæðingur í leiguhúsnæði á að geta komist af með 62 þúsund á mánuði? er það virkilega???
fór til geðlæknisins snemma í morgun og reyndi þ.a.l. nýja strætókerfið í fyrsta skipti. ég hef fram að þessu lítið leitt hugann að því, annað en móðir mín sem ég held að hafi samtals talað um nýja strætókerfið við mig í tíu klukkutíma og ég vissi þess vegna ekki alveg hverju ég ætti von á. og þar sem að hún, geðlæknirinn asnaðist til að flytja stofuna sína upp í það vesæla helvíti á jörðu sem mosfellsbær er lá leið mín þangað. en nú er tíðin önnur, nú þarf ekki að taka sjö strætóa og vera tvo tíma á leiðinni upp í mosfellsbæ. vagninn stoppar bara á hlemmi núna og ég var tæpan hálftíma á leiðinni, það er ágætt. annars fékk ég vægt taugaáfall og viðbjóðs-nostalgíu kast þegar ég rúntaði þarna um. sá húsin sem ég hékk í heima hjá gömlum vinum, tré sem ég gróðursetti þegar ég var í andskotans únglingavinnunni, gamla skólann minn og þar sem læknirinn er með stofuna hékk ég iðulega fyrir utan á síðkvöldum, 14 ára, dauðadrukkin af landa og í kraftgalla... stundum í únglingasleik ef að ég var "heppin". djöfull skal ég aldrei búa í mosfellsbæ aftur! en að öllu þessu slepptu var ósköp gott að fá að tala út um allt, kollurinn á mér skýrðist aðeins og ég held m.a.s. að ég hafi orðið enn ástfangnari en ég var þegar ég vaknaði í morgun, ef það er hægt. úff hvað ég er ástfangin, ég er að fá legusár af ást...

miðvikudagur

ég hef alls engar áhyggjur af því að ég sé að eldast, það er óumflýjanlegt og því til lítils að vera að ergja sig á því. ég geri mér algjörlega og fulla grein fyrir því að kannski muni ég einhvern tímann verða gráhærð og fá hrukkur og það angrar mig ekki hið minnsta. ég hef komist að því að appelsínuhúð er líka óumflýjanleg og þess vegna er líka ástæðulaust að vera að velta sér uppúr því.
ég hlakka alltaf til að eiga afmæli, sama hversu gömul ég er að verða hverju sinni. afmælisdagurinn er fyrir mér eins og ný byrjun, ekki nýársdagur eins og hjá svo mörgum. nýtt upphaf... ég á eiginlega ekki til orð yfir hrifningu minn á tímanum og hvernig hann líður og hvað mér finnst gaman að eldast. það er þess vegna spennandi staðreynd að eftir tæpa sjö mánuði verð ég 27 ára og ég get ekki beðið eftir því. þó ykkur að segja og þeir vita það sem þekkja mig að ég kæmist auðveldlega upp með að segjast vera tvítug, jafnvel 18 ára. fólki finnst þetta víst kostur þó ég hafi enn ekki orðið vör við það. það eru t.d. bara tvær vikur síðan ég var spurð um skilríki þegar ég var að kaupa mér sígarettur. það er 18 ára aldurstakmark þegar kemur að sígarettukaupum einstaklinga. svo tæknilega séð gæti ég sagst vera 17 ára...
en ég velti því líka fyrir mér hvaða stöðluðu ímynd aldur hefur, hvað maður á að vera búin að afreka þegar maður er orðin ákveðið gamall samkvæmt reglum samfélagsins. reglur sem að við höfum sjálf búið til en hafa blessunarlega breyst í tímans rás svo að pressan á að "fullorðnast" er kannski ekki alveg sú sama og hún var fyrir nokkrum árum eða svona áratug eða tveimur síðan.
og ég er 26 ára... ég á ekki íbúð og ég get í hreinskilni sagt að ég er ekki alveg að sjá það fyrir mér að mér muni nokkurn tímann takast að kaupa slíkan grip, allavega ekki í náinni framtíð og það angrar mig ekki.
yfirdrátturinn minn hefur farið hækkandi síðan ég bjó í danmörku fyrir sex árum síðan og er orðinn svo hár að hann er nánast eins og hluti af mér, eins og annar útlimur sem ég mun aldrei losna við. á angurs-skalanum 1 - 10 angrar það mig svona upp í 3. ég á stundum ekki peninga fyrir mat þegar það eru alveg tvær vikur, stundum þrjár eftir af mánuðinum. það pirrar mig ekki svo mikið, það pirrar mig meira þegar ég á ekki fyrir sígarettum. ég hef reyndar tekið ákvörðun um að hætta að hafa áhyggjur af peningum, það er eins og allt hitt, til einskis að hafa áhyggjur af. ég veit alveg að ég mun aldrei búa á götunni og borða kattamat úr dós af því bara ég veit það, það er staðreynd og svo á ég góða að.
ég er ógift og ég á kærasta sem er þremur árum yngri en ég og ég veit ekki alveg hver er skoðun mín á giftingum... ég veit að mér finnast brúðkaup mjög rómantísk og stundum hanna ég kjól í huganum sem að ég myndi vilja gifta mig í, ég ímynda mér matinn í veislunni og hvar ég myndi vilja giftast og þar fram eftir götunum. en það er einhvern veginn eins og dægradvöl hugans, ég hef engar áhyggjur af því, ég veit ekki einu sinni hvort ég muni giftast þó að það væri ósköp indælt ef einhver vildi það, giftast mér og það myndi gerast. en akkúrat núna er ég bara svo skotin og það er svo gaman að eiga kærasta eins og örninn sem ég ann svo heitt að mér væri sama þó ég ætti bara kærasta allt til dauðadags...
og mig hryllir við barneignum. það klingir ekki vitund í eggjastokkunum á mér, mér finnast m.a.s. flest börn fyrir utan litla frænda hann ástþór örn, ísold hennar móu og úlf hennar bryncíar hund-leiðinleg. ég get ekki hugsað mér að verða móðir fyrr en í fyrsta FYRSTA lagi eftir 2-3 ár... höfum það 3...
svo er það náttúrulega þetta með röddina, líklega aðal ástæðan fyrir því að fólk heldur stöðugt að ég sé 17 ára. ég veit ekki hvort ég ætti að fara til læknis útaf því, ég veit ekki hvort það gæti almennilega verið ég án helíum-raddarinnar... svona hugsar 26 ára tinna.
mér er spurn með eitt... ætli þjóðin væri jafn flemtri slegin yfir þessu máli þarna með fyrrum framkvæmdastjóra KEA og feðraorlofið hans ef að sá sem umræddi væri kona og hennar fæðingarorlof? hversu oft ætli að sama rökleysan eigi sér stað með konur en enginn veitir því nokkra eftirtekt?

We don't see things as they are, we see things as we are.
Anais Nin

þriðjudagur

nýjustu fréttir: fór í kringluna með þuru og viti menn! ég fann þessa ansi hreint fallegu, tæknilegu og kónga-bláu brauðrist í byggt&búið. ég sagði ykkur það! og hún var m.a.s. á tilboði, 1.700 krónur. billegt!!! ha!?!?!?!
annars á ég aftur von á matargesti í kvöld. birtan mín er að koma í mat til mín, en þó bara í afganga frá því í gær. það er ekkert verra... örninn minn er á fullu í upptökum þessa dagana, litlu drengirnir í shadow parade að fara að gefa út plötu. allt að gerast. ég hlakka svo óskaplega til þegar gripurinn verður til og það er orðið nokkuð augljóst að það liggur fyrir mér að vera grúppía... svona með tilliti til valsins míns á kærustum... hmmm... hann er yndi... ég fæ bara í hnén að hugsa um hann...
ef einhver er á leiðinni til bandaríkjanna þá vantar mig dáldið úr victoria´s secret...
bauð dóru litlu í mat í gær. ég færist nær og nær þeim draumi að ég vilji verða kokkur þegar ég verð stór. alveg eins og kata systir. ég hef óskaplega gaman af eldamennsku þó ég gæti ekki bjargað lífi mínu þegar kemur að því að fara eftir uppskriftum, er með öllu ófær um það. það sem mér finnst skemmtilegast við eldamennskuna er ekki endilega útkoman heldur það að ég sé að fæða þá sem mér þykir vænt um, ég elda oftast fyrir þá sem mér standa næst. þetta er svona svipuð tilfinning og ég fæ þegar ég gef vinum mínum góðar jóla- eða afmælisgjafir.
ég fór í ljós í gær, fannst ég vera orðin eitthvað aids-leg. það tekur alltaf örlítið á fyrir mig að fara í ljós útaf fólkinu sem vinnur á þessum sólbaðstofum, leður-fólkinu eins og ég kalla það. það eru annars bara fordómar í mér því það er ekki neitt yfir framkomu þeirra að kvarta, allir voða huggulegir. en þetta er leifar af gömlum draugum í sálinni á mér, óttinn við hvað öðrum finnst um mig. þetta hefur þó batnað til muna, áður en ég byrjaði að greiða úr sálarflækjunum fyrir þremur árum gat ég varla farið inn í búð án þess að líða eins og alsberum mongólíta. nú er tíðin önnur, nú hef ég tilverurétt eins og hver annar og líður ekki eins og flugunni í súpunni. og vel á minnst... ég á einmitt þriggja ára geðsjúklingaafmæli um þessar mundir, það hefur heilmikið vatn runnið til sjávar á þessum þremur árum og ég er ekki sama tinnan og ég var þá. eða jú, kannski sama en aðeins betri...
mér sýnist á öllu að hún dóttir mín, dimmalimm stefni hraðbyr í forstjórastöðuna hér í hverfinu. þetta litla smávaxna kattar-kríli setur það ekki fyrir sig að þurfa að lumbra á síamsköttum sem eru á stærð við kálfa, þeir sem þekkja til katta vita líka að síamskettir eru þeir furðulegustu eða norskum skógarköttum sem líkjast meira ljónum en nokkurn tímann köttum. ég finn fyrir móðurlegu stolti þegar ég heyri í henni gargandi úti á götu að verja hornið sitt. sjaldan fellur eplið langt frá eikinni...
eftir ljósa- og bónusferð í gær kom ég við í þorsteini bergmann á leiðinni heim. ég hugsaði með mér að það væri eigingjarnt að eyða peningum bara í sjálfa mig, kaupa mér skó eða föt þar sem að örninn minn hefur eiginlega fram að þessu verið "the money-bags" á heimilinu svo að ég ákvað að fara milliveg. mig langaði til að kaupa eitthvað smá og millivegurinn var þess vegna að kaupa eitthvað til litla heimilisins okkar sem að ég er óskaplega stolt af. mig langaði að sjáfsögðu í allt inni í þorsteini bergamann, yndisleg búð en endaði á að kaupa eftirfarandi hluti:

3 bolla með blómamunstri og undirskálum sem ég er búin að girnast í nokkrar vikur
2 kökudiska með svona 60´s munstri
2 græn glös
mjólkurkönnu, svona lítil sem að maður hefur með í kaffiboðum sem er í laginu eins og kusa og mjólkin kemur út um munninn á henni
kringlóttan bakka með væminni kisumynd á til að bera fram teið þegar ég held öll þessu stórfenglegu teboð mín

og allt þetta kostaði bara 2.700 krónur. það kalla ég vel sloppið!
nú vantar okkur bara hraðsuðuketil, þessi sem við eigum núna er hálftíma að sjóða vatn í tvo bolla og gerir mig alveg gráhærða. einu mistökin sem ég hef gert í IKEA... brauðrist þar sem að við geymum oftast brauðið okkar í frystinum og teketil af því að við þömbum te hérna á bergstaðastrætinu eins og við fáum borgað fyrir það. ég er núna að mana mig upp í að fara í kringluna og kíkja í byggt&búið, þar rambar maður stundum á ódýra hluti eins og brauðrist eða hraðsuðuketil.
see ya!

mánudagur

halló allir saman!
jæja, þá er ég komin heim úr sveitinni, birtist í gærkveldi eftir viðbjóðslegustu rútuferð sem ég hef upplifað. mig grunar að rútubílstjórinn sem að var stúlka, ekki mikið eldri en tvítug hafi verið í einhverju annarlegu ástandi, kannski freðin eða þaðan af verra. auk þess var svo mikið rok að ég var á nokkrum tímapunktum dauðhrædd um að ég þyrfti að mæta á fund feðra minna í rútubíl. ekki virðulegasta himna-ferðin...
annars var fínt í sveitinni, gott að vera með stóru systur sem er eiginlega næstum eins og mamma mín og ég hef uppgötvað ástríðu mína í að leggja fínt á borð. þetta leið tiltölulega fljótt enda oftast nær nóg að gera þó að hjartað í mér væri stundum af rifna af söknuði eftir erninum sem var á dalvík. ég óskaði þess iðulega eða mjög oft að ég væri þar hjá honum þó að eftir á að hyggja hefðu aðstæðurnar bara orðið vandræðalegar með tilliti til fyrrverandi eiginkvenna "and all". en í arnarfaðm skreið ég þegar ég kom í bæinn og þar á ég heima. kannski ég geti bara farið næsta ár á fiskidaginn mikla... það væri skemmtilegt.
ég er einhvernveginn búin að tapa hreinskilninni, ég er allt í einu farin að hafa áhyggjur af því hverjir séu að lesa þetta blogg, finnst ég þurfa að passa mig á því hvað ég skrifa sem er mjög erfitt af því að þá finnst mér ég ekki eiga neitt erindi hingað. og það er kannski bara merki um að ég eigi að taka mér frí... það er frá heilmiklu að segja, því get ég lofað ykkur, mér líður næstum illa yfir því að geta ekki skrifað allt sem ég er að hugsa. núna skil ég hvernig venjulegu fólki líður með öll sín leyndarmál... en kannski ætti ég ekkert að vera að þegja, kannski ætti ég bara að segja ykkur frá því að ég var veik og kannski ætti ég að segja ykkur frá því hversu mikil angist getur fylgt því að vera svona ástfangin þegar maður elskar sjálfan sig ekki alveg nógu mikið. en kannski geymi ég það bara fyrir geðlækninn sem ég sendi tölvupóst í morgun og bað um að fá að hætta í fríinu. ég verð að tala...

sunnudagur

að lokum...
jæja! fékk loksins DV sem að viðtalið við mig um bloggið mitt var í. það er fyrir tilstuðlan heiðu sem vinnur með mér. takk heiða! myndin er ágæt fyrir utan að það er einhver ljósgræn lína sem liggur akkúrat yfir augun á mér og ég lít út fyrir að vera ófrísk. og ekki var nú vitnað í það besta sem ég hef skrifað á þessu bloggi... og ég sagði ekki að það kæmu 300 manns inn á síðuna mína á dag! so what! ég vissi svosum alveg og hef í rauninni alltaf haldið fram að DV er ekki sá allra áreiðanlegasti fréttamiðill sem um getur. en allavega, gaman að vera komin með þetta í hendurnar...
ég er að hugsa um að fá mér eitt lítið rauðvínsglas til að hressa aðeins upp á sálartetrið sem eitthvað er að angra mig í dag og fara svo bara að pakka fyrir vesturförina. ég veit fátt skemmtilegra en að pakka í ferðatösku.
mér finnst að fólk sem ekki vinnur ídol keppnina ætti bara taka því með reisn en ekki gefa út geisladiska með væmnum ástar-klisju-lögum.
jæja börnin mín...
þetta verður kannski seinasta færslan mín þangað til að ég kem aftur heim úr sveitasælunni eftir viku. ég hlakka óskaplega mikið til að fara vestur en það fylgir því líka örlítill tregi því ég verð jú líka frá erninum mínum í þessa viku. ég er að reyna að vera hörkutól þó að mér hafi aldrei farnast neitt sérlega vel á því sviði því ég er óumflýjanlega mikill kettlingur í raun og veru þegar kemur að hjartans málum. þið úffið kannski og púffið, finnst þetta ekkert mál og ég ætlaði ekkert að segja um þetta en ég get ekki á mér setið... ég á eftir að dauð-sakna hans. og líka dimmalimm. og líka fallega heimilisins míns...
það væri mikið gleðiefni ef að einu lögreglumálin sem upp koma þessa helgi tengdust eingöngu eiturlyfjum en ekki nauðgunum.
ég dottaði í sófanum í gær og dreymdi að dimmalimm væri týnd. það eyðilagði restina af kvöldinu.

laugardagur

laugardagskvöld (verslunarmannahelgi) hjá veikri tinnu og örninn minn er í þessum töluðu orðum á akureyri að spila á gítarinn sinn, karlmennið mitt... það er einhver bresk sakamálamynd í sjónvarpinu, elsku rúv, sem ég hef ómögulega getað komið mér inn í af augljósum ástæðum. þ.a.l. hef ég eytt seinasta klukkutímanum eða svo í að panta mér brjóstahaldara og rautt bikiní með hvítum doppum sem ég er búin að vera með "bóner" yfir í nokkra mánuði á veraldarvefnum. ég réttlæti þessi kaup mín með veikindunum sem á mig herja og þeirri staðreynd að peningar eru til að eyða þeim þegar maður er búin að borga reikningana... eða eitthvað.
en örninn minn kemur heim á morgun og svo eru tónleikar á gauknum um kveldið með shadow parade, ég stefni á að vera orðin nógu hress til að fara á þá. og úr því að það verður mín eina skemmtun um þessa verslunarmannahelgi ætla ég að vera ofur-fín en þó sleppa allri drykkju því að það lítur út fyrir að ég sé að fara að taka rútuna til kötu systur eld snemma á mánudagsmorguninn.
nú er eitthvað skemmtilegt að byrja á rúv held ég. blex.

fimmtudagur

ég andskotaðist loksins í bankann í dag og skráði mig í greiðsluþjónustu. það sem ég uppskar við það eru miklar áhyggjur og skilningsleysi á því hvernig hlutirnir ganga fyrir sig í bönkum. stúlkan sem afgreiddi mig bætti ekki úr skák, augljóslega sumarafleysingarstúlka. ég skal alveg vera umburðarlynd gagnvart sumarafleysingarfólki í t.d. matvöruverslunum eða fatabúðum en kommon! í banka hlýtur fólkið að þurfa að vita hvað það á að gera og hvernig þarf að gera það. í fyrsta lagi voru brjóstin á henni að vella upp úr bolnum hennar allan tímann sem ég sat gegnt henni og mér stóð ekki á sama auk þess sem hún notaði frasa eins og "ég nenni ekki" og "ég er ekki viss", ekkert voðalega "trustworthy" starfsmaður. og svo sagði hún að þetta tæki nokkra daga, kannski alveg tíu daga. og hvað þýðir það? verða þá bara reikningarnir mínir og leigan ekkert borguð á réttum tíma? leigan?!?!?! gluð hjálpi mér! ég á eftir að farast úr angist og áhyggjum... ég er farin að efast um ágæti greiðsluþjónustu og bölva nú í hljóði öllum þeim sem að dásömuðu þetta fyrirbæri í mín eyru.
útvarpsauglýsing: "nýju ferðaklósettin eru ómissandi í ferðalagið. landmælingar íslands." ertu ekki að grínast? mér hlýtur að hafa misheyrst...
hey! gleymdi einu... ég fæ 3500 kr. endurgreitt frá skattinum. vúhú!! ég hef ákveðið að kaupa pizzur fyrir alla upphæðina...
dóra litla kom til mín í gær. dóra litla sem er örugglega betri vinur en margan grunar, a.m.k. finnst mér það því hún er svo sannarlega búin að sýna fram á það. við spjölluðum og lásum bresk slúðurblöð um breskar leikkonur með lystarstol. hvenær ætlar þessu að linna? annaðhvort þessu lystarstoli eða þá umfjölluninni um þessar leikkonur með lystarstolið... undarlegt hvað fólk og þ.á.m. ég er "fixerað" á holdarfar. ég veit að það er löngu orðin úrelt klisja að velta sér uppúr þessu og nöldra yfir en mér leiðist þetta bara svo óskaplega. ég vildi óska að þessar fyrirfram ákveðnu holdarfars- og útlitshugmyndir hefðu engin áhrif á mig eða neinn. því hvaða gleði liggur í því að vera þvengmjór?
en ég og dóra horfðum líka á myndina birth með nicole kidman. það voru nú meiri undarlegheitin. nicole leikur konu sem missir mann sinn en svo tíu árum seinna birtist hann endurholdgaður í litlum dreng, eða ekki, ég er ekki alveg viss með það... en nicole sannfærist allavega og heldur að þetta sé maðurinn sinn sem gerir það að verkum að það myndast talsverð kynferðisleg spenna á milli hennar og litla drengsins, eða kannski meira svona kynferðislegur undirtónn. og ég var einhvern veginn alla myndina í angistarkasti yfir því að það myndi eitthvað viðbjóðslegt gerast á milli nicole og drengsins. ég hefði ómögulega þolað það enda veit ég fátt viðbjóðslegra en að setja börn í kynferðislegar aðstæður... ugh... ég get m.a.s. tæplega hugsað um það hvað þá skrifað. kannski er ég bara svona mikil tepra...

ég keypti mér ferðatösku í gær í flugfreyju stærðinni til að taka með vestur til kötu systur. hún er brjálæðislega túrkisblá og ég er mjög skotin í henni. varð að taka hana fram yfir lime-grænu vinkonu mína sem ég sat fyrir með í pennabæklinginum...

það er ekkert launungamál að mér finnast íslenskir læknar óttalega vitlausir. ég segi kannski ekki allir en flestir þeir sem ég hef þurft að hafa samskipti við. það hefur bara of oft gerst þegar ég hef þurft að leita til læknis að þeir virðast ekkert í sinn haus vita og enda oft á því að spyrja mig hvað mér finnist þeir eigi að gera. STÓR-merkilegt! þ.a.l. fer ég ekki til læknis nema að ég sé viss um að ég geti ekki með nokkru móti lagað sjálf það sem er að. en ástæðan fyrir því að ég er að skrifa um þetta er sú að ég mundi eina svona læknasögu í morgun... þegar ég var unglingur var mér oft illt í liðamótunum, þ.e. hnjánum og olnbogunum. að endingu og eftir miklar þjáningar fór fyrrverandi stjúppabbi minn með mig til læknis. við bjuggum á þeim helvíska stað mosfellsbæ á þessum tíma. þegar til læknisins var komið talaði hún við mig eins og ég væri þroskaheft og án þess einu sinni að skoða mig á neinn hátt, spurði bara aulalegra spurninga um hversu oft ég drykki áfengi og hvort ég væri búin að sofa hjá. hún komst síðan, á einhvern undarlega hátt að þeirri niðurstöðu að lækningin mín lægi í því að ég svæfi í tvær vikur með níðþröng teygjubindi utan um liðamótin á mér. það er skemmst frá því að segja að auðvitað var það ekki það sem ég þurfti, ég svaf með teygjubindin í nokkrar nætur upp á von og ótta að það virkaði en hætti því snögglega þegar ég var við það að fá blóðtappa og vaknaði með enga tilfinningu í útlimunum á morgnana. það sem ég þarf er að nudda á mér axlirnar eða láta nudda reglulega því þetta er vöðvabólga sem ýtir á taugarnar sem gerir það að verkum að ég fæ verk í liðamótin. blessunarlega er kærastinn minn yndislega góður nuddari... en það er annað úr þessari tilgangslausu læknisheimsókn sem mér er minnisstætt... ég fékk brjóst mjög snemma sem er í sjálfu sér ekkert vandamál nema þó ef maður á stjúppabba sem gerir stöðugt grín af manni. og þannig var það hjá mér, ég þurfti að hlusta á heimskulegar háðsglósur um þetta viðkvæma efni frá upphafi uppsprettu þeirra. ég man best eftir því þegar hann kallaði brjóstin á mér, 11 ára stelpu spæld egg með sprengdum rauðum og hló svo rosalega. það er kannski fyndið en ég sé það ekki... þ.a.l. lærði ég að skammast mín fyrir brjóstin á mér og reyndi eftir bestu getu að fela þau, það fólst m.a. í því að ég byrjaði að ganga um mjög hokin og er ennþá í dag að reyna að rétta úr bakinu á mér og sætta mig við að brjóst eru því miður óumflýjanlegur partur af kvenmannslíkamanum. en í þessari heimskulegu læknaheimsókn þarna barst einmitt talið að því hvað ég væri hokin. og það tal fór ekki fram á milli mín og læknisins heldur stóðu hún og fyrrverandi stjúpi og flissuðu að því að ég myndi bara enda í hjólastól fyrir tvítugt ef ég hætti ekki að vera svona hokin. hann hló að því sem að hann hafði sjálfur sáð. en ég er blessunarlega laus við þennan aumingja úr lífi mínu og ég er 26 ára og enn ekki komin í hjólastól....

það er óheyrilega mikið magn af viðbjóðslegum íslenskum lögum spiluð í útvarpinu þessa dagana. ég fyllist sérstaklega miklum viðbjóði þegar ég heyri þjóðhátíðarlagið, en það er að sjálfgsögðu af skiljanlegum ástæðum.

ég og örninn fórum aðeins á barinn í gær, einn bjór fyrir háttinn. og ég er sannfærð um að það hafi ekki verið miðvikudagur, það var jafn fullt á sirkus eins og á hverju öðru föstudags- eða laugardagskveldi. er þetta upphitun fyrir verslunarmannahelgina?

það var viðtal við mig í DV (ég veit, ég skammast mín...) á mánudaginn útaf blogginu mínu, þessu sem þið eruð að lesa núna nema hvað að ég missti af því og enginn sagði mér frá því fyrr en í gær. og nú spyr ég, á einhver DV frá því á mánudaginn?

miðvikudagur

dimmalimm er byrjuð að fara út. það er dáldið stressandi að hleypa einkabarninu sínu einu út að leika en ég verð að sleppa tökunum og vona það besta. ég er líka nokk viss um að ég þurfi að fara með hana í einhverjar rassa-orma-sprautur og svo er kannski kominn tími til að taka hana úr sambandi svo það verði ekki allt morandi í litlum dimmalimm-um hérna á bergó. mig óar samt við tilhugsuninni um að láta rífa allt úr henni sem gerir hana að kvenkyns veru... en kosturinn við þetta allt saman er þó að nú mun hún að öllum líkindum byrja að gera þarfir sínar úti, þó vonandi ekki í sandkassa þar sem börn hafast við. þá mun ég losna við kúkalyktina úr andyrinu hjá mér þar sem klósettið hennar er staðsett. það er með ólíkindum að hversu vel sem ég hugsa um að halda þessum kassa hennar hreinum "gossar" alltaf upp einhver andstyggilegur saurþefur. andstyggilegt! því nú er ég frekar hreinleg manneskja...
ég er hætt að gera plön fyrir daginn, þau standast aldrei. eins og í gær... jú, mér tókst að setja í vél og vaska upp en endaði svo bara undir sæng eftir það að horfa á 4. seríu af sex & the city. að sjálfsögðu með bullandi samviskubit yfir því að vera ekki úti að leika, ef að það hefði verið rigning liti þetta allt öðruvísi út. ég bara sé ekki tilganginn í því að vafra um allt í einhverri angist, ég á enga peninga og get þess vegna ekki einu sinni farið á kaffihús, alveg eins gott að vera bara heima þá. en örninn var búin snemma í gær í vinnunni og við fórum út í kaupmannahafnar-veðrið, fengum okkur ís og dóluðum okkur. við kíktum í hjálpræðishersbúðina, það eru alltaf jafn mikil vonbrigði. sú var tíðin að ég keypti öll mín föt þar en núorðið finn ég bara ekki neitt þegar ég fer þangað, það eru einstaka undantekningar en svona "over-all", aldrei neitt. kannski er ég orðin snobbuð? eftir þessi áreiðanlegu vonbrigði fórum við í fríðu frænku, engin vonbrigði þar. héngum örugglega í klukkutíma inni í búðinni að skoða og langa í allt, við erum með augastað á einum gluggatjöldum þar og líka nokkrum gólflömpum sem eru samt aðeins of dýrir fyrir okkar "budget". ég er ekki alveg að "gúddera" að kaupa lampa á 20 þúsund þegar að það er hægt að fá jafn fína gólflampa á 5000 kall í ikea. þegar við vorum búin að vera vandræðalega lengi inni í fríðu frænku fórum við í ríkið og keyptum okkur rauðvín. röltum svo í hljómskálagarðinn á blettinn minn sem er alltaf sól og logn á og dreyptum á rauðvíni. bara ef að allir dagar væru svona... rauðvín & kossar. ég ætla að skjóta því að að ég er komin með leið á austurvelli, mér finnst það ofmetinn staður sem að tískufórnarlömb sækja.
ég er hrædd við nágrannana mína, eins og venjulega. við eigum þvottavél hérna úti í porti sem er ónýt og við þurfum að fara með á haugana, höfum bara ekki komist í það og munum ekki gera fyrr en eftir svona u.þ.b. tvær vikur. en ég heyrði í nágrönnunum vera að pirra sig á henni í gær og ég faldi mig undir eldhúsborðinu af ótta við að þurfa að svara fyrir mig... nei, ég er að grínast, ég faldi mig ekki undir borði en eg var samt pínu hrædd um að verða skömmuð, lifi í stöðugum ótta við það. og nú er ég sannfærð um að allir hati okkur í húsinu og líti á okkur sem einhvern subbu-lýð. eða kannski ekki...
ég á engar sígarettur.

þriðjudagur

ég ætla að byrja í megrun í dag.
hressandi hversu margir höfðu hausa uppfulla af majónes-staðgenglum, ég þarf augljóslega aldrei að láta þennan hvít-gula fitu-viðbjóð inn fyrir mínar varir aftur.
plan dagsins: vaska upp, nennti því ekki í gær. þvo þvott, fara í bankann... oh brother..., fara í bónus og kaupa te og þvottaefni, fara í eymó og kaupa (skrifa á mig) málningu, pensla, blýanta og ferðatösku. ferðatosku? spyrjið þið ykkur... ég er nefnilega að fara vestur til kötu systur á mánudaginn og vinna með henni í veiðihúsinu eins og ég gerði líka seinasta sumar. ég hlakka ótrúlega mikið til, bæði af því að mig langar svo óskaplega mikið til að komast aðeins burt úr borginni sem ég er u.þ.b. komin með upp í kok af og svo að fá að vera með stóru systur. það verður reyndar erfiðast að vera frá konungi fuglanna í viku en iss piss, ég hlýt að þola það. plús það þá á megrunin eftir að fjúka útum gluggann þegar ég kem til kötu þar sem að hún er besti kokkur sem ég veit um og ef þetta verður eitthvað eins og í fyrra mun ég ekki hætta að troða í mig fyrr en ég er komin upp í rútuna á leiðinni suður aftur. og ég mun að öllum líkindum ekkert blogga heldur í þessa viku sem ég verð þarna fyrir vestan, en ég ætla að taka tölvuna mína litlu með og byrja á skáldsögunni minni með sjálfsævisögulega ívafinu.
núna er kannski rétti tíminn til að tilkynna ykkur að ég er hætt á dagvöktum í eymó. ef þið viljið sjá mig verðið þið að hanga þar um helgar eftir 14. ágúst.

mánudagur

borðað í dag:
3 brauðsneiðar með túnfisksalati

borðað í kvöld (framreitt af erni):
1 brauðsneið í ofni með bökuðum baunum og osti
1 maís-stöngull

og þúsund glös af ribena djúsi sem að ég er með æði fyrir þessa dagana...
auk þess er ég með fitubollu-komplexa. andskotans unglingaveiki! ætlar aldrei að eldast af manni.

ég er að horfa á kastljósið með öðru auganu, ekki hægt að ætlast til meira af mér enda er ég bara 26 ára. og ég verð því miður að viðurkenna að ég er sammála honum gísla litla hafsteini. þeir sem horfðu á kastljósið vita hvað ég meina...
ég ætla að skella í eina vél áður en myndin um fyrri konuna hans einstein byrjar. hlakka óskaplega til að sjá hana, kerlingagreyið var víst snuðuð um sitt "kredit" í afstæðiskenningunni ef ég skyldi gröðu þuluna rétt þegar hún tilkynnti efni rúv í kvöld. ég er nefnilega óskaplega hrifin af kenningum og hugmyndum einstein...
ég er ennþá hérna... ekki farin í sturtu. nú sit ég bara á kirsuberja-flónelnáttfötunum að borða skorpubrauð með ss túnfisksalati og slettu af samviskubiti yfir því að vera ekki úti í brennó eða eitthvað álíka. talandi um túnfisksalat... mér finnst majónes viðbjóður, ekki gefa mér majónesdollu í tækifærisgjöf. ég man samt óljóst eftir því þegar ég bjó í amsterdam veturinn 2002 að borða fitugar franskar löðrandi í majónesi. þetta er ekki eitthvað sem ég segi öllum og fer í sama pott og verslunarmannahelgin 1996... ég vona að ég geti bara farið í einhverja aðgerð og látið fjarlægja þetta úr minninu á mér.
annað sem að ég verð að viðurkenna... ég hef enn ekki farið í bankann. ég verð að fara á morgun, annars er ég formlega orðin aftur smákrakki og helbert dusilmenni. sinnti reyndar einum svona "fullorðins" erindagjörðum í dag en það kostaði bara eitt símtal. en það er búið og heilmikill persónulegur sigur sökum margrómuðu símafóbíunnar minnar. æji, ég er komin með illt í mallann...
gat það verið að maðurinn sem að bresku lögreglumennirnir skutu í seinustu viku var ekki á neinn hátt tengdur hryðjuverkunum í london? ég vissi þetta! það var það fyrsta sem ég hugsaði þegar ég heyrði fréttirnar, að hann væri sakleysingi. ömurlegt alveg hreint!
ég ætla að hitta hann gulla minn í kvöld, ekkert ömurlegt við það.
fallegur texti eftir adam sandler:

I wanna make you smile whenever you're sad
Carry you around when your arthritis is bad
All I wanna do is grow old with you

I'll get your medicine when your tummy aches
Build you a fire if the furnace breaks
Oh it could be so nice, growing old with you

I'll miss you
Kiss you
Give you my coat when you are cold

Need you
Feed you
Even let ya hold the remote control

So let me do the dishes in our kitchen sink
Put you to bed if you've had too much to drink
I could be the man who grows old with you
I wanna grow old with you
er virkilega kominn mánudagur? aftur???
ég svaf lengi, sem var gott. komst að því þegar ég vaknaði, ekki seinna vænna, að mér líður nokkuð vel þegar ég sef svona aðeins frameftir. nú get ég étið ofan í mig allar yfirlýsingar um þarfaleysi svefns. ekki það að ég ætli að leggja þetta í vana minn, herra minn nei! mamma vakti mig líka, sem betur fer, veit ekki hvernig þetta hefði annars endað og ég sendi hana út í bakarí að kaupa skorpubrauð og það átum við með bestu lyst með túnfisksalati og drukkum rótsterkt hálf-þýskt tinnu-kaffi með.
plan dagsins: sturta, heimilisverk (ég er heimavinnandi húsmóðir í sumarfríinu) og svo ætla ég að byrja að mála fyrir sýninguna sem ég og þura ætlum að halda saman í september. það er alltaf pínu erfitt að byrja á nýju málverki, ég er af einhverjum ástæðum hrædd við það og feimin. en ef ég hendi mér bara út í það með góða músík í eyrunum gerist alltaf eitthvað magnað. og hausinn á mér er hvort sem er að springa af hugmyndum, góðum og fallegum hugmyndum sem tengjast öllu þessu yndislega sem er að gerast hjá mér.
ég hitti mömmu og pabba arnar í gær, kristjönu & kristján, þau komu í sunnudags-te til okkar. þetta var í fyrsta skipti sem ég hitti þau síðan að ég og örn urðum skotin. alltaf pínu stressandi að hitta mömmu og pabba kærastans í fyrsta skipti. en ég tel mig samt vera nógu vel samskiptalega séð þróaða til að geta höndlað þessar aðstæður eftir bestu getu og þannig var það líka. og ekki annað hægt þegar að maður mætir svona mikilli hlýju við fyrstu kynni, heilsað með kossi og brosi. allir í fjölskyldunni hans eru svona gott fólk og nú er ég búin að hitta þau öll... nú kemur væmni fossinn... það var ótrúlega gaman, mér fannst eins og ég hefði milljón sinnum áður setið með þeim og spjallað og drukkið te, ekkert stress og engin feimni, það hlýtur að vera góðs viti. við fórum svo á asíu að borða í boði kristjáns. hmmm... hvað get ég sagt? ég er hamingjusöm, er það ekki allt sem segja þarf?
fyrir nokkrum vikum keypti ég dönsku þættina riget á vhs af hulla. ég gleymdi þeim svo alltaf á tryggvagötunni en við sóttum þá í gær af því að nú er verið að tæma tryggvó, strákarnir fluttir. það er skrýtið að hugsa til þess að ég muni ekki aftur fara á tryggvagötuna, pínu sorglegt því að þarna í þessu húsi eiga næstum allar mínar upplifanir og tilfinningar s.l. rúmu fimm árin rætur sínar að rekja. bestu vinir mínir tengjast tryggvagötunni, ástarsorg, ást, hlátur, gleði og örninn minn. ef ég hefði ekki kynnst strákunum mínum á tryggvagötunni hefði ég aldrei hitt örninn minn... jukk! þetta ætlar augljóslega að verða mjög væminn mánudagur... en þetta fær mig líka til að hugsa um það hvernig pínulitlir hlutir sem tengjast geta haft svona ótrúlega mikil og stór áhrif á allt.
ég er hætt, farin í kalda sturtu.
p.s. ég ætla ekki að taka þátt í því að pirra mig á nýja strætisvagnakerfinu.

sunnudagur

ég verð bara að hafa skoðun á þessu... en mér finnst ekki gaman að horfa á sigmar b. hauksson á rúv á sunnudagskveldi að skjóta hjartardýr, rista þau á hol, rífa úr þem innyflin og draga þau svo í reipi yfir einhverja heiði í skotlandi. andskotans plebbaskapur!

laugardagur

í dag er mér mjög óglatt en ég þarf samt sem áður að gera hluti. ég þarf að fara í sturtu, ekki svo slæmt. en svo þarf ég að fara í kringluna, það auma "pleis" sem gerir það alltaf að verkum að ég fæ semi-taugaáfall. til þess að komast þangað þarf ég að finna út úr árans nýja strætókerfinu og það upp á von og óvon að ég lendi ekki í grafavoginum. ástæðan fyrir því að ég þarf að fara í kringluna er sú að mig vantar púður og púðrið mitt fæ ég ekki nema í body shop sem eins og aðrar góðar verslanir þurfti að fara úr 101um.
í kvöld er hljómsveitin ÉG með útgáfutónleika á gauknum. ástin mín er líka í þeirri hljómsveit, örninn minn. það verður rosa partý, kostar bara 500 kall inn, held ég og það er m.a.s. áfengi í boði fyrir þá sem hafa áhuga á því.

fimmtudagur

verslunarmannahelgina 1996 þegar ég var 17 ára og ólafur ragnar var nýorðinn forseti vor brá ég mér til vestmannaeyja á þjóðhátíð. ástæðan fyrir því er var ekki sú að ég væri svo skelfilega æst í að upplifa þessa firringu heldur var ég í þess lags vinahópi og lítið annað að gera en að fara með vinunum. og svo var ég líka óskaplega skotin í strák sem var að fara þangað. ég hef ekkert um þessa helgi annað að segja en ég vona að mér verði einhvern tímann sá griður gerður að ég geti barasta gleymt henni allri eins og hún lagði sig. ég held ég muni aldrei geta með góðu móti farið aftur til vestmannaeyja og hvað þá til að vera viðstödd brekkusönginn.... mér var bara hugsað til þessarar vesælu helgar af því að hún rennur nú brátt í garð og svo er verið að gefa miða á þjóðhátíð á rás 2. EKKI FARA!
en að léttara hjali... ég er búin að mála kommóðuna og er þ.a.l. í lakk-vímu og öll blá á höndunum. en kommóðan er fögur eins og himininn.
ég var að hlusta á þetta lag áðan með bob dylan. það er óskaplega fallegt og minnir mig á ástina...

See the pyramids along the Nile
Watch the sun rise on a tropic isle
Just remember, darling, all the while
You belong to me.

See the marketplace in old Algiers
Send me photographs and souvenirs
But just remember when a dream appears
You belong to me.

I'll be so alone without you
Maybe you'll be lonesome too

Fly the ocean in a silver plane
Watch the jungle when it's wet with rain
Just remember till you're home again
You belong to me
You belong to me

I'll be so alone without you
Maybe you'll be lonesome too

Fly the ocean in a silver plane
Watch the jungle when it's wet with rain
Just remember till you're home again
You belong to me
You belong to me
You belong to me
ég sef sjaldan fram eftir og hef í rauninni aldrei gert, alveg síðan ég var barn. mér finnst tímasóun að sofa, á morgnana þ.e. ekkert að því að leggja sig á daginn svosum nema að það kostar oft samviskubit og geðvonsku sem varir fyrsta hálftímann eftir vöknun. morgnarnir eru nefnilega minn uppáhalds tími dagsins og ég læt ekki þekkja mig fyrir annað en að vera komin á fætur fyrir 10, að svo gefnu að ég sé í fríi. auk þess vakna ég fyrir tvo á virku morgnunum því að erninum mínum finnst ekki jafn gaman og mér að vakna á morgnana og ég hef næga orku til að vekja tvo. þá fáum við okkur oftast te og rýnum í fréttablaðið á meðan örninn lifnar við. en í morgun ákvað ég að vera lengur í rúminu í dag en ella. og það tekur á því ég er ekkert þreytt og mig er farið að klæja í tærnar að gera eitthvað og klukkan ekki einu sinni orðin 10. en a.m.k. ligg ég í rúminu að skrifa þetta...
það var para-spilakvöld í gær. birta & rúnar, bryncí & snær og þura & maggi komu til okkar og við borðuðum pizzu, drukkum bjór og spiluðum popppunkt. popppunktur er skemmtilegt spil... svona fyrstu tvo tímana, eftir það fer manni bara að leiðast, allavega mér. og það tekur oftast alveg fjóra tíma að klára eitt spil sem er óþarflega langur tími að mínu mati. en þetta hafðist þó ég viðurkenni alveg að ég hefði getað staðið mig betur, var bara orðin sybbin þarna undir lokin. en það kemur mér á óvart þegar popppunktur er spilaður hvað maður veit óskaplega mikið um hljómsveitir o.þ.h. hlutir sem að ég hafði ekki einu sinni hugmynd um að ég vissi poppa upp í hausinn á mér í spurningarflóðinu. mér finnast bjölluspurningarnar skemmtilegastar en poppstjarnan verst af því að ég er svo feimin.
shadow parade voru magnaðir á þriðjudaginn. ég er náttúrulega mjög hlutdræg en mér fannst það og finnst.
hlutir til að gera í dag: fara á fætur, taka til, klára að mála kommóðuna, finna kistu fulla af peningum, fara í sturtu, hjóla niður á tjörn og gefa öndunum brauð.

þriðjudagur

jæja krakkar!
þá er kærastinn minn og hljómsveitin sem að hann er í, shadow parade að fara að spila á gauknum í kveld. það kostar bara 500 kall inn OG þið fáið disk með. HA!!! þið verðið að koma og heyra þessa íðilfögru tóna sem piltarnir ná að elda saman og ég er ekki bara að segja þetta af því að ég sef hjá einum í hljómsveitinni, þetta er sannleikur. tónlistin hjá shadow parade er falleg, gröð (ekki þannig að maður detti úr nærbuxunum heldur hinsegin gröð), auð-hlustuð án þess að vera klisja, það er einhver einlægni, semi-lágstemmd og umfram allt stór-mögnuð. þið ættuð a.m.k. að koma þó það væri ekki nema til að halda grúppíu #1, mér félagsskap. húsið opnar kl. 21.
see ya!

mánudagur

ekki fór ég í bankann og ekki er ég byrjuð á kommóðunni... er samt að fara að byrja. eina sígarettu fyrst... ég fór í staðinn í hljómskálagarðinn með teppi, bækur og ferða-útvarp. þar sat ég í næstum þrjá tíma og náði mér í "eðlilega" og krabbameinsvaldandi brúnku, las og dottaði í augnablik. samt með annað augað opið af því að ég var svo hrædd um að vakna með einhvern útigangsmann ofan á mér. eiga ekki sumarfrí að vera svona hvort sem er? maður á bara að hanga og gera það sem maður vill, barnlaus and all. samt finn ég fyrir einhverskonar samviskubiti lengst inni í hausnum á mér, eins og að ég eigi að vera að gera eitthvað voða merkilegt, eins og ég bara verði að drífa mig að mála kommóðuna annars er ég aumingi. og ég fer í bankann á morgun, ég lofa.
forgangsröðin hjá feministum er að mínu mati ansi hreint óskipulögð. þannig er það reyndar með margar baráttur sem háðar eru hér á íslandi í nafni hinna og þessara málefna. eins og þetta með snoop dogg.... það var eiginlega bara niðurlægjandi að horfa upp á einhverja reiða konu æða í landsbankann eða hvaða fasistastofnun það nú var til að fræða bankafólkið um hvers lags níðingur snoop er. orð eru eitt, gjörðir eru annað. það sem konur þurfa að láta yfir sig ganga dags daglega, hverja einustu mínútu út um allan heim gerir þessa texta hjá snoop að sleikipinna (orðið sleikipinni er hér notað til að lýsa sakleysi). hvar eru feministarnir þegar dómar upp á einn mánuð skilorðsbundið eru bornir upp á menn sem hafa nauðgað konu svo illa að hún þarf máske að liggja á spítala, líf hennar ónýtt? eða þegar að konur eru enn að fá mun lægri laun en karlmenn á vinnumarkaðinum fyrir nákvæmlega sömu vinnu? það er til svo miklu meiri viðbjóður í heiminum en einhverjir fjárans rapptextar sem ætti frekar að rýna í. og hvað nú? verður þessi áróður ekki bara eins og hver annar áróður hérna? hálfklárað verk, yfirgefið? tónleikarnir eru búnir og ég velti því fyrir mér hvort að einhverjar ungar stúlkur hafi hlaupið út úr egilshöll grenjandi yfir textunum hjá snoop, eða stóðu kannski feministar með svínablóð í fötu og biðu eftir því að hella því á æsta tónleikagesti... skammist ykkar!
í þessum töluðu orðum er snoop dogg örugglega útúr-freðinn í bláa lóninu með einhverja af þessum yndislegu og skírlífu stúlkum sem að ísland getur svo sannarlega hreykt sér af (kaldhæðni) að totta sig bleikan. og feministarnir í lagningu að fá sér nýjar steyptar gervineglur.
það er dáldið fyndið hvað það er mikið uppvask hjá tveimur manneskjum. mér finnst það... það er eins og að við eigum í leyni hérna í íbúðinni okkar einhver fimm börn eða fólk sem felur sig undir sófanum en kemur fram á næturnar og borðar af diskunum okkar. annar leynigestur er svo köttur sem læðist hérna inn um gluggann í skjóli næturs, ég held að það sé kærastinn hennar dimmalimm. hann át brauðið okkar í nótt og beit í banana.
í dag ætla ég að halda áfram að mála kommóðuna himinbláa og fara í bankann. ég hata að fara í bankann, fátt veldur mér jafn mikilli angist og sálarkvöl og bankaferðir. ég held að ég hafi talað um það hérna áður... en þess þarf, það er víst partur af því að vera fullorðinn. auk þess þarf ég að leggja höfuðið í bleyti núna og finna aðferð til að láta námslánin í vetur nægja mér. sem er ekki hægt... fasistar þarna hjá lín, er þetta ekki lán? ég þarf hvort sem er að borga þetta aftur og þess vegna skil ég ekki alveg hvers vegna það er ekki hægt að lána manni mannsæmandi upphæð. ég verð verra sett í vetur en handalaus öryrki.

laugardagur

ég ætti kannski að hætta í bloggpásunni? 13 dagar liðnir... einu sinni þegar ég var "morbit" unglingur og síðar ástfangin af öðrum manni var 13 uppáhalds talan mín. það skiptir engu núna...
ástæðan fyrir þessari bloggpásu minni undanfarnar tvær vikur skal ekki útlistuð hér en ástæðan er stór og krafðist mikillar umhugsunar af minni hálfu. nú er ég búin að hugsa og hef tekið gleði mína 85% á ný. eftir u.þ.b. viku verður gleðin endurheimt að fullu og þær áhyggjur sem plaga mig lagðar á hilluna. enda er yfir engu að kvarta svosum, ekki í þessu daglega lífi þ.e. ég er ástfangin, verð ástfangnari með hverjum deginum sem líður og það verður bara að hafa það að ég skrifi það hér. mér finnst ég ekki þurfa að hlífa neinum við þeirri staðreynd, ég á það skilið að hrópa upphátt hvað ég er skotin og hamingjusöm. það er nefnilega ekki á hverjum degi sem að ég eða einhver annar finnur jafn hreina ást og ég hef fundið. fólk ætti bara að samgleðjast. en svo er aftur krafan sem að gerð er til manns að ræða ekki hamingjuna upphátt. ef að þú ert hamingjusöm, haltu því fyrir sjálfa þig, ef þú ert óhamingjusöm forðast þig allir. þetta er eilíft limbó sem að ég verð að finna milliveginn á eða ekki... en akkúrat núna er mér sama þó að allir kúgist og gubbi af vanþóknun. ég er búin að finna hann! og hann fann mig! ég bý með honum í yndislegustu íbúðinni.
ég týndi annari kisunni minni þegar ég var að flytja, henni páku. ég vona að hún hafi fundið góða eigendur frekar en að eitthvað hræðilegra hafi gerst.
fyrir tæpum tveimur vikum klippti ég stykki úr hendinni á mér. það var óvart. ég var af einhverjum heimskulegum ástæðum að reyna að opna vínflösku með glæ-nýjum skærum sem runnu til í hendinni á mér og ég heyrði "hvisssssss" þegar þau klipptu stykkið burt. ég stóð auglitis til auglitis við gapandi sár, alveg inn í kjöt á hendinni á mér. blóðið lak og lak og lak og ég lá skælandi á baðherbergisgólfinu með hendina í vaskinum og sortnaði fyrir augum af því að viðkvæm sálin þolir illa blóð. það fékk mig reyndar til að velta vöngum yfir því hvers vegna það líður ekki yfir mig í hvert skipti sem að ég er á túr. ekki eru það kræsilegar aðstæður frekar en sár á hendinni. og mér leið eins og að ég væri ein í heiminum, liggjandi á gólfinu, skælandi eins og einhver ósjálfbjarga hvítvoðungur. örninn minn var á tónleikum og ég þorði ekki að hringja, ég hef enn ekki vanist því að nú loksins hef ég einhvern sem að kemur til mín þegar ég kalla. það er reyndar yndisleg tilfinning og ég undrast í hvert skipti sem að á það reynir. en þegar mér leist ekki lengur á blikuna, blóðið lagaði úr sárinu eins og að það væri enginn morgundagur í boði fyrir mig greip ég í næst-besta kostinn og sendi konungi fuglanna sms. ég útskýrði í því skilmerkilega hvað hefði gerst án allrar dramantíkur og viti menn, hann var kominn eins og riddari í hvítum hesti eftir stutta stund. þá sat ég útgrátin í stofunni með blautt handklæði af blóði vafið um hendina og skeifu á munninum. og enginn nema örn hefði brugðist svona við, ég held bara að hann ætti að verða læknir. fullkomlega yfirvegaður og rólegur tók hann handklæðið, þreif sárið, bjó um það og kyssti skeifuna burt. allt bú! núna er ég bara með hálf-gróið sár á hendinni sem að lítur út eins og píka. ég ætla að skíra örið örn. örið örn.

sunnudagur

nokkrar staðreyndir í sunnudags-morgunsárið:

* ég er að fara að vinna eftir 53 mínútur
* örninn minn er sofandi inni í rúmi
* við fórum ekki að sofa fyrr en hálf átta í morgun
* ég var ofurölvi í gær af cosmopolitan sem er besti drykkur í heimi
* dóra litla gaf mér fjögur kokteilglös í innflutningsgjöf
* það og allt sem mamma er búin að gefa okkur í búið eru einu innflutningsgjafirnar sem við höfum fengið so far
* ég vil fleiri innflutningsgjafir
* nýja uppáhalds lagið mitt heitir song beneath the song og er með maria taylor
* systir hans arnar, ösp er óskaplega yndisleg manneskja og hún var hjá okkur um helgina
* augun á mér skipta litum eftir því hvaða tími dags er
* þau eru græn á morgnana en verða svo brún eftir því sem líður á daginn
* þau eru skær-græn þegar ég er þunn
* brjóstin á mér duttu upp úr kjólnum þegar ég var að dansa í gær
* sem betur fer gerðist það heima og það voru bara stelpur og einn köttur sem sáu my beautiful breasts
* ég er ekki þunn, ótrúlegt en satt
* kannski er ég bara ennþá tipsí
* við ætlum að grilla í kvöld með ösp áður en hún fer aftur norður
* ég er ótrúlega hamingjusöm og ótrúlega skotin
* ég límist við gólfið inni í eldhúsi útaf klístri

föstudagur

ég mæli með því að allir fari á tónleika í kvöld á grand rokk klukkan miðnætti. hljómsveitin shadow parade sem kærastinn minn er í spilar þá og það er aveg hreint afbragðs band.
nýja emily strange bókin er komin í hús og ég fór í klippingu í dag í fyrsta sinn í rúmlega tvö ár. góðu fréttirnar eru þær að ég fór ekki grenjandi út af klippistofunni en þó 3000 krónum fátækari. það þykir víst "billegt" í klippi-geiranum.